Dagblaðið Vísir - DV

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinapríl 1991næsti mánaðurin
    mifrlesu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Síða 9
MÁNUDAGUR 15. ÁPRÍL 1991. 39 Iþróttir „Stefni að því aðverðabetri körfuboltamaður“ Hann er af mörgum tal- inníhópi bestu körfu- knattleiksmanna landsins, ef ekki sá besti. Hann hefur leik- ið sem engill með hði sínu í vetur og þá sérs- taklega í hinni dramat- ísku úrslitakeppni sem nú er nýafstaðin. Augnsvipur hans minnir á eitthvað svo ógnvekjandi að mót- herjarnir vita varla sitt rjúkandi ráð, svipur- inn setur þá út af lag- inu, segja kunnugir. Maðurinn sem þannig er lýst er enginn annar en Teitur Örlygsson, körfuknattleiksmaður úr Njarðvíkum, en fé- lag hans tryggði sér ís- landsmeistaratitilinn 1 síðustu viku eftir fimm leikja bardaga gegn nágrönnum sínum í Keflavík. Teitur er kominn af mikilli körfuknattleiksfj öl- skyldu en tveir bræður hans eru einnig mikil- vægir hlekkir í hðum sínum, Gunnar leikur með Njarðvík eins og Teitur en Sturla hefur þjálfað og leikið með Þór frá Akureyri í vet- ur. Teitur Örlygsson, sem fæddur er 9. janúar 1967, vinnur sem íþrótta- kennari (leiðbeinandi) við barna- skólann í Njarðvík og má telja víst að ungu nemendurnir hans líti upp til átrúnaðargoðs síns en hann er eins og gefur aö skilja í miklu uppá- haldi hjá ungviðinu í Njarövík og þó víðar væri leitað. Þegar kennsl- an hefur legið niðri á sumrin hefur hann unnið hjá Flugleiðum á Kefla- víkurflugvelli. Byrjaði eins og flestir í minni bolta DV lék forvitni á að vita hvað hefði att Teiti út í körfuknattleikinn í upphafi: „Sturla, bróðir minn, á allan heiðurinn af því aö ég fór aö æfa körfuknattieik. Ég byrjaði eins og flestir í minni bolta og upp frá því varð ekki eftir snúið. Meistara- flokkurinn átti á þessum tíma frá- bæru liði á að skipa og það eitt var ekki til að minnka áhugann. Við pollarnir fórum á hvern einasta leik, alltaf var troöfullt hús, stemn- ingin og öll umgjörðin var svo framandi að ég hellti mér út í þetta af fullri alvöru. Bandaríkjamaöurinn Ted Bee,. sem þá lék með Njarðvík, þjálfaði okkur og hafði hann mikil áhrif á mig, góður þjálfari og félagi. Ég lék síðan upp alla flokka félagsins og meðal þjálfara voru ísak Tómasson og Ástþór Ingason sem í dag eru öldungar í meistaraflokknum." Fyrstu sporin í meistaraflokki 1984 „1984 átti sér stað talsverð end- urnýjun á meistaraflokknum. Nokkrir leikmenn ákváðu þá að leggja skóna á hilluna og um leið opnaðist leið fyrir ungu leikmenn- ina að fá að spreyta sig. Ég var þar á meðal og þrátt fyrir nokkuö óreynt hð uröum við Islandsmeist- arar um vorið. Síðan þá hefur mik- ið vatn runnið til sjávar og körfu- boltanum hefur fleygt mikið fram. Körfuboltinn í dag er mun hrað- ari, breiddin meiri í öllum liðum þannig að enginn einn leikmaður ber hðin uppi eins og hér á árum áður. Þetta gerir körfuboltann mun skemmtilegri og ér þess fullviss að við nálgmnst óðfluga þann mæli- kvarða sem er hjá betri þjóðum í Evrópu. Það sem háir okkur alltaf er hæðin en það vandamál stendur til bóta. Pétur Guðmundsson hefur lagaö þetta mikið hvað landshðið varðar,“ sagði Teitur. Þótt íslandsmótinu sé lokið er langt í frá aö körfuboltamenn hafi lagt árar í bát. Framundan er Evr- ópukeppni landshða sem haldin verður hér á landi í byijun maí. Hvernig skyldi þaö verkefni leggj- ast í Teit Örlygsson? „Við erum staðráðnir 1 því að standa okkur vel og koma jafnvel íslenska hðinu upp í hóp B-þjóða í körfubolta. Við leikum á heima- velh sem er ekki htið atriði í keppni