Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Síða 10
10
MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 1991.
Utlönd
Borgarstjórinn i Hamborg, Henning Voscherau, fagnar sigri flokks sins, Jafnaðarmannaflokksins, í gær ásamt
eiginkonu sinni, Anne-Rose. Simamynd Reuter
Kosningar í Hamborg:
Sigurganga
jafnaðarmanna
heldur áfram
Jafnaðarmenn í Þýskalandi, sem
eru í stjórnarandstöðu, fengu algjör-
an meirihluta í kosningum í Ham-
borg í gær. Er þetta þriðji kosninga-
sigur þeirra í röð á þessu ári en í
desember síðastbðnum töpuöu þeir
fyrir kristilegum demókrötum,
flokki Kohls kanslara, í sambands-
rikjakosningunum.
„Ef við höldum svona áfram verð-
um við ósigrandi," sagði Björn Eng-
holm, hinn nýkjömi formaður Jafn-
aðarmannaflokksins, í gær.
Samkvæmt fyrstu tölum fengu
jafnaðarmenn, sem verið hafa við
stjóm í Hamborg síðan 1987 ásamt
frjálsum demókrötum, 61 þingsæti
af 121. Jafnaðarmenn eru nú einir
við stjórn í flmm af sextán sam-
bandsríkjum Þýskalands. í fjórum
sambandsríkjum stjóma þeir ásamt
frjálsum demókrötum eða græningj-
um.
Kosningasigrar í Hesse og Rhine-
land-Pfalz fyrr á þessu ári leiddu til
þess að jafnaðarmenn fengu meiri-
hluta í efri deild sambandsráðsþings-
ins í Bonn. Engholm sagöi aö flokkur
sinn ráðgerði að notfæra sér það
meir en gert hefur verið.
Vinsældir Kohls hafa dvínað frá
því að þýsku ríkin voru sameinuð í
október síðastliðnum vegna efna-
hagsvandans í austurhluta landsins
og ákvörðunar hans um að brjóta
kosningaloforð og hækka skatta.
Talið er að kosningaúrshtin muni
auka spennuna í samstarfi stjórnar
kristilegra demókrata og fxjálsra
demókrata í Bonn. Forystumenn
frjálsra demókrata segjast nú vera
sömu skoðunar og jafnaðarmenn í
ýmsum málefnum. Geta þeir jafnvel
hugsað sér að mynda stjórn með jafn-
aðarmönnum ef vel gengur í sam-
bandsríkjakosningunum 1994.
Reuter
Irakar senda skriðdreka
í kúrdískan bæ
íraski herinn hefur sent skriðdreka inn í kúrdíska
bæinn Sulaimaniya eftir skotbardaga milli íraskra ör-
yggissveita og byssumanna sem taldir eru vera kúrdísk-
ir skæruliðar, að því er haft var eftir ferðamönnum í
morgun. Að minnsta kosti einn Kúrdi lét lífiö á fimmtu-
daginn og hópur Kúrda fór með lík hans í stöðvar Sam-
einuðu þjóðanna í bænum. Er talið aö með því hafi þeir
verið að reyna fá starfsmenn samtakanna til aö skerast
í leikinn.
Þar til fyrir fáum dögum höfðu írakar aðeins sent létt-
vopnaða hermenn tilSulaimaniya, aðallega til að vernda
skrifstofubyggingar og starfsfólk. íraskir hermenn eru
staðsettir í úthverfum borgarinnar sem féll í hendur
kúrdískra skæruliða fyrir mánuði.
Skotbardagar hafa einnig verið í bænum Irbil sem er
höfuðborg sjálfsstjórnarsvæðis Kúrda. í gær efndu
hundruð Kúrda til mótmæla í bænum Zakho til að leggja
áherslu á kröfur sínar um að bandamenn fari ekki frá
svæðinu.
„ , , Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna segja að ástandið
Hundruð Kurda komu saman i gær til að leggja áherslu veki óróa sérstaklega þar sem viðræðum leiötoga Kúrda
á krofur sinar um aö bandamenn fari ekki frá öryggis- 0„ stjórnarinnar í Bagdad virðist ekki miða áfram.
svæðinu í noröurhluta Iraks. Símamynd Reuter Reuter
Eþíópía:
Bardagar stof na hjálp-
arstarf inu í hættu
Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna
lýstu yfir þeim ótta sínum í gær að
bardagar í austurhluta Eþíópíu
mundu koma í veg fyrir aö hægt yrði
að hefja hjálparstarf að nýju til um
einnar milljónar manna og koma
þannig í veg fyrir að þúsundir yrðu
hungurmorða.
„Ég óttast að við getum ekki byrjað
aftur í tæka tíð til að koma í veg fyr-
ir stórlys," sagði Michael Ellis,
starfsmaður matvælastofnunar SÞ,
við Reutersfréttastofuna.
Starfsmenn hjálparstofnana sem
voru i fjarskiptasambandi við liðs-
menn sína í Harar, höfuðborg Har-
arghehéraðs í Austur-Eþíópíu,
skýrðu frá áköfum bardögum nærri
borginni í gær, að því er virðist milh
uppreisnarmanna úr Lýðræöis- og
byltingarhreyfingu eþíópísku þjóð-
arinnar, EPRDF, og leifa stjórnar-
hersins.
Hjálparstarfsmenn segjast hafa
mestar áhyggjur af austurhéruðun-
um þar sem hungursneyð blasir við
meira en sjö miUjónum manna vegna
þurrka og styrjaldarátaka.
Matarflutningalestir voru stöðvað-
ar í síðustu viku þegar löggæsla var
í molum eftir að uppreisnarmenn
náðu Addis Ababa, höfuðborg lands-
ins, á sitt vald.
Hjálparstofnunin Care er byrjuð
að flytja vatn til flóttamannabúða
þar sem allt að 300 þúsund Sómalir
og Eþíópíumenn hafast við. Vatns-
flutningarnir lágu niðri í þijá daga í
síðustu viku vegna ótryggs ástands
á svæðinu. Sunnar í Ogadeneyði-
mörkinni er ástandið orðið mjög al-
varlegt hjá um 80 þúsund Eþíópíu-
mönnum sem hafa flúið undan
stríösátökum í Sómahu á undanförn-
um mánuðum. Þá segja vitni frá því
að súdanski flugherinn hafi varpað
sprengjum á súdanska flóttamenn
sem flúðu til síns heima úr búðum í
Eþíópíu.
Reuter
Eþíópiskur uppreisnarmaður gætir stjórnarhermanna sem haldið er föngn-
um i búðum skammt frá Addis Ababa. Simamynd Reuter