Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Side 36
F R ETT AS KOTI Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. - Frjálst, óháð dagblað MÁNUDAGUR 15. JÚU 1991. Kveikt í trillu - hráolíu hellt yfir aöra Kveikt var í trillu sem stóð í slipp í Húsavík í fyrrinótt. Hafði verið bor- inn eldur að netahrúgu sem lá undir henni. Netin loguðu glatt og læsti eldurinn sig í trilluna. Hún skemmd- ist allmikið og verður að skipta um bakborðshliðina. Sömu nótt var gerö tilraun til að kveikja í annarri trillu sem lá í höfn- inni. Hafði verið hellt yfir hana hrá- olíu og eldur borinn að. Ekki tókst brennuvargnum ætlunarverk sitt og urðu engar skemmdir á bátnum. Grunur leikur á að hinn sami eða hinir sömu hafi verið að verki í báð- um tilvikum. Sökudólgarnir hafa ekki náðst enn og er málið í rann- sókn. -JSS Banaslys í Þórsmörk Banaslys varð í Þórsmörk um helg- ina. 19 ára piltur frá Eyrarbakka féll niður í gilsprungu í Húsadal aðfara- nótt laugardagsins og er talið að hann hafi látist samstundis. Hann fannst um hádegi á laugardag eftir að hafa verið saknað í talsverðan tíma. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. -PÍ Ekki rétt skip Starfsmenn Siglingamálastofnun- ar segja að myndin, sem skipverjar á Sæbjörginni tóku af grunsamlegu skipi á Húnaflóa, hafi ekki reynst vera af réttu skipi. Myndin hefur nú verið stækkuð og að sögn Mikaels Ólafssonar, fulltrúa í mengunardeild, er taliö að myndin sé af hollensku skipi, Stella Lyra, sem ekki hafl verið með neitt lýsi um borð. -ingo Brutustinníá annantugbíla Tveir unglingsstrákar, 17 og 19 ára, brutust aðfaranótt sunnudags inn í á annan tug bíla í Reykjavík og stálu öllu lauslegu sem þeir fundu. Lögregl- an greip þá þegar þeir voru búnír að safna dágóðum ránsfeng. -pj Hótuðuogrændu Tveir ungir menn fóru inn í mynd- bandaleigu Steinars í Kringlunni um helgina og tóku þaðan 12.000 krónur í peningum. Höfðu þeir í hótunum við unglingspilt sem var við af- greiðslu. Mennirnir voru ekki fundn- ir þegar DV fór í prentun. -pj Gjaldtaka af sjúklingum spít- alanna könnuð - ekki mitt að hafa skoðun á þessu, segir forstjóri Ríkisspítalanna „Það er ekki mitt að hafa skoöun á því hvort rukka beri sjúklinga Rikisspítalanna fyrir þá þjónustu sem við veitum þeim. Við höfum lítið sem ekkert velt þessu fyrir okkur. Fram til þessa hafa einung- is þeir sem nýta sér göngudeildar- þjónustuna þurft að greíða hluta kostnaðarins en sjálfsagt er hægt að innleiða slfkt víðar. Þetta er fyrst og fremst póhtískt mál en er ekki stjórnunarlegt vandamál," segir Davíð A. Gunnarsson, for- stjórí Ríkisspítalanna. Heilbrigðis- og tryggingaráð- herra hefur verið falið það verkefni af ríkisstjórninni að skera niður útgjöld ráðuneyta sinna um hátt í fjóra milljarða. Sighvatur Björg- vinsson segist ætla að ná þessum sparnaði að stórum hluta með þvi að krefja fólk um greiðslu fyrir þá þjónustu sem það fær, meðal ann- ars vegna sjúkrahúslegu. Nú þegar hefur ráðherrann hrint þessari stefnu í framkvæmd varð- andi lyfjakaup almennings og er búist