Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Qupperneq 25
;I?!Al^GApDAGtUjEi^O.]y[5ÍJI)fil'9íjl. _____<f_ ' Ta±tun Mikil gróska í almenningsíþróttum á Seltjamamesi: Leikfimi í vatni, skokk og ganga - undir leiðsögn Margrétar Jónsdóttur meðal þess sem boðið er upp á Skemmtiskokk Hálfmaraþon Maraþon Ólöf Huld Ásgeir Vöggur 1. d. 6 km rólega 16 km rólega 22kmrólega 2. d. Hvíld Hvíld Hvíld 3.d. 4 km fartleikur , 7 km fartieikur 10 km fartleikur 4. d. Hvíld 10 km rólega 14 km rólega 5.d. 5 km rólega 8 km jafnt 12 km jafnt 6. d. Hvíld Hvild Hvíld 7. d. 3kmhratt 6 km hratt 8 km hratt Trimmhópurinn á Seltjarnarnesi hefur farið ört stækkandi i sumar. í byrjun skokkar hver og einn eins og hann vill. Ganga hentar sumum betur en skokk Þeir sem ekki hafa áhuga á skokki geta gengið með gönguklúbbi Sel- tjarnarness. Tvisvar í viku, á mánu- dögum og fimmtudögum kl. 19, hitt- ast eldhressir göngugarpar og ganga í tæplega klukkustund um Nesið. í hópnum hafa lengst af bara verið konur en karlar eru engu að síöur velkomnir. Sveinbjörg Símonardóttir er ein þeirra sem gengur reglulega. „Það er okkar lífsmáti að missa ekki af þessum dögum. Við höfum gert þetta í rúmt ár og alltaf er einhver að bætast í hópinn. Okkur finnst þetta það besta sem við getum gert fyrir okkur sjálfar, gangan eykur þrek og gerir mikið fyrir sál og líkama. Við fórum það hratt að þol eykst og jafn- vel sjúklingar hafa náð sér á strik með göngu.“ í gönguhópnum eru engin aldurs- mörk og allir eru velkomnir. Stærst- ur hluti göngugarpa er á milh fimm- tugs og sextugs. „Yngra fólkið er meira í skokkinu. Okkur finnst skokkið ekki henta okkur. Hver og einn verður að finna hreyfingu við sitt hæfi,“ segir Sveinbjörg. Vellíðan og öryggis- kennd í vatni Vatnsleikfimi er nokkuð sem boðið hefur verið upp á í sundlaug Sel- tjarnarness að undanfórnu. Leið- beinandi er Margrét Jónsdóttir sem hefur verið ein aðaldrifijöörin í al- menningsíþróttum á Seltjarnarnesi. í sumar hefur hún verið í hálfu starfi hjá bæjarfélaginu við að kynna al- menningsíþróttir. „Það þarf að sinna almenningsíþróttum ekki síður en keppnisíþróttum," segir Margrét. Leikfimi í vatni gerir allar hreyf- ingar hægari og erfiðari en meiðsla- hætta er mun minni en í annarri leik- fimi. Margir finna til velhðunartil- finningar í vatni, það að finna vatnið umlykja líkamann veitir öryggis- kennd. Það að gera æfingarnar í er hitað upp eins og hér sést en svo DV-mynd BG vatni, en ekki á þurru landi eins og flestir þekkja, er svolítið skrítið í fyrstu. Vatnið eins og þvæhst fyrir en eftir stuttan tíma hafa flestir lært að nota vatnið sem mótstöðu eins og til er ætlast. Vatnsleikfimitímarnir eru 3CM0 Syndir þú rétt? En Margrét Jónsdóttir hefur gert meira en komið skokkurum og göngugörpum af stað og kennt vatns- leikfimi. Hún hefur einnig staðið á sundlaugarbakkanum og leiðbeint í sundi. Ekki er hér um beina kennslu að ræöa heldur leiðbeiningar til þeirra sem þegar kunna að synda en bera sig ekki alltaf rétt að. Það sem fólki finnst vera smáatriði getur í raun verið stórmál og bætt sund- tæknina mikið. -hmó Reykjavikurmaraþon: Mikilvægt að fá trú á sjálf- um sér og því sem maður er að gera - fínna hvort maður getur haldið góðum hraða í áttundu viku eykst áhersla á hraðann. Fartleikurinn er til þess aö ná upp hraðaþoli. Það næst ekki nema með því að ná upp púlsinum með breytilegu álagi. Til upprifjunar er rétt að geta þess að fartleikurinn samanstendur af rólegu skokki eða göngu og hraöaaukningu til skiptis. Rétt er að byrja alltaf með 8-10 mín. skokki. Útfæra má fartleikinn á marga vegu, hafa hann alveg frjálsan eða