Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Side 2
2
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ1991.
Fréttir
Fjárlagavandi ríkisstjómarinnar:
Hefði stef nt í allt að
f immfaldan halla
- heföi ríkisstjómin fariö aö eigin kröfum um útgjöld næsta árs
„Við gerð fj árlagafrumvarpsins í
fyrra gaf ég ráðuneytunum ekki
tækifæri til að koma meö kröfur um
ný verkefni heldur unnum við frum-
varpiö í fjármálaráðuneytinu. Það
gafst mjög vel,“ segir Ólafur Ragnar
Grímsson, fyrrverandi íjármálaráð-
herra, en hann heldur því fram að
fjárlagavandinn núna sé síst meiri
en venjulega.
Eins og DV hefur greint frá fóru
fjárlagaóskir einstakra ráðherra í
ríkisstjóm Davíðs Oddssonar sam-
tals 14,6 milljarða fram úr forsendum
gildandi fjárlaga. Þar af voru 4,4
milljarðar vegna nýrra verkefna og
framkvæmda sem ríkissjóður hefur
ekki skuldbundið sig til að ráðast í.
Á grundvelli nýrra og eldri laga
reiknuðu ráðherrarnir sig vera í fjár-
þörf upp á 10,2 milljarða. Ljóst þykir
að í þeim útreikningum hafi ráðherr-
arnir tekið mið af ýtrustu fjárþörf.
Sé tekið mið af óbreyttum tekjum
ríkissjóðs, miðað viö gildandi fjárlög,
er ljóst að halli ríkisstjóðs á næsta
ári hefði stefnt i tæpa 19 milljarða. Á
íjárlögum þessa árs er hallinn áætl-
aður 4,1 milljarður og hefði hann því
allt að því fimmfaldast ef farið hefði
verið eftir óskunum.
Samtals reiknast ríkisstjóminni til
að fjárlagavandinn sé upp á 25,7
milljarða. Að stærstum hluta stafar
vandinn af kröfum þeirra ráðherra
sem í henni sitja. Að auki er hann
vegna fjárlagahalla þessa árs, hugs-
anlegum tekjumissi vegna aflasam-
dráttar og uppsöfnuöum vanda fyrri
ára gagnvart sjóðum og stofr.unum.
Til þess að leysa þennan vanda
hyggst ríkisstjórnin beita niður-
skurði og spamaði. Þannig er ætlun-
in að skera að mestu niður auknar
útgjaldakröfur ráðuneytanna. Að
hluta er þó ætlunin að gefa ráðherr-
um kost á að auka tekjur ráðuneyta
sinna með ýmiss konar gjaldtöku af
notendum þeirrar þjónustu sem þeir
bjóða, jafnt einstaklingum sem fyrir-
tækjum.
Þá þykir ljóst að ríkisstjómin mun
ekki leysa uppsafnaðan fortíðar-
vanda Byggingarsjóðs verkamanna
eða annarra sjóða með beinum fjár-
framlögum. Þær hugmyndir era hins
vegar uppi að rétt sé að þrengja regl-
ur um aðgang að fjármagni sjóðanna
og hækka vexti til að minnka ásókn-
ina í þá.
í upphafi fjárlagavinnunnar lýsti
Davíð Oddsson forsætisráðherra því
yfir í DV að stefnt væri að því að
halli ríkissjóðs á næsta ári yrði ekki
meiri en 5 milljarðar. Hvort það
markmið næst mun væntanlega
skýrast í byijun næsta mánaðar því
að þá hyggst ríkisstjórnin funda um
fjárlagagerðina.
-kaa
Fjárlagagerðin Jyrir síðastliðið ár og nú
.150
Mismunur
120,5 14,6 milljarflar
103,2 105,8 106?
