Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Side 4
4
.XSGi SHAM .81 HUOAÖUMÁM
MÁNUDAGUR 18. MARS 1991.
5
Fréttir
íbúar við Faxa- og Sörlaskjól mótmæla byggingu skolpdælustöðvar
Hægt er að byggja
stöðina neðanjarðar
- segir Ólafur J. Briem, talsmaður íbúanna
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Flensufaraldur hefur stungiö
sér niður á Akureyri aö undan-
förnu og svo virðist sem þessi
faraldur herji aðallega á börn og
unglinga.
■ Ólafur Oddsson héraöslæknir
„Það er þyrnir í augum okkar
hversu há þessi mannvirki verða.
Við höfum fengið það staðfest hjá
gatnamálastjóra að tæknilega sé ekk-
ert til fyrirstöðu að lækka mann-
virkin. Eigi að síður eru borgaryfir-
völd ekki tilbúin að lækka mann-
virkin eins mikið og við hefðum vilj-
að. í upprunalegum áætlunum voru
mannvirkin jafnhá og húsin hérna.
Það gengur kannski við Skúlagötu
og við Sætún. Hér er dælustöðin hins
vegar ofan í íbúðabyggð og allt önnur
sjónarmið sem þarf að hafa í huga,“
sagði Ólafur J. Briem skipaverk-
fræðingur í samtali við DV.
Ólafur er talsmaður hóps íbúa við
Faxa- og Sörlaskjól sem hittust um
helgina og samþykktu tillögur um
ítrekaöar kröfur vegna byggingar
skolpdælustöðvar við Faxaskjól.
Krefjast íbúarnir að skolpdælustööin
verði byggð neðanjarðar, verði ekki
hærri en sem nemur götuhæð. Þá er
þess krafist að stöðin verði í 140
metra fiarlægð frá íbúðarhúsunum
en ekki 110 metra fjarlægð eins og
útlit er fyrir nú, að þrýstirörum verði
fundinn staður fjær ströndinni og að
endanlegar teikningar verði kynntar
íbúunum sem áskilja sér rétt til frek-
ari athugasemda þegar þær hggja
fyrir.
„Það er vel mögulegt aö hafa dælu-
stöðina alfarið neðanjarðar þó það
verði eitthvað dýrara. Þetta er aðal-
lega spurning um að tileinka sér ann-
an hugsunarhátt og skoða valkosti.
Hingað til hafa borgaryfirvöld komið
til móts við okkur með því að lækka
fyrirhuguð mannvirki um tvo metra,
úr 5,50 metrum yfir götuhæð í 3,50
yfir götuhæð."
Varðandi þrýstirör, sem eru hálfur
metri í þvermál hvert, sagði Ólafur
að þau gætu verið staðsett hvar sem
væri á leiðslunni.
„Nú er sagt að ekki verði hjá því
komist að hafa rörin við dælustöð-
ina. Viö mótmælum því og höfum
fengið stafest að það sé ahs ekki
nauðsynlegt."
Ólafur benti einnig á kröfur um
varaaflstöð en í rafmagnsleysi renni
allt skólp frá aðrennslusvæði þessar-
ar stöðvar í sjóinn beint fyrir framan
húsin.
„Rafmagnsleysi verður í óveðri. Þá
fáum við öldugang og sjórok yfir
okkur og aht skólpið sé engin varafl-
stöð til staðar til að dæla skolpinu
yfir eiðið og út í Akurey."
-hlh
segir að ekki hafi enn verið greint
að hér sé um inflúensufaraldur
að ræða þótt allt bendi til þess
að svo sé. Ejarvistir vegna veik-
inda hafa að sögn Ölafs verið tals-
verðar í skólum vegna þessa en
ekki hefur þó orðið að fella niöur
kennslu af þeim sökum. Hann
sagði að í haust hefði fullorðið
fólk í bænum veriö bólusett gegn
faraldri af þessari tegund í mikl-
um mæh. Flensan lýsir sér aðal-
lega með liita, særindum i hálsi
og beinverkjum og standa þessi
einkenrú yfir í 3-4 daga.