skipulagðan t.d. með því að ákveða fyrirfram að hlaupa hratt mihi tveggja ljósastaura og skokka á milli þriggja staura. Þeir sem stefna að þátttöku á lengri vegalengdunum ættu að nýta brekk- ur vel í fartleiknum til að fá aukinn styrk. Brekkurnar eiga ekki að vera mjög brattar og um 50-150 m að lengd. Seinasta dag vikunnar er gert ráö fyrir hröðu hlaupi. Þá er ekki átt við aö fólk hlaupi eins hratt og það kemst, heldur á viðráðanlegum hraöa sem er meira en hina dagana og tekur aðeins í. Markmiðið er m.a. að prófa hvort maður getur haldið góðum hraða á æfingu. Ef það tekst vel mun sjálfstraustið aukast. Það að fá trú á sjálfum sér og því sem maður er að gera er þáttur sem má ekki vanmeta. Kveðja Sigurður Pétur Sigmundsson Líkaminn er skapaður fyrir hreyf- ingu. Við verðum að hreyfa okkur til að fá eðlilegri hreyfiþörf okkar fuhnægt. Rétt hreyfmg eykur þrek og byggir upp þrek. Oft söknum við þeirrar varaorku sem nauðsynleg er þegar óvænt álag eða sjúkdóma ber að höndum. Reglubundið trimm get- ur dregið úr hættu á sjúkdómum auk þess sem þaö getur leitt tfi hollari lífsvenja og betra lífs. Þetta hefur lengi verið vitað en sumum gengur erfiðlega að lifa samkvæmt þessu. Skokkhópur í örum vexti Á Seltjarnanesi hefur verið mikU gróska í almenningsíþróttum und- anfarin ár. Árið 1985 var þar stofnað- ur trimmhópur. í upphafi hittust skokkarar einu sinni í viku en fljót- lega voru þetta orðin þrjú skipti í viku eins og nú er. Hver og einn skokkar eins langt og honun hentar eða jafnvel gengur inni á milli. Vel er tekið á móti nýliðum og þeim leið- beint eins og kostur er. Margrét Jónsdóttir hefur tekið nýtt fólk upp á sína arma og kennt því hvemig þaö á að haga sér. í upphafi hitar hópurinn upp sam- an og eftir skokkið er teygt á. í lokin bregða sér svo allir í sund, hvort sem er til að synda eða til að spjalla sam- an í heitu pottunum. Sumum reynist erfitt að fara einir af stað en þá er tilvahö að skokka með hópnum og vera í góðum félagsskap. Það er til marks um þá miklu vakn- ingu sem orðið hefur meðal almenn- ings á líkamlegri hreyfingu að í sum- ar hafa flest verið um 50 manns til að skokka en að vetrinum eru að jafnaði 25 manns sem skokka reglu- lega. Öllum er velkomið að skokka með trimmhópnum á Nesinu, ekki bara íbúum Seltjamamess, og sumir koma alla leið úr Kópavoginum tíl að skokka með hópnum. Ekkert þarf að borga fyrir aö skokka með, aðeins er greiddur aðgangseyrir í sundlaug- ina. Trimmhópurinn skokkar mánu- daga og miðvikudaga kl. 17.30 og laugardaga kl. 11.30 en lagt er upp frá sundlauginni á Seltjarnarnesi. „Hendur á bakkann og hjóla með fótunum," laug Seltjarnarness. segir Margrét Jónsdóttir sem leiðbeint hefur í vatnsleikfimi í Sund- DV-mynd JAK mínútur og allir eru velkomnir. Ekk- ert er greitt sérstaklega fyrir leikfim- ina, aðeins aðgangur að lauginni. Byrjað er á upphitun og smám saman er hraðinn aukinn, allt að hoppi og tvisti í takt við tónlistina. í lokin eru svo gerðar teygjuæfingar og slökun og allir reyna að láta sig fjóta. Starf Margrétar er aöeins til reynslu í 3 mánuði en í byrjun ágúst veröur gert um 3 vikna hlé. Fyrir hverja viku er sett upp tímaplan og undanfarið hafa vatnsleikfimitímar verið á þriðjudögum kl. 7.00 og á fimmtudögum kl. 7.00,10.00 og 20.00. Erlendis hefur vatnsleikfimi tölu- vert verið stunduð. Fyrir þá sem ekki hafa hreyft sig lengi er tiivalið að byrja á hreyfingum í vatni. Síð- astliðinn vetur var boðið upp á vatnsleikfimi í Sundhöll Reykjavík- ur sem og í Suðurbæjarlaug í Hafnar- firði. STVRKIR REYKJAVIKURMARAÞON TOYOTA Tákn um gœði v.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.