Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Síða 27
MÁNUDAGUR 18. MARS 1991.
39
Athugasemd við
auglýsingu um
sumarbústaðalóðir
Það heyrir sennilega til undan-
tekninga að menn leggi á sig að
gera efnislegar athugasemdir við
söluauglýsingar í dagblöðum eða
óski leiðréttingar á þeim. Ég, und-
irritaður, tel mig þó knúinn til að
gera slíka athugasemd við auglýs-
ingu sem birtist í laugardagsblaði
DV þann 9. mars síðastliðinn. í
umræddri auglýsingu eru boðnar
til sölu eða leigu sumarbústaðalóð-
ir í landi jarðarinnar Vatnshorns í
Skorradal og þar stendur m.a.:
„Meirihluti sumarbústaðalóða er í
skógi sem „er án efa með fallegustu
skóglendum á Suðvesturlandi“
(Ingvi Þorsteinsson, RALA
3.10.1989)“.
Ég geri ráð fyrir að þeirri tilvitn-
un, sem þarna er höfð eftir mér,
sé ætlað að laða að lóðakaupendur
eða leigjendur og er þetta í fyrsta
sinni sem í mig er vitnað í þeim
tilgangi. Auglýsendurnir hafa hins
vegar, í algeru heimildarleysi, tek-
ið umrædda setningu úr samhengi
úr skýrslu sem ég skrifaði í allt
öðrum tilgangi en þeim að selja
sumarbústaðalóðir. Sú skýrsla var
samin fyrir Náttúruverndarráð aö
aflokinni könnun starfsmanna
landnýtingardeildar RALA á
ástandi skógarins í Vatnshorni
haustið 1989. Könnunin var gerð
að beiðni ráðsins -vegna áætlana
landeigenda um að skipuleggja
sumarbústaðabyggð í skóglendinu
í Vatnshornshlíð. Ráðið vildi fá
vitneskju um hvort skógurinn væri
þess eðlis að ástæða væri til að fara
þess á leit við landeigendur að hon-
um yrði hlíft við sumarbústöðum.
Mjög lítið er eftir af ósnortnu, nátt-
úrulegu birkiskóglendi í Skorradal
og slíkt land er raunar í sívaxandi
mæli lagt undir sumarbústaði um
land allt.
Könnun RALA á skóginum í
Vatnshornshlíð leiddi m.a. til þeirr-
ar niðurstöðu sem notuð er í aug-
lýsingunni, að hann sé „án efa með
fallegustu skóglendum á Suðvest-
urlandi". Þessi niðurstaða varð
hvati þess að Náttúruverndarráð
fór fram á það við landeigendur að
skógurinn yrði friðaður fyrir sum-
arbústöðum. Það bar nokkum, en
takmarkaðan árangur, eins og aug-
lýsingin um sumarbústaðalöndin -J
ber með sér. Það er önnur saga og
alfarið mál landeigenda. En það er
vítavert að nota ákveðið orðalag
úr niðurstöðum rannsókna til að ■
túlka önnur, og í þessu tilviki þver-
öfug sjónarmið. Náttúruverndar-
ráð gerði sér vonir um að sérstaða
þessa skóglendis yrði til þess að
unnt yrði að ná samkomulagi um
að þar yröu ekki byggðir sumarbú-
staðir. í stað þess er þessi sérstaða
notuð til að selja sumarbústaðal-
önd.
Þessi vinnubrögð kunna að vera
lögleg, en þau eru siðlaus og mér
þykir leitt að nafn mitt skuli vera
tengt þeim.
Reykjavík, 12. mars, 1991
Ingvi Þorsteinsson, deildarstjóri
landnýtingardeildar RALA
Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11
■ BOar til sölu
M Þjónusta
Til sölu 4 Cherokee jeppar, árg.
Bílamir eru með öllum búnaði, s.s.
sjálfsk., rafmagn í rúðum og sætum,
veltistýri, samlæstum hurðum, hraða-
stilli, álfelgum, útv./segulb. o.fl. Mjög
fallegt útlit að utan og innan. Uppl. í
síma 91-52405 og 94-3524 eftir kl. 17.