Fjárlaga- frumvarpið 1991 Gildandl fjárlög 1991 kröfir róð- herra fyrlr 1992 Markmlð Frlðrlks Sophuss. 1992
Samtals hljóðuðu fjárlagaóskir ráðherra i ríkisstjórn Davíðs Oddsson-
ar upp á ríflega 120 milljaröa. Er það 14,6 milljarða aukning miðað
við gildandi fjárlög. Ríkisstjórnin hyggst nú ná heildarútgjöldum ríkis-
sjóðs niður um svipaða upphæð með niðurskurði í ráðuneytunum.
Ekki hafa enn fengist upplýsingar um skiptingu á fjárlagaóskum ráðu-
neytanna vegna yfirstandandi fjárlagagerðar. í grafinu er niðurskurð-
urinn því borinn saman við útgjöld ráðuneytanna samkvæmt fjárlög-
um þessa árs.
Aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna fjárlagag. '91
50
40
30
20
10
0
niðurskurður a oskum ráðuneyta samanborið við rekstrarreikninga ríkissjóðs —
Davlð Oddsson um Búnaðarfélagið og RALA:
Vill ekki fara að
dæmi Þorsteins
- sem hyggst láta sj ávarútveg bera rannsóknir
Sjúklingar geta þurft að bíða allt upp í 3 vikur eftir nýjum lyfjakortum vegna
þess hve seinlega gengur að skrá þau og vélrita hjá Tryggingastofnun ríkis-
ins. DV-mynd JAK
2-3 vikna bið eftir lyflaskírteinum
Vélritun skírteina tef ur
- 1.800 lyfjakort bíða afgreiðslu
„Vandamáhð með íslenskan land-
búnað er þaö aö hann hefur ekki
verið aflögufær meö fé enda hafa
peningar gengið þangað úr ríkis-
sjóði. Það er ekki hægt að segja það
sama um sjávarútveginn sem við lif-
um öll á. Búvörusamningurinn, sem
gerður var, mun draga úr skuldbind-
ingum ríkisins gagnvart landbúnaði.
Þetta verður þó mjög erfitt fyrsta
árið meðan við emm ennþá með leif-
ar af gamla kerfinu og búvömsamn-
inginn," sagði Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra þegar hann var spurður
hvort það væri ekki stefnumál ríkis-
stjómarinnar að landbúnaðurinn
stæði sjálfur straum af kostnaði við
þær stofnanir sem em reknar í
tengslum við hann svo sem Búnaðar-
félagið og RALA. Sjávarútvegsráð-
herra hefur boðað slíkar hliðstæðar
Olöglegar höfmngaveiðar hafa um
hríð verið stundaðar fyrir Norður-
landi og er kjöt af dýmnum selt í
nokkrum fiskverslunum norðan
heiða. Þetta kom fram í frétt á Stöð 2
1 gærkvöldi.'
Höfrungakj öt hefur verið til sölu í
verslunum á Ólafsfirði, Dalvík og
aðgerðir í sjávarútvegi.
„Þegar búvömsamningurinn var
gerður var annar þáttur algjörlega
óathugaður, það var þáttur sem snýr
að vinnslu, markaði og verslun með
landbúnaðarafurðir. Þar geta menn
komið mörgu góðu til leiðar í þágu
skattborgaranna. Það má ekki
gleyma því að búvörasamningurinn
mun draga úr kostnaði ríkisins við
landbúnaðinn.
En þegar á heildina er litiö má segja
að það sé skynsamlegt að þær stofn-
anir, sem eru reknar á vegum at-
vinnuveganna, séu sem mest reknar
á þeirra eigin vegum en það hlýtur
að þýða að atvinnuvegimir hafi
meira með stjórn þessara stofnana
að gera,“ sagði Davíð Oddsson.
Akureyri. Verðið fyrir hvert kíló er
420 til 480 krónur.
Sjávarútvegsráðuneytinu hefur
verið kynnt máliö og talsmaður þess
sagði að veiðieftirlitsmaður yrði
sendur norður innan skamms.
