Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Side 11
MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1991.
11
ÚÚönd
Frumsýning á nýrri kvikmynd, sem ætlaö var aö bera boðskap fiíöar
til ungra aíbrotamanna, kom af staö öldu óláta og skotbardaga um Banda-
ríkin þver og endilöng þar sem einn maöur lést og um 20 særðust.
Ólætin brutust út í að minnsta kosti 12 borgum eftír aö kvikmyndin
„Boyz N the Hood“ var frumsýnd í um 800 kvikmyndahúsum í Bandaríkj-
unum á fóstudag. Myndin, sem segir frá lífi svartra unglinga sem alast
upp viö fátækt og eiturlyf í glæpahverfi í Los Angeles, er fyrsta kvik-
mynd hins 23 ára gamla leikstjóra, John Singleton. Hann sagöí á frétta-
mannafundi aö myndinni hefði verið ætlað að stemma stigu við oíbeldi
glæpaflokka.
Columbia-kvikrayndaverið lýsti því yfir að það ætlaði ekki aö taka
myndina úr umferð en sagðist Mns vegar mundu borga fyrir aukna örygg-
isgæslu. Nokkur kvikmyndahús hafa þó tilkynnt að þeir æth að fresta
áframhaldandi sýningum á myndinni um óákveöinn tíma.
Hús Hverfur ofan í jörðína
Hús þetta bókstaflega hvarf niður í iður jarðar þegar jörðin iét skyndi-
lega undan þunga þess. Simamynd Reuter
Skyndilegt jarðsig í Flórída í Bandaríkjunum varð til þess að hús eitt
bókstaflega hvarf ofan í jörðina.
Húsiö var eign og heimili eldri konu sem hafði nýlega flutt í það til aö
eiga rólegt ævikvöld. Greinilegt er að ekki hefur verið grafið niður á fast
áður en húsið var byggt því að jarðfall myndaðist undir húsinu og það
féll niður undan þunga sínum. Holan sem myndaðist var um 45 metra
breið og 18 metra djúp og hvarf húsið að mestu leyti ofan í hana.
Eigandi hússins, hin 71 árs gamla Pauline Bennett, slapp naumlega frá
þessum hildarleik. Hún vaknaði við undarlega dynki sem henni virtust
koma af háaloftinu og rétt náði að koma sér út um bakdyr hússins áður
en það hvarf ofan í holuna.
Þingmenn í hungurverkf alli
23 búlgarskir þingmenn eru í hungurverkfalli til að mótmæla nýrri
stjórnarskrá landsins. „Við viljum að kosið verði um stjórnarskrána í
þjóðaratkvæðagreiðslu og að hún taki ekki gildi nema 75% þjóðarinnar
samþykki hana," sagði einn þingmaöurinn sem tekur þátt í hungurverk-
fallinu, Aleksandar Yordanov, en hann er fulltrúi fyrir Samtök Iýðræðis-
afla á búlgarska þinginu. „Annaö hvort verður komið til móts við allar
okkar kröfur eða við.deyjum,“ sagði annar þingmaður í samtali við búlg-
arska sjönvarpiö.
Þingmennirnir hafa verið í hungurverkfallinu í íjóra daga eða síðan
nýja stjórnarskráin var samþykkt í þinginu á föstudag með 309 atkvæðum
af 399. Þingmennirnir 23 neituðu að skrifa undir stjórnarskrársaraninginn
og sögðu að hann hefði verið samþykktur af þingi þar sem kommúnistar
réðu lögum og lofum. Þingið var kosið fyrir ári í fyrstu frjálsu kosningum
í Búlgaríu eftir 45 ára stjóm kommúnista. Kommúnistar, sem breyttu
nafni sínu í sósíalista, eiga 208 sæti á þinginu og eru í meiriMuta.
Haldlagt á 100 fonn af hassi
Bandarísk yfirvöld lögðu hald á
um 100 tonn af hassi í lest flutn-
ingaskips nálægt Midway eyju í
Kyrrahaíinu á föstudag. Yfirvöld
segja að þetta sé stærsti farmur af
ólöglegum eiturlyfjum sem gerður
hefur verið upptækur Mngað til en
hassiö var and virði um 12 milljarða
isl. króna.