Chevrolet Belair, árg. '57, 4ra dyra,
hartop, 8 cyl. 283, powerglide skipting,
fallegur bíll. Uppl. í símum 91-688177
og 91-622969.
Mazda 323 F GTi, árg. 1990, til sölu,
rafmagn í rúðum, samlæsingar, út-
varp/segulband, sóllúga, spoiler, low
profile 14" dekk, 1800 cc vél, 140
hestöfl. Snyrtilegur bíll, skipti á ódýr-
ari eða skuldabréf. Uppl. í s. 92-13411.
'87 Ford Ranger STX, 4x4, extra cab
pickup, 30" dekk, veltigrind, yfirdrif,
sóllúga, qkinn 60 þús. mílur. Úrva.ls
eintak. Uppl. hjá Aðalbílasölunni,
sími 91-15014.
Toyota LandCruiser STW turbo disil ’88
til sölu, ekinn 59 þús. km, allæstur,
36" dekk. Einn með öllu. Uppl. í síma
92-68315:
Allt i húsbílinn á einum staö:
Gasmiðstöðvar, ofnar, vatnshitarar,
eldavélar, vaskar, ísskápar, sérhann-
aðir í bíla, kranar, dælur, plasttankar,
fortjöld, topplúgur, plasttoppar, fastir
og lyftanlegir, ferða-wc, borðfestingar,
ljós, ótrúlega léttar innréttingaplötur,
gluggar o.m.m.fl. Leitið uppL í síma
96-27950. Húsbílar sf., Fjölnisgötu 6,
Akureyri.
Chevrolet Blazer ’88 til sölu, ekinn ca
19 þús. mílur, gullfallegur bíll, með
öllum aukabúnaði, einnig Bronco II
'85, ýmis skipti möguleg. Uppl. í sím-
um 91-25101 og 91-689818 eftir kl. 19
næstu kvöld.
Chevrolet Silverado, árg. ’82, 6,21 dísil,
skoðaður ’92, 2 eigendur, yfirbyggður
hjá Ragnari Valssyni, snúningsstólar,
svefnaðstaða, 38" Radial Dick Cepek,
2x701 olíugeymar, 2 rafgeymar, 5 gíra.
Verð 1280 þús. Sími 91-671713.
Ford Econoline, 4x4 1987, 6,9 L dísil, 2
dekkjagangar, 2 vatnsmiðstöðvar, 1
auka hráolíustöð, spil, toppgrind, 2
eldsneytistankar, dúkur soðinn í gólf,
brettak., sílsastig, bretti, auka ljós, ék.
aðeins 22 þús. km. Sjón er sögu rík-
ari. S. 651446, Kristján, 670297 Brynj-
ólfur, og í kv. e.kl. 20 694250.
jafnt feður sem mæður
vilja veita börnum sínum
það besta sem völ er á.
Pess vegna velja þau
Gerber First
Foods ávexti
og grænmeti,
þegar þau ^ PE^*s
byrja að
venja börn
sín við fasta fæðu.
Þau vita að
Gerber barnamaturinn er sá réttifyrir barnið, vegna þess að hann
er framleiddur undir ströngu gæðaeftirliti, 100%
náttúruafurð, næringarríkur, fíngerður og
mjúkur fyrir litla munna.
Litlu krukkurnar innihalda
líka hæfilega skammta
fyrir byrjendur og eru einstaklega þægilegar fyrir
mömmu og pabba.
Eftir því sem barnið þroskast býður Gerber upp á barnamat ígóðu
úrvali, sem hentar hverju þroskastigi.
Gerber barnamatur er mikilvægur
hluti af fæðu barnsins fyrstu
tvö árin, samhliða k—;
vanalegum heimilismat.
r.
PEACHES
PEACHIS
.Gerber
'fc æ í yfir 50 ár hafa böm veriö okkar
hjartans mál.
72% markaöshlutdeild í U.S.A.
segir meira en mörg orð...