við að sú aðgerð feli í sér allt að tjögur hundruð milljóna króna sparnað fyrir ríkissjóð. Ráðherra segir að á næstunni verði fleiri möguleikar til sparnaðar kannaðir, til dæmis að láta sjúklinga greiða að hluta fyrir þá þjónustu sem þeir fá hjá Ríkisspítulunum. -ka.i ■ — I hitanum hérlendis undanfarnar vikur hefur ýmiss konar gróður tekið við sér í ám og vötnum meðan laxveiði- mennirnir kvarta undan aflaleysi. Mæðginin, Anna og Ágúst, láta sér líða vel i lauginni í Landmannalaugum þar sem slýið hefur náð sér vel á strik fyrir áhrif sólar, hita og vatns. Ferðamenn i Landmannalaugum flykkjast í laugina til að skola af sér ferðarykið sem nóg er af vegna þurrksins í sumar. Ljósmyndari DV, Gunnar V. Andrésson, var þarna á ferð á dögunum og birtast fleiri myndir frá þessari einstöku náttúruparadís á bls. 20. Helgi Ass Grétarsson stóð sig mjög vel á heimsmeistaramóti barna í skák, sem fram fór í Póllandi, og hreppti annað sætið í keppninni. DV-mynd Ægir Már Heimsmeistaramót barna: íslenskurskák- maðurí2.sæti Helgi Áss Grétarsson lenti í öðru sæti á heimsmeistaramóti barna í skák, í aldursflokki 14 ára og yngri. Hlaut hann 8 vinninga af 11 möguleg- um. Pólverjinn, M. Kaminski, hlaut fyrsta sætið með 9 'A vinning og landi hans hreppti það þriðja. Mótið var haldið í Varsjá í Póllandi. „Fyrir mótið gerði ég mér engar sérstakar vonir um verðlaunasæti en þegar ég kom á staðinn breyttist það. Eg sá að topparnir voru ekki jafnsterkir núna og á mótinu i Bandaríkjunum í fyrra og gat því stefnt hátt. Ég er því þokkalega ánægður með árangurinn," sagði hinn ungi skáksnillingur. Tæplega 50 keppendur voru í flokki Helga og hlýtur árangur hans því að teljast mjög góður. Hann hefur staðið sig vel í skákinni, er margfaldur skólameistari og Norðurlandameist- ari í sínum aldursflokki. Keppt var í þremur ílokkum, 14 ára og yngri, 12 ára og yngri og 10 ára og yngri. Um 40-50 keppendur voru í hverjum flokki. Tveir aðrir ungir íslendingar voru með í fór, Jón Viktor Gunnars- son og Bergsteinn Einarsson. Lentu þeir báðir í sætum ofan við miðju. -tlt Kylfingartil- kynntu um Lúllu Kylfingar á golfvellinum á Seltjam- arnesi tilkynntu í gærkvöldi um vél- arvana plastbát um 500 metra undan svokallaðri Suðumesvörðu. Slöngu- bátur frá björgunarsveitinni Albert fór út en reyndist ekki nógu kröftug- ur. Jón E. Bergsveinsson frá björgun- arsveitinni Ingólfl var þá fenginn í verkið. Báturinn, sem heitir Lúlla var dreginn inn á Kópavog laust fyrir 11 í gærkvöldi. 5 menn vom um borð og sakaði þá ekki. -pj LOKI Þarf þá ekki líka að borga fyrir að koma í heimsókn? Breytileg átt og hægviðri Á morgun verður breytileg átt, gola eða hægviðri, um land allt. Víða verður þokusúld eða rigning á Vestfjörðum og um norðan- og austanvert landið. Á Suðaustur- landi verður súld á stöku stað en skýjað að mestu og þurrt að kalla á suðvestan- og vestanverðu landinu. Hiti verður 6-14 stig, kaldast noröan- og austanlands. Laugardaga 10-17 Sunnudaga 14-17 TM-HUSGÖGN SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.