Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Page 14
14 MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur. auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Úrsögn blasir við Nú að loknum ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins blasir úrsögn íslendinga við. íslenzka sendinefndin lagði það til, vafalaust að undirlagi stjórnvalda, að við göngum úr ráðinu, þegar færi gefst. íslendingar vilja, að landsmenn hefji hvalveiðar að nýju. Þetta kom fram í skoðanakönnun DV fyrir skömmu. Yfirgnæfandi meirihluti vill hvalveiðar, hvað svo sem Alþjóða hvalveiðiráðið segir. Síðan hefur kom- ið fram, hvað ráðið segir: Það sýnir íslendingum engan skilning. Landsmenn eru þessarar skoðunar eftir að hafa fylgzt með rannsóknum vísindamanna okkar. Við teljum yfir- leitt, að stofnarnir, sem íslendingar hafa veitt af, séu ekki í útrýmingarhættu. Óhætt er að vera harður á því sjónarmiði, og raunar verður ekki séð, að neinn efist um réttmæti þess, nema þeir sem eru reiðubúnir að andmæla hvalveiðum í trássi við öll rök. En ýmis atriði valda, að við eigum að fara með gát í þessum efnum. Við eigum til dæmis ekki að æða af stað með hvalveiðar á þessu ári. Og landsmenn vita, að afrakstur hvalveiða var ekki nema sáralítill þáttur í efnahag okkar. Hættan við hvalveiðar að nýju, gegn niðurstöðum Alþjóða hval- veiðiráðsins, er auðvitað sú, að andstæðingum hval- veiða takist að skerða sölu fiskafurða okkar yfirleitt. Þá gætum við orðið að þola miklar búsifiar. Þetta vegur þyngst. Það er afar óheppilegt, að við skyldum hafa bundið trúss okkar við AJþjóða hvalveiðiráðið, þar sem þeir drottna, sem í blindni vilja hindra hvalveiði. Við þyrft- um því að segja okkur úr ráðinu fyrir árslok eins og nauðsynlegt er. Úrsögn gengur þá í gildi á miðju næsta ári. Við eigum ekki lengur erindi í slíkri stofnun, sem skellir skollaeyrum við niðurstöðum vísindamanna. Tillaga íslendinga, Norðmanna og Japana um nýjar reglur um veiðistjórn var felld, en mikill meirihluti ráðs- ins samþykkti tillögu frá Áströlum og Bandaríkjamönn- um um reglur, sem gætu hindrað hvalveiði um allan aldur. Tillögu íslendinga um kvóta til bráðabirgða var enn vísað frá. Þannig var vísindalegum rannsóknum hafnað en tilfinningasemin látin ráða ríkjum. Það á að vera á valdi okkar, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði, hvort og hvenær við hefjum hvalveiðar á nýjan leik. Augljóst er, að Alþjóða hvalveiðiráðið er ónýtt. Hvort sem við viljum fara aftur í hvalveiðar á næstunni eða ekki, er það okkur lítilsvirðing að sitja 1 þessu ráði. Auk þess geta örfá aðildarríki ráðsins við núgildandi aðstæður hindrað vilja meirihluta í framtíðinni, ef . meirihlutinn kysi að leyfa hvalveiðar að nýju í einhverj- um teljandi mæli. íslendingar hafa yfirleitt fullan skilning á boðskap þeirra, sem benda réttilega á, að margar dýrategundir eru í útrýmingarhættu, og gera ráðstafanir til að vemda þær. Við gemm okkar til þess. En landsmenn þekkja einnig mætavel, hvernig þessi stefna getur gengið út í öfgar. Sú hefur orðið hin bitra reynsla um selveiði og markaði fyrir selskinn. Þetta hefur orðið reynslan um hvalveiðina. Við verðum hagsmuna okkar vegna að hindra, fyrst og fremst, að slíkt ofstæki skaði okkur að því er tekur til sjávarafurða almennt, sem vel gæti orð- ið á næstunni, haldi svo fram sem horfir. Alþjóða hvalveiðiráðið hefði getað reynzt hagstætt, hefðu þeir ekki tekið völdin, sem hundsa vísindin. Slíkt var sízt tilgangurinn með þeirri stofnun. Haukur Helgason En framar öllu öðru ber aö afskrifa heimild fyrir bændur til að fjölga fé sinu eins og málum er nú komið, segir m.a. í greininni. Stórbænda- stefnan Á árum áður var búskapur erfið- ur, einkum var heyfengur seintek- inn með handverkfærum á þýfðum túnum og snöggum engjum. Nú eru breyttir tímar - landbúnaðurinn vélvæddur, stritinu létt af manns- höndinni, afrakstur búanna auk- inn og kotbýlin löngu komin í eyði. En þegar ailt virðist loksins leika í lyndi fyrir bændum steðjar að þeim mikill og óvæntur vandi. Ekki er hann þó tilkominn vegna þess að landið sé harðbýlt og erfitt til búskapar heldur vegna hins að fyr- ir tilverknað tækninnar er búskap- ur orðinn auðveldur og dugmiklum bændum mikil freisting að fram- leiða meira en markaður er fyrir. Margir féllu og fyrir þeirri freist- ingu enda hlutu þeir tíl þess bæði ríkisstyrk og hvatningu lengur en góðu hófi gegndi. Einkum bitnar þetta nú á sauðfjárbændum þar sem sala á dilkakjöti innanlands hefur stöðugt farið minnkandi á undantomum árum en markaðs- verð erlendis er langt undir