Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 18. MARS 1991. Menning Islenska raðhúsið í Malmö: Vona að einhver heima vilji byggja svona hús segir Guðmundur Jónsson, arkitekt og menningarverðlaunahafi DV Framhliö hússins. Hin sérstaka útidyrahurð er sérhönnuð af Guömundi. Efri hæð. Allar innréttingar eru sérhannaðar fyrir húsið. Eins og kunnugt er fékk Guðmund- ur Jónsson arkitekt Menningarverð- laun DV í arkitektúr í febrúar síðast- liðnum fyrir íslenska raöhúsið á NordForm sýningunni í Malmö 1990. Hús þetta vakti mikla athygli og hafa birst myndir af því og greinar um það í erlendum fagtímaritum. Guðmundur, sem hefur búið og starfað í Noregi undanfarin ár, er þekktur arkitekt hér á landi þótt ekkert hús hafi enn risið hér heima sem hann hefur teiknað. Fyrir utan þetta glæsilega raðhús er hann hönn- uður aö nýju tónhstarhúsi sem mun rísa í Laugardalnum. Hann hlaut önnur verðlaun í tillögu að ráðhúsi Reykjavíkur og honum var fahð að teikna Kjarvalssafn sem á að rísa á Miklatúni. Thlögumar hafa verið lagðar fyrir byggingamefndir. Enn sem komiö er hafa þær strandað þar. Þá vann Guðmundur að tihögu um skála íslands á heimssýningunni í Sevilla á Spáni en að öhum líkindum munu íslendingar ekki taka þátt í þeirri sýningu. í stuttu spjalli sagði Guðmundur að hann hefði nefnt það við ýmsa aðha heima á íslandi að byggja verð- launahúsið en ekki fengiö svör ennþá og sagði hann það vera von sína að það risi fyrst heima og fyndist honum það synd ef það ekki gerðist því að húsið væri hannað með fomar ís- lenskar hefðir th hliðsjónar og það ætti ekki að vera neitt dýrara í bygg- ingu en önnur sambærheg hús. Eins og áður segir fékk Guðmund- ur Menningarverðlaun DV. Dóm- nefndin, sam vann ötuhega og kann- aði allar helstu byggingar sem reist- ar voru 1990, var sammála um að veita Guðmundi verðlaunin. Hér á eftir fer rökstuðningur dómnefndar- innar og er þessu glæshega húsi best lýst í orðum nefndarinnar: „Spyrja má hvort sýningaskáh, sem aðeins er ætíað að standa í nokkrar vikur, geti keppt við varan- legri hyggingar sem góð byggingar- hst? Því er til að svara að á þessari öld hafa fjölþjóðlegar sýningar gegnt mikhvægu hlutverki i framþróun nútímabyggingalistar. Slíkar sýning- ar reyndust brautryðjendum á borð við Mies van der Rohe, Gropius og Le Corbusier mikhvægur vettvangur th þess að koma nýjum hugmyndum á framfæri á tímum þegar fá tæk- ifæri voru th að reisa raunverulegar byggingar í anda hinnar nýju stefnu. Norræna hönnunarsýningin Nord- Form 1990, sem haldin var í Malmö á hðnu sumri, var hugsuð sem nú- tímaarftaki hinnar frægu Stokk- hólmssýningar. í thefni hennar var efnt th samkeppni meðal arkitekta um raðhús framtíðarinnar. Dómnefnd thnefndi eina thlögu frá hverju landi sem aðstandendur sýn- ingarinnar sáu síðan um að reisa á sýningarsvæðinu. Það kom dóm- nefndarmönnum að vísu á óvart hversu fáar af tillögunum í keppn- inni fólu í sér róttækt endurmat á ríkjandi viðhorfum th heimihshalds og lifshátta. í þess stað fólu margar þeirra í sér vísun til fortíðar. Þetta á einnig við um thlögu þá sem útnefnd var fyrir Islands hönd, eins og einkenniheiti hennar í samkeppninni „DEJA VU“ ber með sér. Höfundur thlögunnar, Guðmundur Jónsson arkitekt, sem búsettur er í Ósló, hefur áður getið sér gott orð í samkeppni hérlendis, t.d. hlaut hann fyrir nokkrum árum 1. verðlaun fyr- ir thlögur sínar aö tónhstarhúsi í Reykjavík og viðbyggingu við Amts- bókasafnið á Akureyri. Thlaga Guðmundar byggist á ein- faldri en sterkri grunnmynd þar sem hugmyndir úr fomri íslenskri húsa- gerð era endurskapaðar í anda nú- tímabyggingarhstar á einkar sann- færandi hátt. Tveir tvískiptir, samsíða langvegg- ir afmarka húsrýmið sem síðan er „brúað“ með léttri burðargrind og heldur hún uppi mhlhoftum og þaki. Hirslum, rekkjum, stiga ogþjónustu- rýmum er komið fyrir innan í hinum tvískiptu langveggjum sem deht er upp í afmarkaðar einingar, eins kon- ar „stafgólf‘. Rýmið nhlh langveggj- anna er að mestu leyti opið en í gegn- um það endhangt hggur langur boga- lagður veggur sem kahar fram fjöl- breytni og spennu í annars reglu- föstu rými. í miöju húsi er innigarður með baðlaug, sem felld er niður í gólfið við hlið eldstæðis. Af raðhúsunum 5 á sýningunni í Malmö vakti íslenska raðhúsið hvað mesta athygh sýningargesta. Um húsið var fjallaö í erlendum fagtíma- ritum, m.a. í danska ritinu Arkitekt- en þar sem talað er um aö íslending- ar hafi komið á óvart með framlagi sínu. Að mati blaðsins er íslenska húsiö tahð einna athyghsverðast og lof borið á höfund þéss fyrir ljóðræn- ar úrfærslur og áhugaveröa rýmis- uppbyggingu.“ -HK FERÐAGETRAUN og Flugleiða Má bjóða þér til Amsterdam? Vinningshafi í ferðagetraun DV og Flugleiða verður tilkynntur mánudaginn 25. mars. Hann hlýtur í vinning farseðla fyrir tvo til Amsterdam og heim aftur og þar að auki gistingu í tveggja manna herbergi á góðu hóteli í fjórar nætur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.