Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Síða 9
LAUGARDAGUR 20, J,tj,LÍ 1991:,
„Ég tel að þetta sé besti árangur
minn á alþjóðlegu móti og ég er
sæmilega ánægður með útkom-
una,“ sagði Helgi Áss Grétarsson í
samtali við DV. Helgi er nýkominn
frá Póllandi þar sem hann keppti á
heimsmeistaramóti bama og ungl-
inga undir 14 ára og hreppti annað
sætið. „Ég gat ekki vitað fyrir mót-
ið hversu sterkt það væri.“
Ástríðufullur
skákmaður
Helgi er 14 ára gamall og ástríðu-
fullur skákmaður eins og afreka-
skrá hans sýnir glögglega en hann
hefur teflt á fjölda móta innanlands
og erlendis undanfarin ár og verð-
launabikarar hans skipta orðið
mörgum tugum og sigrar á mótum
eru fleiri en upp verði talið. Helgi
hefur 2260 ELO-stig, sem er alþjóð-
legur mæhkvarði á getu skák-
manna, og því með mjög háa stiga-
tölu miöað við aldur.
Maturinn vondur
Umrætt heimsmeistaramót fór
fram í Póllandi og Helgi er ómyrk-
ur í máli þegar hann segir að að-
búnaður hafi verið sæmilegur en
maturinn beinlínis vondur og hann
hafi þurft að sitja svangur við skák-
borðið á stundum. Nánari athugun
leiðir í ljós að móðir Helga nestaði
hann með ávaxtasafa og vestfirsk-
um harðfiski en faðir hans gefur í
skyn að Helgi sé einfaldlega mat-
vandur. Helgi segir að allir kepp-
endur, utan þeir frá austantjald-
slöndum, hafi verið mjög óánægðir.
Annað sem Helgi gagnrýnir er að
margar þjóðir hafi sent fleiri full-
trúa en reglur FIDE, alþjóðaskák-
sambandsins, segi til um.
Fótbolti og skák
Helgi er ekki við eina fjölina felld-
ur í íþróttum því hann hefur leikið
knattspyrnu af miklum móð um
langt skeið með Fram,og nú síðast
með 4. flokki. Lengst af hefur hann
veriö í marki og staðið sig vel þar
eins og á skákborðinu og tvisvar
var hann kjörinn besti markmaður
á Tommamótinu í Vestmannaeyj-
um. En er eitthvað líkt með skák
og fótbolta?
„Ég veit það varla,“ segir Helgi.
„Þar sem ég stend í markinu og gef
Helgi Ass Grétarsson við tafiborðið sem hann fékk í verðlaun í Póllandi.
Yngsti medlimur skákfjölskyldunnar:
Að „svíða“ er skákslangur yfir að
þjarma hægt en örugglega að ein-
hverjum, sigra hann mjög örugg-
lega. AUt á skákborðinu, að sjálf-
sögðu.
Má ekki óttast að
tapa
„Maður má samt ekki óttast að
tapa. Mér finnst alltof margir sætta
sig við stutt jafntefli. Þeir gera sér
ekki grein fyrir því að með því að
tefla flókna skák til enda, hvort
sem maður tapar eða ekki, þrosk-
ast maður miklu meira sem skák-
maður en hitt,“ segir Helgi af mikl-
um sannfæringarkrafti.
Tal og Bronstein
bestir
- Áttu þér einhverjar eftirlætis-
fyrirmyndir meðal frægra skák-
manna?
„Mér finnst Bronstein listamaður
meðal skákmanna og bók hans um
skák hefur kennt mér margt. Hann
leggur mikla áherslu á hið listræna
við skákina. Ég er nokkuð sam-
mála honum en vil þó líta á skák
sem sambland af íþrótt og list.
Annar minna uppáhaldsskák-
manna er Tal, fyrrum heimsmeist-
ari. Hann var og er snillingur, sér-
staklega í fléttum."
- Nú eru báðir þessir skákmenn,
sérstaklega Tal, þekktir fyrir djarfa
og glæsilega taflmennsku sem
stundum jaðrar við flfldirfsku. Ber
að skilja þetta svo að þú sem skák-
maður kjósir glæsileikann frekar
en öryggið?
„Það er gaman að vinna en það
má ekki fórna öllu. Ég er á móti
jafnteflum. Ég vildi gjaman ráöa
yfir skákstíl Tals,“ segir Helgi.
Amma kenndi
barnabörnunum
Helgi Dagbjartur Áss Grétarsson
er sonur hjónanna Sigrúnar
Andrewsdóttur og Grétars Áss Sig-
urðssonar. Öll börnin lærðu ung
að tefla og það var móðir Grétars,
Guðfríður Lilja Benediktsdóttir,
sem studdi þau fyrstu sporin á
skákborðinu.