fram- leiðslukostnaði. Tillögur sjömannanefndar Sjömannanefndin svokafiaöa hefur lagt fram tillögur til lausnar þessum vanda og byggjast þær á því að bændur verði keyptir til að hætta búskap í þeim mæh að árs- verkum í sauðfj árframleiðslu fækki um 1200 ffá því sem nú er. Á hinn bóginn vill nefndin heimila þeim bændum, sem eftir sitja, að fiölga fé sínu um 15%. Að baki tillagnanna býr sú hugs- un að með færri og stærri búum sé hægt að koma við meiri hagræö- ingu og betri nýtingu á því fjár- magni sem bundið er í búrekstrin- um. Þetta er stórbændastefna og hún hefur vissa kosti en gallamir eru þó þyngri á metunum því að þeir eru bæði margir og stórir. - Reynslan hefur t.d. sýnt að bú af meðalstærð skila að jafnaði mest- um hagnaði en rekstur stórbúanna gengur misjafnlega. Setjum samt svo að hugmyndin um stórbændastefnuna næði fram að ganga. Hvemig hugsar sjö- mannanefndin sér þá að leysa þau félagslegu vandamál sem upp hljóta aö koma með breyttu bú- skaparmunstri? Vegna þeirrar fækkunar, sem nú þegar er orðin í sveitum, hafa smalamennskur orð- iö erfiöar og tafsamar. Getur því hver maður séö að með frekari grisjun bújarða aukast erfiðleikar á þessu sviði um allan helming. Og hvað um aðra samfélagsþætti eins og skólahald, verslun, heil- brigðisþjónustu, félagslíf og önnur menningarmál eftir að eyðijörðum Kjallarmn Torfi Guðbrandsson fyrrv. skólastjóri fé hjá mjólkurframleiðendum er stunda sauöfjárrækt sem aukabú- grein. En framar öllu ber að af- skrifa heimild fyrir bændur til að fjölga fé sínu því að slíkar tillögur eru ótímabærar og fráleitar eins og málum er nú komið. Hins vegar getum við leyft okkur að vona að þeir tímar komi og séu e.t.v. ekki langt undan að íslenska dilkakjötið verði eftirsótt heilsufæða í men- guðum heimi. - Með öflugu mark- aðsátaki getum við flýtt fyrir hag- stæðri þróun í þeim efnum. Alþingi hefur síðasta orðið Fleiri atriði mætti nefna en þaö sem nú hefur verið talið eru dæmi um skynsamlegar leiðir til þess að ná viðunandi árangri án stórra fóma bæði fjárhagslegra og menn- „Hins vegar getum viö leyft okkur að vona að þeir tímar komi og séu e.t.v. ekki langt undan að íslenska dilkakjöt- ið verði eftirsótt heilsufæða í menguð- um heimi.“ hefur fiölgað í þeim mæli sem stefnt er að? Sjömannanefndin stendur í þeirri trú að hún sé með þessum tillögum .....að tryggja stöðu sauöfiárræktar til frambúö- ar“. Ég held hins vegar að þessu sé öfugt farið og óttast aö afleiðing- amar veröi þær að búröskunin verði meiri en til var ætlast og endi með eyðingu hefila sveita. Þótt allri tilfinningasemi sé sleppt færu mik- il menningarverðmæti forgörðum við slíka upprætingu og tilfærslu mannabyggðar. ,, Betri leiöir Ef hér er rétt ályktað vaknar spumingin: Hvað er þá hægt að gera til þess að koma sauðfiárrækt- inni í viðunandi horf? Athugum fyrst hver var orsök þess að dilka- kjötssalan minnkaði. Það var án efa vegna aðgerða sfiómvalda og milliliöa þar sem annars vegar var leyfð frjáls álagning á Kjötvörur í smásölu og á hinn bóginn var dreg- ið úr niöurgreiðslum. Báðar þessar breytingar höfðu þær afleiöingar að kindakjöt hækkaði nfiög mikiö í verði. Þessar staðreyndir gefa vís- bendingu um hvemig hægt er að auka kjötsöluna á nýjan leik. Ef á hinn bóginn ekki verður komist þjá frekari skerðingu full- virðisréttar er eðlilegt að sefia fyrst strangari takmarkanir á sauðfiár- rækt í þéttbýh en þar næst fækka ingarlegra. Þær em því ásættan- legri og farsælli fyrir land og þjóð heldur en sú leiftursókn sem sjö- mannanefndin er að skipuleggja á vettvangi sauðfiárræktarinnar. I þessu máh vinnur tíminn með okkur. Um langt skeið hefur bænd- um fækkað um h.u.b. eitt hundrað á hverju ári þótt ekkert sé að gert. Sú þróun heldur áfram hvort sem okkur líkar betur eða verr. En hver vill taka á sig þá ábyrgð að flýta henni? Gengur eyðing sveitanna ekki nógu hratt fýrir sig? Þeir em vonandi fleiri sem finnst að fremur beri að spyma á móti byggðarösk- uninni heldur en að ýta undir hana. Nú kemur senn til kasta Alþingis að fiaha um landbúnaðarmálin. Við gemm þær kröfur til sfióm- málamanna að þeir hafi víðtæka yfirsýn yfir málefni lands og þjóð- ar. Sá hæfileiki að geta skoðað hvert jnálefni frá öhum hhðum er algjör forsenda fyrir vitrænni ákvarðanatöku. Því vh ég aö lokum leyfa mér að vona aö yfirsýnin bregðist alþingismönnunum ekki þegar þeir taka th við aö móta far- sæla leið í málefnum sauöfiár- bænda. Þá mun og koma á daginn að þeir em margir ágahamir sem þarfað sníða af thlögum sjömanna- nefndarinnar. Torfi Guðbrandsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.