Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Page 28
40
MÁNUDAGUR 18. MARS 1991.
Merming
Einn gamall og góður
í nýjum búningi
Þaö er ekkert til sparað viö uppsetningu
Leikfélags Akureyrar á söngleiknum sívin-
sæla, Kysstu mig Kata. Fantagóöir kraftar
sameinast í því aö gera sýninguna sem glæsi-
legasta úr garði og efnið er bitastæðara en í
mörgum verkum af þessu tagi.
Samt vantaði meiri snerpu og meira fjör á
frumsýningarkvöldið, þennan litla neista
sem hleypir öllu í bál og brand, fær húsið til
að bifast og áhorfendur til að hrífast með.
Þama er þó allt fyrir hendi, skemmtilegur
söguþráður, alþekkt lög og umgjörðin litrík
og skrautleg.
Söngleikurinn gerist jöfnum höndum að
tjaldabaki í leikhúsi og á leiksviðinu þar sem
verið er að sýna leikrit Shakaspeares, Snegla
tamin (hefur líka verið kallað Skassið tamið
eða Ótemjan). Það er hásumar og kæfandi
hiti sem fer í skapið á fólki.
Leikstjórinn, sem líka leikur aðalkarlhlut-
verkið, og prímadonnan eru fyrrverandi
hjón og stríöinu milli þeirra er hvergi nærri
lokið. Þau taka vandamálin með sér inn á
leiksviðið og þar slær í brýnu svo að leiksýn-
ingin verður með nokkuð öðrum hætti en
Shakespeare karlinn ætlaðist til.
Áhorfendur fylgjast með rimmunni á leik-
sviðinu og flækjunum baksviðs og allt er svo
kryddað alþekktum lögum Cole Porters við
bráðskemmtilega texta Böðvars Guðmunds-
sonar sem þýddi verkið.
Eins og vera ber í söngleik koma margir
við sögu og ástamálin eru víðar í hnút en
hjá þeim Fred og Lilh. Svifléttar dansmeyjar
bregða á leik, fótafimir leikarar steppa af
miklum móð og hefja síðan upp raust sína
þegar minnst varir og tjá tilfmningamar með
söng.
Vinsældir „Kötu“ eru skiljanlegar af aug-
ljósum ástæðum. Áhorfendur fá margréttaða
veislumáltíö á diskinn sinn. Lögin slógu
strax í gegn þegar verkið var fyrst frum-
sýnt, árið 1948, og eru mörg hver alþekkt
síðan. Lífið að tjaldabaki og ástamál leikara
eru pottþétt viðfangsefni og svo fá áhorfend-
ur nýstárlega útgáfu af einhveijum vinsæl-
asta gamanleik allra tíma í kaupbæti. Þar
lætur skassið hún Kata öllum illum látum
og sveiar fúlum karlmönnum norður og nið-
ur.
Sú stefna var tekin við uppsetninguna á
Akureyri að skipta út hluta af lögunum úr
söngleiknum og velja önnur lög eftir Cole
Porter við textana í staðinn. Þarna koma
Leiklist
Auður Eydal
mörg alþekkt og klassísk dægurlög inn í
verkið en þeir sem þekkja „Kötu“ vel sakna
sjálfsagt einhverra uppáhaldslaga. Og þar
sem um umtalsverðan fjölda söngva er að
ræða breytir þetta yfirbragði og stíl verksins
töluvert.
„Kata“ er vissulega komin til ára sinna en
það er alltaf spurning hvort svona andlits-
lyfting sé til bóta.
Jakob Frímann Magnússon hafði veg og
vanda af útsetningum, hljómlistarstjórn og
hljómlistarflutningi. Fyrir utan smátækni-
örðugleika á frumsýningu skilaði söngur og
hljóðfæraleikur sér yfirleitt vel. Þó fannst
mér vanta nokkuð á aö lögin næðu því að
vera þeir smellir sem þau ættu að vera,
mörg hver. Kannske eru þetta bara frumsýn-
ingarþyngsli sem slípast af þegar sýningum
fjölgar.
Una Colhns gerir úthugsaða leikmynd og
búninga fyrir Leikfélag Akureyrar og tekst
stórvel, einkanlega með búningana í „Snegl-
unni“, sem eru hreint afbragð, bæði kómísk-
ir og skemmtilega í stíl við persónumar.
