Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Side 21
MÁNUDAGURÍ3. JÚNÍ 1991. 37 Menning Pönkari spilar Brahms Nigel Kennedy heitir ungur, breskur fiðluleikari sem vakið hefur talsverða athygli í heimalandi sínu, en síður fyrir tónlistarhæfileika sína en óhefðbundna framgöngu og klæðaburð. Kennedy er nefnilega til fara eins og pönkari, með eyrnalokk, skúlptúrgreiðsiu og allt tilbehör, og hefur að átrúnaðargoðum ekki að- eins þá heiðursmenn Bach, Mozart og Beethoven, held- ur einnig Miles Davis, Jimi Hendrix og Led Zeppehn. í frístundum leikur Kennedy síðan laufléttan djass með nokkrum vinum. Með þessu hefur Kennedy auðvitað skapraunað þeim sem vilja hafa sína fiðluleikara vatnsgreidda og vel til hafða, en unnið sér hylli yngri tónlistagesta, svo mikla Hljómplötur Aðalsteinn Ingólfsson að upptökur hans á klassískum verkum, til dæmis Árstíðum Vivaldis, hafa komist hátt á breska vin- sældalista. Um daginn gafst islenskum sjónvarpsá- horfendum kostur á að sjá Kennedy leika þetta verk með fullskipaðri hljómsveit og bravúr. Enn heyrast þær raddir, sérstakiega meðal ráðsettra tónlistarmanna, að Kennedy sé einungis léttvægur fiðlari með góða auglýsingamaskínu á bak við sig. Mesti fiðlukonsertinn Eins og til að reka af sér það slyðruorð hefur Kennedy nú tekið upp á disk einhvern mikilfengleg- asta og erfiðasta fiðlukonsert allra tíma, D-dúr kon- sertinn eftir Brahms, ásamt Klaus Tennstedt og Ffi- harmóníunni í London (EMI CDC 7541872). Þetta er sá fiölukonsert sem margir, þar á meðal undirritaður, taka fram yfir flestar aðrar tónsmíðar fyrir fiðlu, því þar fara saman rismikil formgerð og ljóðrænn inni- leiki. í seinni tíð hafa þau Anne-Sophie Mutter og Itz- ak Perlmann leikið þennan konsert flestum fiðlulei- kurum betur. Túlkun Tennstedts er að mörgu leyti aðlaöandi, hægari (sérstaklega í fyrsta kafla) en flestar aðrar upptökur sem ég hef heyrt, sem dregur úr innbyrðis andstæðum verksins, en itrekar í staðinn þann varma syngjandi sem þarf að vera í hljómsveitarverkum Brahms. Sjálf upptakan er kristaltær og gott jafnvægi ríkir milli hljómsveitar og einleikara. í upptökum á þessum konsert kemur stundum fyrir (til dæmis á upptöku með Perlmann undir stjórn Giulinis) að ein- leikari er hafður of framarlega í upptökunni, en Tennstedt og hans fólk falla ekki í þá gryfju. Enginn veifiskati Hvernig stendur Kennedy karlinn sig? Hann er sann- arlega enginn veifiskati, en er þó ekki í sama klassa og þeir fiðluleikarar sem hér hafa verið nefndir, setur ekki mark sitt á konsertinn með sama hætti og þeir. Tónmyndun Kennedys er fremur varkár, stundum hikandi, og kandensa hans sjálfs við fyrsta kaflann er ekki aðlaðandi viðauki. En hann hefur ást á þessu Nigel Kennedy. verki og hún kemur vissulega fram í túlkun hans. Þetta framlag Kennedys til tónbókmenntanna er því alls ekki með hversdagslegu sniði, en verður þó ekki flokkað með bestu túlkunum á fiðlukonsert Brahms, enda margir snilhngar um hituna. Vonandi tekst Kennedy að koma boðskap verksins áleiðis til yngri kynslóðar tónlistarunnenda, þeirra sem að jafnaði hlusta ekki á sígilda tónhst. BÚTÆKNIDEILD RALA HVANNEYRI Tilboð óskast í byggingu bútæknideildarhúss Rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins á Hvanneyri ásamt frágangi á bílastæðum. Húsið er 574 m2 að grunnfleti og alls 2817 m3. Verktími er til 1. september 1992 en uppsteypu skal lokið fyrir 1. nóvember 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykja- vík, frá og með þriðjudeginum 4. júní til og með föstudeginum 14. júní gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 20. júní kl. 11.00. IIMNKAUPASTOFIMUN RIKISINS BORGARTUNI 7. .105 REYKJAVIK Honda Civic sedan, árg. 1989, ek. 25 þus. km, 5 gira, útv./segul- band, litur rauður. V. 850 þús., staðgreitt 750 þús. Nissan Pathfinder 3.0 SE Terrano '90, 5 d., ek. 12 þ. km, 5 g., vökva- stýri, 31" dekk og álfelgur ásamt ýmsum aukahl., skipti á ód. gæti komið til greina. V. 2380 þús. Toyota Corolla 1600 GTi liftback '88, ek. 52 þ. km, 5 g., vökvast., topplúga, raf. í rúð. og toppl., álf., aukad., litur svartur. V. 1080 þús. Mercedes Benz 300 disil '83, ek. 212 þ. km, ss., vökvast., útv./seg. Talst. og gjaldm. geta fylgt. Drappl., sk. á ód. mögul. V. 850 þús. Suzuki Swift GTi '87, ek. 65 þús. km, 5 gira, litur steingrár, skipti möguleg. V. 600 þús. Nissan Bluebird 2,0, dísil, '89, ek. 142 þ. km, 5 g., vökvast., álf. og aukad. á felg., útv./seg., gull- sans., sk. á ód. mögul. V. 980 þús. VW Golf CL 1600, árg. '87, ek. aðeins 35 þús. km, sjálfsk., 3 dyra, litur blár. V. 650 þús. Nissan Sunny SGX coupé '87, ek. 62 þ. km, 5 g., útv./seg., ath. sk. á ód., góð kjör. V. 680 þús. Vegna mikilla fyrirspurna um nýlega bila vantar okkur árgerðir 1989-90 á skrá. Mikið úrval bíla án útborgunar. Kjör við flestra hæfi. BOHCABBILASAr.AW GRENSÁSVEGI 11, SÍMAR 83085 OG 83150 ADEGISVEISLAN Þríréttaður hádegisveróur með forrétti og eftirrétti Hár íslensk kjötsúpa að hætti Steinunnar Histaður skötuselur „Hawai" með hrísgrjónum og karrýsósu kr. 1070,- GJakkað buff með steiktu eggi rauðkáli og paprikusósu Ejúpristuð ýsuflök með tómat-hvítvínssósu kr. 890,- kr. 1070,- kr. 1190,- kr. 990,- frá krónum 890/ Forréttur að eigin vali (innifalið) Súpa dagsins Fylltir tómatar. Provenscale" Graflaxatoppur á grænum bala Jurtakrydduð svartfuglsbringa Eftirréttur að eigin vali (innifalið) Blandaður ostadiskur Vanilluís með ferskju Laugavegur 178, við hliðina á Ríkissjónvarpinu, s. 34780

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.