Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1991. 15 liffiills Tækifærið gríptu greitt Nýr borgarstjóri, Markús Öm Antonsson, tók viö í Reykjavík í vikunni. Markús Örn er ekki borg- arfulltrúi meirihluta sjálfstæðis- manna en tekur viö hinu eftirsótta starfi í kjölfar vandræðagangs í þeim hópi. Eftir aö Davíö Oddsson varð formaður Sjálfstæöisflokks- ins og forsætisráöherra gat hann að sjálfsögöu ekki sinnt borgar- stjórastarfmu áfram. Ekki varð eining um eftirmann Davíðs í hópi borgarfulltrúa flokksins. Davíö hafði ráðiö því sem hann vildi ráða í borgarstjórnarflokknum og eng- inn einn var augljós eftirmaður hans. Varla er dregið í efa að þetta er veikleikamerki á flokknum, flokki sem stýrt hefur höfðuðborg- inni í áratugi með einni undan- tekningu. Því varð það ofan á að velja mann utan borgarstjórnarflokksins til þess aö taka við borgarstjóraemb- ættinu. Þeir borgarfulltrúar, sem helst sóttust eftir starfinu, urðu að sætta sig við þá niðurstöðu, enda virðast þeir ekki hafa haft styrk til annars. Þessara borgarfulltrúa bíð- ur hins vegar það að berjast í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu kosningar, annars vegar innbyrðis og hins vegar við hinn nýja borgarstjóra. Gera verður ráð fyrir því að hann hugsi sér að leiða flokk sinn í næstu kosningum. Borgarstjóraefni flokksins hlýtur sá að verða sem sigrar í prófkjör- inu. Þá verða kjósendur að vísu að ganga út frá þvi að flokkurinn efni til prófkjörs en láti ekki nefnd um það að ganga frá listanum. Prófkjör er líka nauðsynlegt foringjanum. Hann verður að geta sýnt að hann hafi fólkið á bak við sig. Þetta á sérstaklega við um Markús Öm Antonsson sem varð óvænt borgar- stjóri með þessum hætti. Góð byrjun borgarstjóra Hinum nýja borgarstjóra fylgja góðar óskir. Hann þarf skiljanlega nokkum tíma til að komast inn í viðamikið starfið, kynnast fjöl- mörgum stofnunum og starfs- mönnum borgarinnar. Þar kemur honum til góða að hafa verið borg- arfulltrúi og borgarráðsmaður um árabil. Hann gerþekkir því upp- byggingu kerfisins. Markús Öm boðar ekki byltingu en segir fólki þó að áherslubreytingar verði frá stjórn Davíðs. Menn muni taka eft- ir nýjum borgarstjóra. Og því er ekki að leyna aö fyrstu aðgerðir Markúsar Arnar lofa góðu. Hann hyggst stinga á kýli sem fyrir löngu átti að stinga á. Þar er átt við vikulegar óeirðir ribbalda í miðbæ Reykjavfkur. „Það verður eitt af mínum fyrstu verkum að ræða þetta vandræðaástand, sem skapast hefur í borginni um helg- ar, viö lögreglustjóra og aöra við- komandi embættismenn," sagði borgarstjórinn í viðtali við DV í vikunni. Ástandið er óþolandi að mati hans. Nákvæmlega er vitað hvar í miðborginni óeirðimar eru og á hvaða tíma. Þarna er borgar- stjórinn á sama máli og lögreglu- stjórinn í Reykjavík. Hann hefur farið fram á að fá tuttugu lögreglu- þjóna til viðbótar og bendir á að hlutfallslega séu færri lögreglu- menn í Reykjavík en í öðrum höf- uðborgum Norðurlanda. Borgar- stjóri segir og í viðtalinu við DV að til þurfi að koma fjárveiting vegna þessara mála og bætir við: „Það er útilokað að láta einhverja krakka, sem em þarna um helgar að skemmta sér, nú, eða ofbeldis- seggi og ribbalda, ná algerlega yfir- tökum.og stýra þessu ástandi. Þetta er mjög fámennur hópur sem þarna er að verki og hann verður að stöðva." Markús Öm hefur stuðning allra góðra manna til þessara verka. Við höfum löngum hælt okkur af því að hérlendis geti menn gengiö óhultir um götur hvenær sem er og hvar sem er. Svo hefur ekki verið síðustu misseri. Miðborg Reykjavíkur hefur beinlinis verið hættuleg. Hörmuleg dæmi um mis- þyrmingar og jafnvel dráp bera þess vitni. Fíll í glerverslun En fleira bíður borgarstjórans nýja, Markúsar Arnar. Nokkur titringur hefur verið milli Reykja- víkur og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna út- þenslu borgarinnar. Nýjasta dæm- iö er ásælni Reykjavíkur í land Blikastaða þar sem fyrirhugað er framtíðarland Mosfellsbæjar. TU- tölulega lítið sveitarfélag eins og Mosfellsbær er sett upp að vegg og við jaðraöi að það þyrfti að kaupa dýrum dómum land miklu fyrr en LaugardagspistiU Jónas Haraldsson ætlað var. Sama gerðist fyrir nokkru þegar Reykjavík sóttist eft- ir Vatnsendalandi en þar gerir Kópavogur ráð fyrir sínu framtíð- arlandi. Kópavogur stóð frammi fyrir kauptilboði Reykjavíkur og mál þessara nágranna fóru í hnút. Sveitarstjórnarmaður í ná- grannasveitarfélagi Reykjavíkur, og raunar flokksbróðir þeirra meirihlutamanna í Reykjavík, líkti samskiptum Reykjavikur við granna sína við fil í glervöruversl- un. Fíllinn hefði