Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Blaðsíða 4
4J
MÁNébÁGúiriá júlí íé'if
Fréttir
DV
Hótellsland:
Lokuðust inni í
lyftu í tvo tíma
Tveir menn lokuðust inni í lyftu á
Hótel íslandi á fóstudag. Komust þeir
ekki út úr henni fyrr en viðgerðar-
menn náðu loks að losa lyftuna eftir
tvær klukkustundir. Illa gekk að ná
henni niður.
„Það fór ágætlega um okkur og við
fengum súpu inn um smárifu," sagði
annar mannanna.
Mennirnir, sem unnu við uppsetn-
ingu innréttinga í húsinu, voru í
starfsmannalyftunni þegar hún
stöðvaðist á milli hæða. Þeir ýttu á
neyðarhnapp og var þeim strax kom-
ið til aðstoðar. Náð var í viðgerðar-
mann og tók það hann um það bil
tvær klukkustundir að ná lyftunni
niður.
Ekki varð mönnunum meint af og
spjölluðu þeir saman á meðan þeir
biðu eftir aö losna úr prísundinni.
Þessi atburður varð til þess að menn-
imir unnu ekki meira þennan dag-
inn og fóru heim - þeir vom búnir
að fá nóg af inniverunni.
Ástæður fyrir stöðvuninni em ekki
kunnar en talið er að nýr vélbúnaöur
lyftunnar hafi eitthvað staðið á sér.
-tlt
Eldur á
Hótel
Esju
Slökkviiiðið í Reykjavík var
kallað út að Hótel Esju um ellefu-
leytið í gærmorgun. Tilkynnt var
um eld í Ijósastæði í anddyri.
Þegar slökkvUiðiö kom á staðinn
hafði starfsfólk tekið rafmagnið
af og slökkt eldinn.
Svokölluð ballest í Ijósastæöi
hafði bmnnið yfir og eldurinn
kviknaö út frá því. Ekki urðtt telj-
andi skemmdir aðrar en í ljósa-
stæöinu en mikill reykur mynd-
aðist sem hægt var að lofta út.
-JJ
Perlan hlaut blessun kirkjunnar 1 gær:
Dásamlegt að
enda ferilinn með
þessum hætti
- sagði Davíð Oddsson sem las ritningarorð
Perlan hlaut blessun kirkjunnar
við hátíðlega athöfn í gær, sunnudag.
Séra Þórir Stephensen las hugleið-
ingu og blessaöi húsið en Davíð
Oddsson, fráfarandi borgarstjóri, og
Bjarni Ingvar Árnason veitingamað-
ur lásu ritningarorð. Athöfnin var
haldin innandyra og var margt
manna saman komið til að fylgjast
með.
„Byggingin stendur undir nafni og
vekur hughrif gleðinnar," sagði séra
Þórir í ræðu sinni. „Hún opnar augu
okkar enn frekar fyrir fegurð borgar-
innar, sem er til að efla ættjarðarást
og átthagatryggð."
Þórir sagði húsið vera tákn um
háleitar hugsanir og óskaði þess að
það yrði til að þjóna hamingjunni og
stuðla að jákvæðum hliöum lífsins.
Eftir hugleiðingu blessaði hann hús-
ið með bæn um að vernd drottins
yrði til þess að starfsemin nyti friðar
og gæfuríkrar framtíðar.
Athöfnin var eitt af síðustu emb-
ættisverkum Davíðs Oddssonar, frá-
farandi borgarstjóra:
„Það er dásamlegt að enda ferilinn
með þessum hætti. Hér eru mörg
hundruð manns viðstödd og segja
má að nú sé húsið fullkomnað," sagði
Davíð Oddsson við DV á staðnum.
Bjarni Ingvar Árnason veitingamað-
ur sagði rekstur hússins ganga af-
burðarvel:
„Hér í dag eru 400-500 manns. Síð-
an opnað var hefur verið fullt á 5.
hæðinni, þar sem veitingastaðurinn
er, og allir dagar hafa verið jafnir í
því sambandi. í veitingabúðinni hef-
ur einnig veriö jöfn aðsókn og mikið
er um að heilu hóparnir komi hingað
til að skoöa húsið,“ sagði Bjarni.
-tlt
- ■
■ - -
'S',
Séra Þórir Stephensen blessaði hús Perlunnar í gær, sunnudag. Davið Oddsson, fráfarandi borgarstjóri, og Bjarni
Ingvar Árnason, veitingamaður í Perlunni, lásu við það tilefni ritningarorð. Mörg hundruð manns voru viðstödd
athöfnina. ÐV-mynd GVA
í dag mælir Dagfari
í stað skatta
Sjálfstæðisflokkurinn lofaði okkur
kjósendum fyrir kosningar að
lækka skatta fyrri ríkisstjómar.
