Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Síða 13
MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1991. 13 DV Fréttir Uthlutanir í félagslega íbúðakerfinu: Aðeins átta íbúðir í hlut Norðurlands vestra Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Aðeins átta íbúðir komu í hlut Norðurlands vestra þegar lánslof- orðum vegna félagslegra íbúðabygg- inga var úthlutað hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins í síðustu viku. Hér- aðsnefnd Austur-Húnvetninga fékk úthlutað fyrir byggingu fjögurra þjónustuíbúða aldraðra. í aímenna íbúðakerfmu fékk Blönduósbær tvær íbúðir og Skagaströnd og Hvammstangi eina hvor. Sauðár- krókur sótti um 20 íbúðir en fékk ekki eina einustu. Siglflrðingar sendu ekki umsókn. Samkvæmt upplýsingum úr Hús- næðisstofnun er aðalástæðan fyrir því að Sauðárkrókur fékk ekki út- hlutað sú að lánsheimildir frá því í fyrra voru ekki nýttar fyrr en í ár og eins hitt að Sauðárkrókur hefur fengið nokkuð rausnarlegar úthlut- anir á síðustu árum. Tekið er tillit til þessa við úthlutanir og einnig ástands húsnæðis- og atvinnumála á viðkomandi stöðum. Elsa Jónsdóttir, bæjarritari og formaður húsnæðisnefndar, segist mjög óhress með úthlutanirnar og þær skýringar sem gefnar hafi verið. „Eins og fyrri daginn koma úthlutan- irnar alltof seint og það var m.a. ein ástæða fyrir því að við frestuðum framkvæmdum fram á þetta ár. Það þýðir ekkert hér fyrir noröan að bjóða út verk þegar komið er fram á haust og byggja yfir veturinn. Þeir hjá Húsnæðisstofnun samþykktu frestunina og lofuðu að hún yrði ekki til að skerða úthlutun til okkar á þessu ári. Við sjáum nú hvernig þeir hafa staðið við það. Það er ansi furðu- legt að staöurinn þar sem fólksfjölg- un er mest fái engu úthlutað, eins að helmingi færri íbúðir koma til úthlutunar hér í kjördæminu á þessu ári en því síðasta. Það er slegist um hverja íbúð sem er auglýst hér í bænum. Húsnæðisþörfin er greini- lega mikil enda atvinnuástand nokk- uð gott,“ sagði Elsa. Héraðsnefnd A.-Hún. sótti um 8 íbúðir og Blönduósbær 4. Ekki tókst að afla upplýsinga um fjölda um- sókna Hvammstangabúa og Skag- strendinga en hann er líklega álíka mikill eða heldur minni en Blöndu- ósbæjar. „Málaragengi“ á fleygiferð: Stelpan gefur körlunum alls ekki neitt eftir Sigurlaug Skaptadóttir gefur körlun- um ekkert eftir. DV-myndir DV Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Málarnir Héðinn Jónasson og Skapti Hannesson frá Akureyri voru á ferðinni austur á Þórshöfn á Langa- nesi þegar DV bar þar að á dögunum. Ekki voru þeir einir á ferðinni því með þeim voru Friðrik Bjarnason málari og tvö börn Skapta, þau Hannes og Sigurlaug, en hún er ein- mitt að ljúka málaranámi um þessar mundir. Erindið á Þórshöfn var að mála hús Pósts og síma þar og virtist það „smá- ræði“ ekki vefjast fyrir þessu hressa „málaragengi". Héðni fannst eðlileg- ast að Sigurlaug yrði fyrir svörum enda væri hún að verða fullgildur málari og gæfi þeim körlunum ekki eftir í einu eða neinu. „Þetta er ágætt starf og það má al- veg venjast bröndurunum," sagði Sigurlaug. Hún sagði vinnuna ekki vera erfiða, helst að það væri svolítið þungt að flytja stigana en þetta hefð- Vegklæðning á gotur á Skagaströnd Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Það fer ekki framhjá þeim sem aka inn til Skagastrandar þessa dagana að framkvæmdir við gatnagerð standa yfir. Stórvirk vinnutæki eru nú að störfum á Fellsbraut, aðalgöt- unni inn í þorpið, en á þann hluta hennar er verið að leggja varanlegt shtlag. Verður einnig lögð vegklæðn- ing á nokkrar aðrar götur í þorpinu. Aðrar götur á Skagaströnd eru mal- bikaðar svo hér er um tiiraun að ræða. Samkvæmt upplýsingum Magnús- ar Jónssonar sveitarstjóra er heild- arlengd gatna, sem vegklæðningin verður lögð á, um kílómetri. Þegar þessari framkvæmd er lokið verða velflestar götur á Skagaströnd lagðar varanlegu shtlagi. Einnig er unnið að gangstéttagerð og haldið verður áfram í sumar frágangi opinna svæða í þorpinu. Umhverfismálum hefur verið gefinn talsverður gaum- ur á Skagaströnd á undanförnum árum, ekki aðeins inni í þorpinu heldur einnig í nágrenni þess. Skóg- ræktarfélagið hefur þar lagt sitt af mörkum og í fyrra var t.d. hafin plöntun trjáa í Spákonufelhð og verður því umfangsmikla verki hald- ið áfram í sumar. Málaragengið" að störfum. ist allt með góöri samvinnu. Það er ekki mjög algengt enn sem komið er a.m.k. að konur sjáist hátt uppi í stig- um utan á húsum við að mála en Sigurlaug, sem er búin með sinn námstíma, lætur slíkt ekkert á sig fá og er fullgild í þessu „karlasamfé- lagi“ sem málarastéttin hefur verið talin til þessa. RAUTT LjÓSk^RAUTT LJÓS! » mIumferðar V Urað E12 3 hausar rA MITSUBISHI HQ myndbandstæki 30 daga 8 stöðva upptökuminni • Þráðlaus fjarstýring • Euro skart samtengi • Sjálf- virkur stöðvaleitari • PAL/NTSC afspilun • Klukka + teljari • Skipanir á skjá • Fullkomin kyrrmvnd. Sértilboð 39.950,' stgr. BB Afborgiinarskilmálar FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 THERNDS HITABRUSAR HEILDSÖLUDR. JOHN LINDSAY HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.