Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Blaðsíða 20
120 LAUG^RDAGpR^O, JÚLÍ 19^1. Þar sem íslenskur kvikmyndaiðn- aður er sniár í sniðum skapast ávallt eftirvænting þegar ný ís- lensk kvikmynd í fullri lengd er frumsýnd. Á næstunni verða tvær íslenskar kvikmyndir frumsýndar, kvikmyndir sem eru þó alls ekki að öllu leyti íslenskar því í báðum tilfellum kemur tjármagn erlendis frá þótt mismikið sé. Til að mynda er kvikmynd Hrafns Gunnlaugs- sonar, Hvíti víkingurinn, samnorr- æn framleiðsla þar sem þáttur ís- lands í fjármögnun er ekki stór. Kvikmyndir Hilmar Karlsson Kvikmynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar, Börn náttúrunnar, er aftur á móti eins íslensk og frekast er unnt, en sjálfsagt er sá tími að renna sitt skeið þar sem íslenskar kvikmyndir í fullri lengd verða ein- göngu kostaðar af íslenskum aðil- um. Börn náttúrunnar verður frum- sýnd í Stjörnubíói 31. júlí næstkom- andi en Hvíti víkingurinn í haust. í Börnum náttúrunnar segir frá gömlum bónda norður í Skagaflrði sem bregður búi og leitar á náðir ættingja sinna í höfuðborginni. En þar verða ýmsir þröskuldar fyrir, langvarandi sambandsleysi og óbrúanlegt kynslóðabil veldur því að honum er komið fyrir á elli- heimili. Þar hittir hann æskuást sína, sveitunga sinn af Hornströnd- um, en þaðan hafa þau bæði flosn- að upp fyrr á öldinni og misst sjón- ar hvort af öðru. Takast með þeim kynni á nýjan leik og ákveða þau að vitja æskustöðvanna og strjúka af elliheimilinu. Hefjast nú ævin- týri þeirra á vegum úti, á jeppa teknum ófrjálsri hendi. Umfangs- mikilli lögreglurannsókn er hrund- ið af stað en dularfullir atburöir taka að gerast. Aðalhlutverkin eru í höndum Gísla Halldórssonar og Sigríðar Hagalín. Með önnur hlutverk fara meðal annarra Egill Ólafsson, Baldvin Halldórsson, Rúrik Har- aldsson, Margrét Ólafsdóttir, Hallmar Sigurðsson, Tinna Gunn- laugsdóttir, Valgerður Dan, Magn- ús Ólafsson, Þórarinn Óskar Þór- arinsson, Bryndís Petra Bragadótt- Gísli upprunans á ir og þýski stórleikarinn Bruno Ganz. Kvikmyndatöku annaðist Ari Kristinsson, handrit er eftir Einar Má Guðmundsson og Friðrik Þór Friðriksson, hljóð Kjartan 'Kjartansson og tónlist samdi Hilm- ar Öm Hilmarsson. Framleiðendur eru Friörik Þór Friöriksson sem einnig leikstýrir myndinni, Max íilm, Berlín, og Metro film, Ósló, eru meðframleið- endur að myndinni. Böm náttúr- unnar var fyrsta íslenska kvik- myndin til að hljóta styrk úr kvik- myndasjóöi Evrópu. Þess má geta að Börn náttúrunnar verður sýnd á öllumisjö sýningum með enskum texta. Nýlega var aðeins fjallað um Börn náttúrunnar í norska Dag- blaðinu en þar á bæ undruðust menn að kvikmyndin skyldi fyrir- varalaust hafa verið valin á kvik- myndhátíðina í Haugasundi í ágúst og töluðu um kvikmyndabombu. í blaðinu er myndin sögð íslensk- norsk og því til sönnunar vitnað í norskan framleiðanda myndarinn- ar, Skule Eriksen. í blaðinu er einnig sagt frá næstu kvikmynd Friöriks, en í henni mun hann fjalla um japanskan mann sem kemur til íslands í leit að látnum foreldrum. Framleiðandi þeirrar myndar er sagður verða Jim Stark sem framleitt hefur kvikmyndir Jim Jarmusch. Litríkur leikstjórnarferill Það hefur ávallt gustað um Frið- rik Þór Friðriksson eða allt frá því hann auglýsti og sýndi sína útgáfu af Brennunjálssögu sem segir ekk- ert um innihald þessa gullaldar- bókmenntaverks, heldur sýnir að- eins hvernig á að brenna bókina. Friðrik fæddist í Reykjavík 1954 og hefur þá sérstöðu meðal ís- lenskra kvikmyndagerðarmanna að vera nánast sjálfmenntaður kvikmyndagerðarmaður. Hann byrjaði