Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Page 18
18
MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1991.
Merming
Nýtt listagallerí í Hulduhólum:
Reynslan verður að segja til
um áframhaldandi rekstur
- segir Steinunn Marteinsdóttir, listamaður og ábúandi 1 Hulduhólum
Frá djasstónleikunum í Valaskjáli. A myndinni má sjá Stefán S. Stefánsson
saxófónleikara og Árna ísleifsson á píanóið. DV-mynd SB
Djasshátíð á EgHsstöðum:
Góð stemning á
öllum tónleikum
- segir Ami ísleifsson
Sigrún Björgvinsdóttir DV, Egilsstöðum:
Djasshátíðin á Egilsstöðum, sem
haldin var 26.-30. júní, var vel sótt
og þar komu fram ekki færri en
fimmtíu tónlistarmenn. Það er Árni
ísleifsson, tónlistarkennari og djass-
ari, sem hefur haft veg og vanda af
djasshátíð frá upphafi.
Hvemig þótti honum til takast?
„Ég er mjög ánægður," sagði Árni.
„Þetta var vel heppnuð hátíð og aö-
sókn hefur aldrei verið meiri. Há-
punkturinn var eflaust leikur Stór-
sveitar Húsavíkur að öðrum ólöstuð-
um, þá er kvartett Guðmundar Ing-
ólfssonar í sérflokki en annars er
erfitt að gera upp á milli þessara
ágætu listamanna og það var góð
stemning á öllum tónieikunum. Efn-
isskráin var fjölbreytt og er Kuran
Swing fiðluieikari gott dæmi um
það.“
Er Árni var spurður hvort hann
ætlaði að standa fyrir djasshátíð að
ári sagðist hann myndi taka þá
fimmtu og hún yrði eflaust glæsileg-
ust enda afmælishátíð. „Og,“ sagði
Ámi, „ef hagnaður verður af hátíð-
inni nú er eins víst að viö fáum gesti
utanlands frá.“
Árni sagðist vilja koma á framfæri
þökkum til þeirra fjölmörgu sem
styrktu djasshátíðina og nefndi þar
sérstaklega Hótel Valaskjálf, Flug-
leiöir, Kaupfélag Héraösbúa og
menningarsamtök Héraðsbúa, auk
margra fyrirtækja á Austurlandi og
í Reykjavík.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar:
Tónlist fyrir
fiðlu og píanó
„Hér var áður hlaða, síðan var
þetta vinnustofa eiginmanns míns,
Sverris Haraldssonar myndlistar-
manns, og nú er þetta orðið gallerí
þar sem ég hef boðið þremur lista-
konum að sýna verk sín í sumar,"
segir Steinunn Marteinsdóttir mynd-
listarkona sem á laugardaginn opn-
aði nýtt gallerí á hinum vistlega reit
sínum að Hulduhólum í Mosfells-
sveit.
Sem fyrr sýnir Steinunn eigin verk
í galleríi á neðri hæð hússins, þar eru
keramik- og leirlistarverk, en uppi í
myndarlegum sal, þar sem áður var
og er að sumu leyti enn vinnustofa,
hefur hún boðið Björgu Þorsteins-
dóttur, Jóhönnu Boga og Hansínu
Jensdóttur að sýna verk sín. Björg
sýnir nær eingöngu ný málverk og
Jóhanna einnig en Hansína, sem er
gullsmiður, sýnir nýja og eldri skúlp-
túra. Verður sýning þessara ijögurra
listakvenna opin fram til 1. septemb-
er.
„Það er ekki ætlunin að nýja gall-
eríið verði opið allt árið um kring,"
segir Steinunn, „heldur aðeins hluta
úr ári. Reynsla sumarsins veröur að
segja til um áframhald. Þetta er það
stór salur að þótt ég hafi unniö þar
einstaka stór verk þá fannst mér til-
valið að nýta hann meira og þar með
bjóða öðrum listamönnum sýningar-
aðstöðu."
Listakonumar fjórar, sem sýna í
Gallerí Hulduhólum, em allt þekktar
myndlistarkonur sem áður hafa sýnt
margsinnis heima og erlendis, einar
sér og með öðrum. Steinunn kvað
það aðeins hafa æxlast svo til að allt
væru þetta konur sem nú sýndu en
það væri ekki nein stefna hjá henni
íframtíðinni. -HK
Tónleikaröðin í Listasafni Sigur-
jóns heldur áfram annað kvöld. Þá
munu þær Hildigunnur Halldórs-
dóttir og Anna Guðný Guðmunds-
dóttir leika tónlist fyrir fiðlu og
píanó. Á efnisskrá er sónata í A-dúr
KV 526 eftir W. A. Mozart, Duo Conc-
ertanteftir Igor Stravinsky og tvö lög
eftir Henri Wieniawsky.
Hildigunnur Halldórsdóttir lauk
einleikaraprófi frá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík 1987 og hefur síðan
stundað nám við Eastman School of
Music í Rochester, Bandaríkjunum,
þar sem hún lauk BM prófi vorið
1990. Hún stundar nú framhaldsnám
í fiðluleik við sama skóla með söng
sem aukagrein. Hildigunnur hefur
leikið með Sinfóníuhljómsveit æsk-
unnar hér á landi og með unglinga-
hljómsveitum á Norðurlöndum. Hún
var um tíma í íslensku hljómsveit-
inni, hefur leikið með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands og Kammersveit
Reykjavíkur. Frá því Hildigunnur
hóf nám í Bandaríkjunum hefur hún
leikið i Eastman Philharmonia og
farið með hljómsveitinni um Banda-
ríkin og til Þýskalands.
