Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Side 29
MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1991.
41
Afmæli
Jón Rúnar Sveinsson
Jón Rúnar Sveinsson, deildarfé-
lagsfræöingur hjá rannsóknar- og
áætlunardeild Húsnæðisstofnunar
ríkisins, Kjarrhólma 10, Kópavogi,
erfertugurídag.
Starfsferill
Jón Rúnar fæddist á Seyðisfirði
ogólstþarupptilníuáraaldursen .
síðan að Dratthalastöðum í Hjalta-
staðarhreppi á Fljótsdalshéraði til
sextán ára aldurs er hann flutti til
Reykjavíkur.
Jón Rúnar lauk stúdentsprófi frá
MH1971, BA-prófi frá Námsbraut í
almennum þjóðfélagsfræðum við
HÍ1975 og stundaði framhaldsnám
við félagsfræðideild háskólans í
Lundi í Svíþjóð 1975-81. Hann starf-
aði j afnframt að ýmsum rannsókn-
um á sviði húsnæðismála bæði í
Sviþjóðogáíslandi.
Jón Rúnar hóf störf hjá Húsnæðis-
stofnun ríkisins 1982, fyrst í hluta-
starfi en síðan í fullu starfi frá 1984.
Jón Rúnar er meðal stofnenda
Húsnæðissamvinnufélagsins Bú-
seta í Reykjavík 1983 og var formað-
ur félagsins frá stofnun þess til 1986.
Hann var einnig meðal stofnenda
Rótar hf. er rak útvarpsstöðina Rót
1988-90 og var hann stjórnarfor-
maðurfélagsins 1988-89.
Fjölskylda
Jón Rúnar kvæntist 4.8.1972 Val-
gerði Árnadóttur, f. 29.8.1951,
íþróttakennara en hún er dóttir
Arna Sigurðssonar og Sigriðar Guð-
mundsdóttur.
Börn Jóns Rúnars og Valgerðar
eru Árni Freyr Jónsson, f. 6.5.1972,
nemi við MR; Hallveig Jónsdóttir,
f. 18.2.1978; Arnór Jónsson, f. 22.2.
1987.
Hálfsystkini Jóns Rúnars, sam-
mæðra, eru Sigmundur Kristján, f.
13.7.1960, b. á Dratthalastöðum í
Hjaltastaðarhreppi í Norður-Múla-
sýslu; Guðrún Svanhildur, f. 2.11.
1962, búsett á Vopnafirði, gift Guð-
jóni Emil Ólafssyni og eiga þau tvö
börn; Guðmundur Hjalti, f. 26.9.
1964, búsettur í Borgarnesi, kvænt-
ur Vigdísi Guðrúnu Sigvaldadóttur
og eiga þau eitt barn; Sólveig Heið-
rún, f. 23.6.1966, búsett í Kópavogi,
gift Sveini Ómari Ólafssyni og eiga
þau eitt barn. Hálfsystir Jóns Rún-
ars, samfeðra, er Ingigerður, f. 30.11.
1948, húsett í Færeyjum og á hún
fjögur börn og tvö barnabörn.
Foreldrar Jóns Rúnars; Sveinn
Ólafsson, f. 4.8.1924, fyrrv. vélstjóri
í Áburðarverksmiðju ríkisins, bú-
settur í Reykjavík, og Hallveig F.
Guðjónsdóttir, f. 11.5.1923, hús-
freyja að Dratthalastöðum í Hjalta-
staðarhreppi.
Ætt
Sveinn er sonur Ólafs, stöðvar-
stjóra á Þingeyri, Jónssonar, b. í
Dalkoti á Vatnsnesi, Jósefssonar.
Móðir Ólafs var Sigríður Ólafsdótt-
ir. Móðir Sveins var Elinborg Katr-
ín, stöðvarstóri á Þingeyri, systir
læknanna Kristjáns og Jónasar. El-
inborg var dóttir Sveins, prests að
Ríp, Guðmundssonar, b. í Hömlu-
holtum í Eyjahreppi, Jónssonar.
Móðir Sveins að Ríp var Ingveldur
Jónasdóttir frá Hausthúsum. Móðir
Elinborgar Katrínar var Ingibjörg
Jónasdóttir, latínukennara og síðar
prests á Staðarhrauni, Guðmunds-
sonar. Móðir Ingibjargar var Elin-
borgKristjánsdóttir, Skúlasonar
Magnúsens kammerráðs.
Hallveig er dóttir Guðjóns, b. á
Heiðarseli, Gíslasonar, b. á Hafursá,
Jónssonar, b. í Brekku í Fljótsdal,
Jónssonar. Móðir Gísla var Margrét
Hjálmarsdóttir, prests á Hallorms-
stað, Guðmundssonar, prests í Mið-
dal, Guðmundssonar. Móðir Hjálm-
ars var Hólmfríður Hjálmarsdóttir,
lrm. í Gufunesi, Erlendssonar. Móð-
ir Guðjóns var Sigríður Árnadóttir,
Þórðarsonar. Móðir Hallveigar var
Guðrún Benediktsdóttir, gestgjafa á
Vopnafirði, bróður Baldurs, hómó-
pata í Garði, og Odds í Hrafnsstaða-
seli, fóður Guðrúnar, konu Guð-
mundar á Sandi. Benedikt var sonur
Sigurðar, b. á Hálsi í Kinn, Oddsson-
ar, b. á Granastöðum, Benedikts-
sonar. Móðir Sigurðar var Guörún
Þorvaldsdóttir. Móðir Benedikts var
Guðrún Vigfúsdóttir frá Þverá í
Reykjahverfi. Móðir Guðrúnar
Benediktsdóttur var Sólveig Þórð-
ardóttir, b. á Sævarenda í Loðmund-
arfirði, Jónssonar, Eyjólfssonar,
Jónssonar pamfíls.
