Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Side 1
Óskartil Þýskalands - þriöji íslendingurinn sem gerir samning við þýskt félagslið á skömmum tíma Oskar Armannsson, landsliðs- maður í handknattleik úr FH, hef- ur fengið í hendurnar mjög gott til- boð frá þýska félaginu Osweil sem hefur aðsetur skammt frá Stutt- gart. Óskar ræddi við forráðamenn liðsins um helgina, skoðaði aðstæð- ur og að þeirri yfirferð lokinni gerði félagið honum tilboð um tveggja ára samning sem Óskar var mjög ánægður með. Óskar kemur heim með samningsuppkastið þeg- ar ferð landshðsins lýkur í Dan- mörku í vikunni. OsweU komst upp úr 2. deUd í vor og ætla forkólfar liðsins að byggja upp lið með ungum leikmönnum. FH og þýska félagið eiga eftir að semja sín í milli en viðræður fara af stað í þeim efnum í vikunni, að því er Örn Magnússon, formaður handknattleiksdeUdar FH, sagði í samtali við DV í gær. „Sártaðsjá á bak góðum leikmanni" „Það er sárt að sjá á bak góöum mönnum en við hefðum helst óskað þess að hann yrði áfram í FH. Við FH-ingar óskum Óskari góðs geng- is í Þýskalandi," sagði Örn Magn- ússon, formaður handknattleiks- deildar FH. Bogdan Kowalczyk, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sem nýtekinn er við franska liðinu Lyon, sýndi mik- inn áhuga á að fá Óskar tU sín en tUboð þýska liðsins var mun betra en þess franska. Ljóst er að fjórir íslenskir lands- liðsmenn munu leika með þýskum félagsUðum á næsta ári. Héðinn GUsson leikur með Dússeldorf og Sigurður Bjarnason með Gross- waldstadt í úrvalsdeUdinni og þeir Konráð Olavsson, Dortmund, og Óskar Ármannsson með Osweil í 1. deUdinni. -JKS • Óskar Ármannsson skorar fyrir FH-inga i leik gegn Stjörnunni á síð- asta keppnistímabili. Guðmundur Benediktsson: Samdi munnlega við Ekeren - skrifað undir á Akureyri fljótlega Opna GR-mótið í golfi: Feðgar í fyrsta sæti Bergur Guðnason og Böövar sonur hans úr GR sigruðu á opna GR- mótinu í golfi á GrafarholtsveUi en mótinu lauk í gær. Þeir feðgar fengu 89 punkta eins og Pétur Guðnason og Júlíus Júlíusson en feðgarnir höfðu betra skor á síðustu níu holum vaUarsins og dæmdust því sigurvegarar. í þriöja sæti urðu Stefán Unnarsson og Hans Isebam úr GR á 88 punktum. Verölaun voru veitt fyrir að fara næst holu. Björgvín Sigurbergsson, GK, fór næst holu á 2. braut og fékk í verðlaun ferð tU Bangkok. EUert Magnússon, GR, fór næst holu á 11. braut. Bifreið var í verðlaun fyrir þann sem heföi farið holu í höggi á 17. braut en að þessu sinni var eng- inn svo heppinn. GísU Hauksson, GR, komst næst því að fara brautina á holu í höggi. Þátttakendur á mótinu voru 184 talsins og tókst það í alla staði mjög vel. _________________________________-JKS Golfunglinga: Þórður varð ef stur á stigamótunum - unglingalandsliðin valin um helgina Kristján Bemburg, DV, Belgíu; Guðmundur Benediktsson, knatt- spyrnumaður úr Þór á Akureyri, gerði á laugardaginn var munnlegt samkomulag við belgíska 1. deildar- Uðið Ekeren. Á næstu dögum munu viðræður hefjast á miUi Ekeren og Þórs og eftir þær veröur skrifað und- ir samning. Guðmundur mun gera tveggja ára samning við belgíska lið- ið. Ekeren er mjög upprennandi lið í Belgíu en á síðasta tímabUi hafnaði Uðið í fimmta sæti í 1. deild og vann NMíþríþraut: Einar lenti í 76. sæti Einar Jóhannsson þríþrautarmaö- ur lenti í 76. sæti á Norðurlanda- meistaramótinu sem fram fór í sænska bænum Sáter