Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Qupperneq 10
MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1991.
Staða bæjarstjóra
í Stykkishólmi
Staöa bæjarstjóra í Stykkishólmi er auglýst laus til
umsóknar. Allar upplýsingar veita Ellert Kristinsson,
forseti bæjarstjórnar, í síma 93-81353 - 81300 og
Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í síma 93-81136 og
81274.
Umsóknir skal senda undirrituðum á bæjarskrifstof-
urnar við Skólastíg fyrir 15. ágúst nk.
F.h. bæjarstjórnar Stykkishólms
Sturla Böðvarsson
SUMARHUS
Sumarhús, 45 m2, með svefnlofti til sölu.
Upplýsingar í síma 651288 virka daga 9-15.
SPORTF'ATMAÐUR
Gott úrval
af frábærum
fatnaði
á verði
sem allir
ráða við.
Ath.
Margar
fleiri
tegundir.
POMY 520 I.INDA 592 AMMA 507 Opiðfrákl 10-16
KR. 4.233 KR. 2.980 KR. 3.984 laugardaga
H IFl Cft i VERKSMIÐJUVERSLUn
Irl m JjtJ i SKIPHOLTI 37 -SÍMAR 31515 OG 31516
LAUSAMOL é
VW WESTFALIA ’87
Sérstakt tækifæri
Fullinnréttaður ferðabíll, 2 I vatnskæld vél,
snúningsstólar, vökvast., útv./segulb.,
verð aðeins kr. 1.450.000, skipti möguleg á bíl.
Til sýnis á Nýju bílasölunni, Bíldshöfða 8,
sími 673766, hs. 671288.
GSvarahlutir
HAMARSHÖFÐA 1-112 REYKJAVÍK - SÍMI 676744
Útlönd__________________py
Dregur úr rign-
ingum í Kína
- um 1300 látnir af völdum flóðanna
Heldur dró úr rigningunum í Kína í
gær sem valdið hafa gífurlegu tjóni
víða um landið síðan um miðjan
maímánuð. Yfirvöld vöruðu þó við
bjartsýni og sögðu að betra veður í
gær væri ekki endilega fyrirboði um
að hættan væri yfirstaðin, því væri
of snemmt að tilkynna um afnám
hættuástands.
Flóðin hafa valdið miklum vatna-
vöxtum í hinu volduga fljóti Yangtze
og talið var að það gæti flætt yfir
bakka sína í fyrsta skipti í áratug.
Milljónir bænda í Austur-Kína fylltu
poka af sandi og hlóðu á bakka fljóts-
ins til að koma í veg fyrir flóð.
Yfirvöld sögðu í gær að svo virtist
sem borgirnar Shanghai, Wnxi og
Wuhan væri að mestu úr hættu en
hins vegar er mikil hætta á því að
síki í borginni Nanjing láti undan.
„Ef síkin láta undan þunga Yangtze-
ár þá mun hálf Nanjing fara undir
vatn á örskammri stundu,“ sagði
kínverskur embættismaður.
Tjón af völdum flóöanna hefur ver-
ið mest í Anhui-héraöi og Jiangsu-
héraði á austurströnd Kína. Þegar
hefur verið tilkynnt um 1300 dauðs-
fóll og fer sú tala hækkandi. Sjúk-
dómar, svo sem blóðkreppusótt og
kólera, breiöast nú hratt út um flóða-
svæðin. Ljóst er að tugir milljóna
bænda hafa misst heimili sín og akra
og það mun taka mörg ár að bæta
tjónið sem orðið hefur. Kína hefur
beðið önnur lönd um aðstoð við að
koma lífinu á þessum svæðum aftur
ífyrrahorf. Reuter
Rannsóknarnef nd SÞ fær nýjan kjarnorkulista
- írakar mótmæla hótunum Bandaríkjanna
Yfirvöld í Irak letu í gær rannsókn-
arnefnd Sameinuðu þjóðanna hafa
nýjan lista yfir þá staði þar sem
framleiðsla tengd kjarnorku fer
fram.
Bandaríkjamenn hafa ásakaö íraka
um aö halda leyndum einhverjum
stöðum til að reyna aö komast upp
með leynilega kjarnorkuvopnaáætl-
un. Dimitri Perricos, sem fer fyrir
rannsóknarnefndinni í írak, sagði
ómögulegt að segja til um hvort írak-
ar væru nú loksins með þessum nýja
lista búnir að láta fullnaðarupplýs-
ingar af hendi.
