Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1991, Side 2
2
MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991.
Fréttir_____________________________________________________________________________________pv
Sólarlandaferðir 1 sumar:
Seldust upp þegar vaxta-
bæturnar voru greiddar út
„Við höfum ekki við, það er allt
meira og minna yfirbókað og búið
að vera þvílíkt og annað eins að gera
að ég man ekki eftir öðrum-eins ág-
ústmánuði," sagði Guðbjörg Sand-
holt hjá Ferðaskrifstofunni Veröld
sem hefur unniö í þessum bransa í
fjórtán ár.
Eftir að fólk fékk vaxtabæturnar
greiddar út rétt fyrir verslunar-
mannahelgina varð starfsfólk ferða-
skrifstofanna vart við áberandi sölu-
aukningu á sólarlandaferðum og
einnig hefur mikið verið hringt og
spurt um ferðir.
„Það hefur oft verið erfitt að bóka
ágústmánuð, þar sem það er dýrasti
tíminn, en nú eru ekki til sæti til að
selja þó við gjarnan vildum. Það er
allt selt sem hægt er að selja og meira
til og jafnvel kominn biðhsti," sagði
Guðbjörg.
Soffía Helgadóttir hjá Úrvali-Útsýn
tekur undir þetta og segir að síminn
hafi verið rauðglóandi fyrstu dagana
á eftir.
„Við hefðum getað selt í heila vél
í viðbót, síminn hefur ekki stoppað.
Við getum bara ekki bætt við ferðum
með góðu móti því öll hótel úti eru
yfirfull," sagði Soffía.
Svana Davíðsdóttir hjá Samvinnu-
ferðum/Landsýn sagðist álíta að fólk,
sem búið væri að njóta góða veðurs-
ins hér heima í sumar, hefði hugsað
sér til hreyfings með haustinu um
leið og það sá sér það fært.
„Það er því örugglega eitthvað
samhengi þarna á milli, því um svip-
að leyti og fólk fékk vaxtabætumar
jókst eftirspurnin til muna,“ sagði
Svana.
-ingo
Drengina í myndinni „Allt gott“ leika þeir Gunnlaugur Ólafsson sem Daníel, til vinstri, og Ragnar Nikulásson,
(Jóhannes). DV-mynd Kristján
Selfossi:
Kvikmyndað eftir hand-
riti f orsætisráðherra
Kristján Einarsson, DV, Selfossi:
Hrafn Gunnlaugsson og hans fylgi-
fiskar hafa síðustu viku verið hér á
Selfossi að festa á filmu atriði 1 kvik-
mynd Hrafns og Sagafilm, „Allt
gott“, eftir handriti Davíðs Oddsson-
ar forsætisráðherra.
Sagan mun vera um tvo drengi,
athafnir þeirra og framtíðardrauma.
Sögusviðið er að hluta til Selfoss árið
1950. Kvikmyndatökufólkið hefur
verið við tökur við Ölfusá og
Tryggvaskála og fengið ýmsa hluti
lánaða sem algengir voru á þessum
tíma.
Margt fólk á Selfossi bíður spennt
eftir þessari mynd, minnugt þess að
höfundurinn og góðvinur hans, Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra, áttu heima á Selfossi á sínum
uppvaxtaráram. Ef til vill verður
hægt að sjá eitthvaö í myndinni sem
kemur heim og saman við veru þess-
ara drengja í bænum upp úr 1950.
Nattúruvemdarráð og Landsvirkjun deila um Fljótsdalslínu:
Gífurlegur kostnaður við jarðstreng
- segir Halldór Jónatansson, framkvæmdastjóri Landsvirkjunar
„Það kemur okkur í opna skjöldu
að Náttúruverndarráð skuli venda
sínu kvæði í kross með þeim hætti
sem nú er orðin raunin á. Ráðið var
búið að gefa okkur sitt samþykki fyr-
ir þessu línustæði í janúar 1990. Nátt-
úruverndarþing ályktaði hins vegar
í október 1990 og óskaði að Náttúra-
vemdarráö endurskoðaði afstöðu
sína.
Nú túlkar Náttúruverndarráð
þessa ályktim á þá leið að þingið
hafi hnekkt samþykktum ráösins og
það sé ekki lengur bundið þessu sam-
þykki sínu gagnvart okkur,“ segir
Halldór Jónatansson, framkvæmda-
stjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hefur lagt til aö fyrir-
huguð rafmagnslína frá Fljótsdals-
virkjun til Akureyrar veröi lögð um
Ódáðahraun, milli Herðubreiöar og
Öskju. Náttúravemdarráö sendi
Lándsvirkjun bréf í gær þar sem
mælst er til þess að hún fresti frek-
ari athugun á þeirri staðsetningu lín-
unnar. Ráðið leggur til að gerðar
verði auknar rannsóknir á leiðinni
meðfram núverandi byggðalínu
norðan Mývatns og athugaðir verði
möguleikar á jarðstreng um viðkæm
svæði svo sem um Mývatnssveit.
Að sögn Halldórs telur Landsvirkj-
un jarðstreng ekki raunhæfan mögu-
leika þar sem kostnaður yrði mikill.
