Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Qupperneq 14
14
MÁNUDAGUR 18. MARS 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON -
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022- FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Hagfræði á haus
Sammerkt er forsætisráðherra og sumum öðrum
stjórnmálamönnum, að þeir misþyrma hagfræðinni.
Vaxtamálin eru mikið á döfmni. Kosningar nálgast, og
forsætisráðherra er mikið í rriun, að vaxtastefna hans
nái eyrum almennings. Hann biðlar til-hinna skuldugu
og flytur þann boðskap, að vaxtahækkun auki verð-
bólgu, það er hækkun raunvaxta, vaxta umfram verð-
bólguna. Þessa speki skal nota til að fá atkvæði skuldar-
anna, sem yfirleitt er.yngra fólk. Stjórnmálamenn, sem
nýtist þessi kenning, líta svo á, að eigendur spariflár-
ins, sem yfirleitt eru eldra fólk, muni hvort eð er drag-
ast að kjörkössum og kjósa sinn „gamla flokk“. Barátt-
an standi um hina yngri, sem skulda og eru hreyfanleg-
ur hópur milli flokka.
Matið á þessu er líklega rétt. Eigendur sparifjár, eldra
fólkið, mega sín lítils og eru varnarlausir fyrir blekking-
um landsfeðra. Ekki skiptir þessa stjórnmálamenn, þótt
hagfræðikenningar þeirra séu á hvolfi. Hagfræðingar
kannast ekki við þessar kenningar. Þeir segja sem svo,
að svona kenningar hljóti að byggjast á „vitlausu lík-
ani“. En hvað varðar forsætisráðherra um það, bara ef
hann nær í atkvæði. í reynd má gera ráð fyrir, að hækk-
un raunvaxta dragi úr athöfnum og verði til þess að
minnka verðbólgu, ekki auka.
Almenningur hefur fylgzt að einhverju leyti með lát-
lausri baráttu forsætisráðherra við bankana, jafnvel
þingmenn úr eigin flokki, sem vilja halda lögmál hag-
fræðinnar. Auk þess fara forsætisráðherra og ríkis-
stjórnin alls ekki eftir neinum viðurkenndum kenning-
um. Nú síðast báðu þeir Seðlabankann að beita sér fyr-
ir lækkun raunvaxta, meðan ríkisstjórnin eykur fjár-
lagahallann, sem stefnir í allt aðra átt. Ráðherrar báðu
Seðlabankann að beita sér fyrir lækkun vaxta eftir for-
skrift, sem mundi auka þensluna í þjóðfélaginu og skapa
nýja hættu á verðsprengingu. Seðlabankinn hefur hafn-
að tilmælum, sem viðskiptaráðherra skrifaði sig fyrir í
þessum efnum. Bankinn leggur til, að reynt verði að
lækka raunvexti á annan hátt. Ætlunin er þá að draga
úr framkvæmdum og eftirspurn eftir lánsfé. Vextir
mundu lækka, en það mundi ekki valda þenslu eins og
þær aðgerðir, sem ríkisstjórnin hefur stungið upp á. En
í raun er eina leiðin til að lækka vexti án þess að valda
þenslu og verðbólgu, að draga úr fjárlagahallanum og
lánveitingum opinberra sjóða. Ríkisstjórnin er hins veg-
ar að auka þetta, stækka gatið á fjárlögunum, enda á
fólk að fara að kjósa.
Engin skynsamleg leið er til að lækka vexti, meðan
ríkið tekur tíl-sín svo mikinn hluta lánsfjárins í landinu.
Hrein lánsfjáröflun ríkis og sjóða á innlendum markaði
var um 19 milljarðar króna á síðastliðnu ári eða um
helmingur af nýjum sparnaði í landinu. Þetta hlutfall
fer vafalaust upp fyrir 60 prósent í ár. Tillögur Seðla-
bankans miðast einmitt við að reyna að lækka þetta
hlutfall. Þá fyrst mætti hugsa sér, að vextir yrðu lægri,
án þess að eyðilagt yrði jafnvægi á lánsfjármarkaði.
Kræfustu stjórnmálamenn þessa lands varðar ekkert
um, hvort kenningar þeirra standist. Þeir heimta vaxta-
lækkun, þótt aðgerðir ríkisstjórnarinnar gangi pvert
gegn því markmiði. Þetta á að ganga í „rétta“ kjósend-
ur. Betur væri, ef almenningur yrði upplýstari um hið
rétta í vaxtapólitík og um áhrif fjárlagahallans á vext-
ina. ísland þarf sem fyrst að verða alvöruþjóðfélag með
alvörustjórnendum.
Haukur Helgason
„Valkostir í húsnæðismálum, eftir efnum og aðstæðum hvers og eins, eru ein besta leiðin til að bæta lífs-
kjör heimilanna í landinu."
Húsaleigu-
bætur
Húsnæðismál hér á landi hafa
lengst af nær eingöngu snúist um
eignaíbúðir. Leigjendum hefur lítið
verið sinnt þrátt fyrir að í þeirra
hópi séu margir þeirra sem verst
eru settir í þjóöfélaginu.
