Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1991, Qupperneq 4
4
MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991.
Fréttir
Uppsveif la í útlondum
- samt versna viðskiptakjör okkar
Þróun verðbólgu ínokkrum löndum 1989-1992
Grafið sýnir verðbólguna samkvæmt síðustu spám. Þar sést, hvernjg verð-
bólgan á islandi hefur minnkað mikið. Hún er áfram talin verða lítil sam-
kvæmt spá Seðlabankans en verður þó meiri en í hinum löndunum. Saman-
burðurinn er gerður við nokkur riki, meðal annars ríkin i Evrópubandalag-
inu að meöaltali og i Efnahags- og framfarastofnuninni OECD að meðaltali.
Nú sér fyrir endann á efnahagsleg-
um íifturkipp síöustu missera í lönd-
um í Efnhags- og framfarastofnun-
inni OECD, nema helzt hér heima. í
OECD eru flest hin ríkari af löndum
heims. Búizt er viö, að heimsverzlun
aukist um leið og hagvöxtur OECD-
ríkjanna. En samt megum við íslend-
ingar gera ráð fyrir versnandi við-
skiptakjörum við útlönd.
Skilyrði hafa skapazt til þess, að
framleiðslan aukist að nýju í þessum
ríkjum, sem sé: það verði hagvöxtur.
Hagvöxtur var 3 prósent á ársgrund-
velli á fyrri hluta ársins 1990 en að-
eins 1,5 prósent á hinum síðari. Hag-
vöxtur varð síðan nánast enginn á
fyrsta fjórðungi yfirstandandi árs.
Nú segja hagfræðingar, að hagvöxtur
í ríkjunum geti orðið 2,5 prósent á
síðari hluta ársins og tæplega 3 pró-
sent á næsta ári.
Bara 4 prósent verðbólga
Við erum nú stödd neðarlega í
öldudal hagsveiflu. Hagvöxtur á
OECD-svæðinu hefur ekki verið
minni frá 1982. Það stafar einkum af
litlum fjárfestingum. Samdráttur
varð í Bandaríkjunum, Bretlandi.
Finnlandi, Svíþjóð og víðar, þar sem
aðhaldi í peningamálum var beitt
árin 1988 og 1989, þegar hætta var á
oíþenslu. Snögg verðhækkun á olíu
síðla sumars 1990 eftir innrás íraka
í Kúvæt dró úr hagvexti. Útgjöld
heimila og atvinnulífs minnkuðu svo
enn frekar, þegar Persaflóastríðið
hófst í janúar síðastliðnum. Eftir inn-
rásina í Kúvæt í ágúst í fyrra hækk-
aði verð á olíu úr 16 dollurum fatið
í tæplega 40 dollara en fór síðan
lækkandi. Verðið hrapaði niöur í 10
dollara, eftir að Persaflóastríðiö
brauzt út. Búizt er við, að olíuverðið
verði um 18 dollarar það sem eftir
er af þessu ári og á því næsta. Við
þessar aðstæður fer efnahagurinn að
taka við sér viða um lönd.
I urnsögn frá Seðlabankanum um
þessi mál segir, aö verðbólgan í þess-
um ríkjum gæti dvínað á þessu ári
og því næsta vegna lækkandi verðs
á olíu og veigalítilla verðhækkana á
öðrum vörum, svo og lítilla launa-
hækkana á síðari hluta þessa árs
vegna atvinnuleysis. Á næsta ári er
búizt við, að verðbólgan í OECÐ-
löndunum í heild verði komin niður
fyrir íjögur prósent.
Bjartsýni Seðlabankans
Verðbólgan hér á landi er á sama
tíma, árin 1991 og 1992, talin verða 7
prósent og 6 prósent. Þar er miðað
við síðustu spá Seðlabankans, sem
telja verður sýna talsverða bjartsýni.
Ekki er ólíklegt, að komandi kjara-
samningar setji verðbólguna af stað.
Hraði verðbólgu er nú 12 prósent
miðað viö heilt ár. Til þess að hrað-
inn verði aðeins 7 prósent í ár, þarf
verðlag að haldast nærri óbreytt með
haustinu. En meðfylgjandi graf sýn-
ir, hvernig verðbólgan verður meiri
hér á landi en í hinum ríkjunum, þó
að bjartsýn spá Seðlabankans stæð-
ist. Þessi munur kynni að valda
gengisbreytingum á krónunni.