„Móðir mín var nokkuð slyng
skákkona. Þegar hún kom í helgar-
heimsóknir á efri árum hafði hún
Sambland af list og íþrótt
mikið yndi af og gaf sér nægan tíma
til að tefla við barnabörnin," segir
Grétar, faðir Helga. Það kemur í
ljós að gamla konan lærði að tefla
í byrjun aldarinnar vestur í Dala-
sýslu og hafði alla tíð mikið dálæti
á kóngsbragði.
Öll fjölskyldan
með skákdellu
Af börnum Sigrúnar og Grétars
er Sigurður elstur, þá Andri, síðan
Guðfríður Lilja og loks Helgi. Öll
hafa þau keppt meira og minna í
skák. Guðfríður er margfaldur ís-
landsmeistari kvenna og alþjóðleg-
ur meistari. Andri hefur nú lagt
skákina á húluna en Helgi segir
hann löngum hafa verið sterkasta
skákmann fjölskyldunnar. Grétar
faðir þeirra keppti í meistaraflokki
á sínum yngri árum og þó Sigrún
segist varla kunna mannganginn
kemur í ijós að hún keppti í skák
fyrir Samvinnuskólann á meðan
hún var þar við nám. Þannig tekur
öll fjölskyldan virkan þátt í skák-
inni og þetta hefur verið helsta
heimilisíþróttin í fjölda ára.
„Þetta virðist liggja í ættinni,"
segir Grétar og brosir. „Æth það
séu ekki einhver skákgen sem flytj-
ast frá manni til manns.“
-Pá
skipanir til leikmanna er þetta
kannski ekki ósvipað. í báðum til-
vikum snýst þetta um að stýra sín-
um mönnum gegn liði andstæðing-
anna.“
Fótboltinn hjálpar Helga í skák-
inni því hann leggur mikla áherslu
á að þjálfa líkamann ekki síður en
hugann fyrir skákmót.
- DV heimsækir Helga Áss Grétarsson
Verður að vera
vel á sig kominn
„Það er ótrúlega erfitt að sitja og
tefla kannski fjóra tíma á dag á
mótum. Þetta krefst mikillar ein-
beitingar og því er mjög mikilvægt
að vera vel á sig kominn."
- Því er þá ekki þannig fariö að
skákmenn búi sig undir mót með
því að liggja uppi í sófa og lesa um
byijanir og tefla skákir í huganum:
„Nei, undirbúningur skákmanna
er mjög fjölþættur og líkamlega
hliðin er ekki síst mikilvæg,“ segir
Helgi. Hann segist undirbúa sig
fyrst og fremst með því að fara yfir
eigin skákir. Sigurður bróðir hans
var með honum í Póllandi en Eim-
skip, Sláturfélag Suðurlands og
Ágúst Ármann h/f styrktu Helga
til fararinnar en Skáksambandið
tók ekki þátt í kostnaði við fórina.
Mikilvægustu árin
fram undan
Næst á dagskrá hjá Helga er ein-
Fjölskyldan skákglaða samankomin við skákborðið. Helgi glímir við Guðfríði Lilju systur sina. Fyrir aftan frá
vinstri: Andri Áss Grétarsson, Grétar Áss Sigurðsson, Sigrún Andrewsdóttir og Sigurður Áss Grétarsson.
DV-myndir JAK
vígi við Áskel Örn Kárason um
sæti í landsliðsflokki. Hann segir
framtíðina að öðru leyti óráðna en
segist ætla að einbeita sér að skák-
inni fram til tvítugs með öðru
námi.
„Á þessum tíma verða mestu
framfarirnar hjá skákmönnum.
Það er því mjög mikilvægt á þessu
mótunarskeiði að þjálfa sig vel. Ég
vona að ég nái sem lengst í skák-
inni en hef ekki sett markið á neinn
sérstakan áfanga,“ segir hann og
er nú alvörugefnari en flestir imgl-
ingar á fermingaraldri eru jafnan.
Hann fullyrðir að sá sem ekki er
orðinn stórmeistari fljótlega eftir
tvítugt verði það trúlega ekki úr
því.
Lærði að
tefla sex ára
Helgi lærði að tefla 6 ára gamall
og fór fljótlega að mæta á regluleg-
ar æfingar hjá Taflfélagi Reykja-
víkur þrisvar í viku.
„Þetta var mjög mikilvægt fyrir
mig. Að tefla er besta þjálfunin á
þessum fyrstu árum.“
Helgi er mikill keppnismaður,
bæði í skák og fótbolta, og leggur
mikla áherslu á aö vinna. Hann
segist eiga erfitt með að tapa og
fari iðulega í fýlu sem stendur samt
sjaldan lengi. Hann segist helst
vilja hefna sín á þeim sem hann
tapar fyrir með því að „svíða" þá.