Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 15..JÚLÍ 1991.
15
Alþjóð krefst vandaðs áhættumats
„Varðandi samgöngur á sjó, landi og i lofti munu samkeppnisregiur
Rómarsáttmálans gilda með einhverjum undanþágum," segir m.a. í
greininni.
Þeir sem kynna sér efni yfirlýs-
ingar ráöherrafundar EB og EFTA
frá 13. maí sl. sjá strax aö í kjölfar-
iö verða miklar og róttækar breyt-
ingar á lögum landsins. Sjálfsagt
er því að gera kröfu um aö fram
fari vandað áhættumat, þ.e. ítarleg
úttekt á kostum og göllum samn-
ingsins um evrópskt efnahags-
svæði með rökstuddri niðurstöðu.
í umræðu á Alþingi, er fram fór
þann 16. maí sl„ lýsti utanríkisráö-
herra yfir eindregnum stuðningi.
Á Alþingi hvílir því ábyrgð að
vanda valið. Matsmenn verða að
hafa góða þekkingu á atvinnulíf-
inu, félags- og verkalýðsmálum,
fjármálum þjóðarinnar, markaðs-
málum og síðast og ekki síst á
stjórnskipan landsins. Hér má ekki
henda það slys að áhættumatið
verði unnið eftir fyrirfram gerðri
pöntun.
Fjármagns- og þjónustuvið-
skipti
í 10. lið nefndrar yfirlýsingar ráð-
herranna segir að náðst hafi sam-
komulag um hindrunarlaus fjár-
magns- og þjónustuviðskipti.
EFTA-löndin munu taka upp við-
eigandi samþykktir EB frá 1. jan.
1993 með vissum undanþágum á
aðlögunartímabihnu og á sama
tíma skulu þau túlka löggjöf sína
frjálslega.
í um þúsund bls. riti, Samanburð-
ur á íslenskri löggjöf og samþykkt-
um Evrópubandalagsins, er kafli
röskar 200 bls. um þetta efni og
kemur þar margt merkilegt fram.
Afnema ber allar takmarkanir fyr-
ir því að mega stofna sjálfstæða
banka- og aðra lánastarfsemi,
kauphallir og verðbréfasölur og
hvers konar vátryggingar.
Byggjast þessi fyrirmæli á sam-
þykktum EB sem kveða á um al-
menna áætlun um afnám nær allra
takmarkana á þjónustusviðinu.
Þörf er á gagngerðum breytingum
KjaHarinn
Sigurður Helgason
viðskipta- og lögfræðingur
á mörgum ákvæðum gildandi laga
og einnig þarf að setja ný lög.
Mjög ströng ákvæði eru t.d. um
gjaldþol í fjármálaþjónustu. Fjöl-
mörg innlend fyrirtæki verða að
hætta starfsemi af þessum sökum.
Endurskoða verður og ákvæði
margra sérlaga og afnema sum, t.d.
um brunatryggingar í Reykjavík
og utan, um Viðlagatryggingu ís-
lands, um báta-ábyrgöarfélög og
um Samábyrgð íslands, svo að
nokkuð sé nefnt.
Varðandi samgöngur á sjó, landi
og lofti munu samkeppnisreglur
Rómarsáttmálans gilda með ein-
hverjum undanþágum. Hætta er á
því að vissir þættir skipalöggjafar-
innar hér á landi teldust ekki sam-
ræmast þessum ströngu reglum
t.d. um einokun og samráð um
verðlagningu. Þess má vænta að
það markmið þjóðarinnar í gegn-
um aldimar að verða sjálfri sér nóg
í sjóflutningum geti tilheyrt liðinni
tíð.
Einnig þarf að setja ný lög um
flugsamgöngur með miklum breyt-
ingum. Opnaðar verða t.d. allar
flugleiðir.
Ég vil hvetja alla sem áhuga hafa
á atvinnu- og fjármálum að kynna
sér væntanlegar breytingar.
Hindrunarlaus viðskipti á íjöl-
mörgum sviðum eiga að taka gildi
hér eftir tæpt eitt og hálft ár, þó
með einhverjum undanþágum
verði EES-samningurinn sam-
þykktur.
Fasteigna- og jarðakaup
Við íslendingar gerðum í upphafi
varanlegan fyrirvara um að ekki
yrðu samþykktar beinar fjárfest-
ingar erlendra í fiskveiðum, á sviði
orkumála og í fasteignum almennt.
Aðrar EFTA-þjóðir gerðu einnig
ýmsa fyrirvara. Fallið hefur verið
frá þeim en í staðinn skulu sett
varnaglaákvæði í lög. Mikilvægt er
að gera sér grein fyrir hvort útlend-
ingar geti öðlast eignarétt t.d. að
jörðum og ýmsum perlum lands-
ins.
