Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Qupperneq 16
16 100 kr. leikurinn mánudaga til föstudaga kf. 12.00-17.00. Keilusalurinn Öskjuhlíö Sími 621599. KONIBILALYFTUR * VÖKVAKNÚNAR * ENDINGARMIKLAR * HLÓÐLÁTAR * ÖRUGGAR 2,2 tonna, 2 pósta, kosta aðeins kr. 298.741 + vsk. (stgr.) Til á lager - greiðslukjör viö allra hæfi Varahlutaverslun Bíldshöfða 18 - Reykjavik - Simi 91-672900 É. FERD OG FLUGI" EIGIN FARARSTJÓRI FLUG/SIGLING - BÍLLIJM EVRÓPU Bjóðum upp á námskeið fyrir ferðalanga sem hyggj- ast ferðast um Evrópu: 1. Undirbúningur ferðar. 2. Fjárhagsáætlun og vátryggingar. 3. Skipulagning, áfangar og gististaðir. 4. Notkun korta og upplýsingaöflun. 5. Helstu sérákvæði í umferð erlendis. 6. Akstur á hraðbrautum. 7. Nokkrar hagnýtar ráðleggingar. Námskeið verða á Hótel Loftleiðum, Reykjavík, fimmtud. 21. mars kl. 18.00, laugard. 13. april kl. 13.30 og fimmtud. 16. maí kl. 16.00. Innifalið í námskeiðinu: kaffi, kort og kennsla. Verð kr. 2.300,- Afsláttur er veittur fyrir maka. Nánari upplýsingar og innritun: Ferðaskrifstofan Saga, s. 91-624040. FÍB, s. 91-629999 og 628070. Norræna ferðaskrifstofan, s. 91-626362. Úrval-Útsýn, s. 91-26900 og 603060. FERDASKRIFSTOFAN URVAL-UTSYN FLUGLEIDIR NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN SIOVAPPTALMENNAR Samráðsaðili:UMFERÐARRAO .1961 6HAM .81 HUOAQUVlAM MÁNUDAGUR 18. MARS 1991. Það þarf margs að gæta þegar fólk kaupir eöa selur fasteign. Fasteignakaup: Milljónir í húf i Þegar fólk kaupir eða selur fast- eign er margs að gæta. Ekki er til sérstök löggjöf um fasteignakaup hér á landi en flestar reglur laga um lausafjárkaup eru taldar eiga viö um fasteignakaup. Hér á eftir verður reynt að benda á helstu at- riði sem fólk þarf að hafa í huga við fasteignakaup. Skoðunarskylda Eitt af því mikilvægasta sem kaupandi gerir er að skoöa eignina gaumgæfilega. í þessu sambandi er oft talað um svokallaða skoðunar- skyldu kaupanda. Hún felur í sér að kaupandi getur ekki borið fyrir sig galla á eign, sem hann rannsak- ar áður en kaup fara fram, ef hann sá eða mátti sjá gallana við skoðun, m.ö.o. augljósa gaUa. Þeir gallar teljast augljósir sem kaupandinn hefði getað séð viö skoðunina sem hann gerði eða hefði átt að gera. Leyndir eru þeir gallar sem hann sér ekki og „venjulegur" maöur gat ekki séð við slíka skoðun. Hafa ber í huga aö oft koma gallar á fasteign ekki fram fyrr en nokkur tími er liðinn frá kaupum en þeir geta hins vegar hafa verið fyrir hendi er kaupin áttu sér staö. Nákvæmni skoðunar En hversu nákvæm skal skoðun kaupanda vera? Það fer eftir því hvað hvert tilvik gefur tilefni til. Sé t.d. um fasteign að ræða sem komin er til ára sinna þá má gera strangari kröfur til kaupanda en þegar um nýlega fasteign er að ræða. Telja verður að sú megin- regla gildi að ekki sé hægt að gera meiri kröfur en að kaupandi fram- kvæmi tiltölulega yfirborðskennda athugun á lóð eignarinnar og hús- rými. Gallar sem ekki sjást viö slíka skoðun getur kaupandi borið fyrir sig. Þess er ekki krafist aö kaupandi framkvæmi rannsókn á hinu selda með sérfræðingum. Kaupandi þarf heldur ekki að rannsaka með tækjum eöa öðrum áhöldum nema yfirborðsskoöun hafi gefið tilefni til þess. Sé kaupandi byggingafróður eða fái hann með sér sérfróöa aðstoöar- menn til aö skoða eignina eru gerð- ar meiri kröfur til skoðunarinnar. Sami galli getur þess vegna ýmist verið leyndur eða augljós eftir því hver skoðar