Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Side 15
MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 1991. 15 Umhverfismál „Það telst nú til undantekninga ef sjómenn henda rusli í hafið. En betur má ef duga skal.. Það hefur sennilega komið mörg- um stjórnmálamönnum á íslandi á óvart þegar Morgunblaðið birti á dögunum niðurstöður úr þjóð- málakönnun Félagsvísindastofn- unar. í þessari könnun kemur fram svo ekki verður um villst að íslend- ingar eru óðum að vakna til vitund- ar um umhverfi sitt og nauðsyn þess að vernda það og halda því hreinu. Núlifandi kynslóð íslendinga er að átta sig á því - að við erum með landið að láni frá komandi kynslóð- um. Því sem maður fær að láni verður að skila aftur a.m.k. í sama horfi og maður tók við þvi, ef ekki betra. Við getum ekki endalaust gengið á gæði landsins án þess að tkiia neinu til baka. Mannfólkið ber ábyrgð gagnvart sköpunarverkinu. Ábyrgðarleysi gagnvart því er ábyrgðarleysi gagnvart mannlífinu og lífi á jörð- inni yfirleitt. Brenglaö verðmætamat Það vakti athygli mína eftir myndun núverandi ríkisstjómar þegar fréítamenn þjóðarinnar sýndu góðmennsku sína í verki og tóku upp á arma sína formann Al- þýðubandalagsins, Ólaf Ragnar Grímsson og leyfðu honum að gráta óhindrað framan í þjóðina. Á milli ekkasoga formannsins (sem er í svo góðum tengslum við al- menning) reyndi hann að telja þjóðinni trú um að Alþýöuflokkur- inn heíöi ekkert fengið í sinn hlut í stjórnarmynduninni, utan einn umhverfisvænan jeppa. Ó.R.G. metur sem sagt umhverfismál á íslandi til tveggja milljóna. Á árum áður byggðu stjórnmála- menn upplýsingar á brjóstviti sínu og vitnuðu gjarnan til hins þögla Kjallaiiim Steindór Karvelsson formaður Félags ungra jafnaðarmanna i Reykjavík meirihluta. Er það bijóstvit Ólafs Ragnars að íslendingar meti nátt- úru og umhverfi íslands á 2.000.000 króna? Mikið eru þeir alþýðubandalags- menn alltaf seinheppnir í harma- gráti sínum eftir ráðherrastólum því að ekki var ORG-ið þagnað þeg- ar út kom skoðanakönnun á vegum Félagsvísindastofnunar sem gaf til kynna aö umhverfisvernd virtist vera eitt stærsta hugsjónamál sam- tímans. Landið Hver eru svo brýnustu verkefni á sviði umhverfismála á íslandi? Það má kannski til sanns vegar færa að eitt af mikilvægustu um- hverfismálunum sé gróðureyðing- in. Núverandi umhverfisráðherra, Eiður Guðnason, komst svo skemmtilega að orði í blaðaviðtali á dögunum að ekki gengi að hafa „sáðmanninn og sauðkindina í sömu skúffunni". Þetta held ég að sé nefnilega alveg rétt. Banna verð- ur lausagöngu búfjár á vissum svæðum á íslandi. Þetta á ekki bara við um sauðfé heldur einnig, og ekki síður, um hross. Það gengur einfaldlega ekki að um leið og sáð er í jörðina komi bústofninn og éti allt jafnóðum. Hafiö Það eru ekki mörg ár síðan öllu sorpi af skipastól landsmanna var hent í hafið. Á þessu sviði hefur stórvirki verið unnið. Þaö telst nú til undantekninga ef sjómenn henda rusli í hafið. En betur má ef duga skal; ennþá fer mikið af úrgangi í sjóinn og sér þess einna helst merki við strendurnar. Það er kunnara en frá þurfi að segja að víða ná skolpræsin varla niður í fjöruborðið, hvað þá út fyr- ir stórstraumsfjöru. í þessum mál- um er mikið verk óunnið sem kost- ar mikla peninga. Samt sem áður verður að koma þessum málum í gott horf og tími til komign að heíja það verk. Ekki má skilja svo við mengunar- mál hafsins að ekki sé minnst á kjamorkuna. Utanríkisráðherra, Jón Baldvin, hefur haft forgöngu um að lýsa hafsvæði í kringum Is- land kjamorkuvopnalaust. