Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Page 2
MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 1991. Iþróttir Samskipadeild FH-KA 0-2 (0-1) 0-1 Vandas (45.), 0-2 Sverrir (90.). Lið FH: Stefán, Guðmundur H., Pálmi, Björn J„ Björn A., Guð- mundur V., ÓMur K. (Þórhallur 72.), Hallsteinn, Dervic, Andri, Hörður. Lið KA: Haukur, Steingrímur, Erlingur, Halldór, Ormarr, Örn Viðar, Gauti, Einar (Halldór K. 82.), Páll, Sverrir, Vandas (Árni H. 72.). Gul spjöld: Dervic (FH), Einar (KA). Rauð spjöld: Enginn. Dómari: Sveinn Sveinsson og hafði mjög góð tök á leiknum þrátt fyrir mikinn hasar. Áhorfendur: 210. Skilyröi: Dálítill vindur en ann- ars ágætt veöur og góöur gra- svöllur. Víðir-Valur 1-3 (0-2) 0-1 Steinar (14.), 0-2 Baldur (34.), 1-2 Grétar (47.), 1-3 Jón Grétar (63.). Lið Viðis: Gísli, Ólafur, Daníel, Sigurður, Klemens, Hiynur, Karl, Steínar, Guöjón (Björn V. 70.), Grétar, Vilberg. Lið Vals: Bjami, Snævar, Magni, Einar Páll, Sævar, Gunnlaugur, Ágúst (Anthony Karl 85.), Steinar, Baldur, Þórður, Jón Grétar. Gui spjöld: Stetnar (Víði), Guð- jón (Víði), Águst (Val), Baldur (Val). Rauð spjöld: Engin. Dómari: Óiafur Sveinsson og var hann slakur. Áhorfendur: 426. Skilyrði: Súld, þungskýjað, dálit- ili hliðarvindur og ágætur gras- völlur. Víkingur-Fram 0-2 (0—1) 0-1 Jón Erling (6.) 0-2 Jón Erling (90.) Lið Víkings: Guðmundur H., Helgi Björgvins, Helgi Bjama, Þor- steinn, Zilnik, Guðmundur Ingi, Atli Heiga, Bosnjak (Heigi Sig 70.), Atli Einars, Guðmundur Steins, Hörður. Lið Fram: Birkir, Kristján, Pét- ur, Jón S., Kristinn, Viöar, Þor- valdur, Steinar, Baidur (Ásgeir 63., Ágúst 79.), Jón Erling, Rík- harður. Gul spjöld: Baldur (Fram), Rík- harður (Fram), Kristinn (Fram), Þorvaldur (Fram), Guðmundur Ingi (Víkingi), Zilnik (Víkingi), Atii Helga (Víkingi). Rauð spjöld: Hörður Theodórs (Víkingi). Dómari: Bragi Bergmann og var þokkalegur. Áhorfendur: Nálægt 600. Skiiyrði: Hægurandvari, hiti um 12 gráður og völlurinn með besta móti hér á landi, 1-deildkarla FH-KA.......................0-2 Víðir-Valur.................1-3 Víkingur-Fram...............0-2 KR...........6 4 2 0 13-2 14 UBK..........6 4 2 0 11-5 14 Fram.........7 4 1 2 11-8 13 Vaiur........7 4 0 3 9-7 12 ÍBV..........6 3 1 2 9-8 10 KA...........7 3 1 3 8-8 10 Víkingur.....7 3 0 4 12-15 9 FH...........7 1 2 4 6-10 5 Stjaman......6 114 5-11 4 Viðir........7 0 2 5 5-15 2 Markahæstir: Steindór Elison, UBK.........6 Guðmundur Steinsson, Vík.....6 Hörður Magnússon, FH.........4 JónE. Ragnarsson, Fram.......4 Leifur Hafsteinsson, ÍBV.....3 Ragnar Margeirsson, KR.......3 Rúnar Kristinsson, KR.........3 „Stefnum hægt og bítandi á toppinn“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, eftir sigur á Víking, 0-2 „Auðvitað er maður alltaf ánægður með sigur. Við lékum ekkert sérlega vel en þetta er samt allt á uppleið hjá okkur. Við getum sagt að við stefnum hægt og bítandi á toppinn. Mér fannst Víkingar leika gróft og skil vel að þeir hafl fengið flest spjöld í 1. deild,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram-liðsins, í samtali við DV eftir leik Víkings og Fram á ís- landsmótinu í knattspymu í Stjörnu- gróf í gærkvöldi. Fram sigraði í leiknum, 0-2, og var þetta íjórði sig- urleikur liðsins í röð eða allt frá að Ásgeir þjálfari setti upp gömlu húf- una í stað þeirrar nýju. Fyrri hálfleikur var skínandi vel leikinn, skemmtilegt samspil, fjörug- ur leikur og bæðin liðin sköpuðu sér þónokkur marktækifæri. Framarar fengu sannarlega góða byrjun en eft- ir aöeins sex mínútna leik lá boltinn