eignina. Upplýsingaskylda seljanda Skoðunarskylda kaupanda flétt- ast saman við svokallaða upplýs- ingskyldu seljanda en í fasteigna- Umsjón: ÓRATOR - félag laganema kaupum hvíhr sú skylda á honum að veita kaupanda upplýsingar um mögulega ókosti eða galla fasteign- ar áður en kaup takast að því leyti sem hann má telja að þeir geti skipt máli við ákvarðanatöku kaupanda. í 1. mgr. 10. gr. laga um fast-eigna- og skipasölu, nr. 34/1986, er nú kveðið á um skyldu fasteignasala til aö semja greinargott yfirlit um öll hin helstu atriði, sem máh skipta um þá eign, er hann hefur til sölu. Er með þessu lögð óbein skylda á seljanda eignar til að gefa þessar upplýsingar, því að sumar þeirra a.m.k. verða ekki fengnar nema með atbeina hans. Seljandi þarf þó ekki að fram- kvæma sérstaka rannsókn á fast- eigninni áður en til sölu kemur. Ýmsar almennar staðreyndir verö- ur kaupandi að kanna sjálfur. Á seljanda hvílir ekki sú skylda aö benda á alla hugsanlega eða mögu- lega annmarka ef hann hefur ekki orðið þeirra var sjálfur. Ef seljandi hins vegar staöhæfir berum orðum að fasteign hafi ákveðna kosti veit- ir það kaupanda heimild th að binda traust við réttmæti stað- hæfingarinnar og seljandi verður jafnframt bótaskyldur ef staðhæf- ing hans stenst ekki Við mat á því hvort seljandi hafi veitt fullnægjandi upplýsingar, koma til áhta ýmis sérsjónarmið, sem eiga við um fasteignakaup: 1) Óverulegir gahar hafa ekki nein réttaráhrif því fasteignir eru t.d. oft seldar notaöar og getur þeim verið að einhverju leyti ábótavant t.d. vegna eðhlegs slits. 2) Fasteign er almennt seld eftir sérstaka skoðun og verö hennar miðast að miklu leyti við ástand hennar þ.e. dýr eign = miklarkröf- ur um gæði. Ódýr eign= minni kröfur um gæði eignarinnar. 3) Seljandi fasteignar hefur það sjaldnast að atvinnu að selja fast- eignir og er því almennt ekki undir þaö búinn að mæta kröfum um af- slátt eða skaðabætur. Af öllu þessu leiöir að mikiö er lagt upp úr því hvort seljandi vissi eða átti að vita um ástand eignarinnar. Þinglýsing-bráðnauðsynleg! Þegar tekist hafa samningar milli kaupanda og seljanda um sölu fast- eignar, eru aöilar skuldbundnir hvor gagnvart öðrum, kaupandinn að kaupa og seljandinn aö selja, á þeim kjörum sem samið hefur ver- ið um. Réttarstaða aðha innbyrðis ræðst hér alfarið af samningi þeirra í milli. Út á við, gagnvart öðrum, ræður hins vegar þinglýs- ing úrshtum. Ef t.d. kaupandi lætur ekki þinglýsa kaupsamningi um fasteign, gæti hann orðið að sæta því aö seljandi framseldi réttindi yfir fasteign til utanaðkomandi að- ila sem ekkert veit um kaupsamn- inginn, eða að skuldheimtumenn seljanda leituðu fullnustu í eign- inni. Gengið er út frá því að menn geti treyst því, að sá sem þinglýs- ingarbók greinir eiganda, sé eig- andi eignar. Geta lánardrottnar hans leitaö fullnustu í eigninni með aðför, og sé bú hans tékið til gjald- þrotaskipta verður eignin dregin undir skiptin. Sá sem gert hefði kaupsamning um eignina án þess að þinglýsa honum, yrði að sæta því að eignin yrði seld á uppboði, jafnvel þó hann hefði greitt hluta kaupverðs og fengið sér hana af- henta. Vilji menn tryggja réttindi yfir fasteign er því algjör nauðsyn aö þinglýsa henni strax, svo réttar- vemdar njóti út á við. „Vilji menn tryggja réttindi yfir fast- eign er því algjör nauðsyn að þinglýsa henni strax, svo réttarverndar njóti út á við.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.