Magnús Guðlaugsson
Magnús Guðlaugsson úrsmiður,
Hjallabraut 33, Hafnarfirði, verður
sjötíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Magnús fæddist í Hafnarfirði og
ólst þar upp. Hann lauk prófi í vél-
virkjun frá iðnskólanum á Patreks-
firöi 1944 og lauk námi í úrsmíði
1953.
Á yngri árum stundaði Magnús
sjómennsku og vann síðan í Rafha
í nokkur ár. Eftir að hann lauk námi
í úrsmíði setti hann á stofn úra- og
skartgripaverslun í Hafnarflrði sem
hann starfrækti í þijátíu ogfjögur
ár.
Magnús var varaformaður Úr-
smiðafélags íslands um árabil og
hefur veriö virkur félagi í Rotary-
klúbbi Hafnarfjarðar frá 1956.
Magnús er mikill áhugamaður um
skgórækt og hefur unnið mikið
ræktunarstarf á Krossi á Barða-
strönd.
Fjölskylda
Magnús kvæntist árið 1946 Láru
Jónsdóttur Ólafsson, f. 13.11.1921.
Faðir hennar var Jón Ágúst Ólafs-
son, konsúll á Patreksfirði, Jónsson-
ar, veitingamanns á Hótel Oddeyri
á Akureyri. Móðir hennar var Anna
Erlendsdóttir Ólafsson.
Börn Magnúsar og Láru eru: Jón
Guðlaugur, f. 20.4.1947, fram-
kvæmndastj., kvæntur Bergljótu
Böðvarsdóttur og eiga þau þrjú
börn, Iðunni Eir, Magnús Frey og
Böðvar; Kjartan, f. 7.9.1949, krabba-
meinslæknir, var kvæntur Guð-
rúnu Dóru Petersen og eiga þau
tvær dætur, Silju og Telmu; Gunn-
ar, f. 5.11.1958, úrsmiður, kvæntur
Anette Mönster og eiga þau tvö
börn, Jens og Loise Sif; Ólafur
Haukur, f. 22.11.1960, viðskipta-
fræðingur, í sambúð með Sigrúnu
Magnúsdóttur og eiga þau einn son,
HeiðarMá.
Bróðir Magnúsar var Friðjón
Guðlaugsson, f. 1912, d. 1985, vél-
stjóri, hann var kvæntur Huldu
Hansdóttur og áttu þau átta börn.
Foreldrar Magnúsar voru Guð-
laugur Helgason, sjómaður í Hafn-
arfirði, ogkona hans, Guðrún Ólafs-
dóttir.
Ætt
Guðlaugur var sonur Helga bónda
á Litla-Bæ á Vatnsleysuströnd, Sig-
valdasonar frá Halldórsstöðum,
Helgasonar. Móðir Guðlaugs var
Ragnhildur Magnúsdóttir, gull-
smiðs á Vanangri, Eyjólfssonar í
Magnús Guðlaugsson.
Vestmannaeyjum, föðurs Túbals,
föður Ólafs Túbals listmálara.
Guðrún var dóttir Ólafs Jónssonar
frá Þykkvabæ, síðar verkamanns í
Hafnarfirði, og konu hans, Guð-
finnu Guðmundsdóttur. Guðrún var
systir Arnlaugs, fóður Guðmundar
Arnlaugssonar, fyrrverandi rekt-
ors.
Magnús verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Sviðsljós
Áttræð en tek-
ur enn þátt í
golfmótum
Konur í Golfklúbbi Leynis af-
hentu Guðrúnu Geirdal, áttræð-
um golfleikara, áletraðan bakka.
DV-mynd SS
Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi:
Þrátt fyrir að standa á áttræðu
lætur Guðrún Geirdal á Akranesi
sig ekki muna um að taka þátt í
golfmótum hjá Golfklúbbnum
Leyni á Akranesi.
Staðfest hefur verið hjá Golf-
sambandi íslands að Guðrún sé
elsta konan á landinu sem leikur
á mótum hérlendis. Eftir Sumar-
gleði kvenna í síðustu viku færöu
Leyniskonur Guðrúnu fagran,
áletraðan bakka. Meðfylgjandi
mynd var tekin af henni og
Margréti Vilhjálmsdóttur við það
tækifæri.
EIN GOfi ITVEIMUR
HLUTVERKUM
ídýfa meö fersku grænmeti og nasli.
Sósa meö fiski og kjöti.
w
Jón Rúnar Sveinsson.
BÍLASPRAUTUN
ÉTTINGAR
1 ^ Varmi
Auðbrekku 14, sími 64-21 -41
t^NITECI-f
Litsj ónvarpstæki
#
20" m/Qarst.
kr. 29.950,- stgr.
5 ára ábyrgð
á myndlampa
VÖNDUÐ VERSLUN
HiJÖMCO
I
VARA-
ri
ÍHLUTIR
■ oq flestar gerðir
!ÞUNGA-
'VINNUVÉLA
■ með stuttum fyrirvara
i
i
i
i
i
i
■ Leitið tilboða
| MARKAÐSNÓNUSTAN
sími 26984, fax 26904
hi
kJ