Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 18. MARS'1991
11
Sviðsljós
Ignis -flokkurinn
Hér dansa þau Hildur Yr Arnars-
dóttir og Þröstur Jóhannsson „jive“
af innlifun.
Jóhann Örn Ólafsson og Petrea
Guðmundsdóttir eru hér í léttri
sveiflu.
Góugleði í Öræfum
Einar agurðsson, DV, Öræfum;
Árlegt góuhóf kven- og ungmenna-
féíags Óræfasveitar var haldið í Hof-
garði, samkomuhúsi Öræfmga, fyrir
nokkru. Gestir streymdu þangað
hvaðanæva af landinu og var hvert
sæti hússins skipað. Boðið var upp á
kræsingar frá veitingastaðnum Osn-
um á Höfn í Hornafirði, sungið og
farið í leiki og Hljómsveit Hauks
Þorvaldssonar lék fyrir dansi fram
undir morgun.
Skemmtunin tókst með eindæmum
vel en veislustjórar kvöldsins voru
þeir Ari Magnússon, Hofi, og Gísh
Jónsson, Hnappavöllum.
Það var þéttsetið á góugleðinni i Hofgarði, samkomuhúsi Öræfinga.
Madonna öskuill
Madonna er öskuill út í aðstand-
endur bandaríska tímaritsins
Glamour sem birtu nýlega forsíðu-
mynd af frökeninni. Þeir tóku sig
nefnilega til og fylltu upp í frekju-
skarðið á henni svo það liti út fyrir
að hún væri ekki með neitt og létu
hana ekki vita af því fyrr en það var
of seint að breyta því.
Þegar Madonna komst að þessu
trylltist hún gjörsamlega. Hún mætti
til að mynda ekki í hádegisverö á
vegum blaðsins þar sem það ætlaði
að heiöra helstu konur ársins og
m.a. veita henni sjálfri sérstök verð-
laun.
Hópur ungs fólks var fenginn til
að dansa og skemmta á árshátíð DV
sem haldin var á Vetrarbrautinni
fyrir stuttu. Unga fólkið kallar sig
Ignis-ílokkinn og sýndi þarna , jive“
og aðra dansa við mikinn fögnuð
áhorfenda.
Hópurinn byrjaði að koma fram
fyrir um ári og hefur hingað til aðal-
lega dansað í einkasamkvæmum og
á árshátíðum en einnig á skemmti-
stöðum höfuðborgarinnar. Þau eru
öll á aldrinum 17 til 20 ára og koma
frá Dansskóla Sigurðar Hákonarson-
ar þar sem þau hafa dansað frá unga-
aldri. Ignis-hópurinn er þó á þeirra
eigin vegum þar sem þau semja atrið-
in með það fyrir augum að þau séu
hress og skemmtileg enda er dansinn
hraður og líflegur.
En af hverju Ignis? Jú, einhver
skemmtanastjórinn ætlaði að bóka
þau en vissi ekki hvað hópurinn kall-
aði sig. Hann átti leið fram hjá ís-
skápnum sínum á því augnabhki og
hripaði niður Ignis frekar en ekki
neitt!
Ignis-flokkurinn sýnir hér dansatriði þar sem tekist er á um það hvort kvenmenn eða karlmenn hafi yfirhöndina.
Frá vinstri: Petrea Guðmundsdóttir, Jóhann örn Ólafsson, Þröstur Jóhannsson og Hildur Ýr Arnarsdóttir.
DV-myndir S
TÖKUM
HOXDUM
SAMAHí
Tökum höndum saman, leggjum grunn
að framtíð fermingarbarnsins.
Gefum þvi íslensku alfræðiorðabókina
— háskóla heimilanna, bók sem
byggjandi er á.
* £
Hugmynd að
fe rmingar gj öf
ÖRN OG ^ ÖRLYGUR
Síöumúla 11 - Sími 84866
Ttr VNNV1IWI3H HQNsyK - NIXQ8VQUOIOVN41V VMSN31S| VNNV1IWI3H I1QMSVH - NIMQHVQH01 Q3IH31V VMSN31SI it
-jtf ÍSLENSKA ALFRÆOIORDABÓKIN - HÁSKQLI HEIMILANNA tSLENSKA ALFRÆOIORÐA8ÓKIN
- HÁSKOLI HEIMILANNA ytr