Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Qupperneq 16
16
MÁNÚllÁfcUR
Fréttir
Hörð keppni í ökuleikni
Umferðardagur á Isafirði:
og hjólreiðum
Fiatinn fór fjórar ferðir í brautinni þegar systkinin og mágkonan kepptu i ökuleikni á ísafiröi.
Brynjar M. Valdimarsson, DV-ökuleikrú ’91:
í tengslum við ökuleikni er ávallt
haldinn sérstakur umferðardagur
sem jafnan er vel sóttur af ungum
sem öldnum. Umferðardagurinn er
ávallt haldinn í góðu veðri og til
marks um það má segja frá því að
gömul kona kom til eins af starfs-
mönnum dagsins og sagði aö þegar
hún frétti að halda ætti umferðar-
daginn þennan dag vissi hún að veðr-
iö yrði gott, þrátt fyrir að spáð hefði
verið skýjuðu. Dagurinn var að sjálf-
sögðu haldinn í glaðasólskini og hlý-
indum.
Dagurinn hófst með því að þau
yngstu hjóluðu á þríhjólum og fengu
öll viðurkenningu að því loknu. Þá
var keppni barna 5 til 8 ára á hjólum.
Þar keppti hver árgangur fyrir sig
og sigurvegari í 5 ára flokki var Jón
Haukur Ólafsson með 33 sek. í 6 ára
flokki sigraði Sigurður Pétursson
með 23 sek. og í 7 ára flokki sigraði
Steingrímur Steingrímsson með 29
sek. í 8 ára flokki sigraði Árni Björn
Ólafsson með 23 sek.
Næst kepptu eldri börnin í hjól-
reiðaralli sem var fólgið í því að fara
yfir stökkpall, í keilusvig yfir pallett-
ur, dekk og langa planka. Til marks
um hörkuna í keppninni tók einn
keppandinn svo krappa bremsu-
beygju að það hvellsprakk á hjólinu.
Jóhannes Þorsteinsson sigraði síðan
naumlega með 87 refsistig, þá kom
Árni Þór Einarsson með 96 refsistig
og fast á hæla hans kom Stefán Þ.
Ólafsson með 97 refsistig.
Hjólreiðakeppni ökuleikninnar var
næst á dagskrá. Þar var keppt að
venju í eldri og yngri riðh. Sigurveg-
ari í yngri riðli barna, sem eru fædd
’80, ’81 og ’82, var Stefán Þ. Ólafsson
með 56 refsistig, þá kom Birgir Örn
Sigurjónsson með 64 refsistig og
Hjörtur Rúnar Magnússon fékk 72
refsistig í þriöja sæti. í eldri riðli sigr-
aði Árni Þór Einarsson með 64 refsi-
stig, þá kom Bjarni Halldórsson með
68 refsistig og Rakel Guðmundsdóttir
fékk 91 refsistig.
í kvennariðli ökuleikninnar sigraði
Ásdís B. Pálsdóttir með 172 refsistig-
um en mágkona hennar, Guðrún S.
Matthíasdóttir, varð önnur ásamt
Margréti B. Gunnarsdóttur roeð 195
refsistig. Þá kom systir Guðrúnar,
Ingibjörg Mattþíasdóttir, með 216
refsistig. Karlariðil vann Ragnar Ing-
ólfsson örugglega með 97 refsistig
sem er einn besti árangur sumars-
ins, Össur P. Valdimarsson varð í
öðru sæti með 196 refsistig og aðeins
tveim stigum á eftir varð Vilhjálmur
Matthíasson með 198 refsistig. í riðli
byrjenda sigraði Róbert Halldórsson
með 162 refsistig, annar varð Björg-
vin Björgvinsson með 182 refsistig
og þriðji Gunnar Ingi Hafsteinsson
með 204 refsistig.
Gefandi verðlauna í ökuleikni var
ísfang en Fálkinn hf. í Reykjavík gaf
verðlaun í hjólreiðakeppni, einnig
styrkti bæjarsjóður daginn með fjár-
framlagi.
Ökuleikni á Blönduósi:
Tvö ref sistig
skiptu sköpum
Brynjar M. Valdimarss., DV-ökuleikni '91:
Hjólreiðakeppni yngri riðils var
mjög jöfn og endaði með naumum
sigri Jóns Bjarnasonar með 60
refsistig, einu refsistigi á eftir kom
Guðjón Sveinsson með 61 og Pétur-
ína Laufey Jakobsdóttir varð síðan
í þriðja sæti með 62 refsistig. Ey-
steinn Pétur Lárusson sigraði í
eldri riðh með því að fara brautina
á 45 sek. án þess að gera villu, þá
kom Davíð Brár Unnarsson með
aðeins betri tíma en eina villu, sam-
tals 54 refsistig, þriðji varð síðan
Ingimar Einarsson með 57 refsistig.
Kristín S. Þórðardóttir hafði rás-
númer 6 og hafði samanlagt 220
refsistig og hlaut þriðja sæti, þá
kom Ragnheiður Björnsdóttir með
rásnúmer 7 og náði aðeins betri
tíma, eða 217 refsistigum, á eftir
þeim kom síöan Jakobína Hall-
dórsdóttir með rásnúmar 9 og nú
var aö standa sig til aö komast upp
fyrir hinar sem og tókst þannig að
hún lauk keppni með 206 refsistig
og fyrsta sæti í kvennariðli.
Sigur Jóns K. Vignissonar í
karlariöli var ótvíræöur og aldrei
í hættu en hann náði einum af besta
árangri sumarsins þegar hann fékk
99 refsistig í fyrsta sæti, Jakob
Bjömsson varð í öðru sæti með 150
refsistig og fast á hæla hans kom
Einar ðli Fossdal með 157 refsistig
í þriðja sæti. í riðli byrjenda var
Vilhjálmur Jónsson með 196 refsi-
stig.
Gefandi verðlauna var Vélsmiöja
Húnvetninga.
Jakobina Halldórsdóttir, sigurvegari í kvennariðli á Blönduósi
Arnar Páll Agústsson sigraði í yngri riðli hjólreiðakeppni á Hvammstanga.
Ökuleikni á Hvammstanga:
Ökuleikni í
blíðskaparveðri
Brynjar M. Valdimarsson, DV-ökuleikni '91:
Veðrið er búið leika viö okkur und-
anfarið og brást það ekki á Hvamms-
tanga þegar keppni í ökuleikni fór
þar fram. Sigurvegari í karlariðli
varð Erhngur Sverrisson með 159
refsistig, þá kom Hallmundur Guö-
mundsson í öðm sæti með 172 refsi-
stig og fast á eftir í þriðja sæti varð
Guðmundur Vilhelmsson með 174
refsistig. Kvennariðil vann Jóhanna
S. Ágústsdóttir með 187 refsistig,
önnur varð Matthildur Benedikts-
dóttir með 208 refsistig og Birna
María Þorbjörnsdóttir varð þriðja
með 227 refsistig.
í eldri riðli hjólreiðakeppninnar
sigraði Sigurður Þór Ágústsson með
51 refsistig, í öðm sæti varö Einar
Valur Gunnarsson með 75 refsistig
og þriðji varð Sveinn Ingi Bragason
með 103 refsistig. í yngri riðli sigraði
Arnar Páll Ágústsson með 66 refsi-
stig, þar næst kom Gunnar Þorvald-
ur Þorsteinsson með 76 refsistig og
María Guðmundsdóttir var með 90
refsistig í þriðja sæti.
Gefandi verðlauna í ökuleikni var
Sparisjóður V-Húnvetninga.