Það er Uka eins og sýningin lifni öll og fjörg-
ist í þeim atriðum sem sýna flutning leikrits-
ins og þar ná leikaramir sér undantekning-
arlaust vemlega á strik. í atriðinum, sem
gerast að tjaldabaki, em góðir sprettir en í
heild eru leikaramir þvingaðri og ekki eins
sannfærandi í hlutverkunum þar.
Þau Helgi Björnsson og Ragnhildur Gísla-
dóttir leika aðalpersónumar, Frank/Petruc-
hio og LilU/Katrínu. Helgi er prýðilega jafn-
vígur á leik og söng og nær vel bæði sjarma
og sjálfumgleði Franks.
Petrachio hans notar mikil tilþrif og suð-
rænan stæl þegar hitnar í kolunum, enda er
hann sá eini af vonbiðlum systranna, Biöncu
og Kötu, sem hefur þor til að takast á við
kvenvarginn sem enginn maður hefur getað
hamið.
En til þess að temja hana notar hann sínar
eigin aðferðir.
Það gustar af RagnhUdi í hlutverki Katrín-
ar (Kötu) sem hún gerir röskleg skU. Hún fer
mikinn, óskapast og formælir öUum karl-
mönnum, enda þora þeir ekki fyrir sitt litla
líf að nálgast hana um of. í hlutverki Kötu
sýnir Ragnhildur bæði innlifun og ástríðu-
hita en sem Hollywoodstjarnan LUli er hún
hins vegar óþarflega settleg.
Um söng Ragnhildar þarf varla að tala,
enda fór það svo að hún átti eitt besta atriði
kvöldsins. Það var bragurinn sem Kata flytur
með tilþrifamiklu látbragði um þau fyrirlit-
legu karlagrey sem hún vUl hvorki heyra
né sjá.
Eðh verksins samkvæmt leika flestir leik-
ararnir tvö hlutverk, annað baksviðs, hitt í
„Sneglunni".
Þráinn Karlsson leikur Baptista, hinn
hijáða föður Kötu. Þráinn fer lystílega vel
með það, íklæddur einum fyndnasta búningi
sýningarinnar. Vilborg Halldórsdóttir leikur
Lois Lane, næturklúbbaljósku sem Frank
hefur vahð til að leika Biöncu í „Snegl-
unni“. Hún gerir báðum hlutverkum tU-
heyrandi skU en nýtur sín þó betur sem Bian-
ca.
Svipað má segja um Valgeir Skagfjörð sem
nær sér fyrst verulega á strik sem Lucentio.
Þeir Jón St. Kristjánsson og Kristján Pétúr
Sigurðsson leika hina ómissandi trúða, tvo
Vilborg Halldórsdóttir og Helgi Björnsson í
hlutverkum sínum í söngleiknum Kysstu
mig Kata.
misheppnaða byssubófa sem flækjast inn í
sýninguna með ófyrirséðum afleiðingum.
Björn Ingi HUmarsson og Eggert Kaaber
fara snoturlega með sín hlutverk öU fjögur
og þær Nanette Nelms og Ástrós Gunnars-
dóttir lífga upp á sýninguna með mörgum
íjörugum dansatriðum, bæði einar og með
hinum leikurunum. Nanette er dansahöf-
undur sýningarinnar og sá um sviðshreyf-
ingar þar sem það átti við.
Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri vinnur
hér með mjög blönduöum hópi leikara og
söngvara sem koma víða að og hafa mjög
ólíkan bakgmnn. Það liggur geysimikil
vinna á bak við sýninguna við að samræma
aUa þætti. Og þó að sýningin eigi sjálfsagt
eftir að tilkeyrast og ná betri dampi eftir
fyrstu sýningarnar er ljóst að heUdarvinnsI-
an er markviss og samhæfing góð.