Samkvæmt útreikningum Lands-
virkjunar kostar hver lagður kíló-
metri í loftlínu um 15 milljónir króna
á móti 65 milljónum í jarðstreng.
Línuleiðin meðfram byggðalínunni
er 40 kílómetrum lengri en leiðin um
Ódáðahraun og yrði 20% dýrari eða
sem samsvarar 600 milljónum króna
og þá er ekki gert ráö fyrir jarð-
streng.
„Við munum kappkosta að ná sam-
komulagi við Náttúruverndarráð um
sameiginlega niöurstöðu sem allir
geta vel viö unað,“ sagði Halldór.
Skipulagsstjórn fer norður í dag
ásamt fulítrúum Náttúruverndar-
ráðs og ætlunin er að ferðast um all-
ar línuleiðirnar. Það verður síöan
Skipulagsstjórn ríksisins sem á end-
anum tekur ákvörðun um hvaða leið
verður fyrir valinu.
-BÓl
Rannsókn á orsökum gijótregnsins í Grafarvogi lokið:
Sprengief nið ekki
nógu vel blandað
- fyrirstaða beindi aflbylgjunni upp í loft en ekki til hiiðar
„Það sem gerðist í Grafarvoginum
var að kjaminn í tveimur holum af
sjö var að öllum líkindum illa lagað-
ur þannig að hann náði ekki að
brenna og springa. Við það varð svo
þröngt um þær holur sem sprakk í á
eftir að gasbylgjan, sem myndaðist,
leitaði upp en ekki til hliðar eins og
til var ætlast,“ sagði Jens Andrésson,
tæknifulltrúi hjá Vinnueftirliti ríkis-
ins, í samtali við DV.
Rannsókn Vinnueftirlitsins á
sprengingunni á lóð Húsaskóla í
Srafarvogi .æ fimmtudagskvöld er
Ipkið. Þá gerþist það að reiðinnar
býsnum af gijóti rigndi yfir næsta
umhverfi með þeim afleiðingum að
gat kom á þak eins húss, auk þess
sem smærri skemmdir urðu á böum
og fleiri þökum. Mikið af börnum er
jafnan að leik við svæöið þar sem
sprengt var og þykir mildi að enginn
skyldi slasast í grjótregninu.
Jens sagði að þegar berg væri
sprengt, eins og í Grafarvogi, væri
um að ræða tiltekinn fjölda af holum
sem í væri settur kjarni, blanda af
ammorúaksnítrati og olíu sem löguð
er á staðnum, dínamít og loks forhlað
eða hvellhetta. Kjarninn er ekki
hættulegur í sjálfu sér en virkni hans
fer eftir hversu vel lagaður hann er.
Verða þessi þrjú efni aö vera i réttum
hlutföllum til að sprengingin lukkist
sem skyldi. Holurnar eru síðan
sprengdar með örstuttu millibili, 30
sekúndna, í ákveðinni röð þannig að
ákveðin keðjuverkun verður. Fyrsta
sprengingin ryður jarðvegi undan
fyrir þeirri næstu á eftir og svo koll
af kolli. Reyndar væru til alls kyns
útfærslur á röðun holanna en með
góðum yfirbreiðslum leitaði sprengi-
aflið til hliðar þegar slíkar spreng-
ingar lukkuðust.
I Grafarvogi voru 7 holur. Engin
sprenging varð í holu 2 og 5 þannig
að ansi þröngt vgc lyn gas- eða afl-
bylgjuna sem varð af sprengingunni
í holu sex. í stað þess að leita til hið-
ar, þqr sem fyrri sprengingar áttu
að vera búnar að ryðja frá, leitaði
aflbylgjan upp með tilheyrandi grjót-
regni.
Jens sagði orsakir þess að ekki
kviknaði í holu 2 og 5 að öllum líkind-
um vera lélega blandaðan kjarna
þannig að dínamítið náði ekki að
kveikja í honum.
Verktakinn, sem stóð aö sprenging-
unni var með sprengileyfi útgefið af
bæjarfógetanum í Hafnarfirði 1989.
Endumýja þarf leyfið á fimm ára
fresti en viö tilfelli sem þessi mun
fógeti ákvarða um framhald sprengi-
leyfisins að fenginni umsögn for-
stjóra Vinnueftirlitsins.
-hlh
Nýrnaþeginn
ferútídag
Kristján H. Hlynsson, niu
ára fíölfatlaöur drengur
með ónýt nýru, fer út í dag
og fær væntanlega líffæra-
flutning eftir helgina. Eins
og DV hefur greint frá voru
honum ekki gefnar lífslíkur
nema fram. á vorið og var
sagt að hann hefði enga von
um líffæraflutning vegna
fótlunar sinnar.
Fyrir tilviljun sá yfir-
læknir frá Boston skýrslur
um hann og bauðst til að
framkvæma aðgerðina og
móðir drengsins lætur hon-
um í té annað nýrað sitt.
Eftir greinina í DV hafa
fjölmargir lagt fé inn á bók
sem stofnuð var handa hon-
um og vilja þau koma á
framfæri sérstöku þakklæti
til allra sem studdu viö bak-
ið á þeim.
-PÍ
Kristján verður væntanlega komið með
annaö nýraö úr móður sinni eftir helgina.
DV-mynd JAK