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hverjar afleiðingamar yrðu fyrir lífsafkomu þjóðarinnar ef kjamorkuslys yrði í hafinu um- hverfis okkur. Endurvinnsla Nú til dags tíökast að endurvinna alla skapaða hluti og er það gott að geta notað sömu hlutina upp aftur og aftur. Eitt athyglisverðasta dæmið um endurvinnslu á síðustu árum er án alls vafa hinn nýendumnni vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, Friðrik Sophusson. Ekki veit ég til að komin sé fram tækni sem geri það kleift að endur-endurvinna svona menn. I því óheyrilega skrifræðisbákni, sem ísland er, komumst við ekki hjá því að nota ógrynnin öll af pappír. Hræddur er ég um að mjög lítill hluti þess pappírs sé endur.- unninn, enda hef ég rekið mig á aö ekki er auðvelt að koma höndum yfir endurunninn pappír á íslandi. Þessu þarf að breyta. Ég skora á umhverfisráðherra að beita sér fyrir því að allar stofnanir og ráðu- neyti á vegum ríkisins verði skyld- uð til að nota endurunninn pappír þar sem koma má því við. Það væri gott fordæmi þjóðinni til eftir- breytni því að það er víst að eftir höföinu dansa limirnir. í þessum stutta pistli er aðeins drepið á fátt eitt af þeim mörgu og stóra verkefnum sem umhverfis- ráðherra þarf að beita sér fyrir á komandi árum. Eitt virðist mér auðsætt: að ráð- herra hefur þjóðina með sér í þess- um verkum, þrátt fyrir hið vitlausa verðmætamat Ólafs Ragnars Grímssonar á umhverfisráðuneyt- inu. Það er ekki og verður ekki metið í jeppaverðum, sama hvað ekkasog Ólafs endast lengi. Steindór Karvelsson „Eg skora á umhverfisráðherra að beita sér fyrir því að allar stofnanir og ráðuneyti á vegum ríkisins verði skyld- uð til að nota endurunninn pappír þar sem koma má því við.“ Fullveldi eða valdaafsal? „Nú fór ég að skilja hvað slagorö krata táknaði: ísland i A flokk! - Auðvitað hérað i Evrópuríkinu.“ 17. júní 1944, þegar lýðveldi var stofnað á íslandi, voru mikil há- tíðahöld á Þingvöllum og fögnuður um allt land. - Langþráðu marki var náð í sjálfstæðisbaráttu þjóðar sem um aldir hafði búið við erlend yfirráð. En þrátt fyrir tímabil hinna myrku alda kúgunar og ör- birgðar tókst þessari litlu þjóð að halda sjálfsvitund sinni og tungu- taki nær ósködduöu þótt stundum syrti í álinn. í sárustu þrengingum og niðurlægingu hafði hún öðlast þá þohnmæði og þrautseigju sem vemdaði hana frá að bogna eða brotna niður andlega, jafnvel þó að hungurvofan herjaði svo á hana að hún legði sér skótbætur til munns. Saga þjóðarinnar, menning og tunga var svo samofin lífi hennar að harðstjórum gat ekki tekist að ganga af henni dauðri eða fá hana til að lúta sér í auðmýkt og lotn- ingu. Hún hafði aldrei játast undir vald þeirra að eigin vilja; þess vegna gat hún borið höfuðið hátt. - Þess vegna gat hún fagnað þess- ari helgu stund á Þingvöllum, á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, sem lengst og mest barðist fyrir sjálfstæði hennar. önnur saga Því riíjast upp fyrir mér þessi kafli sögunnar að svo virðist sem hart sé nú vegið að sjálfstæði þjóð- arinnar af íslendingum sjálfum. Því eins og ísland hefur átt ættjarð- arvini og heiðursmenn, sem hafa borið merki þess hátt, hafa því miður líka komið við sögu algjörar andstæður. Sagan sýnir að þótt menn hafi valist til aö gegna jafn- vel mikilvægustu embættum fyrir þjóð sína er ekki þar með sagt að þeir séu heiðursmenn eða ættjarð- arvinir. KjáUarinn Aðaiheiður Jónsdóttir verslunarmaður Hér megum við enn sætta okkur við að hafa erlendan her. - Hvers vegna? - Jú, vegna svika íslenskra ráðamanna gegnum tíðina. Her og aðild