Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1991, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1991, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991. 13 Markaðsfræði fyrir byrjendur í DV 25. júlí sl. var viðtal við fram- leiðslustjóra fyrirtækis á lands- byggðinni sem fullvinnur ýmsar sjávarafurðir. í viðtalinu, sem birt var undir fyrisögninni „Verðum að leggja áherslu á markaðsmálin", segir hann m.a.: „Það er svo að það er minnsti vandinn að framleiða vöruna, vandamálið er að selja það sem framleitt er.“ Ég er fram- leiðslustjóranum ekki sammála um vandamálið. - Að mínu mati snýst það um hvað eigi að fram- leiða! Að þjóna viðskiptavinunum Nú kann sumum að finnast að hér sé einungis um hártogun að ræða af minni hálfu. Því fer fjarri. Máhð snýst einfaldlega um það hvenær í framleiðslu- eða þjón- ustuferhnu eigi að byrja að nota aðferðarfræði markaðsfræðinnar. Ég vil byija fremst, framleiðslu- stjórinn aftast. Fyrirtækjum vegnar best þegar þau reyna að þjóna viðskiptavin- unum með því að láta þá hafa vöru eða þjónustu sem þeir vilja. Til þess að svo geti orðið þarf starfsemi markaðsdehda fyrirtækja að ganga út á það að finna út hvers neytend- ur óska eða þarfnast og reyna síðan að uppfyha óskimar eða fuhnægja þörfunum. Einfalt líkan af starf- semi markaðsdeilda er sýnt á með- fylgjandi skýringarmynd. Rannsóknir og söluráðar Markaðsstarfið hefst á því að gerðar eru markaðsrannsóknir th þess að hægt sé að leggja mat á hvers eðlis þarflr og óskir neytenda em og th þess að fá upplýsingar um hvaða söluráð eigi að leggja áherslu á og í hvaða hlutfóhum. KjaUaiinn Friðrik Eysteinsson rekstrarhagfræðingur Það þarf m.ö.o. að finna út hvemig varan eða þjónustan á að vera, hvaða verð eigi að setja á hana, hvemig eigi að haga kynningunni á henni og hvaða drehheiðir eigi að nota (þessi 4 atriði eru einu nafni nefnd söluráðar). Söluráðamir em það sem fyrir- tækið býður neytendum upp á og fyrirtæld keppa hvert við annað með því að leggja áherslu á mis- munandi söluráða og með því að nota þá í mismunandi mæli! Lífskjör og markaðsmál Af því sem að ofan segir sjáum við að framleiðslustjórinn er ein- ungis að tala um einn söluráðanna, þ.e. kynningarstarfið (auglýsingar, persónuleg sölumennska, tíma- bundnar söluörvandi aðgerðir og umfjöllun) þegar hann segir að vandamálið sé að selja það sem framleitt er! Ef fyrirtækið hefur unnið heima- vinnuna sína vel, þ.e. framkvæmt naúsynlegar markaðsrannsóknir th að geta lagt mat á þarfir og ósk- ir neytenda og fengið upplýsingar um hvaða söluráða eigi að leggja áherslu á þá á „salan“ ekki að vera neitt vandamál. Fyrirtækið væri þá að bjóða neyt- endum upp á það sem þeir þörfnuð- ust eða óskuðu eftir! Ef fyrirtækið hefur aftur á móti ekki unnið heimavinnuna sína vel þá getur það orðið vandamál að selja það sem framleitt er! íslendingar gera sér almennt ekki grein fyrir því um hvað mark- aðsstarf á að snúast. Þaðan af síður gera þeir sér grein fyrir því að lífs- „Það svigrúm til hagræðingar, sem þegar er til staðar 1 þessum efnum, lætur ávinninginn af nýja álverinu á Keilisnesi líta út eins og skiptimynt.