Þrátt fyrir það aö uppsveifla taki
nú við af samdrætti í þessum ríkjum,
er útlitið ekki gott fyrir okkur á
næstunni. í spá Þjóðhagsstofnunar
er talið líklegt, að viðskiptakjör þjóð-
arbúsins gagnvart útlöndum vefsni
vegna lækkunar fiskverös. Þó er tal-
ið, að viðskiptakjörin batni um 3,5
prósent á þessu ári, en óvarlegt sé
að reikna með, að framhald verði á
þessari hagstæðu þróun. Ýmislegt
Sjónarhom
Haukur Helgason
bendi til þess, að fiskverð erlendis
hafi náð hámarki í bili. Horfur séu
því á, að saman fari eins og oft áður
lækkun verðs og minnkun afla. Því
gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir, að
viðskiptakjör okkar við útlönd
versni um 3,5 prósent milli áranna
1991 og 1992.
Þá ér enn reiknað með, að hallinn
á viðskiptum okkar við útlönd verði
17,5 milljarðar króna á næsta ári og
13 milljarðar í ár. Þetta samsvarar
því, að viðskiptahallinn fari úr 3,6
prósentum af framleiðslu í landinu í
4,6 prósent.
-HH
Talsvert hefur borið á því í sumar að fólk noti frekar reiðhjól en bil til að komast leiðar sinnar og er skýringuna
kannski að finna í veðrinu. Þessi reiðhjólaeigandi hjólar þó að öllum líkindum ekki mikið á næstunni, a.m.k. ekki
fyrr en búið er að lappa upp á reiðskjótann. DV-mynd JAK
Mikil aösókn í Kattholt:
70 kettir gistu um
verslunarmannahelgina
„Það er mikið af óskilaköttum hjá
okkur og núna eru þeir 12. Bæði hef-
urfólk komið meö kisur og svo hefur
lögreglan komið með þær. Ég veit
hins vegar að lögreglan hefur tekið
kisurnar af götunni sem er náttúr-
lega ekki góð stefna vegna þess að
það á ekki að taka ketti ef þeir eru
ekki hraktir og illa til reika,“ segir
Sigríður Heiðberg, formaður Katta-
vinafélags íslands.
Kattholt var opnað 27. júlí síðastlið-
inn og hefur verið mjög mikið notað
síðan, bæði til aö geyma óskilaketti
og einnig til að geyma ketti meðan
fólk er í sumarfríi. Sigríður segir að
um 70 kettir hafi verið i Kattholti um
verslunarmannahelgina en núna séu
í geymslu um 30 kettir.
„Það var alveg óskapfcga mikil
þörf á stað sem þessum og hann hefði
i rauninni þurft að koma fyrir mörg-
um árum. Dýraspitalinn er hættur
að taka við óskilaköttum og er bara
spítali núna þannig að við tökum viö
öllum slíkum köttum. Og ég vil endi-
lega hvetja fólk, sem tapar kisunum
sínum, að hringja hingað og athuga
hvort þær eru á skrá. Einnig getur
fólk hringt eða komið og fengið kisur.
Til dæmis komu hingað 5 kettlingar
sem fundust á víöavangi og þeir hafa
allir fengið góö heimili," segir Sigríð-
ur. -ns
í dag mælir Dagfari__________________________
Enn skrif ar Jón undir
Jón Sigurðsson iönaöarráðherra
hélt enn einn blaðamannafund
sinn um álverið í fyrradag. Þar til-
kynnti hann þjóðinni að hann væri
búinn að skrifa undir samninga um
nýtt álver. Ekki vildi Jón segja
nánar af því hvað hann hefði skrif-
að undir eða hvers eðlis samning-
amir væru, heldur varð honum
meira tíðrætt um það hvað þessir
samningar væru góðir. Hann gat
liins vegar ekki um það fyrir hvem
þeir væru góðir en eftir því var
tekið að fulltrúar Atlantsálfyrir-
tækjanna mótmæltu ekki þessari
staðhæfingu ráðherrans.
