Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Qupperneq 4
4 MÁNÚDAGUR 3. JtJNl 1991. Fréttir Karlmaður fannst steinsofandi á þakbrún húss við Bankastræti: Mikil ölvun um helgina: Mikil ölvun var í miðborgmni aöfaranótt laugardags og sunnu- dags enda veður ákjósanlegt til útiveru. Lögreglumenn höfðu í nógu að snúast, jafnt að fylgjast með gangandi vegferendum sem þeim akandi. Sextán ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akst- ur og mældust þeir frá 90 km hraöa upp í 105. Þá voru níu öku- menn teknir grunaðir um ölv- unarakstur i Reykjavík. Að sögn lögreglu má segja aö botnlaust fyllirí haíi veriö um helgina og því allt brjálaö að gera hjá henni. Víöa um landið höfðu lögreglumenn sömu sögu að segja, raikO ölvun og því anna- söm helgi. Ekki var þó mikið um slys eða ólæti á landsbyggðinni. -ELA Akureyri: Mikilölvunum Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: Mikil ölvun var á Akureyri aöf- aranótt laugardags og sunnu- dags, aö sögn lögreglunnar, og stóð gleðin yflr í miðbænum fram á morgun báðar næturnar enda veður gott. Þrátt fyrir mikla ölvun kom ekki til stórvandræða. Þó var eitt- hvað um rúðubrot og „fleira sem fylgir“, eins og varöstjóri oröaði það, og nokkuð margir fengu aö gista hjá lögreglu á meðan þeir voru að sofa úr sér. Umferðarslys við Lón: Ölvaðuröku- maðurókútaf Einn slasaðist talsvert og þrír minna er jeppaböl fór út af vegin- um viö Lón nálægt Höfn aöfara- nótt laugardagsins. Ökumaðurinn, sem var ölvað- ur, missti stjórn á bflnum í beygju með þeim afleiðingum aö hann flaug marga metra út fyrir veg- inn. Bíllinn er gjörónýtur og mesta mildi aö ekki skyldu allir stórslasast. -ELA Komiö meö ensku konuna aö Borgarspítalanum á laugardag. DV-mynd S Slys við útsýnisskífima á Þingvöllum: Kona f éll sex metra of an í gjá Ensk kona féll sex metra ofan í gjá viö Almannagjá á Þingvöllum á laug- ardag. Var konan með hópi feröa- manna viö útsýnisskífuna við barm Aimannagjár og mun hafa hætt sér of nærri gjárbarminum. Fallið var hátt og mikið af hraungijóti þar sem konan féll. í fyrstu var haldið aö konan væri alvarlega slösuö og þegar kallaður til sjúkrabífl. Svo vel vildi til að þyrla Landhelgisgæslunnar, sem átti annasaman dag á laugardag, var að koma úr leitarflugi þegar hjálpar- beiðni barst og fór hún samstundis 1 loftið aftur til að ná í konuna. Lenti þyrlan við Borgarspítalann um klukkan hálffimm. Meiðsli konunnar reyndust hins vegar ekki eins alvarleg og menn héldu á slysstað og var hún útskrifuð af Borgarspítalanum í gærmorgun. -hlh Varðfyrirárás átta imgmenna Þxjór likamsárásir voru til- kynntar tfl lögreglunnar aðfara- nótt sunnudagsins. í eitt skiptið náðust árásarmenn og voru þeir handteknir fyrir utan lögreglu- stöðina á Hverfisgötunni. Þaö var rétt fyrir klukkan níu i gærmorgun að maöur kom inn á lögreglustöðina og tflkynnti um líkamsárás. Maðurinn hafði verið kýldur í andlit. Hann og félagi hans, sem báðir eru utan af landi, voru á gangi í góða veðrinu í mið- bænum þegar átta ölvaðir menn, 18-20 ára, réðust að þeim. Tveir börðu utanbæjarmanninn í andlit og lagði hann á flótta upp Hverfís- götuna i átt að lögreglustððinni. Mennimir veittu þeim eftirför og voru að ólátast fyrir utan lög- reglustöðina þegar þeir voru haridteknir og fáerðir í fanga- geymslur. -ELA Festi bíiinn á rallvegi Ameríkani nokkur, sem var í helgarbíltúr með flölskylduna, komst í hann krappan er hann festi bfl sinn á Kaldadalsveg á laugardag. Vegurinn haföi veriö opnaöur fyrir rallkeppni en gleymdist að loka honum aftur. Maðurinn áttaði sig því ekki á að vegurinn væri ófær og festi bflinn fllilega. Hann gekk af stað tfl að leita sér þjálpar og tókst að ná bílnum upp aftur. Og veginum var lokað. -ELA Færður niður í körf u án þess að hann rumskaði Lögreglumenn, sem vom á gangi í Bankastræti rétt fyrir klukkan sjö í gærmorgun, sáu hvar maður lá sof- andi á þakbrún húss númer tíu. Lög- reglumönnunum varð ekki um sel þar sem maðurinn þurfti ekki að hreyfa sig mikið tfl aö falla niður af þakinu sem er um átta metra fall niður á gangstétt. Körfubíll slökkviliðsins kom á