Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Side 5
LL
Shell-móti Týs lauk í Vestmannaeyjum í gærkvöldi:
Leikið af mikilli innlif un
- 750 keppendur léku með hjartanu í 232 leikjum og skoruð voru 777 mörk
Shell-mót Týs, áöur Tommamót,
var um helgina haldiö í áttunda
sinn í Vestmannaeyjum og eins og
í öll fyrri skiptin var veöur eins og
best verður á kosiö. Þó Tomma-
nafnið sé nú fyrir bí svífur andi
hans ennþá yfir vötnunum. Kepp-
endurnir 750 eru þangað mættir til
aö spila knattspyrnu og gera það
af mikilli innlifun. Er til efs að þeir
eigi eftir að upplifa annað eins þó
eflaust eigi sumir þeirra eftir að
ná langt á knattspymusviðinu.
Shell-mótið er eitt af stærstu
íþróttamótum landsins og eitt það
glæsilegasta. Strákamir, sem spila
í sjötta flokki í knattspyrnu, eru á
aldrinum sjö til tíu ára. Strákar,
sem eiga sér fyrirmyndir, bæði er-
lendar og innlendar stjömur, og
má sjá mörg glæsi tilþrif á vellinum
og allir spila þeir með hjartanu.
Knattspyrnufélagið Týr hefur frá
upphafi staðið fyrir þessu móti og
gert það af miklum myndarbrag.
Leiknir eru 232 leikir, frá fimmtu-
degi til sunnudags, ef innanhúss-
mótið er tahð með. Allt skipulag
mótsins er til mikillar fyrirmyndar
og standast allar tímasetningar.
Leikið er á fjórum völlum og er
mikill handagangur í öskjunni þeg-
ar leikið er á öllum völlum samtím-
is. En lífið er ekki bara fótbolti á
Shell-móti Týs. Strákunum er boð-
ið upp á siglingu í kringum Eyjar,
skoðunarferðir um Heimaey, grill-
veislu og kvöldvöku. Þá er keppt í
knattþrautum, hamborgaraáti og
ýmsu fleiru, strákunum til
skemmtunar. Þannig að þeim á
ekki að leiðast þessa fjóra sólar-
hringa sem þeir staldra við í Eyj-
um. Enda sagði einn pabhinn að
sennilega svæfi strákurinn í einn
og hálfan sólarhring eftir heim-
komuna.
Á Shell-mótinu eru tveir há-
punktar, setningin á miövikudags-
kvöldinu og mótsslitin á sunnu-
dagskvöldinu þar sem þeir sem
unnið hafa til verðlauna eru kail-
aðir á verðlaunapall undir dynj-
andi fagnaðarlátum hinna kepp-
endanna. Má sjá á þeim að þessari
stundu gleyma þeir aldrei. Frá Eyj-
um fara þessir strákar með góðar
minningar og væntingar um að
koma að ári. Sagði einn pabbinn
við DV að strax um jólin væri son-
urinn farinn að tala um Shell-mótið
í Eyjum og htið væri um svefn síð-
ustu dagana, tilhlökkunin væri það
mikh.
„Allt gekk að óskum
og mikið starf að baki“
Birgir Sveinsson, formaður Knatt-
spymufélagsins Týs, var að vonum
ánægður í lok SÚeh-mótsins, aht
hafði gengið að óskum og mikið
starf að baki. „Mér finnst mótiö
hafa tekist mjög vel. Veðrið hefur
leikið við okkur og má segja að allt
hafi gengið upp og allir hjálpuðust
að við að gera mótið sem glæsUeg-
ast,“ sagði Birgir.
„Við byijuðum undirbúning
strax á síðasta hausti og síðustu
tveir mánuðir hafa verið ansi
strembnir-. Það eru um 400 manns
sem vinna viö mótið frá þriðjudags-
kvöldi fram á mánudagsmorgun á
meðan á mótinu stendur fyrir utan
þá sem vinna að sjálfum undirbúri-
ingnum.
Eg vil nota þetta tækifæri og
þakka öUu þessu'fðlki vel unnin
störf og leikmönnum, þjálfurum og
aðstandendum strákanna fyrir
prúömannlega framgöngu. Og að
sjálfsögðu Skeljungi hf. sem styrkir
mótið,“ sagði Birgir að lokum.