að hemaðarbandalagi hefur verið og er þeirra lífssýn fyrir ís- lands hönd. - Og nú er það evr- ópskt efnahagssvæði. - Hvað er að gerast í samingum EB og EFTA? Þjóðin þarf að fá að vita hverju hún er látin fórna ef hún er bundin á bás í evrópsku efnahagssvæði. Það hlýtur að vera krafa hennar að sjálfstæði íslands sé ekki notað sem gjaldmiðih af póhtískum vand- ræðamönnum. Hefur utanríkisráðherra kannski nú þegar skrifað undir fjórfrelsið svokallaða: frjálsan flutning á fé og fólki, vöru og þjónustu þar sem innflytjendurnir hafa fuhan rétt til að kaupa land, orkuhndir og hvað sem er annað en það sem snertir sjávarútveg; hömlulausan inn- flutning á fólki, ef það annars vill flytjast hingað, án þess að íslend- ingar fengju nokkru um það ráðið? Nóg eiga velmegunarþjóðir Evr- ópu af atvinnuleysingjum og vand- ræðafólki sem þær hefðu sjálfsagt ekkert á móti að lofa íslendingum að fá. Þá er gott með öðru góðu að íslendingar fengju vafalaust að taka inn á markaðinn ýmis eitur- efni sem bönnuð hefur verið sala á hér. Þetta hafa Danir orðið að gera þar sem þeirra hehbrigðislögjöf er strangari en EB vih hafa hana. Þetta væri reyndar í góðu sam- ræmi við álsaminga Jóns Sigurðs- sonar sem ekki hafði áhuga fyrir fullkomum mengunarvörnum. Ég hef trú á því að Jónar Alþýðu- flokksins fái sinn sérstaka bás í sögunni. Hvert stefnir? Snarpar umræður höfðu oröið 4 Alþingi eftir að utanríkisráðherra kom heim af fundi EB og EFTA 13. maí, fyrsta fundi er hann sat eftir að mega semja um hvað sem hon- um sýndist. Þessum umræðum hefði gjarnan mátt sjónvarpa svo að almenningi gæfist kostur á að heyra eitthvað um afreksverk ráð- herrans þar úti og kynnast viðhorf- um þingmanna. En í stað þess að sjónvarpa umræðunum var rekinn ótrúlega mikill áróður fyrir EB þar sem þrír útlendingar vora th kvaddir að lofsynja Evrópuríkið. Hvort var þetta að beiðni ráðherra eða af eigin hvötum stjómenda sjónvarps? En fróðleg skrif Hjör- leifs Guttormssonar (DV 23. maí) og Svavars Gestssonar (Þjóðv. 18. maí) bæta vel úr þessu. Á fundinum í Brassel höfðu ráð- herrarnir gefið út sameiginlega yf- irlýsingu í fjölmörgum höum sem vöktu ýmsar spumingar, svo helst er aö skifja að lönd séu ekki á þeim slóðúm framar nefnd lönd heldur hérað. - Því spurði fyrrverandi for- sætisráðherra: „Er ísland kannski hérað í þessari grein, eða hvað?“ Nú fór ég að skhja hvað slagorð krata táknaði: ísland í A flokk! - Auðvitað hérað í Evrópuríkinu. Enda samþykkti Jón Baldvin að standa að lagasetningu á íslandi sem veitti lögum evrópska efna- hagssvæðisins forgang umfram ís- lensk lög. Þá kemur fram að ef samningur- inn um evrópskt efnahagssvæði veröur samþykktur á Alþingi verða um 1.400 lagabálkar Evrópu- bandalagsins gerðir að íslenskum lögum sem íslensk löggjöf verður að víkja fyrir ef kæmi th árekstra. Samningsdrögin, sem fyrir hggja, era tahn fela í sér stórfeht valdaaf- sal þeirra ríkja sem gerast aðhar að evrópsku efnahagssvæði. Þaö er ótrúleg forherðing að utanríkisráð- herra skuli leyfa sér að ganga svona langt. Því spyr ég: Hve langt getur ráð- herra gengið í valdaafsah án þess að þurfa að yfirgefa stóhnn? Þetta er maðurinn sem sagði Sov- étríkjunum stríð á hendur - og gekk yfir sjó og land th að veita Litháen sjálfstæði! Aðalheiður Jónsdóttir „Samningsdrögin, sem fyrir liggja, eru talin fela 1 sér stórfellt valdaafsal þeirra ríkja sem gerast aðilar að evrópsku efnahagssvæði. Það er ótrúleg forherð- ing að utanríkisráðherra skuli leyfa sér að ganga svona langt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.