Búið að stoppa upp Djúpavogslaxinn
- annar stærsti lax sem veiðst hefur á Islandi
„Þetta er meiri háttar tignarlegur
lax og ekkert smáflikki, það hefði
verið gaman að fá laxinn á stöng,“
sagði Þórarinn Sigþórsson tann-
læknir en hann leit á laxinn sem
veiddist við Djúpavog 4. apríl fyrir
ári og var að koma úr uppstoppun
fyrir skömmu. En laxinn er í safni
Náttúrufræðistofunar, veiðimönn-
um og öðrum til yndisauka.
Það var Reynir Arnórsson sem
veiddi laxinn og vó fiskurinn blóðg-
aður 18,42 kíló og var 117 sm. Fisk-
inn veiddi Reynir í net. Líklega
hefur fiskurinn verið kringum 40
pundin óblóðgaöur. Þaö þýðir aö
þetta er annar stærsti laxinn sem
veiðist hér við land. Stærsti laxinn,
sem veiðst hefur hérlendis, er
Grímseyjarlaxinn og var hann 49
pund, 24,5 kíló. Næstur kemur því
Djúpavogslaxinn. Tveir stærstu
laxar á stöng voru 38,5 pund og
Þórarinn Sigþórsson tannlæknir heldur á laxinum stóra sem Reynir
Arnþórsson veiddi í net og var um 40 pund óblóðgaður. Laxinn var að
koma úr uppstoppun en þetta er annar stærsti lax sem veiðst hefur við
ísland. DV-mynd G.Bender
37,5 pund. Einhverjar sagnir eru til höfða í Hvítá í Borgarfirði.
um 70 punda lax, veiddan í Svart- -G. Bender
Slippstööin á Akureyri:
Nýr búnaður settur í Björgúlf
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Þessa dagana er að hefjast vinna
við að setja niður nýja vinnsluhnu í
togarann Björgúlf frá Dalvík en sú
vinna fer fram hjá Slippstöðinni á
Akureyri. Þessi nýi búnaður var
smíðaður hjá stöðinni og mUn ekki
taka mjög langan tíma að setja hann
í skipið.
Mikil vinna hefur verið hjá Slipp-
stöðinni í vetur og þar er t.d. aö ljúka
mikilli vinnu við aflaskipið Akur-
eyrina sem hefur verið unnin á
skömmum tíma. En það sem mest
munar um og gerir ástandið betra í
Shppstöðinni en oft áður á þessum
árstíma er að þar er unnið af fullum
krafti við nýtt skip fyrir fyrirtækið
ÓS í Vestmannaeyjum. Fyrirtækið
kaupir nýja skipið í stað aflaskipsins
Þórunnar Sveinsdóttur sem Slipp-
stöðin tekur reyndar upp í nýja skip-
ið. Vinnu við nýja skipið hefur miðað
mjög vel, ahar áætlanir staðist og
stefnt er að því^að afhenda nýjum
eigendum skipio í maímánuði.
Tillögunni frestað
Tillögu, sem borin var upp á aðal-
fundi Lögreglufélags Reykjavíkur í
fyrradag, um úrsögn Lögreglufélags-
ins úr BSRB var frestað til fram-
haldsaðalfundar sem haldinn verður
í haust.
Að sögn Jóns Péturssonar, for-
manns félagsins var ekki tekist á um
tillöguna að þessu sinni.
„Menn ræddu hana kurteislega en
ekki af neinni alvöru. Hún verður
ræddíhaust,“segir Jón. -ns
í dag mælir Dagfari
Flugmenn í verkfall
Hann var góður þessi flugmaður.
Geir Garðarson hét hann og var
kynntur sem talsmaður flug-
manna. Dagfari sá til hans í sjón-
varpinu, þar sem hann lýsti frati á
Flugleiðir og þó sérstaklega á fram-
kvæmdastjóra vinnuveitenda sem
var að skipta sér af kjarasamning-
um. Talsmaður flugmanna sagðist
ekki láta hafa sig á fundi með ein-
hveijum ókunnum mönnum. Hann
ætti ekkert vantalað við fram-
kvæmdastjóra Vinnuveitenda-
sambandsins. Hann sagðist hafa
gert kröfur á hendur Flugleiðum
og ef Flugleiðir geta ekki talað við
starfsmenn sína án aðstoðar
Vinnuveitendasambandsins mæta
flugmenn ekki á fundi. Þeir hafa
þess í stað ákveðið að leggja niður
störf í einn dag í mótmælaskyni og
hafa vahð til þess fóstudaginn
langa, lengsta dag ársins, enda er
um að gera að hafa verkfóhin eins
lengi og hægt er þegar þau standa
bara í einn dag í einu.