svo sem ekkert illt í huga en væri bara of stór og klunnalegur í viðkvæmu um- hverfi. Hann ræki sig því alls staö- ar í ef hann hreyfði sig. Undir stjóm hins sterka leiðtoga, Davíðs Oddssonar, var Reykjavík búin að gera kauptilboð í Blikastaðina án þess að Mosfellsbæjarmenn hefðu hugmynd um og jafnvel án þess að hans eigin borgarfulltrúar væru með á nótunum. Nýr tími - nýir menn í svo þröngu sambýli, sem er á höfðuðborgarsvæðinu, verða íbúar og skattgreiðendur að gera þær kröfur til stjómenda að þeir tali saman og semji um hlutina. Borgin má ekki, í krafti stærðar og fjár- magns, ganga yfir nágranna sína. Eitt er það til dæmis sem vafist hefur fyrir stjórnendum Reykja- víkur og Kópavogs að útkljá, það er framtíð Fossvogsdals. Þar mæt- ast sveitarfélögin og í áraraðir hef- ur verið um það deilt hvort þar skuli lögð hraðbraut eða ekki. Reykjavíkurborg hefur tahð sig þurfa brautina til þess að anna mikilli umferð en Kópavogsmenn hafa bent á þessa óbyggðu náttúru- perlu innan borgar og vilja þar úti- vistarsvæði. Menn hengja sig í gamla samn- inga sitt á hvað og deilan milli sveitarfélaganna hafði þróast í per- sónulegt skítkast og hótanir sem engum voru til gagns. Nú hafa mál hins vegar skipast þannig að nýr meirihluti hefur tekið við völdum í Kópavogi frá því að deilur stóðu sem hæst og nú nýr borgarstjóri í Reykjavík. Andrúmsloftið ætti því að vera allt annað og svigrúm til skynsamlegra samninga og niður- stöðu. Það er varla leyndarmál að tíminn hefur hjálpað sjónarmiði Kópavogsmanna. Fólk er til muna betur meðvitaö um umhverfi sitt og vemdun náttúrunnar. Útivist- arsvæði er því líklegri kostur í Fossvogi en hraðbraut. Útivistar- svæði sem komi að jöfnum notum fyrir Reykvíkinga og Kópavogsbúa og raunar alla íbúa höfuðborgar- svæðisins. Fossvogsdalurinn teng- ir enda prýði Reykjavíkur, Öskju- hlíðina og Elliöaárdai. En um þetta þurfa ráðamenn sveitarfélaganna að semja og eyða þeirri óvissu sem fyrir hendi er. Umferðarmálin þurfa sveitarfélögin einnig að leysa í sameiningu. Kópavogsmenn hafa til dæmis bent á Kópavogsdalinn. Þar mætti leggja braut sem tæki við þungri umferð úr Breiðholti, Garðabæ og Hafnarfirði. Hagur sameiningar Þessi samvinna sveitarfélaganna leiðir hugann að sameiningu þeirra. Það má segja að Reykjavík, Kópavogur, Seltjamarnes, Garða- bær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Bessastaðahreppur myndi eina heild. Hvaða ástæða er því til þess að vera með margfalt kerfi, sjö sveitarstjómir og allt sem við kem- ur stjórnum og stofnunum eins bæjarfélags? Þetta margfalda kerfi er okkur hreinlega of dýrt. Samein- ing er því æskileg frá íjárhagslegu sjónarmiði. Sú sameining hlýtur að verða. Það er aðeins spurning um tíma. Og sú sameining hlýtur að verða á þann hátt að minni sveit- arfélögin sameinist Reykjavík. Þau yrðu þá borgarhverfi líkt og t.d. Breiðholt og Grafarvogur. Flest mæhr með þessu - sameiginleg yf- irstjórn er varla miklu dýrari í 150 þúsund manna borg en 100 þúsund manna eins og er í dag. Þegar kaupa minni sveitarfélögin marg- þætta þjónustu af Reykjavík: heitt og kalt vatn, rafmagn, þjónustu slökkviliðs og sjúkraliðs og fleira. Flest nágrannasveitarfélög Reykjavíkur vinna nú að því að koma á laggirnar sameiginlegu strætisvagnakerfi. Samvinna sem þessi er af hinu góða. En fyrir leik- mann virðist þetta þó vera tíma- skekkja. Hvers vegna er ekki samið við Strætisvagna Reykjavíkur að þjóna öllu þessu svæði? Fyrir hendi er þekkingin og aðstaðan. Hið eina sem gera þyrfti er að koma upp nýju leiðakerfi og kaupa nokkra vagna til viðbótar. Nýting þeirra vagna, sem fyrir eru, ætti að verða betri með auknum verkefnum. Væntanlega fylgdi þessu nokkur aukakostnaður fyrir Strætisvagna Reykjavíkur þar sem sameiginleg byggð sveitarfélaganna er enn ekki eins þétt og innan borgarmark- anna. Sá kostnaður kæmi að sjálf- sögðu á nýja aðila innan SVR sem í staðinn spöruðu stórlega og losn- uðu við kostnaðinn af nýju bákni. Markús skeri Raunar má ganga enn lengra og segja sem svo að einkaaðilar eigi að annast strætisvagnaþjónustu. Þá þjónustu eigi að bjóða út og verðleggja þannig að hún beri sig. Þetta á við um ýmislegt fleira í borgarkerfinu. Reykjavíkurborg er nefnilega eins og ríki í ríkinu. Þeg- ar ríkisstjórn, eins og sú sem nú situr, hefur loksins kjark til þess að einkavæða og sporna viö eyðslu á fé skattborgara má borgin ekki sitja eftir. í borgarkerfinu, eins og hjá ríkinu, er mörg matarholan. Markús Örn ætti því að taka fram niðurskurðarhnífinn líkt og Davíð og brýna hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.