Þegar félagslega húsnæðislána-
kerfið var endurskoðað í fyrra var
mörkuð sú stefna að opinbera hús-
næðislánakerfið miði jafnt að því
að aðstoða íbúðareigendur og leigj-
endur. í lögunum er lögð áhersla á
að félagslega húsnæðislánakerfið
bjóði upp á val og að framboð af
leiguhúsnæði veröi aukið. Þannig
var lánshlutfall til leiguíbúða
hækkað úr 85% í 90% af kostnaðar-
verði og lánstími vegna leiguíbúða
var lengdur í 50 ár.
Kaupleiguíbúðir - aukið
framboð leiguhúsnæðis
Með kaupleiguíbúðunum voru
opnaðir fleiri valkostir í húsnæöis-
málum þjóðarinnar og möguleikar
félagasamtaka og sveitarfélaga til
að byggja og reka leiguíbúðir stór-
lega bættir. Það er alveg ljóst að
kaupleiguíbúðirnar sköpuðu nýjan
möguleika til byggingar leiguíbúða
sem legið höfðu í láginni í mörg ár.
Til marks um það má nefna að á
átta ára tímabilinu 1980-1987 veitti
Byggingarsjóður verkamanna að-
eins 72 lán til leiguíbúða sveitarfé-
laga. Á þriggja ára tímabilinu
1988-1990 hafa verið veitt lán til 830
kaupleiguíbúða, þar af 245 félags-
legra kaupleiguíbúða.
Húsaleigubætur - jöfnuður
milli eignar- og leiguhús-
næðis
Hér á landi sem og í hinum vest-
ræna heimi hefur ríkisvaldið tekið
þátt í að lækka húsnæðiskostnað
þeirra sem eru að eignast íbúö með
skattaívilnunum. Leigjendur hafa
lengst af legið óbættir hjá garði í
þessum efnum. Þegar aðstoð hins
opinbera til handa íbúðareigendum
var breytt með gildistöku vaxta-
bóta og færð í meira mæli í skatt-
KjaUarinn
Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmálaráðherra
kerflð og þannig bundin tekjum og
eignum skapaðist grundvöllur til
að koma á fót sértækum aðgerðum
til kostnaðarlækkunar hjá leigj-
endum.
í kjölfar breytinga á félagslega
íbúðalánakerfmu, sem samþykkt-
ar voru á Alþingi á vormánuðum
í fyrra, óskaði ég eftir því að unnið
yrði að frumvarpi til framlagning-
ar á næsta þingi um húsaleigubæt-
ur til jöfnunar á húsnæðiskostnaði
leigjenda, á grundvelli tillagna sem
nefnd á vegum félagsmálaráöu-
neytisins haföi unnið.
í þeim er gert ráð fyrir aö húsa-
leigubætur til leigjenda verði tekn-
ar inn í skattkerfið með svipuðum
hætti og vaxtabætur til íbúðareig-
enda. Lagt er til að þeir sem greiði
húsaleigu sendi inn umsókn um
húsaleigubætur með skattframtali
ásamt upplýsingum um greidda
húsaleigu. Tillögurnar miða við að
húsaleigubæturnar veröi tekju- og
eignatengdar líkt og vaxtabæturn-
ar. Miðað er við að húsaleigubæ-
turnar geti numið allt að 22% af
greiddri húsaleigu hjá einstæöu
foreldri með tekjur innan við 70
þúsund krónur, svo að dæmi sé
tekiö.
Valkostir í húsnæðismálum
Til að tryggja öryggi og jafnrétti
í húsnæðismálum er nauðsynlegt
að leiguhúsnæði sé fullgildur kost-
ur í húsnæðiskerfinu og að hiö
opinbera gefi möguleika á því að
fólk geti valið á réttlátum forsend-
um milli eignar- og leiguhúsnæðis,
allt eftir aðstæðum og þörfum
hverju sinni.
Leiguíbúðir eru nauðsynlegur
valkostur fyrir ungt fólk sem er að
hefja búskap og hefur ekki nægi-
legan sparnað til að ráðast í íbúðar-
kaup. Þannig þarf að skapa ungu
fólki möguleika á að leigja ibúð á
hagstæðum kjörum meöan verið
er að mynda eigin sparnað til íbúð-
arkaupa. Sama gildir um fólk sem
hefur ekki tök á að eignast íbúð
vegna lágra launa eða annarra
ástæðna. Valkostir í húsnæðismál-
um, eftir efnum og aðstæðum hvers
og eins, er því ein besta leiðin til
að bæta 'lífskjör heimilanna í
landinu.
Jóhanna Sigurðardóttir
„Þegar félagslega húsnæðislánakerfíð
var endurskoðað í fyrra var mörkuð
sú stefna að opinbera húsnæðislána-
keráð miði jafnt að því að aðstoða íbúð-
areigendur og leigjendur.“