Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1991, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991.
27
PÓ í knattspyriui
'eild 1991
;amt Ragnari Pálssyni, fulltrúa Samskipa, sem er lengst til vinstri. Hörður Magnús-
ð verðiaunum eiginmanns síns, Ásgeirs Elíassonar, og Óii P. Ólsen.
DV-mynd Hanna
.gfrip útnefna þá bestu í júlímánuði
r, Asgeir og Oli
unaðir fyrir júlí
irinn, Ásgeir besti þjálfarinn og Óli besti dómarinn
hann varð aftur markakóngur á Is-
landsmótinu í fyrra með 13 mörk. í dag
er Hörður markahæstur í deildinni
ásamt Guömundi Steinssyni með 10
mörk og engum kæmi á óvart þótt
Hörður yrði markakóngur í deildinni
þriðja árið í röð.
Hörður var á skotskónum í júlímán-
uði, skoraði þá í öllum leikjum FH nema
Inum, alls fimm mörk og Hörður hefur
t einn stærstan hlut í velgengni FH-
inga í bikarkeppninni en þar leikur FH
gegn Val í úrslitum.
Ásgeir enn með Fram
á toppnum
Ásgeir Elíason er nú við stjómvölinn
hjá Fram sjöunda árið í röð og ljóst er
að þetta verður hans síðasta tímabil
með liðið en eins og kunnugt er þá var
hann nýlega gerður að þjálfara íslenska
A-landsliðsins í knattspymu og tekur
hann formlega við því starfi í næsta
mánuði.
Framarar hafa titil aö verja og þegar
leiknar höfðu verið þrjár umferðir af
mótinu var liðiö í ókunnlegri stöðu eða
í 9. sæti. í dag er Fram á toppi deildar-
innar og hefur þriggja stiga forskot á
Víking sem er í öðru sæti svo Fram á
alla möguleika á að halda íslandsmeist-
aratigninni. Framliðið hefur ekki tapað
leik í deildakeppninni frá því í 3. um-
ferð og í síðustu 10 leikjum hafa Fram-
arar unnið 8 leiki og gert tvö jafntefli.
Óli fékk bestu einkunn
fyrir leikina íjúlí
Hinn gamalkunni og reyndi dómari,
Óli Ólsen, stóö sig mjög vel í þeim þrem-
ur leikjum sem hann dæmdi í mánuðin-
um og fékk bestu einkunn fyrir alla
þrjá leikina. Óli, sem dæmir fyrir Þrótt,
Reykjavík, hefur verið einn albesti
dómari okkar um langt árabil og þá
hefur hann getið sér gott orð fyrir dóm-
gæslu erlendis.
-GH/VS/RR/SK/JKS
isarnt Pele á Holiday Inn i gær.
DV-mynd JAK
Ellefu ÍK-mörk
- Leiftur og Dalvik töpuðu bæði
ÍK vann yfirburðasigur, 11-0, á
Reyni frá Árskógsströnd í 3. deiid-
inni í knattspyrnu í Kópavogi í
gærkvöldi. Mörk ÍK gerðu Hörður
Már Magnússon 3, Reynir Björns-
son 2, Ómar Jóhannsson 2, Úlfar
Öttarsson 2, Leifur Garðarsson l
og Ólafur Már Sævarsson 1.
• Toppliðið, Leiftur, tapaði 3-2
fyrir BI á ísafirði, og BI komst með
því í annað sætið. Elmar Viðarsson
skoraði fyrir BÍ og síðan gerði
Leiftur tvö sjálfsmörk. Stefán Aðal-
steinsson og Friörik Einarsson
geröu mörk Leifturs.
• Dalvík, sem var í öðru sæti,
tapaði gegn Þrótti í Neskaupstað,
5-3. Eysteinn Kristinsson 4 og Ólaf-
ur Viggósson skoruöu fyrir Þrótt
en Örvar Eiríksson 2 og Jónas
Baldursson íyrir Dalvík.
Með þessum úrslitum er toppbar-
áttan í deildinni orðin galopin en
staðan er þannig:
Leiftur.......14 8 2 4 33-16 26
BÍ............14 7 3 4 23-15 24
Dalvík........14 7 3 4 30-24 24
Skallagrímur ..13 6 4 3 32-30 22
ÍK............14 5 5 4 33-23 20
Þróttur N.....14 5 5 4 32-25 20
Vöisungur.....13 4 5 4 13-19 17
ReynirÁ.........14 3 3 8 18-45 12
Magni.........13 3 2 8 30-41 11
KS............13 2 4 7 12-18 10
-MJ/VS
Norðurlandamót drengjalandsliða í Eyjum:
Sigurbjörn var
verðlaunaður
- fékk markakóngsverðlaun a lokahofi motsins
Berglind Ómarsdóttir, DV, Eyjum;
Lokahóf Norðurlandamótins í
knattspyrnu var haldið á mánudags-
kvöld þar sem fram fór verðlaunaaf-
hending og ávörp en að sjálfsögðu
var Pele miðpunktur kvöldsins. Var
það mikil upplifun fyrir strákana að
hann hjálpaði til við verðlaunaf-
hendinguna og vakti athygli hvað
hann var ólatur við að láta mynda
sig með strákunum og tala við þá.