Anna Guðný Guðmundsdóttir lauk
burtfararprófi frá Tónhstarskólan-
um í Reykjavík 1979 og stundaði
framhaldsnám við Guildhall School
of Music í London. Hún er löngu
landsþekkt sem einleikari og í sam-
leik, bæöi á tónleikum víða um lánd
og í útvarpi og sjónvarpi. Hún hefur
starfað með íslensku híjómsveitinni
Steinunn Marteinsdóttir í hinu nýja gallerii að Hulduhólum. Til hliðar við hana eru nýir skúlptúrar eftir Hansinu
Jensdóttur og í bakgrunni málverk eftir Björgu Þorsteinsdóttur. DV-mynd JAK
frá stofnun hennar, leikið með Sinfó-
níuhljómsveit íslands, haldið tón-
leika erlendis og leikið inn á hljóm-
plötur.
Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleik-
ari og Guðný Guðmundsdóttir
pianóleikari.
Böm
náttúrunnar
syndi
Stjörnubíói
íslenska kvikmyndin Börn
náttúrunnar, sem leikstýrð er af
Friðrik Þór Friðrikssyni, verður
frumsýnd í Stjörnubíói miðviku-
daginn 31. júlí. Framleiðandi
myndarinnar er íslenska kvik-
myndasamsteypan ásamt Max
film Berhn og Metro film Osló.
Myndin segir frá gömlum bónda
norður í Skagafirði sem bregður
búi og leitar á náðir ættingja
sinna í höfuðborginni. En þar eru
ýmsir þröskuldar i veginum.
Langvarandi sambandsleysi og
óbrúanlegt kynslóðabil veldur
því að honum er komið fyrir á
elliheimili. Þar hittir hann æsku-
ást sína, sem einnig hafði flosnað
upp, og ákveða þau aö vitja æsku-
stöðvanna og strjúka af elliheim-
ilinu. Til þess að svo megi verða
taka þau jeppa ófrjálsri hendi.
Aðalhlutverkin leika Gísli Hall-
dórsson og Sigríður Hagalín. í
aukahlutverkum eru margir
þekktir leikarar og má þar nefna
Egil Ólafsson, Baldvin Halldórs-
son, Rúrik Haraldsson, Tinnu
Gunnlaugsdóttur og þýska stór-
leikarann Bruno Ganz. Þess má
geta að á sjö sýningum verður
Börn náttúrunnar sýnd með
enskum texta.
Samkeppni um
listskreytingu
iráðhúsið
viðTiornma
Ákveðið hefur verið að efna th
lokaörar samkeppni um list-
skreytingu i hið nýja ráðhús
Reykvíkinga við Tjömina. Um er
að ræða tvö verk, annað er mynd-
verk á vegg fyrir ffaman borgar-
stjórnarsaliim. Hitt listaverkið er
klæðistjöld úr verksmiðjuofnum
uhardúk tU að setja upp miUi
svokallaðs Tjamarsals og al-
mennra gönguleiða. Dómnefnd,
sem skipuð er af Reykjavíkur-
borg og SÍM, mun velja þrjá til
fimm listamenn úr hópi umsækj-
enda til að gera tillögur að hvoru
verkefni. Verða þeim greiddar
fyrir tUlögugerðina kr. 300.000.
Auk þess verður þeim greidd
sama upphæð sem á tihöguna
sem valin verður. Fyrir hvort
verk, sem valið verður, verða því
greiddar 600.000 krónur.
SKÝkomiðút:
Sneisafullt
afíslenskum
ogerlendum
skáldskap
Út er komið fjórða hefti tíma-
ritsins SKÝ og að venju er um
frumortan og þýddan skáldskap
að ræða í þessu menningarriti.
Meðal þeirra sem eiga frumort
ljóð er Bubbi Morthens en tvö Ijóð
eftir hann era í heftinu, Blokkin
og Þvottadagar. Af ööru efni má
nefna þýðingu Sígfúsar Daðason-
ar á ljóði eftir þýska skáldið
Gottfried Benn, tvö prósalj óð eftir
franska skáldið Stéphane Mall-
armé í þýðingu Gunnars Harðar-
sonar og Helgi Haraldsson þýðir
úr rússnesku frægt ljóð eftir
Andrej Voznesenskfj. Fleiri er-
lendir höftmdar eíga ljóð í ritinu.
íslensku skáldin, sem eiga ljóð
eftir sig, eru Margrét Lóa Jóns-
dóttir, Jón Stefánsson, Hrafn
Lárasson, Gyrðir Elíasson, Bárð-
ur R. Jónsson, Jónas Þorbjarnar-
son, Kristján Kristjánsson og
Óskar Árni Óskarsson. í heftinu
eru einnig grafikmyndir eftir El-
ínu P. Kolka og Sigurlaug Elías-
son.