Sú almenna grundvallarregla
gildir samkvæmt samningssviði
um búsetu- og atvinnurétt og um
flæði fjármagns að útlendingar í
EES-ríkjum hafi sömu réttindi,
hvorki meiri né minni, og við ís-
lendingar. Ekkert er því til fyrir-
stöðu að hægt verði að kaupa upp
jarðir eða hlunnindi nema breyta
löggjöf sem gildir jafnt fyrir inn-
lenda menn og alla þegna þessa
svæðis. Settar hafa verið fram ýms-
ar hugmyndir, stórfelld þjóðnýting
á landi og hlunnindum, setja í
jarðalög ákvæði er takmarki mögu-
leika borgara þessa svæðis með
búsetahöfnun, styrkja ákvæði um
forkaupsrétt sveitarfélaga með því
að ríkið sjálft ætti sama rétt, svo
að nokkuð sé nefnt.
Allar þessar hugmyndir eru
óljósar og mótsagnakenndar. Setn-
ing löggjafar rétt áður en komi til
hugsanlegrar þátttöku íslendinga í
EES mun ýta undir vangaveltur að
verið sé að mismuna borgurunum.
Einnig ber að líta á 92. gr. Rs„ þar
sem stuðningur ríkis er talinn í
hvaða formi sem er ósamrýman-
legur sameiginlegum markaði.
Vanræksla ráðherra
í umræðum á Alþingi þann 16.
maí sl. voru heitar umræður um
væntanlega samninga. Utanríkis-
ráðherra sakaði t.d. fyrrv. land-
búnaðarráðherra, Steingrím Sig-
fússon, um vanrækslu í starfi. Er
hér átt við að hann hafl ekki lagt
fram breytingar á lögum í þeim
anda og rakið hefur verið. Ég met
Steingrím að meiru að hafa ekki
tekið þátt í slíkum hráskinnsleik
með lögin.
Hver á t.d. að dæma um það hvort
náttúruauðlindir okkar, svo sem
hitasvæði, vatnslindir og laxveiði-
ár, verði áfram í eigu íslendinga?
Þaö er ótvírætt EES-dómstóllinn
og þeim úrskurði verður ekki áfrýj-
að.
Við getum því aldrei samið um
evrópskt efnahagssvæði nema að
settur verði varanlegur fyrirvari.
Aldrei verður látið af stjórn nátt-
úruauðlinda íslands.
Sigurður Helgason
„Hver á t.d. að dæma um það hvort
náttúruauðlindir okkar, svo sem hita-
svæði, vatnslindir og laxveiðiár, verði
áfram í eigu íslendinga? það er ótvír-
ætt EES-dómstóllinn og þeim úrskurði
verður ekki áfrýjað.“
Að tala rélt: „pé sé“ í
bandarískum háskólum
„Rasismi i háskólum „blómstrar“ ... og flestar árásir á fólk af minni-
hlutahópum og gagnvart konum eru aldrei kærðar."
Bandarískir hægrisinnar, svo
sem George Will sem skrifar í
Newsweek, eru uppfullir af þeim
þvættingi að sósíalistar og aðrir
vinstrisinnar ráði nú lögum og lof-
um í bandarískum háskólum og
komi í veg fyrir aö meðaljóninn fái
að hugsa sjálfstætt. Því er haldið
fram að námsefnið sé að verða
gegnsýrt ruslbókmenntum og að
meðalmennska sé í hávegum höfð.
Poppmúsík og listir annarra en
hvitra karlkyns Evrópubúa eða
Ameríkana af evrópskum ættum
eiga ekki upp á þetta pallborð.
Hugmyndakúgun
Sérstakar áhyggjur þykjast
hægrisinnar hafa af „skoðanakúg-
un“. Því er haldið fram að vinstri-
sinnar séu svo öflugir í háskólum
aö engum leyfist lengur að láta í
ljós hægrisinnaðar skoðanir eða
segja eitthvað sem gæti lyktað líkt
og kynþáttafordómar af ótta við að
vera kallaður fasisti eða rasisti.
Þessu er svo líkt við hugsanalög-
reglu, til dæmis á forsíðu News-
week ekki alls fyrir löngu. Vitnað
er í, þessu til stuðnings, að nokkrir
háskólar hafa sett agareglur til að
sporna við ofsóknum af ýmsu tæi
gegn minnihlutahópum.
Setjum hlutina í samhengi.
Kvennahreyfingin hefur fengið því
áorkað að nú er miklu meira talað
um árásir á konur og nauðganir
en áður var gert og fleiri atvik
kærð. Hreyfing homma og lesbía
hefur reynt að vekja fólk til vitund-
ar um rétt sinn til að lifa í sátt og
samlyndi og krafist þess að fólk,
sem fremur hatursglæpi, sé lögsótt
á þeim forsendum (það þyngir
hugsanlegan dóm ef dómstóll
KjaUarinn
Ingólfur Á. Jóhannesson
uppeldisfræðingur
kemst að þeirri niðurstöðu að sak-
borningurinn hafi myrt fórnar-
lambið af því að það var hommi eða
blökkukona).