Leikfélag Akureyrar sýnir söngleikinn:
KYSSTU MIG KATA
Höfundar leiktexta: Samuel og Bella Spewack
Höfundur tónlistar og söngtexta: Cole Porter
Þýðandi: Böðvar Guðmundsson
Leikstjórn: Þórunn Sigurðardóttir
Leikmynd og búningar: Una Coilins
Tónlistarstjórn og útsetningar: Jakob Frimann
Magnússon
Dansar og sviðshreyfingar: Nanette Nelms
Hljómsveitarstjórn: Óskar Einarsson
Lýsing: Ingvar Björnsson
-AE
Fjölskytdulif
KeiluspU nefnist nýtt leikrit sem Leikfélag Flens-
borgarskóla frumsýndi sl. flmmtudag í Bæjarbíói í
Hafnarfirði. Það er eftir Siguijón B. Sigurðsson sem
þekktari er undir rithöfundarnafninu Sjón. Hann ger-
ist nú stórtækur í leikritasmíð því að ekki er nema
tæpur mánuður frá því að annað leikrit hans, Ástir
Bjartmars ísidórs, var fmmflutt af Fúríum (Leikfélagi
Kvennaskólans) á Galdraloftinu.
Hálfkæringur og ærslastUl þessara tveggja verka,
þó ólík séu, henta líka áhugaleikurum framhaldsskól-
anna ágætlega, enda báðar sýningarnar ískrandi af
léikgleöi og íjöri og auðséð að þátttakendur skemmta
sér ágætlega og kunna vel að meta svartan húmor
höfundar.
Aðstaðan í Bæjarbíói í Hafnarfirði er mjög góð mið-
að við það sem nemendur þurfa yfirleitt að sætta sig
við. Þama er bæði rúmgott svið og ágætur ljósabúnað-
ur sem kemur í góðar þarfir í sýningunni á KeUuspiU.
í Ástum Bjartmars ísidórs beindi Sjón spjótum sín-
um að heimi bókmenntanna og rithöfundar aldarinnar
fengu sitt vel útUátiö.
KeUuspU íjallar hins vegar um furðulega fjölskyldu
og aðskiljanlegar uppákomur séðar með augum LiUu,
sem er yngst á meiði ættarinnar. Hún svífur eina nótt-
ina af stað eitthvað upp í bláinn, hangandi í blöðmnni
sinni. HeimUisfólkið bregst ókvæða við þegar LiUan
er horfm og ýmislegt óvænt kemur upp á yfirborðið.
Nafn leikritsins gæti vísað til þess hvað við mann-
anna böm emm vamarlaus gagnvart duttlungum tíl-
verunnar, rétt eins og keilumar, sem faUa fyrir þmm-
andi kúlunni í keilubrautinni.
Atriðin skoppa fyrir sjónir áhorfenda, laustengd og
sitt úr hverri áttinni. Absúrd uppákomur em sjálfsagð-
ar eins og tU dæmis það að amma og afi em ein og
sama persónan og mamma breytist um síðir sjálf í
bam og lokar þannig hringnum. Spuming hvort hún
hefur nokkum tíma haft hjartað á réttum stað!
Systa gengur um með alvæpni og ver LUlu fyrir
ágangi annarra. HeimiUshundurinn, Voffi, skilur
manna best hvaö um er að vera og pabbi snýr til baka
úr sinni votu gröf tíl þess að fylgjast með gangi mála.
Þetta fjölskyldulíf á sumsé ekkert skylt við fjöl-
skyldulíf sjónvarpsþáttanna (nema þá helst þeirra
Simpsona). Textinn er víða meinfyndinn og að hætti
höfundar kryddaður vísunum og skotum í ýmsar áttir.
Skúli Gautason leikstjóri á heiðurinn af því að koma
þessum efnivið heim og saman á leiksviðinu. Hann
púslar af hugkvæmni saman atriðum sem em ýmist
þessa heims eða annars svo að í heild verður þetta
íjörleg sýning og víöa skemmtileg fyrir augað. En at-
Leiklist
Auður Eydal
riðin áttu misvel heima í heUdarmyndinni og fram-
vindan varð af þeim sökum dálítið brokkgeng á köfl-
um.
Leikendur stóðu sig eftir vonum. Rut Magnúsdóttir
leikur Lillu og tekst mætavel að halda smábarnalegu
fasi og framsögn aUt tU enda. Víkingur Kristjánsson
var hæfllega ámátlegur sem yfirsmiður og Ófeigur
Friðriksson var stórgóður í hlutverki pabba. Hann
átti, ásamt félögum á sjávarbotni, eitt best unna og
fyndnasta atriðið í leiknum þó aö óneitanlega væri það
grátt gaman.