í gær. 180 keppendur víðs vegar að tóku þátt í mótinu og verður því árangur Einars að teljast allþokkalegur því megin- þorri keppenda er atvinnumenn í íþróttinni. Syntir voru 1500 metrar, hjólaðir 80 kílómetrar og hlaupnir 20 kUó- metrar. Einar var með 37. besta tím- ann í hjólreiðakeppninni. Heildar- tími Einars var 4:08,32 klst. Mark AUen frá Bandaríkjunum sigraöi á 3:23,08 klst. PauU Kiuru frá Finnlandi varð Norðurlandameistari á 3:28,18 klst. -JKS sér um leið réttinn til að leika í Evr- ópukeppni félagsliða (UEFA) á kom- andi hausti. Guðmundur mun ekki hefja að leika með liðinu fyrr en eftir 4-5 mánuði en hann á í meiðslum. Forráöamenn Ekeren vilja fá Guð- mund sem aUra fyrst til Belgíu þar sem hann verður í endurhæfingu hjá hinum þekkta lækni dr. Martens. Ekeren hefur fylgst með Guðmundi um eins árs skeið og var Guðmundur um tíma við æfingar hjá Uðinu. Þýska félagið Stuttgart sýndi Guð- mundi mikinn áhuga en hann valdi belgíska liðið. -JKS • Einar Jóhannsson má vel við una árangur sinn é Norðurlandameist- aramótinu í þríþraut sem lauk i Svi- þjóð í gær. • Guðmundur Benediktsson. Patrekur kyrr í Stjörnunni Patrekur Jóhannesson, lands- liðsmaður í handknattleik, hefur. ákveðið að vera um kyrrt hjá Stjömunni og leika áfram með liðinu í 1. deUdinni næsta vetur. Áður stóð til að hann gengi (11 liðs við KA. „Patrekur tilkynnti okkur áður en hann fór með landsUðinu til Danmerkur fyrir helgina að hann heföi skipt um skoðun og færi hvergi," sagði Guöjón E. Frið- riksson, formaður handknatt- ieiksdeildar Stjörnunnar, í sam- tali viö DV. Þá hefur Stjarnan fengið tU sin . Guðmund Þórðarson sem áður lék með félaginu en hefur verið með ÍR-ingum síöustu árin. Guð- mundur er öflugur vamarmaöur og er ætlaö aö þétta vöm Stjöm- unnar. -VS Gylfi Kristjánssau, DV, Akureyri: Hannes Þorsteinsson er búinn að velja bæði ungUngalandslið íslands sem eiga fyrir höndum þátttöku í Evrópumóti og Norðurlandamóti síðar í þessum mánuði. Liðið, sem leikur í Norðurlanda- mótinu á Akureyri dagana 27. og 28. júlí, var vahð á Akureyri um helg- ina, en þar fór þá fram síðasta stiga- mót ungUnganna. Áður en við Utum á val Uðanna skulum við sjá úrsUt mótsins á Akureyri en þar léku ungl- ingarnir 36 holur á laugardag á öft- ustu teigum og léku yfirhöfuð mjög vel. 1. Þóröur Ólafsson, GL, 76-73 = 149 2. Tómas Jónsson, GKJ, 78-76 = 154 3. Tryggvi Pétursson, GR, 78-77 = 155 4-5. Rúnar G. Gunnarsson, NK, 78-78 = 156 4-5. Sigurpáll Sveinsson, GA, 78-78 = 156. Fjórir þessara ungUnga munu skipa Uð Islands á Norðurlandamót- inu, þeir Þórður, Tómas, Tryggvi og Sigurpáll, en auk þeirra verða í lið- inu Arnar Ástþórsson, GS, og Öm Amarson, GA. „Mér líst vel á þetta Uö, þetta eru hörkugolfarar og það er raunhæft fyrir okkur að hugsa um 3. sætið,“ sagði Hannes Þorsteinsson. Stúlknaliðið, sem keppir á mótinu, hefur enn ekki verið vahð. Evrópuliðið valið Hannes hefur einnig valið landslið unglinga sem keppir í Evrópumóti unghnga í Osló 10.-14. júlí en það skipa JúUus HaUgrimsson, GV, Rún- ar Geir Gunnarsson, NK, SigurpáU Sveinsson, GA, Tryggvi Pétursson, GR, Þórður Ólafsson, GL, og Öm Amarson, GA. Fimm efstu menn í stigamótum ungUnganna í sumar urðu: Þórður Ólafsson, GL, 597 stig, Tryggvi Pét- ursson, GR, 587, Tómas Jónsson, GKJ, 578, Öm Amarson, GA, 551 og Sigurpáll Sveinsson, GA, 545 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.