Þegar hyllti í stjórnarmyndun á
vegum Sjálfstæðisflokksins lofaði
Sjálfstæðisflokkurinn okkur að
skattar mundu ekki hækka. Og það
mega þeir eiga, sjálfstæðismenn,
að þrátt fyrir gífurlegan halla á rík-
issjóði og mikla fjárvöntun til
næsta árs, hafa þeir enn haldið því
til streitu að skattar munu ekki
hækka.
Vandinn er hins vegar sá, að ef
skattar hækka ekki, vantar tuttugu
og fimm milljarða króna til að end-
ar nái saman og til þess að þurfa
ekki að hækka skattana, hafa ráð-
herrarnir gefið í skyn, aö nú verði
þjónustugjöld lögð á þjóðina til að
mæta tekjuþörf rikissjóös. Þeir úti-
loka ekki þá möguleika að gjald
verði tekið af nemendum þegar
þeir setjast á skólabekk og jafn-
framt að gjald verði tekið af sjúkl-
ingum þegar þeir leggjast inn á
spítala.
Davíð Oddsson hefur orðað þetta
svo að gjöld af þessu tagi séu allt
annað en skattar, vegna þess að sá
sem fer í sundlaugarnar ræður því
hvort hann fer í sundlaugamar og
ákveður þess vegna hvort hann
Gjöld
stofnar til þeirra útgjalda að kaupa
sig inn í laugarnar. Þetta er auðvit-
að hárrétt hjá forsætisráðherra og
sýnir enn einu sinni glöggskyggni
hans. Það sama á við um skólana.
Það ræður hver og einn nemandi
hvort hann vilji setjast á skólabekk
og þeir sem tíma ekki að borga fyr-
ir sig í skólann geta þá einfaldlega
ákveðið að hverfa frá námi.
Sama gildir um spítalana. Sá sem
verður veikur ræður því sjálfur
hvort hann lætur leggja sig inn eða
liggur heima. Hann ræður því
hvort hann læknast eða ekki, hvort
hann drepst eða ekki. Það ríkir
sjálfsákvörðunarréttur í landinu
og Sjálfstæöisflokkurinn er flokkur
einstaklingsfrelsis, lætur einstakl-
ingunum það eftir að ráða því hvort
þeir em lífs eða liðnir. Ef þeir tíma
ekki að leggjast inn á spítala, eða
hafa ekki efni á því, liggja þeir
heima eða þá liggja þar sem þeir
veikjast og ekki meir um það.
í þessu liggur munurinn á skött-
um og þjónustugjöldum. Og af því
skattar eru ekki sama og þjónustu-
gjöld og þjónustugjöld allt annað
en skattar munu skattar ekki
hækka og þjóðin mun bjarga fjár-
lagahallanum án þess að greiða
hærri skatta.
Hitt er annað að þeim efnam-
innstu verður hlíft við þjónustu-
gjöldum. Það eina sem fólk verður
að muna er að taka skattaframtölin
með sér í skólann eða á sjúkrahús-
ið til að sanna hvað það er fátækt.
Þá sleppur það við að borga fyrir
sjúkravistina og skólanámið og svo
geta fátæku sjúklingarnir hlegið
upp í opið geðið á ríku sjúklingun-
um sem em svo vitlausir að telja
fram tekjur sínar og sitja uppi með
þjónustugjöld sem hinir fátæku
þurfa ekki að borga. Þessa aðferö
þarf í rauninni aö útfæra víðar svo
sem í sundlaugunum hans Davíðs
og strætó og námslánunum. Fá-
tækir eiga að fá frítt inn og þeir sem
em svo óheppnir að eiga efnaöa
foreldra geta bara borgað fyrir sig
í náminu og sundlaugunum og
loksins kemst á jöfnuður í landinu.
Það er munur að hafa fengið Jafn-
aðarmannaflokk íslands í ríkis-
stjórn sem beitir sér fyrir þessu
réttlætismáli.
Nú getur það vel verið að þjóöin
sé svo efnuð að þorri hennar þurfi
að borga skólagjöld og sjúklinga-
gjöld en það er þá ekki við rikis-
stjórnina að sakast og þetta er ekki
skattahækkun heldur hækkun á
þjónustugjöldum og á því er auövit-
að reginmunur fyrir heimilin. Það
er auðvitað allt annað að greiöa
þjónustugjald heldur en skatt, þótt
greiðslan sé sú sama og útgjöld
heimilisins hækki sem því nemur.
Fólki er nefnilega í sjálfsvald sett
hvort það stundar nám eða leggst
* inn á spitala. Fólk ræður hvort það
borgar þjónustugjaldið.
Af þessu öllu má sjá, að það er
mikill misskilningur að skattar
muni hækka. Sjálfstæðisflokkur-
inn og ríkisstjómin ætla að standa
við það loforð sitt aö skattar hækki
ekki. Þeir leggja þjónustugjöldin á
í staöinn og gjöld eru alls ekki
skattar þótt skattar séu gjöld. Von-
andi er öllum ljós þessi munur þeg-
ar reikningarnir koma. Við megum
ekki rugla saman gjöldum og skött-
um, þótt upphæðin verði kannske
sú sama.
Dagfari