Bandaríska strandgæslan, sjó-
herinn og tollverðir tóku sameigin-
lega þátt i þessari aðgerð en sjóher-
inn varö fyrst var við óeðlilega sigl-
ingalcið sldpsins sem ber naímð
Happastjarna.
Tvö síáp frá sjóhernum fylgdu
Happastjörnunni síðan til hafnar í
Honolulu en skipið var skráð i St
Vincent eyju á Karíbahafinu. 15
manns voru mn borð i skipinu,
einn Bandaríkjamaður, einn maö-
ur frá Bangladesh og 13 Pakistanar.
Skipið Happastjarnan reyndlst
vera með farm upp á andvlrði um
12 milljarða tsl. kr. Sfmamynd Reuter
Stjörnukort f yrir New Vork
Fasteignasalinn Larry Horwitz hefur fundið skjóta leið til gróða. Hann
bjó til stjömukort fyrir New York sem er að því leytinu öðmvísi en önn-
ur stjömukort að þetta sýnir forvitnum nákvæmlega hvar er líklegast
að rekast á helstu kvikmyndastjömur Bandaríkjanna.
„Stjörnurnar búa flestar héma nálægt Central Park á Manhattan. Svo
ég setti bara saman kort sem sýnir nákvæmlega hvar þær búa, hvar þær
borða og hvert þær fara i klippingu," segir Horwitz sem ætlar að selja
kortiö á öllum blaðsölustöðum og ferðamannabúðum.
„Þaö tók mig eitt og hálft ár að komast að öllum þessu upplýsmgum.
Ég talaði við dyraverði, leigubílsstjóra, snyrtifræðínga, þjóna og lyftu-
drengi út um alla New York og tókst að lokum að koma þessu saman.
Reuter
Mitterrand ver talsmáta Cresson
Forseti Frakklands, Francois Mit-
terrand, varði í sjónvarpsviðtali í
gær talsmáta forsætisráðherra síns,
Edith Cresson.
Cresson hefur sætt mikifli gagn-
rým fyrir talsmáta sinn sem er bein-
skeyttur, blátt áfram og skreyttur
slangurorðum. Mitterrand sagði
Cresson vera hugrakka, hagsýna
konu með nægan kraft til að hrista
upp í Frökkum.
„Hvað áttu við með að hún tali
dónalega? Hún talar mjög vel. Talar
þú aldrei svona? Ef þú talaðir aldrei
svona þá ættirðu á hættu að vera
talinn leiðmlegur," sagði Mitterrand
við sjónvarpsfréttamanmnn.
Reuter
Þar sem útgáfa 7 af Macintosh-kerfishugbúnaði er
væntanleg í byrjun næsta mánaðar bjóðum við
eigendum Macintosh Plus-tölva sérstakt tilboð, sem
gerir þeim kleift að nýta sér allar þær frábæru nýjung-
ar sem Kerfi 7 býður.
Tilboðið felst í minnisstækkun, harðdiski og Kerfi 7
á mun sérlega hagstæðu verði og góðum kjörum.
Minnisstækkun eykur innra minni Plus-tölvanna
úr 1 Mb í 2.5 Mb, sem er nægjanlegt fyrir Kerfi 7.
' arðdiskurinn er hraðvirkur 40 Mb diskur frá hinu
. viðurkennda fyrirtæki Microtech. Einnig eru til
Microtech-harðdiskar allt að 1.350 Mb.
H;
I
V" erðið á Kerfi 7, minnisstækkun og 40 Mb harð-
diski er 59.100,- kr. en við bjóðum þetta allt á
49.600,- kr. en staðgreiðsluverðið er aðeins
47.280,-
kr.
ÆW
—— Samkort
MUNALAN
greiöslukjör til allt aö 1 2 mán.
Hafðu samband við okkur sem allra fyrst til að
færa Macintosh-tölvuna þína fram um eina kyn-
slóð og gera hana enn skemmtilegri og fjölhæfari en
áður. Tilboðið gildir aðeins á meðan birgðir endast.
Apple-umboðið
Skipholti 21, Rvk. Sími: 91-624800