í marki Víkinga. Steinar Guðgeirs- son lék á tvo Víkinga og gaf síðan fyrir markið þar sem Jón Erling Ragnarsson var á réttum stað og skallaði snyrtilega í netið, 0-1. Eftir markið sóttu liðin á víxl en á 22. mínútu var Guðmundur Steins- son nálægt því að jafna metin er hann skaut fostu skoti úr teignum en Birkir Kristinsson varði glæsi- lega. Þorvaldur Örlygsson, Framari, einlék glæsilega upp völlinn á 35. mínútu og endaði með góðu skoti sem fór rétt framhjá markinu. Skömmu síðar fór boltinn hárflnt yfir Frammarkið eftir fast skot Harð- ar Theodórssonar í Víkingsliðinu. Síðari hálfleikur þróaðist á allt annan hátt en sá fyrri. Mikil harka færðist í leikinn og var hann á köfl- um leiðinlegur á að horfa fyrir vikið. Víkingar voru þó stundum nærri því að jafna en á síðustu sekúndum leiksins bætti Jón Erling við öðru marki og var aðdragandinn mjög áþekkur og að því fyrra, sending fyr- ir markið frá Steinari og Jón Erling skoraði frá markteig. Þorvaldur Örlygsson lék einn sinn besta leik fyrir Fram á tímabilinu og eins er Pétur Ormslev ávallt traust- ur. Helgi Björgvinsson var bestur hjá Víkingum og Guðmundur Steinsson átti sína spretti. Mikið býr í Víkings- liðinu og á liðið að geta gert betur. Herði Theodórssyni var sýnt rauða spjaldið skömmu fyrir leikslok en alls fengu átta leikmenn að sjá gula spjaldið, fjórir í hvoru hði. -JKS • Guðmundur Steinsson sýnir tilburði til að skalla boltann gegn sínu gamla félagi. Pétur Ormslev og Jón Sveins- son eru til varnar en Atli Einarsson fylgist með gangi mála. DV-mynd GS • Sævar Jónsson i skemmtilegri stellingu í baráttu við Viðismann í Garði í gærkvöldi. DV-myndÆMK Víðir enn án sigurs - Valsmenn fóru með sigur úr Garðinum Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Við bökkuðum og leyfðum þeim að sækja og sóttum síðan á auðu svæðin. Ég held að þetta hafi gengið mjög vel,“ sagði Ingi Bjöm Alberts- son, þjálfari Vals, eftir að lið hans sigraði Víði, 1-3, í Garðinum í gær- kvöldi. Víðismenn eru þar með enn án sig- urs í 1. deildinni en liðið lék vel á löngum köflum í gærkvöldi. Garðs- menn voru mun meira með boltann en þeim gekk erfiðlega að komast í gegnum sterka vörn Valsmanna. Valsmenn beittu öílugum skyndi- sóknum sem gáfust mjög vel. Þeir náðu forystunni á 14. mínútu þegar Steinar Ingimundarson braut hálf- klaufalega á Þórði Bogasyni innan vítateigs og Steinar Adolfsson skor- aöi af öryggi úr vítinu. Á 34. mínútu bætti Baldur Bragason öðru mark- inu við á glæsilegan hátt. Hann skaust upþ vinstra megin og inn í teiginn og þrumaði boltanum í fjær- hornið. Víðismenn náðu að minnka mun-- inn á 2. mínútu síðari hálfleiks. Eftir tvær hjólhestaspyrnur barst boltinn til Grétars Einarssonar sem skoraði. Þrátt fyrir nokkurn sóknarþunga Víðis þá voru það Valsmenn sem bættu þriðja markinu við á 63. mín- útu. Ágúst Gylfason átti hörkuskot á markið sem Gísli Hreiðarsson varði en Jón Grétar Jónsson fylgdi vel á eftir. Undir lokin munaði litlu að Sævar Jónsson skoraði 4. markið en Víðismenn björguðu þá á línu. „Eini ljósi punkturinn í þessu er markið hjá Grétari," sagöi Óskar Ingimundarson, þjálfari Víðis, óhress eftir leikinn. Víðismenn eru á botninum en í þessum leik sýndi liðið einn sinn besta leik í sumar. Þeir Grétar Ein- arsson og Sigurður Magnússon voru bestu menn hðsins að þessu sinni. Valsmenn léku mjög skynsamlega meö geysiöfluga vörn og voru beittir í sóknum sínum. Varnarmenn hðsins áttu mjög góðan dag en besti maður hösins var miðjuleikmaðurinn Ágúst Gylfason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.