Sum háskólayfirvöld virðast
skilja að bandarískir stúdentar af
afrískum uppruna og aðrir minni-
hlutastúdentar eigi ekki alltaf sjö
dagana sæla í stofnun þar sem yfir-
gnæfandi meirihluti stúdenta er
hvítur og reyna að gera eitthvað í
máhnu, til dæmis með stuttum
námskeiðum fyrir alla stúdenta.
Jafnframt hafa samtök minni-
hlutahópa látið meira og meira í
sér heyra og krafist breytinga á
námsefni og kennsluháttum. Hér í
Wisconsin hefur Samfylking
minnihlutastúdenta veriö í farar-
broddi í baráttunni fyrir betri há-
skóla.
Sumir háskólar hafa sett sérstak-
ar agareglur sem gera yfirvöldum
kleift að setja ofan í við stúdenta
sem gera sér leik að því að skrifa
hatursfull slagorð á veggi (gagn-
vart til dæmis hommum eða svört-
um stúdentum) eða kalla stúdent
særandi nöfnum. Þessar reglur
eiga lítt skylt við hugmyndakúgun.
Raunar eru þær lítið annað en góð-
ir siðir. Veruleikinn er sá að ef
stúdent hvorki segir né gerir neitt
gegn hommum getur hann eða hún
haldið áfram að hata homma, lesb-
íur, blökkufólk, gyðinga eða hvern
sem er án þess aö háskólayfirvöld
skipti sér hið minnsta af því. Og
þessar reglur eru settar af frjáls-
lyndum (liberals), sem eru með
vonda samvisku yfir því að Banda-
ríkin eru ekki jafn frjálslynd og
þeir/þær vilja, en ekki sósíalistum
eða vinstrisinnum.
Gegn mannréttindum
Veruleikinn er allt annar en sá
sem er lýst af hægrisinnum. í raur.-
inni er gagnrýni hægrisinna beint
gegn mannréttindabaráttu minni-
hlutahópa og kvenna. Til dæmis
berjast hægrisinnar nú með oddi
og egg, með stuðningi Bush-stjórn-
arinnar, gegn óskoruðum rétti
kvenna til fóstureyðingar. Því mið-
ur hefur þeim orðið verulega
ágengt.
Rasismi í háskólum „blómstrar“
(ef nota má það orö í þessu sam-
hengi) og flestar árásir á fólk af
minnihlutahópum og gagnvart
konum eru aldrei kærðar. Margir
stúdentar lifa í stöðugum ótta við
ofsóknir einstakhnga og kerfisins
sem stafar ekki af því að „póhtískt
rétt“ (það sem kallað er P.C. sem
stytting fyrir „politically correcf j
sé svo áhrifamikil hreyfing. Til
dæmis stöðvar löggæsla North-
western-háskólans í Evanstonborg,
rétt hjá Chicago, svarta stúdenta
mörgum sinnum oftar en hvíta til
að „tala við“ þá. Hætt er við að það
sé gert víðar og víst er að slík með-
ferð hefur áhrif á námsárangur.
Hægrisinnar standa í miklu meiri
ritskoðun en vinstrisinnar og
reyna til dæmis að banna hstaverk
og koma í veg fyrir opinberan fjár-
stuðning til listaverka ef þau eru
ekki að skapi þeirra, ekki síst ef
listamaðurinn, sem í hlut á, er
hommi. Ofsafengin „Bandarikja-
dýrkun" varð til þess að stúdent í
nágrenni Chicago var felldur í fagi
á borð við vélritun fyrir að láta í
ljós skoðanir andsnúnar eyðilegg-
ingu og manndrápum Bandaríkja-
hers í írak. Ekki er það skoðana-
kúgun vinstrimanna.
Skólar hafa líka sérstakar skyld-
ur gagnvart þeim nemendum og
kennurum sem vill svo til að eru
sam- eða tvíkynhneigt fólk, nú eða
nemendum sem eru börn homma
og lesbía. Barátta vinstrisinna,
minnihlutastúdenta, femínista,
homma og lesbía hefur áorkað
minna heldur en hún þarf að áorka
og fyrir höndum er mikil barátta
ef breyta á bandarískum háskólum
í umhverfi sem er jafnvingjarnlegt
og það er gagnkynhneigöum karl-
stúdentum af evrópskum uppruna.
(Dæmi eru fengin að láni úr ný-
legri grein eftir David FutreUe í
blaðinu In These Times.)
Ingólfur Á. Jóhannesson
„Sumir háskólar hafa sett sérstakar
agareglur sem gera yfirvöldum kleift
að setja ofan í við stúdenta sem gera
sér leik að því að skrifa hatursfull slag-
orð á veggi.“