sem þessari. Það hefur mikið að segja að Pétur Guðmundsson leiki með okkur en hæðin sem hann býr yfir á eftir að vega þungt. Margir góðir körfu- boltamenn á íslandi - Hver er besti körfuboltamaður- inn á íslandi í dag? „Þessari spumingu er erfitt að svara að því leytinu til að nefna einn leikmann sérstaklega. Magn- ús Matthíasson úr Val er geysilega sterkur leikmaöur. Hann hefur verið að skora 20-30 stig aö meðal- tah í leik vetur þrátt fyrir að hafa sterka erlenda leikmenn á sér. Það væri virkilega gaman að hafa Magnús í Njarðvíkurhðinu. Jón Arnar Ingvarsson lék mjög vel fyrri hluta mótsins og eins hefur Falur Harðarson leikið vel í vetur. Ekki má heldur gleyma Val Ingi- mundarsyni sem byrjaöi með lát- um í upphafi móts en dalaði nokk- uð þegar á leið.“ Jón Sigurðsson erfiðasti andstæðingurinn „Erfiðasti andstæðingur sem ég hef lent á móti er Jón Sigurðsson. Ég lenti á móti honum þegar ég var að byrja að leika með meistara- flokki og lærði ég ýmislegt af hon- um. Ég þekki Þorsteinn Hallgríms- son aðeins af afspum en það segja mér kunnugir aö hann sé sá besti sem við höfum átt. Ég hef að vísu séð hann leika í lávarðadeildinni og þar er hann enn að gera góða hluti,“ sagði Teitur. Teitur sagðist hafa fylgst með NBA-körfuboltanum frá því á unga aldri. Michael Jordan væri sinn uppáhaldsleikmaður, hann væri frábær íþróttamaður. „Við reynum alltaf þegar við getum að fara upp á Keflavíkurvöll til fylgjast með beinum útsendingum í NBA. Það er mitt álit að Bandaríkjamenn séu 10-20 árum á undan hvaö getu snertir.“ Hefur áhuga á aö breyta til „Þaö hefur óneitanlega komið upp í hugann að hreyta til, að leika annars staðar. Það yrði mjög þroskandi að fá tækifæri að leika í háskólakörfuboltanum og ef ég fengi tækifæri til þess tæki ég þaö til rækilegrar athugunar. Ég á í viöræðum viö félag hér innanlands og útkoma úr þeim mun koma í ljós á næstum dögum. Árin í Njarð- vík hafa í einu orði verið fráhær, strákarnir alveg einstakir og áhorf- endur stutt vel við bakið á okkur. Ronday Robinson á stóran þátt í gengi okkar í vetur og í þeim efnum gátum við ekki verið heppnari með leikmann. Hann er að auki frábær félagi og það veröur allt reynt til að halda honum áfram hjá félag- inu.“ Var sagður liðtækur í knattspyrnu Teitur segir aö þó körfubolti hafi orðið fyrir vahnu sem sín aðal- íþróttagrein þá hafi hann mikinn áhuga á knattspyrnu. Hann var sagður liðtækur knattspyrnumað- ur, æíöi og keppti upp í 2. flokk. „Núna hef ég mjög gaman af að fara á völhnn, þó er slæmt að Kefl- víkingar eigi ekki núna sæti í 1. deild. Þá er ekkert annað að gera en að fara í Garðinn og fylgjast með Víðismönnum og hvetja þá en þeir hafa staðið með okkur í vetur." Mjög bjartsýnn á framhaldið „Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en er samt mjög bjart- sýnn á framhaldið og stefni að því að verða enn betri körfuboltamað- ur en ég er í dag. Ég á mikið inni ennþá og ætla að nota sumarið í að styrkja mig og þyngjast um 5-6 kg. Það er hlúö vel að körfuboltan- um í Njarðvík og þar er gott að vera,“ sagði Teitur Örlygsson að lokum í viðtalinu við DV. -JKS • Teitur Örlygsson og kærasta hans, Helga Lisa Einarsdóttir, meö íslandsmeistarabikarinn á milli sín. Teit- ur lék stórt hlutverk með Njarðvíkingum i úrvalsdeildinni i vetur og á stóran þátt í þvi aö bikarinn hafnaði i Njarðvik i vetur. DV-mynd GS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: DV íþróttir (15.04.1991)
https://timarit.is/issue/193365

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

DV íþróttir (15.04.1991)

Gongd: