Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ1991.
11
Utlönd
öðru nafni Ciccio-
Símamynd Reuter
Cicckriina í
I hvltum brúðarkjól gekk ung-
verska fatafellan Hona Staller,
betur þekkt undir nafninu Ciccio-
lina, í það heilaga á laugardaginn.
Hinn heppni er handarískur
myndhöggvari, Jeff Koons að
nafni
„Ég var mjög taugaóstyrk, ég
hreinlega skall. Mér leið aldrei
svona á sýningum mínum,“ sagði
Cicciohna eftir athöfhina sem fór
fram i Búdapest.
Presturinn, sem gaf skötuhjúin
saman, vissi ekki hver Cicciolina
var fyrr en eftir að hann hafði
lofað að framkvæma athöfnina.
Eftir nokkurt hik lét hann hana
lofa því að vera siðsamari i fram-
tíðinni.
Cicciohna fluttí á sínum tíma
frá Ungverjalandi til ítahu þar
sem hún gerðist fatafella. Á italiu
tókst henni að ná sæti á þingi.
Reuter
ísrael:
Jórdaníukonungi
boðið til viðræðna
David Levy, utanríkisráðherra ísraels, býður Jórdaníukonungi að koma til
friðarviðræðna til Jerúsalem. Teikning Lurie
David Levy, utanríkisráðherra
ísraels, bauð Hussein Jórdaníukon-
ungi á sunnudag að koma til Jerúsal-
em til að hefja opinberar friðarvið-
ræður milh ríkjanna tveggja. Boð
Levys kom í kjölfar viðtals við Huss-
ein konung sem birtist í franska
vikuritinu Le Point þar sem konung-
urinn segir að beinar viðræður við
ísraelska leiðtoga eigi að hefjast fljót-
lega þó svo að það væri enn of
snemmt.
„Við fógnum þessu og ég býð hon-
um að koma til Jerúsalem. Ríkis-
stjóm ísraels er reiðubúin að ræða
við hann til að greiða fyrir friöi,"
sagði Levy við fréttamenn eftir ríkis-
■stjómarfund í gær.
Levy sagði að leiðtogar ísraels
væra einnig reiðubúnir að hitta Hus-
sein konung í Amman.
Heimildir í Amman ítrekuðu fyrri
afstöðu konungs að hann væri reiðu-
búinn í friðarviðræður við ísrael
gegn því skilyrði að ísraelsmenn
færa á brott frá herteknu svæðun-
um.
ísrael og Jórdanía eru enn opinber-
lega í stríði en þegjandi samkomulag
er miUi ríkjanna um eftirht með
landamærum þeirra. Þá hafa heyrst
fréttir um leynifundi miUi Husseins
konungs og ísraelskra ráðamanna,
þeirra á meðal Yitzakhs Shamirs for-
sætisráðherra.
Dagblöð í ísrael hvöttu lesendur
sína til að lesa ekki of mikið úr viðtal-
inu í franska tímaritinu en beindu
því til stjómvalda að grípa hvert
tækifæritilviðræðna. Reuter
Ástralía:
Hawk áfram
formaður
Verkamanna-
flokksins
Forsætisráðherra Ástraliu, Bob
Hawke, sigraði í morgun Paul
Keating fjármálaráðherra í bar-
áttunni um formannsembættið í
ástralska verkamannaflokknum.
Gert er ráö fyrir að Keating segi
af sér í kjölfarið.
í atkvæðagreiðslu meðal þing-
manna Verkamannaflokksins
hlaut Hawke 66 atkvæði en 44.
Keaton naut helst stuðnings
hægrí sinnaðra flokksmanna og
miðjumanna.
manns í Kína, svipti sig lífi semt
i síðasta mánuði, að því er segir
i nýjasta hefti bandariska viku-
ritsins Time. HeimUdir blaðsins
herma að hún hafi hengt sig i
húsi i úfjaðri Beijing þar semhún
var í haldi.
Jiang var forsprakki fjórmenn-
ingaklíkunnar í menningarbylt-
ingunni í Kina á árunum 1966-
1976 og fyrir tíu árum var hún
dæmd til dauða fyrir þátt sinn í
henni. Aftöku hennar var síðan
frestað í tvö ár til að gefa henni
færi á að iðrast sem hún gerði
aldrei. Dómnum yfir henni var
breytt i lífstíðarfangelsi 1983.
Jiang þjáðist af krabbameini í
hálsi og Time skýrir frá því aö
hún kunni að hafa viljað binda
enda á þjáningar sínar.
Reuter
Nú stígum við stórt skref í þá átt að bæta þjónustu við
viðskiptavini okkar og opnum verslanir
í HÓLAGARÐI í BREIÐHOLTI
og að LAUGAVEGI 1 78.
Rar færðu filmurnar framkallaðar, allar
nauðsynlegar Ijósmyndavörur og
góð ráð hjá reyndu starfsfólki.
Tilboðsverð í tilefni af opnuninni:
KODAK S-100 Á HUIMDRAÐ KRÓNUR!
Tíunda hverjum viðskiptavini í nýju verslununum býðst á
næstu dögum að kaupa KODAK S-100 myndavélar á 100 krónur.
Aðrir heppnir viðskiptavinir fá
sundbolta eða dúnmjúkt litakríli í kaupbæti.
Verslanir Hans Petersen eru nú orðnar sjö talsins.
HANS PETERSEN HF