Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Page 9
MÁNUDAGUR 18. MARS 1991.
9
dv_________________________________________________________________________Útlönd
Flnnski Miðflokkurinn vann stórsigur 1 þingkosningum:
Kjósendur höf nuðu stjórninni
Ríkisstjórn jafnaöar- og hægrimanna
tapaði meirihluta sínum í finnsku
þingkosningunum um helgina. Mið-
flokkurinn vann á hinn bóginn stór-
sigur og formaður hans krefst þess
að leiða næstu stjóm. Síðasta aldar-
fiórðunginn hafa Jafnaðarmenn ver-
ið fiölmennastir á þingi en verða nú
að eftiriáta Miðflokknum forystu-
hlutverkiö.
Miðflokkurinn bætti við sig 15
þingmönnum og hefur nú 55 menn
af 200. Jafnaðarmenn töpuðu 8 þing-
sætum og hafa nú 48. Hægri flokkur-
inn, sem nú situr í sfiórn, mátti einn-
ig þola mikið áfall. Flokkurinn hafði
53 þingsæti en missti 13 og er því
Harri Holkeri, forsætisráðherra
Finna, verður líklega að víkja fyrir
Miðflokksmanninum Esko Aho.
Aukin spenna
í Júgóslavíu
Horfurnar á friðsamlegri lausn
deilumálanna í Júgóslavíu þykja
ekkert sérstaklega góðar og fara dag-
versnandi. Þetta er samdóma álit
bæði stjórnmálamanna og stjórnar-
erindreka í Belgrad. Segja þeir að
Júgóslavía sé á barmi borgarastyij-
aldar.
Kommúnistaleiðtoginn Slobodan
Milosevic, forseti Serbíu og stærsta
lýðveldis Júgóslavíu, lýsti því yfir á
laugardaginn að lýðveldi hans viður-
kenndi ekki lengur forsætisráðið.
Þessi yflrlýsing hans fylgdi í kjölfar
afsagnar forseta Júgóslavíu, Borisav
Jovic, á föstudaginn. Jovic er Serbi
og hefur verið náinn stuðningsmað-
ur Milosevics. Tveir aðrir sögðu sig
einnig úr forsætisráðinu þar sem
þeim tókst ekki ásamt forsetanum
að knýja í gegn áætlun hersins um
neyðaraðgerðir til að bæla niður
mótmæli stjómarandstæðinga.
Franjo Tudjman, forseti Króatíu,
sagði í gær að Milosevic væri að
undirbúa jarðveginn fyrir einræði.
Reuter
Slobodan Milosevic, forseti Serbiu,
hefur lýst því yfir að hann viður-
kenni ekki lengur forsætisráð Júgó-
slavíu.
með 40 sæti nú. Stjórnin heldur því
88 þingsætum en hafði 109.
„Niðurstaðan sýnir að þessi rauða
og bláa ríkissfiórn verður að fara frá
völdum. Kjósendur hafa fellt sinn
dóm og þeir vilja nýja stjóm,“ sagði
Esko Aho, formaður Miðflokksins,
þegar úrslit lágu fyrir.
Aðrir flokkar hafa viðurkennt að
nú sé komin röðin að miðflokks-
mönnum að reyna stjórnarmyndum.
Pertti Passio, formaður Jafnaðar-
manna og utanríkisráðherra Finn-
lands, segir að kjósendur hafi falið
Miðflokknum ábyrgðina á stjóm
landsins og því hljóti flokkurinn að
mynda næstu stjórn.
Hann sagði einnig að mestar líkur
væru á að jafnaðarmenn yrðu í
stjórnarandstöðu þetta kjörtímabilið
þótt stjórn flokksins hefði ekki enn
ákveðið hvort ljáð skuli máls á að
mynda sfiórn með Miðflokknum. Það
er eini möguleikinn á tveggja flokka
meirihlutastjórn.
Fyrir kosningarnar sögðust stjórn-
arflokkarnir ætla að sitja áfram í
stjórn héldu þeir meirihlutanum.
Þeir hafa að vísu stuðning Sænska
þjóðarflokksins en fyrir kosning-
arnar sögðust leiðtogar stjómar-
flokkanna vilja hreinan meirihluta.
Allt bendir því til að Harri Holkeri
verði ekki forsætisráðherra Finn-
lands næsta kjörtímabilið.
Reuter
er fjarstýrð samsfœða sem sómir sér vel i hvaða herbergi sem er.
Magnarinn er ÍOO wött og með fimm banda tónjafnara.
Útvarpið er með 24 stöðva minni (FM/LB/MB).
Tvöfalda segulbandið er bœði með hraðyfirfœrslu og raöspilun.
Plötuspilarinn er hölfsjölfvirkur.
Hðlalararnir sem eru sérlega vandaðir, er I viðarkassa.
18 bita geislaspilari.
i
SONY CFS-204
er snoturt, létt og lipurt stereo ferðaútvarp með segulbandi. Það
er með innbyggðum hljóðnema. FM stereo og miðbylgju. Tengi
fyrir heyrnatœki.
Þetta Sony tœki er á frðbœru verði,
Éar^TI^lSriTCi
PANASONIC RXFS420
er kraftmikið stereo ferðaútvarp með segulbandi. Það er 20 wött og
með fjórum hótölurum. Það er með innbyggðum hljóðnema, þriggja
banda tónjafnara og fjórum útvarpsbylgjum (FM/MB/LB/SB/).
Verð á þessu kraftmikla tœki er
mtrnrnsMsiemmMbmiBa
JAPtS
BRAUTARHOLTI 2 - KRINGLUNNI SIMI 625200
-ún Bi;biv9Xl:i3
Simamynd Reuter