Fisksah á Akureyri segir nýtt höfr-
ungakjötiðseljistvel. J.Mar
„Samkvæmt uýju reglunum eru
þrír nýir sjúkdómaflokkar nú
greiðsluskyldir af sjúklingum. Það
eru flokkar þar sem krafist er lyfia-
skírteinis ef sjúkhngur á að fá þau
sér að kostnaðarlausu. Þessi nýja
regla krefst útgáfu fiölda nýrra lyfia-
skírteina. Vegna þessarar nýju reglu-
gerðar hefur vinnuálag aukist á
Tryggingastofnun ríkisins og hefur
gætt nokkurrar óþreyju vegna seina-
gangs á afgreiöslu þessara lyfia-
korta,“ sagöi Jón Sæmundur Sigur-
jónsson, formaður Tryggingaráðs, í
gær.
„Á þeim hálfa mánuði, sem höinn
er síðan reglugerðin tók gildi, hafa
komiö inn 3.300 umsóknir. Þær eru
ahar athugaðar af TR og það getur
tekið 2-3 vikur að fá ný skírteini.
Hins vegar er vinnan viö vélritun
og skráningu flöskuháls. Um 1.500
lyfiakort af 3.300 hafa verið afgreidd
af TR en 1.800 eru enn til meðferðar.
Það hefur verið settur aukinn kraft-
ur í afgreiðslu þessara korta en lang-
flest þeirra bíða vélritunar. Við lítum
svo á að það sé eðlilegur biðtími að
bíða 7-10 daga eftir afgreiðslu lyfia-
korta af hálfu TR.
Það hefði ef th vhl verið einfaldara
að gefa út lyfiaskírteinin áður en
reglugerðin tók gildi en lyfiahópur-
inn hóf ekki störf fyrr en 20. maí og
hafði ekki mikinn tíma. Ætlast er th
þess að lyfiakostnaður TR sé skorinn
niður. Þeim mun lengri tími, sem
beðið hefði verið með að hrinda nýju
reglugerðinni í ghdi, þeim mun
minni sparnaður fyrir ríkið," sagði
Jón Sæmundur.
ÍS
Svarta skýrslan:
„Fastir í skekkju
ogkomastekki
úr henni“
- segirGrétarMar Jónsson
Ægir Már Káxascm, DV, Keflavflc
„Ég held aö forsvarsmenn Haf-
rannsóknastofnunar séu fastir í
skekkju og komist ekki út úr henni,"
sagði Grétar Mar Jónsson, skipstjóri
á Sæborgu, á ráðstefnu sem haldin
var á Flughótehnu í Keflavík í gær.
Til umræðu var stjórnun fiskveiða
og svarta skýrslan svokallaða.
Grétar sagðist ekki sjá aö togara-
ralhð, sem Hafrannsóknastofnun
byggir stærstan hluta ákvarðana-
töku sinnar á, skhaði thætluðum ár-
angri þar sem sjómenn væm búnir
að mokfiska við hhðina á þeim, á
meðan togarar stofnunarinnar yrðu
ekki varir.
„Svo er verið að taka ákvarðanir
eftir því,“ sagði Grétar, „ég held að
það sé miklu meiri fiskur í sjónum
en þeir tala um. Ég hef verið skip-
stjóri mjög lengi og man ekki eftir
þeim tíma sem hefur verið jafngjöf-
uh og síðustu þrjú ár. Samkvæmt því
sem við veiðum er ástaridið ekki eins
slæmt og sagt er og stofninn er sterk-
ari en þeir láta uppi.“
Hann sagði ennfremur að sjómenn
vhdu meira samstarf við Hafrann-
sóknastofnun sem era sömu kröfur
og komu fram á fundi meö útgerðar-
mönnum á Vestfiörðum og greint var
frá í blaðinu í gær. Gagnrýni á vinnu-
aðferðir Hafrannsóknastofmmar
virðast því nokkuð almennar ef
marka má þær raddir sem heyrst
hafa nú síðustu daga.
-J.Mar
Ólöglegar höfrungaveiðar
fyrir Norðurlandi