Enginn getur auðvitað vefengt
ráðherrann meðan hann segir ekki
frá því hvað í samningunum segir
og enginn getur raunar tjáð sig um
þessa samninga nema samninga-
mennirnir sem sátu við hliö Jóns
ráðherra þegar undirskriftirnar
fóru fram. Enda tók Jóhannes Nor-
dal það fram að erfitt væri að segja
um árangur af þessum samningum
fyrr en búið væri að reikna út verð-
ið sem útlendingamir eiga að borga
fyrir orkuna. Það verð er ennþá
algjört leyndarmál, nema hvað Jó-
hannes glopraöi því út úr sér að
orkuverðið miðaðist við heims-
markaðsverð «g heimsmarkaðs-
verð væri lágt um þessar mundir
og þess vegna væri ekkert að
marka það orkuverð sem samið
hefur verið um.
Jóhannes segir líka að þetta álver
sé tilraunastarfsemi, ef ekki auka-
atriði, því aðalatriðið sé að brjóta
ísinn fyrir aöra til að semja viö.
Þaö bendir sem sagt flest til þess
að íslendingar ætli að gefa Atlant-
sál eitt stykki álver og selja þeim
orku fyrir svo lágt verð að ekki
taki að nefna þaö, til þess eins aö
plata fleiri aðila til að kaupa orku
af íslendingum! Það má svo sem
reikna með því að fleiri íjármála-
spekúlantar í útlöndum séu til-
kippilegir ef íslendinagar hafa tek-
iö upp þá stefnu að selja orkuna á
spottprísum. En það verður ekki
mikill gróði eftir í-landinu og Jón
iðnaöarráöherra má halda marga
blaðamannafundi ef hann ætlar að
sannfæra þjóðina um að reyfara-
kaup útlenskra fyrirtækja séu ás-
ættanleg fyrir þjóðarbúið.
Þaö kom fram á þessum blaða-
mannafundi að útlendingarnir
bera mikið traust til íslendinga.
Þetta voru slæmar fréttir vegna
þess að menn tala ekki svona vin-
samlega um viðsemjendur sína
nema þeir telji sig örugga um að
hafa platað þá.
Dagfari leyfir sér aö varpa fram
þeirri spurningu hvort skynsam-
legt sé að taka mark á þessum
blaöamannafundi. Síðast þegar Jón
Sigurðsson hélt blaöamannafund
út af álmálinu voru mennirnir aö
skrifa undir eitthvert tímamótap-
lagg og ekki var annað að heyra
en allt væri klappað og klárt. En
þá kom Davíö Oddsson sem fulltrúi
stjórnarandstöðunnar og lýsti frati
á allar undirskriftir og fór í samn-
inganefndina sjálfur og sagði aftur
og aftur að álsamningar væru langt
undan og ekkert að marka þaö sem
Jón iðnaðarráöherra sagði. Davíð
var að vísu ekki mættur á blaða-
mannfundinum hjá Jóni en Dagfari
vill fyrst fá að heyra frá Davíð áður
en hann tekur mark á undirskrift-
um þeirra sömu manna og skrifuðu
undir í fyrra og hittifyrra og voru
alltaf að segja okkur að álverið
væri í höfn.
Svo er annað. Atlantsálfurstarnir
segjast eiga eftir að slá lán fyrir
álverinu. Þeir eiga sem sagt alls
ekki fyrir því og hver segir að ein-
hver vilji lána þeim? Það boðar að
minnsta kosti ekki gott aö þeir ætla
sér hálft ár í að sníkja lánin og
ekki er það nú mikið lánstraustiö
sem þeir hafa! Dagfari þarf ekki
annað en hringja í bankastjórann
sinn og þá er lánið komið en þessir
menn þurfa aö bíða í hálft ár á bið-
stofu bankastjóranna áður en þeir
vita hvort þeir fá lán.
Það er auðvitað gaman að halda
blaöamannafundi og kynna samn-
inga sem ekki má segja frá. Það er
sjálfsagt ákaflega gaman að hitta
þessa náunga frá Atlantsál og ekki
er að efa að það er auðvelt aö ná
samningum um orkuverð ef orku-
verðið er svo lágt aö það er ekki
mark á þvi takandi. En gamanið fer
hins vegar að kárna ef aldrei verð-
ur byggt neitt álver og aldrei verð-
ur staðið við samningana sem
blessaöir mennirnir eru alltaf að
undirskrifa.
Þá verður álverið aldrei til nema
á blaðamannafundum hjá Jóni.
Dagfari