Blaðafulltrúi Flugleiða hafði sagt
við sjónvarpið að flugmenn gerðu
kröfu um áttatíu prósent kaup-
hækkun. Þessu vísar' talsmaður
flugmanna á bug. Segir að blaða-
fuhtrúinn kunni ekki að reikna.
Þegar sjónvarpsmaðurinn spurði
talsmann flugmanna hversu kröf-
urnar væru háar, svaraði hann því
til að hann hefði ekki hugmynd um
það. Hefði alls ekki reiknað þær út.
Svona eiga skipstjórar að vera.
Ekkert múður og engar reiknings-
kúnstir. Það góða við þessa afstööu
er auðvitað í því fólgið að þótt flug-
menn hafi ekki haft fyrir því að
reikna út kröfur sínar um kaup-
hækkanir, vita þeir upp á hár að
útreikningar flugleiða eru ekki
réttir. Þeir hafa sem sagt reiknað
það út að Flugleiðir reikna vitlaust
út en hafa sjálfir ekki reiknað neitt!
Og ef viðsemj endur eru með múður
og segja að kröfurnar séu hærri en
þær eru og flýja á náðir Vinnuveit-
endasambandsins, þá er rétt mátu-
legt á þá að fá yfir sig verkfah.
Verkfoll voru hér áður fyrr nokk-
urs konar neyðarréttur alþýðunn-
ar þegar lágtekjufólkið hafði ekki
lengur th hnífs og skeiðar og var
að berjast fyrir mannréttindum
sínum. Nú er lágtekjufólk að mestu
hætt að leggja niður vinnu. Verk-
fóll thheyra fortíðinni hjá verka-
lýðnum. Hins vegar hafa flugmenn,
læknar og aðrir stéttvísir hópar í
þjóðfélaginu haldið merkinu á lofti
og heyja nú verkfóh í gríð og erg
þegar á þá hallar. Sérstaklega þeg-
ar vinnuveitendur eru með þann
dónaskap að mæta á samninga-
fundi og gera thraunir til að reikna
út þær kröfur sem fram eru lagðar.
Þá æsast flugmenn upp, enda vand-
ir að virðingu sinni, og beita verk-
fahsvopninu eins og lágtekjufólkið
gerði í gamla daga. Enda má líka
segja það með nokkrum rétti að ef
einhveijir hópar í þjóðfélaginu eru
undir í lífsbaráttunni eru það flug-
menn hjá Flugleiðum.
Flugmenn eru ekki gefnir fyrir
að reikna út kröfur sínar. Enda
skiptir það ekki máli. Kröfur eru
settar fram til að þær séu sam-
þykktar og það er ekki útreikning-
urinn sem skiptir máh heldur inni-,
haldið og réttlætið. Það er ekki
hægt að kúga bágstadda flugmenn
til hlýðni með einhveiju kjaftæöi
um að kröfurnar séu of háar. Þar
að auki eru öll reikningsdæmi af-
stæð. Ef flugmenn hafa mikil laun
verða þeir að fá miklar hækkanir.
Þeir sem hafa lág laun þurfa ekki
nema htlar hækkanir. Þess vegna
eiga menn ekki að reikna út kröfur
flugmanna þegar menn kunna ekki
að reikna og skhja ekki að flug-
menn hafa háan levestandard og
þurfa há laun til að standa undir
þeim kostnaði.
Hann var góður þessi flugmaður,
þessi Geir Garðarsson. Nú er bara
að fara í verkfall og gefa skít í
samninga og fara svo aftur í verk-
fall ef mennirnir skhja ekki að það
verður að ganga að kröfunum.
Flugleiðir hafa lýst því yfir að þeir
hafi grætt á síðasta ári og flugið
hefur gengið vel. Það getur ekki
gengiö th lengdar. Það verður að
drepa þennan gróða í fæðingu og
ekkert er betra og árangursríkara
en að flugmennirnir stöðvi flugið
sjálfir, úr því farþegarnir gera það
ekki. Flugleiðir sýna líka þá ósvífni
að ætiast til að flugmenn mæti í
vinnuna og vinni fyrir kaupinu.
Þetta gengur auðvitað ekki miklu
lengur. Það verður áð sýna þeim
hvar Davíð keypti öhð.
Dagfari