“ kjör okkar í framtíðinni munu í vaxandi mæli byggjast á því hvern- ig markaðsmálum fyrirtækjanna í landinu er háttað. Það svigrúm th hagræðingar, sem þegar er til stað- ar í þessum efnum, lætur ávinning- inn af nýja álverinu á Keilisnesi líta út eins og skiptimynt. Friðrik Eysteinsson. Innganga 1EES og EB: Afskiptaleysi ASÍ 09 FFSf Það er sýnt að enginn launþegi á íslandi getur keppt við ódýrt erlent vinnuafl sem þessar Evrópuþjóðir hafa á sínum snærum. Þetta vinnu- afl myndi koma kjörum okkar á þriðja heims stig. Þeir sem mest halda á lofti kenn- ingunni um inngöngu í EB og jafn- framt þessari samkeppni á öllum sviðum þola það hugtak ekki þegar það snertir þá sjálfa, samanber skipafélögin, Flugleiðir og trygg- ingafélög. Það er sýnt að launþegar gera sér ekki almennt grein fyrir alvöru þessa máls og verkalýðsfor- ystan er lömuð. Gefa öðrum tækifæri Sjómannafélag Reykjavíkur hef- ur ítrekaö varað við þessari hættu og hefur fyrst verkalýðafélaga orð- ið að verja sína atvinnu á farskip- um fyrir erlendu vinnuafli. Hverjir þurfa næst að verja sín störf? Allir þeir sem við flug starfa og verka- menn við stórframkvæmdir. Hverjir skyldu vinna við byggingu næsta álvers? Th að verja okkar störf er sterk- ast fyrir þá sem vinna að flutning- um og samgöngumálum að stofna öflugt flutningaverkamannasam- band sem getur í tíma stöðvað þessa óheihaþróun þar sem ASÍ og FFSÍ og fleiri hafa engan áhuga á að stöðva þessa þróun. EB gæti far- ið eins með okkur og laxeldi og loð- dýrarækt fóru með vissa aðila með hjálp sjóðakónga og fleiri ráða- manna þessa lands. Launamisréttið á íslandi er hróp- lega ranglátt og niðurlægjandi fyrir þá verst launuðu. Þegar fyrirtæki borga stjórnendum á bhinu ca 400.000 th 1.200.000 á mánuði í laun, þegar lágmarkslaun eru ca 50.000, KjáUarinn Birgir H. Björgvinsson í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur fmnst mér ábyrgðarleysi að borga stjómendum svona mikið og sama ghdir um ráðamenn þjóðarinnar með haha á ríkissjóði upp á ca 2.400 mhljónir og fyrirtæki á hausnum. Ég trúi því ekki að Dagbsbrúnar- taxtar séu orsök þessara tíðu gjald- þrota. Aldrei hefur heyrst að það sé yfirbygging og óráðsía ráða- manna sem valdi þessu. Lánástofn- anir og aðrir sjóðir ausa út pening- um í alls konar gæluverkefni til að þjóna ákveðnum aðilum. Er ekki kominn tími th að gefa öðrum tækifæri sem þjóna hags- munum almennings betur og láta klíkuráðningar lönd og leið? Þegar hinn almenni launamaður stendur sig ekki í starfi er honum yfirleitt sagt upp. Það sama virðist ekki gilda um ráðamenn, það er hengd á þá fálkaorða fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar. Tilefni til að grisja Ef á annað borð á að flytja inn einhvem vinnukraft þá væru það helst ráðamenn th að bæta stjóm- un og skipulag og er ég viss um að það yrði auðvelt að sveigja laun þeirra að þjóðarsátt. Gjaldþrot íslenskra fyrirtækja og lág laun starfsmanna þeirra flest- ahra gefa thefni th að grisja meðal stjórnenda íslenskra fyrirtækja. Finnst VSÍ og ASÍ forystunni þeir tífalt meira virði fyrir íslenskan vinnumarkað en hinn almenni launamaður? Ekki er öhum vel við frjálsræðið sem erlendir aðhar flylja hingað, samanber forystu VSI sem tryhtist þegar forstjórar nýja álversins vildu ekki ganga í VSÍ. Þessir menn tala mest um frelsið í orði en meina annað þegar að þeim kemur. Gaman væri að vita hvort ASÍ ætlar að ganga inn í aðra þjóðarsátt þar sem verðlag hjá ríki og bæ og öðrum þjóðarsáttaraðh- um fer sífellt hækkandi. Með þetta aht í huga fmnst mér ósvífið að kenna lægstu laununum um hvernig komiö er. Vegna auk- innar ásóknar erlends vinnuafls th íslands og daður stjórnvalda við EB og fleiri aðila er lausnin að við stofnum flutningaverkamanna- samband á íslandi. Birgir H. Björgvinsson „Ef á annað borð á að flytja inn ein- hvern vinnukraft þá væru það helst ráðamenn til að bæta stjórnun og skipulag og er ég viss um að það yrði auðvelt að sveigja laun þeirra að þjóð- arsátt.“ „Finnst VSí og ASí forystunni þeir tífalt meira virði fyrir íslenskan vinnumarkað en hinn almenni launamaður?"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.