Fastafulltrúar í Öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna hafa gefið Irökum
frest til að leggja öll kjarnorkuleynd-
armál sín á borðið fyrir 25. júlí ann-
ars muni það hafa alvarlegar afleið-
ingar. Bandarískir embættismenn
segja að búið sé að gera áætlun um
hernaðarskotmörk í írak og aö á þau
verði ráðist ef Saddam Hussein verð-
ur ekki samvinnuþýður.
Utanríkisráðherra íraks, Ahmed
Hussein Khudayer, hefur hvatt Ör-
yggisráð SÞ til að koma í veg fyrir
hugsanlega árás frá Bandaríkja-
mönnum. Hann segir að írakar sýni
rannsóknarnefndinni fulla sam-
vinnu og því sé ekki þörf á svona
hótunum. Khudayer hvatti einnig til
þess að utanríkisráöherrar Araba-
bandalagsins héldu með sér neyðar-
fund til að ræða málið.
Francois Mitterrand Frakklands-
forseti sagði fyrir fund sinn með
George Bush, forseta Bandaríkjanna,
í gær að Frakkar myndu slást í for
með Bandaríkjunum ef kæmi til
nýrrar árásar á írak. Mubarak
Egyptalandsforseti sagði hins vegar
að sitt land myndi ekki verða þátt-
takandi í nýjum hernaðaraðgerðum
gegn írökum.
Reuter
Hershöfðingi hughreystir Kúrda
Hersveitir bandamanna streymdu út
úr Norður-írak á sunnudag og
bandarískur hershöfðingi reyndi að
sefa ótta Kúrdanna við að vera ber-
skjaldaðir fyrir reiði Saddams Hus-
seins.
Jay Garner hershöfðingi sagði að
árásarsveit bandamanna, sem á að
hafa aðsetur í suðausturhluta Tyrk-
lands, mundi geta brugöist skjótt við
ef Saddam ógnaði Kúrdum á nýjan
leik. Hann sagði að fundir milli
bandarískra og íraskra hershöfð-
ingja yrðu haldnir vikulega í írösku
borginni Zakho, sem er á landamær-
unum við Tyrkland, eftir að banda-
menn hefðu kallað burtu allan her-
afla sinn á mánudag.
Embættismenn hafa staðfest að
árásarsveitin verði staðsett í Silopi,
rétt norðan landamæranna, og her-
sveitir verða einnig í Batman sem er
140 kílómetrum norðvestar og í Incir-
lik í suðurhluta Tyrklands. Alls
verða um þrjú þúsund hermenn í
sveitinni og njóta þeir stuðnings
þyrlna og orrustuflugvéla.
Garner sagði að íraska leynilög-
reglan mundi ekki fara inn á fyrrum
öryggissvæðið af því að hún gæti
ekki starfað án stuðnings íraskra
hersveita sem bandamenn hafa
bannað á svæðinu. Hann sagði að
írakar fengju að hafa nokkra toll-
verði við landamærin.
Um fimm hundruð Kúrdar söfnuð-
ust saman við Zakho á sunnudag til
að kveðja hersveitir bandamanna
sem hafa verndað þá gegn Saddam
Hussein. Garner tók ofan húfuna
sína og setti upp köflótt kúrdískt
höfuðfat og ók með kúrdískum
skæruliðaforingjum í herjeppa fram-
hjá Kúrdum sem sungu: „Já, já,
Bush, nei, nei, Saddam."
Ekki var jafnlétt yfir Kúrdunum á
laugardag þegar um þrjú þúsund
manns stöðvuðu alla umferð um brú
við landamærin til að mótmæla
brottflutningi hermanna banda-
manna. Talsmaður bandaríska hers-
ins í Incirlik sagði að Kúrdarnir
hefðu ekki verið búnir að fá upplýs-
ingar um skilyrðin sem írökum
höfðu verið sett.
„Þegar þeir komust að þvi að við
vorum ekki aö yfirgefa þá létu þeir
af aðgerðum sínum,“ sagði talsmað-
urinn. Reuter
Kúrdískar konur og börn þeirra mótmæltu brottflutningu hermanna banda-
manna frá norðurhluta íraks á laugardag. Simamynd Reuter