Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Side 8
8 MÁNUDAGUR 3; JÚNÍ 1991. Útlönd Albanía: Búist við afsögn stjórnarinnar í dag Búist er við að albanska stjórnin segi af sér í dag. Þingið í Tirana, höfuðborg Albaníu, ákvaö á laugar- dagskvöld að bráðabirgðastjóm allra flokka tæki við þar til nýjar kosning- ar hefðu fariö fram innan árs. Þetta Nokkrir námuverkamannanna hundrað, sem eru í hungurverkfalli niðri í námu skammt frá höfuðborginni Tirana, eru sagðir í lífshættu. Þeir hafa nu verið i hungurverkfalli i tíu daga. Simamynd Reuter er haft eftir leiötogum stjómarand- stöðunnar í Albaníu. Ein af orsökum ákvörðunar þingsins eru hin víð- tæku verkfóll í Albaníu sem lamað hafa landið að undanfornu. Núverandi stjórn Albaníu var mynduð í apríl síðastliðnum eftir að kommúnistar höfðu unnið í fyrstu fjölflokkakosningunum í landinu í nær fimm áratugi. Heimildarmenn verkalýösfélaga sögðu í gær að hungurverkfóll til stuðnings hundrað námuverka- mönnum við Tirana, sem verið hafa í hungurverkfalli í tíu daga, væra hafin í fleiri námum og nokkrum verksmiðjum. Heilsu námumann- anna við Tirana hrakar stööugt og em sumir í lífshættu að sögn læknis sem heimsótti þá um helgina. Verkfallsmenn krefjast betri vinnuskilyrða og bættrar lífsafkomu. Einnig krefjast verkfallsmenn rann- sóknar á dauða fjögurra stjórnarand- stæðinga sem voru skotnir í mót- mælum í bænum Shkoder í apríl síð- astliðnum. Stjórnvöld hafa neitað að semja við verkfallsmenn og hvatt þá til að snúa aftur til vinnu. Ramiz Alia forseti, sem varfærnislega hefur innleitt vissar umbætur í Albaníu, hefur sagt kröfur verkfallsmanna réttlátar. Hins vegar væri ekki hægt að ganga við þeim öllum strax. Reuter Ofsaveður grandar tvtt hundruð manns Að minnsta kosti tvö hundruð manns eru taldir af eftir að 30 fiski- bátar sukku á Meghnaánni í Bangladesh i miklu óveðri sem gekk yfir landið í gær. Leit að bát- unum hefur engan árangur borið. Vitað er að flórir létust í óshólma- bænum Bhola þegar heimili þeirra hrundu í óveðrinu en yfirvöld sögðu að fjöldi látinna gæti hækkað þegar fregnir bærast frá afskekkt- um svæðum. Vindhraðinn i óveðrinu í gær var 130 km á klukkustund og fjögurra metra háar öldur úr Bengalfóa skullu á land við Bhola, Patuakhali og Cox’s Bazar. Ofsi stormsins sem geisaði í þrjár klukkustundir skaut þeim skelk í bringu sem iifðu af óveðrið hinn 29. apríl síðastliðinn þegar vindhraðinn náði 230 km hraða á klukkustund og ílóðbylgj- urnar voru sex metra háar. I því óveðri létu meira en 138 þúsund manns lífið. Embættismenn sögðu að fiöldi látinna í gær hefði ekki verið meiri en raun bar vitni vegna viðtækra varúðarráðstafana og stórfellds flutnings fólks burt af svæöinu þar sem óveðriö geisaöi. „Allir voru viðbúnir og hröðuðu sér á örugga staöi áður en óveðrið skall á,“ sagöi embættismaður í i 1 i < j ~'X " Vv: S? , L ,5? : iaíS'S-í'T /1 /I indi.andI Ofsaveöur gekk yfir strandhéruð Bangladesh i gær og fallð er að tvö hundruð manns að minnsta kosti hafi farist. Barisal í gær. Bandarískir og breskir land- gönguliðar og japanskir slökkvi- liðsmenn hættu hjálparstarfi sínu á laugardag þegar óveðrið nálgað- ist en þeir eru nú sem óðast að taka upp þráðirm þar sem frá var horfið. Oveörið í gær jók enn á hörmung- ar fólksins sem lifði af stóra storm- inn og skemmdir uröu á uppskeru sem sáð var til í apríl. Reuter RYMINGARSALA mstrong LOFTAPLÖTUR HLJOÐEINANGRANDIOG ELDTRAUSTAR VERÐ FRÁ KR. 800,- M/VSK M2 MEÐ KERFI. . \ Lampar, 60x60, með grilli. Verð frá kr. 3.882 með vsk. BYGGINGAVÖRUR Ármúla 29 - símar 38640 & 686100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.