aö gera 16 millímetra myndir strax í menntaskóla.og fór þar ótroðnar slóðir eins og Brennu- njálssaga ber með sér, þá hefur Hringurinn einnig nokkra sérstöðu en þar er hringvegurinn kringum landiö farinn á níutíu mínútum. Myndavélinni er beint út um fram- rúðuna á bíl og allt fest á fllmu sem fyrir auga hennar kemur. Þýski stórleikarinn Bruno Ganz leikur lítið hlutverk i Börnum náttúr- unnar. Hann er hér ásamt Gísla Halldórssyni. Auk þess að fást við kvikmyndir var Friðrik einn af stofnendum og ritstjóri kvikmyndblaðs sem lifði stutt og einnig er hann einn af aðal- hvatamönnum um kvikmyndahá- tíð í Reykjavík og var fyrsti fram- kvæmdastjóri hennar 1978. Áður en Friðrik gerði Skytturn- ar, sem hingað til er hans besta kvikmynd, gerði hann eftirtektar- verðar en ólíkar heimildamyndir: Eldsmiðinn, 1981, Rokk í Reykja- vík, 1982 og Kúreka norðursins, 1984. Þrátt fyrir að Eldsmiðurinn og Rokk í Reykjavík séu fyrsta flokks heimildarmyndir þá var það ekki fyrr en með Skyttunum sem Friðrik var af mörgum tekinn al- varlega sem kvikmyndagerðar- maður. Með þeirri stórgóðu kvik- mynd, sem er hans fyrsta leikna kvikmynd í fullri lengd, eyddi hann öllum efasemdum um hæfileika sína sem kvikmyndagerðarmaður. Auk þess að starfa að eigin kvik- myndagerð hefur Friðrik leikstýrt tveimur sjónvarpsmyndum, Flug- þrá, 1988, og Englakroppar, 1989, sjónvarpsmyndir sem sjálfsagt verða aldrei taldar meðal betri verka Friðriks en vöktu samt mikla athygli og umræður manna á milli, enda báðar frumlegar að gerö og efnistökum. -HK : ■ : ■ ,/í / • Keanu Reeves og Patric Swayze i hlutverkum sínum í Point Break. Væntanleg kvikmynd - Point Break: Point Break er nýjasta kvik- og tekur upp samband við. Utah annars hjá Milos Foreman. Fyrsta myndin sem stórstjarnan Patrick verðuríþessusambandilljóttnem- kvikmynd hennar að námi loknu Swayze leikur í. I henni leikur andinn. Seinna kemur í ljós að var The Loveless. Þar kom fram í hann engan sakleysingja heldur Bodhi er hættulegur kennari sem fyrsta skipti ungur leikari, Willem dularfullan og hættulegan mann kennir hinum unga lögreglumanni Dafoe. Sú mynd íjaUar um hóp af sem „veiðir" unga lögreglu í net að horfa á veröldina út frá þeirri mótorhjólatöffurum. Önnur mynd sitt. Keanu Reeves leikur lögreglu- reglu að ef maður vilji fá spennu í hennar, hryllingsrayndin Near manninn Johnny Utah sem hefur lífið verði maður að vera tílbúinn Dark, vakti mikla athygli gagnrýn- gaman af að teíla á tæpasta vaö. að borga fyrir hana. enda fyrir sérstakan stíl á marg- Ásamt félaga sínum er honum Leikstjóri Point Break er þvældu efni. fengin rannsókn á samfelldum Kathryn Bígelow en nýlega var Kathryn Bigelow er af mörgum bankaránum sem framin eru af sýnd í Regnboganum sakamála- talin besti kvenleikstjórinn í Holly- glæpaflokki sem kallar sig Fyrr- myndin Blue Steel sem hún leik- wood og eru margir þeirra skoðun- verandi forsetar, en þeir eru íjórir stýrði á undan Point Break, flórðu ar að hún eigi eftir að ná langt, og bera grímur sem líkjast fyrrver- kvikmynd sinni. Bigelow byrjaði þótt enn haft ekki komið frá henni andi forsetum. listamannaferill sinn sem málari kvikmynd sem sannar að hún eigi Utah fer í dulargervi til aö reyna en hugur hennar stóð til kvik- þennan titil skilið. Point Break að komast að hvcrjir þessir menn myndagerðar og hún innritaðist í veröur sýnd í Bíóhöllinni eða Bíó- séu. Í þessu gervi sínu hittir hann Columbía University’s Graduate borginni. Bodhi sem hann hrifst af í fyrstu School þar sem hún nam meðal -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.