• Óneitanlega glæsileg tilþrif sem Þórspilturinn sýnir gegn Þrótti.
Hermann Gunnarsson, kynnir á lokahófinu, ásamt strákunum sem kosnir
voru á lokakvöldinu. Lengst til vinstri er Gróttumaðurinn Sveinbjörn Á.
Sveinbjörnsson, sem kosinn var besti markvörður mótsins, i miðjunni er
Daði Guðmundsson, besti maður mótsins, og til hægri er Daníel Frimann
Ómarsson, besti varnarmaðurinn. DV-mynd Ómar
Besti leikmaðurinn:
„Mótið verið
frábært"
- sagði Daði Guðmundsson úr Fram
Berglind Ómarsdóttir, DV, Eyjum:
Hann hefur gott auga fyrir holta
og góða tækni. Er yfirvegaður leik-
maður og áttu vamarmenn andstæð-
inganna oft í vök að verjast þegar
hann var annars vegar.
Þessi lýsing á við Daða Guðmunds-
son úr Fram sem kosinn var besti
leikmaður Sheh-mótsins á glæsUegu
lokahófi í gærkvöldi. Daði er mjög
skæður sóknarmaður í A-hði Fram.
„Magnúsi þjálfara allt að þakka“
„Mér finnst Sheh-mótið alveg búið
að vera frábært," sagði Daði við DV.
Er þetta í annað skiptiö sem hann
kemur á þetta mót. „Ég er auðvitað
mjög svekktur yfir að viö skyldum
ekki komast í úrshtaleUdnn en mað-
ur verður að vona að maður fái ein-
hver einstaklingsverðlaun. Annars
átti ég ekki von á að við mundum
vinna svona auðveldlega innanhúss-
mótið. En það er að þakka alveg frá-
bærum þjálfara, honum Magnúsi
Einarssyni," sagöi Daði að lok-
um.
Viss um að ég á eftir
að sakna strákanna
„Harður Jóna“, harður Jóna,“
heyrðist ósjaldan í vöminni hjá
Reyni, Sandgerði. Skýringin var sú
að í marki Reynis stóö stúlka, Jóna
Júhusdóttir. Jóna stóð sig mjög vel
í markinu og stjórnaði varnarléik
sinna manna af miklu harðfylgi.
Minnti helst á markmenn í 1. deUd-
inni.
Ekki lét hún þaö á sig fá þó and-
stæðingamir á varamannabekknum
væm að senda henni lauflétt skot.
Þeir hrósuðu henni fyrir fegurð og
gengu jafnvel svo langt að bjóða
henni út. Hún stpð í markinu eins
og klettur.
„Ég byijaði að æfa fótbolta innan-
húss í vetur og síðan hef ég verið á
fuhu í þessu,“ sagði Jóna í stuttu
spjalli við DV: „Mér finnst þetta frá-
bært mót og vUdi óska þess að ég
gæti tekið þátt í því á næsta ári en
því miöur verð ég orðin of gömul og
verð að æfa með hinum stelpunum.
Ég er alveg viss um að ég á eftir að
sakna strákanna. Þeir era hestu
skinn,“ sagði Jóna.
• Jóna Júlíusdóttir.
• Stolt mamma og fyrrverandi feg-
urðardrotting, Henný Hermanns-
dóttir, með syni sínum, Árna Henrý
Gunnarssyni, sem lék fyrir hönd
Vals á mótinu.
„Frábær
upplifun"
Foreldrum og aðstandendum, sem
fylgja krökkunum á Shell-mótið,
íjölgar ár frá ári. Henný Hermanns-
dóttir er ein þeirra fjölmörgu sem
fylgdi stráknum sínu tU Eyja.
„Ég er á mínu fyrsta SheÚ-móti en
ég var búin aö frétta að hér væri
mjög gaman,“ sagði Henný við DV.
„En hvað þetta er fráhær upplifun
kom mér á óvart. Skipulagið til fyrir-
myndar og alveg ótrúlegt aö úægt
skuh vera að halda svona skipulagt
mót fyrir svona mikinn fjölda. Allt
stóöst upp á tíma og mér finnst alveg
meiri háttar hvað allir era jákvæð-
ir,“ sagði Henný Hermannsdóttir í
samtali viö DV.