AUs taka um 25 nemendur þátt í leiknum fyrir utan
þau sem hafa lagt sitt tU undirbúnings og nauðsynlegr-
ar vinnu baksviðs. Aðrir leikendur, en þeir sem fyrr
vora nefndir, ganga yfirleitt vasklega fram og flytja
ólíkindalegan textann skýrt þó að misjafnlega gangi
að gera hann áheyrilegan.
Leikfélag Flensborgarskóla sýnir i Bæjarbiói, Hafnarfirói:
KEILUSPIL
Höfundur: Sjón
Leikstjóri: Skúli Gautason
Lelkmynd og búningar: Sigrún Gisladóttir
Ljós: Stefán Sveinbjörnsson
-AE
Sinfóníutónleikar
Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika í Háskólabíói í gærkvöldi.
Stjómandi var Bandaríkjamaðurinn Murry Sidlin. Einleikari á fiðlu var
Victor Tretjakov frá Sovétríkjunum. Á efnisskránni voru verk eftir Karól-
ínu Eiríksdóttur, Pjotr Tsjækofskí og Charles Ives.
Sónans efdr Karólínu er ritað í stfl sem er skemmtílega persónulegur
og einkar aðlaðandi um margt. Ýmissa grasa kennir. EinfaldleUd og endur-
tekning steíja minnir á minimaUsma, þótt efniviðurinn sé of fjölbreyttur
til að verkið faUi undir þá stefnu að öðm leyti. MUdð ber .á andstæðum
miUi kafla og hendinga og gefur það verkinu klassískan svip. SkýrleUd og
blátt áfram túlkunarmáti eiga hvað ríkastan þátt í aðdráttarafli þessa ágæta
verks. Flutningur hljómsveitarinnar á verkinu var vandaður og hreinn.
Það hlýtur að vera einkennUegt lif að vera fiðlusniUingur. Þetta fólk
notar óvenjulega hæfileika og mikinn dugnað til að ná fullkomnu valdi á
hljóðfæri sínu og tíl að geta spilað aUt, en ver síðan ævinni í að flakka um
heiminn og spUa aUtaf 5 eða 6 sömu konsertana. Fiðlukonsert Tsjækofskís
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
er eitt þessara stríðshrossa sem af einhverjum ástæðum enginn þorir að
hvUa þótt ekki væri nema um hríö. Verkið er að sönnu gott en mikið óskap-
lega fer það að vera jaskað. Þessi vandamál mátti greiiúlega heyra á leik
Tretjakovs. Hann er greinUega fyrsta flokks fiðlari og spUar á frábæra fiðlu
trúlegast Stradivari úr safni sovéska ríkisins. Út á leik hans er ekki annað
að setja en að maðurinn er greinUega orðinn hundleiður á verkinu og
skyldi engan undra. ÖrvæntingarfuUar tilraunir hans til að kreista þó
ekki væri nema örlitlar dreggjar af tónlist úr hinum sUtnu frösum báru
yfirleitt ekki annan árangur en fyUa áheyrendur samúð og vorkunnsemi
með þessum óhamingjusama snUUngi fiðlunnar sem hefur hlotið þau örlög
að festast í stimuðum tónUstarsmekk.
Sinfóníu nr. 2 eftir Ives má meta með tvennum hætti. Sé hún skoðuð sem
tónverk með öðrum tónverkum er annað ekki hægt en að kaUa hana mjög
vont verk. Höfundur er greirúlega ekki búinn að læra það sem þarf í fræð-
unum og gUdir það um form, hljómfræði og útsetningu sem aUt minnir
töluvert á skólaæfingar og er útkoman sundurlaus eftir því. Hins vegar
má einnig líta á verkið út frá sögu bandarískrar menningar, sem ötula
tilraun tíl að skapa eitthvað þar sem Utið var fyrir. Þessi smfónía er gerð
úr því sem tíltækt var í skemmunni, hún er eins konar sinfónísk nagla-
súpa. KassabílUnn sem smíðaður er heima hefur töfra umfram glansandi
fínan búðarbfl. Af því tagi eru þau verðmæti sem finnast í þessu verki.
Flutningur hljómsveitarinnar á tónleikunum var þokkalegur en án sérs-
takra tUþrifa. Aheyrendur virtust samt skemmta sér vel, einkum var fiðlu-
leikaranum og Tsjækofskí vel fagnaö.