Einkaumboð. íslenslc /////
Ameriska
Chevrolet pickup, árg. ’81, skráður í
júní 1981, keyrður 90 þús. mílur, vél
6,2 1 GM dísil, keyrð tæplega 18 þús.
mílur (30.000 km) eftir endurbyggingu
í júní 1989.1 bílnum er mælir v/þunga-
skatts. Yfirbygging frá Ragnari Vals-
syni í árslok 1981. Alger yfirhalning
í árslok 1987; ryðhreinsað, bætt, málað
ogryðvarið. Hjólbarðar: framdekk eru
ný en afturdekk eru 1 árs. Spil. Uppl.
í síma 91-621200 á skrifstofutíma og
91-23164 á kvöldin.
Subaru st. ’87, sjálfskiptur, til sölu,
ekinn 69 þús. km, nýyfirfarinn, reyk-
laus, bíll í toppstandi. Uppl. í síma
91-676017.
Til sölu Dodge Ramcharger, árg. '83,
ekinn 68 þús. mílur, 33" dekk, jeppa-
skoðaður. Verð 1.050.000. Úppl. í
vinnusíma 91-678686 og heimasíma
91-671534.
Willys CJ-5, árg. ’74, til sölu, Chevy 350
+ flækjur, 4 hólfa, 4 gíra Saginaf
kassi, nospin að aftan, powerlock að
framan, 36" radial mudder, aukamið-
stöð og aukabensíntankur. Uppl. í
síma 91-78420 eftir kl. 19.
Gifspússningar - Knauf - alhliða múr-
verk. Löggiltur múrarameistari,
heimas. 650225 og 985-25925.
Áprentuð eldspýtnabréf! Auglýsing
sem tekin er með og lesin aftur og
aftur. Við eigum 5 ára afmæli, bjóðum
10% afmælisafslátt þessa viku, 18.-22.
mars. Semsa, sími 91-17082.
Loksins til sölu Jeep CJ7 Laredo ’84,
tvílitur, sans., 6 cyl., 36" Monster.
magnesíum felgur. 3" lift, nýir demp-
arar, tvöfaldur liður, læst drif. 6 tonna
spil, leðurklæddur, teppal. 5 gíra cru-
isecontrol, stereo, 4 hátalarar, vökva-
stýri, blýeinangrað gólf og margt
fleira. 1350 þ. Uppl. í síma 91-622233.
Verktakar/iðnaðarmenn. heildsalar:
mjög góður Toyota ’84, verð 450.000
staðgr., skoðaður ’92. Upplýsingar á
kvöldin í síma 91-42191.
Toyota extra cab, V6, EFi, árg. '89, 4x4,
rauður, ekinn 22 þús. km, sjálfskiptur
+ overdrive, splittun á millikassa,
samlitt hús, nýjar American Racing
felgur, 10", ný 32" dekk. Bíll í sér-
flokki. Uppl. í sima 46599.
Ford Econoline E-350, sendibill, 6,9 dís-
il, árg. ’87, til sölu, ekinn 58 þús. míl-
ur, rafmagn í rúðum, samlæsingar,
cruisecontrol, 2 olíutankar. Vsk-bíll.
Bíll í sérflokki. Uppl. í síma 91-46599.
Traktorsgrafa til leigu. Vanur maður,
símar 91-42140 og 985-34590.
■ Líkamsrækt
Salwi
Vinnustaðanudd. Nuddarar okkar
heimsækja vinnustaði og hafa nudd-
stól eða bekk meðferðis. Bak, herðar
og háls er nuddað, u.þ.b. 20 mínútur
á mann. Streitulosun, örvar blóð-
streymi, vinnur á vöðvabólgu. Bjóðum
einnig upp á svæðanudd, ilmolíunudd
og reikiheilun á stofu okkar. Kynn-
ingarverð í mars. Nuddpottur, gufu-
bað og ljós. Sólargeislinn, Hverfisgötu
105, s. 91-626465 og 91-11975.
Ekki aðeins mæður
velja Gerber barnamat