staðinn og fóm menn varlega aö hin- um sofandi manni til að vekja hann ekki. Hann var settur í bönd og færð- ur í sjúkrakörfu og látinn síga til jarðar. Maðurinn rumskaði ekki meðan á þessu stóð en hann var ut- angátta þegar hann loks vaknaði enda haföi hann veriö mjög ölvaður. Maðurinn gat eölflega enga skýr- ingu geiið á því hvers vegna hann klifraði upp á þakiö til aö leggjast til svefns enda var minnið ekki upp á það besta. Hann fékk að hvíla sig betur í fangageymslu lögreglunnar. -ELA í dag mælir Dagfari_______________ Fundur á Fornebu Þegar mikiö liggur við í alþjóða- samskiptum íslendinga er jafnan sendur ráðherra utan ásamt föru- neyti til aö bjarga málum. Frægar eru ferðir Steingríms til araba- landa til að stilla tfl friðar milli Arafats og íslendinga, enda var rík- isstjóm Steingríms Hermannsson- ar kappsmál að vingast við þann alræmda þjóðarleiðtoga. Frægar eru líka ferðir Halldórs Ásgríms- sonar út af hvalnum, Ólafur Ragn- ar fór iðulega úr landi til að bjarga heimsfriðnum og Jón Baldvin hef- ur verið á stöðugum faraldsfæti til að koma okkur íslendingum inn í Evrópu. Ekki má heldur gleyma frægöar- för Óla Þ. Guðbjartssonar til Hels- inki þar sem hann bjó á hóteli í tvær nætur fyrir á annað hundrað þúsund krónur og hlýtur sú för að hafa verið mikilvægust allra ann- arra ferðalaga, enda þótt aldrei hafi veriö upplýst hvaö Óli var að gera í Finnlandi. Að minnsta kosti fréttist aldrei af neinum Borgara- flokksmanni sem haföi verið náð- aður í þvi landi. En nú er komin ný ríkissjjóm og nýir ráöherrar og nú dugar ekki lengur að senda einn ráðherra í einu þegar sómi lands og þjóðar er í húfi. Þeir fóru þrír utan ráðherr- arnir um helgina, forsætisráð- herra, utanríkisráðherra og sjávar- útvegsráðheira, tfl Noregs og héldu fund á Fomebu flugvelli með Gróu. Gerðu stutt stans og héldu blaða- mannafund að loknum viðræðum sínum við norska ráðamenn svo að eitthvað lá þarna að baki. Verst er að það komst eiginlega aldrei til skila hvað þeir vom að gera eða hvers vegna þurfti þrjá ráðherra tfl að tljúga til Fomebu en kannske er tungumálakunnáttu um að kenna að erindið og mála- lokin skildust ekki til fullnustu þrátt fyrir blaðamannafundinn. Frá því hafði verið skýrt í upp- hafi að íslendingar vildu ná sam- komulagi við Norðmenn um að þeir gerðu ekki sömu kröfur til Evrópubandalagsins og íslending- ar, þar sem okkar hagsmunir í sjávarútveginum væru mun miklu meiri heldur en hagsmunir Norö- manna. Ef þetta var upphaflegt er- indi var vel skiljanlegt að þrír ráö- herrar væm gerðir út af örkinni. Davíð þurfti aðstoð frá Jóni Baid- vin, Jón Baldvin aðstoð hjá Þor- steini og Þorsteinn þurfti að sjálf- sögðu aðstoð frá Davíð. Auk þess er Jóni Baldvin ekki treystandi í Evrópumálum, Þorsteini ekki treystandi í sjávarútvegsmálum og Davíð ekki treystandi í heiðurs- mannasamkomulögum. Þannig þurfti Jón tfl að passa upp á Davíð, Davíð tfl að passa upp á Þorstein og Þorstein til að passa upp á Jón. Þá má ekki heldur gleyma því að enginn þeirra er sérlega sleipur í norskunni en sameiginlega tækist þeim hugsanlega að skilja Gróu og Gróu að skflja þá og þannig mundi íslenska ráðherragengiö knésetja norska og koma þeim í skilning um að hagsmunir Norðmanna væru miklu minni en hagsmunir íslend- inga. Nú má það vera aö tungumála- kunnátta íslendinga hafi leitt til þess að blaöamannafundurinn skildist ekki en alténd er víst að niðurstaðan af þessari Bjarma- landsför til Fomebu varð sú að bæði íslendingar og Norðmenn urðu sammála að gefa ekkert eftir gagnvart Evrópubandalaginu og gefa ekkert eftir af hagsmunum sínum. Einhver kann að halda að þau málalok heföu verið útlátaminni og fyrirhafnarlaus á telefaxi úr einu ráðuneytinu til annars. Lík- legt verður því að telja aö ráðherr- arnir treysti ekki lengur telefóxum hjá óviökomandi ráðuneytum og þótt þess vegna ömggara að hafa vitni að því að Gróa segöi það sama við þá sem þeir sögðu Gróu. Fund- urinn á flugvellinum haföi því ekki amian árangur en þann aö þrír ráðherrar fengu frítt flugfar fram og til baka. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.