Fyrir utan hefðbundna verðlauna-
afhendingu afhenti Einar S. Einars-
son, forstjóri Visa, og Pele norska
liðinu háttvísiverðlaun Visa. Enska
liðið fékk sérstaka viðurkenningu
frá starfsfólki á veitingastaðnum Viö
félagarnir fyrir prúðmannlega fram-
komu í matsal. Það kom fram að
mótið hafði verið sérlega vel heppn-
að, skipulagið til fyrirmyndar og
kom það erlendu gestunum á óvart
að 5 þúsund manna þær gæti boöiö
upp á slíka aðstöðu til knattspyrnu-
iðkunar eins og er hér í Eyjum.
Hápunkturinn á lokahófinu var að
sjálfsögðu þegar besti leikmaðurinn
var valinn. Richard Irving, Englandi,
varð fyrir valinu og kom þaö engum
á óvart sem fylgdust með honum.
Blaðamaður DV náði tali af honum
ásamt fyrirliðanum í sigurliði Eng-
lands, Benjamin Worrall. Irving var
mjög hógvær og sagöi: „Ég hefði að
sjálfsögðu. ekki hlotið þessa viður-
kenningu nema vegna þess að ég er
í góðu liði og með góða samspilara."
Irving leikur með Manchester United
og Worrall með Swindon. Þeir félag-
arnir sögðu þetta mót hafa verið
meiri háttar upplifun, einna líkast
og í heimsmeistarakeppni, því þjóð-
söngvar landanna voru spilaðir fyrir
leikina og mikil virðing var yfir öllu
saman.
Sigurbjörn markahæstur
Sigurbjörn Hreiðarsson úr Val varð
markahæstur á mótinu ásamt Dan-
anum Kenneth Pedersen. Þeir skor-
uðu báðir 4 mörk. Sigurbjörn náði
að skora eitt mark í öllum leikjunum
nema á móti Finnum.
Reykjavíkurmaraþonið á sunnudaginn:
Hver að verða síðastur
að tilkynna þátttöku
Gífurlegur fjöldi hefur nú látið gangimaraþonhlaupaumheimall-
skrásigtilkeppniíReykjavíkurm- an. Meðal markmiöa samtakanna
araþoninu sem fram fer á sunnu- er að miðla upplýsingum, þekkingu
daginn og hefst klukkan tólf á há- og sérfræðiaðstoð og hefur það
degi í Lækjargötu. Ljóst er að mikl- nýst vel hérlendis þar sem mikill
ar líkur eru á því að nokkur met stuðningur hefur fengist og kynn-
verði sett í hlaupínu og þar á með- íngu verið komið á framfæri.
al nýtt aðsóknarmet. Meö aðild að samtökunum faest
„Skráningar hafa veriö aö viðurkenning á hlaupinu hérlendis
streyma inn til okkar en samt sem en í aðildinni felast þó ýmsar skyld-
áður er ástæða til að hvetja þá sem ur í sambandi við framkvæmd. Hér
enn eiga eftir aað láta skrá sig að eru kröfurnar sífellt að aukast og
gera það sem allra fyrst til að forð- hefur verið reynt aö standa faglega
ast örtröð síðustu dagana fyrir að keppni. Mikilvægt er aö vel sé
hlaupið. Frestur til að tilkynna unniðaðþeimmálumsvoaðhlaup-
skráningu rennur út að kvöldi 15. iö fái staðist þann staðai sem farið
ágúst og því er ekki eftir neinu að er fram á af alþjóðlegu maraþon-
bíða fyrir þá sem æltla sér að vera hlaupi.
með,“ sagði Jakob Bragi Hannes- Undirbúningur stendur því yfir
son framkvæmdastjóri hlaupsins í allt árið en fer virkilega 1 gang að
samtali við DV í gær. vori. Framkvæmdaaðiíar eru
Rétt er að taka fram að búnings- ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn, Flug-
aðstaða verður í Miðbæjarskólan- leiöir, Reykjavíkurborg, Frjáls-
um og verður hún opnuð klukkan íþróttasamband íslands og Dag-
11.00 á sunnudagsmorgun. Þar blaðið - Vísir.
verður ekki um að ræða baðaö- Fjölmörg fyrirtæki styrkja
stöðu en salemisaðstaöa verður hlaupið og má þar nefna Toyota,
opin á sunnudaginn í núllinu í Nike, Coca Cola, Barilla, Öm og
bankastræti. Upplýsingasímar Örlyg, RÚV, Fróða hf., Plastos, Mál
vegna hiaupsins eru 620683 og og menningu Rammagerðina og
603060. Sjóklæðagerðina Max. Gefur síðast
taldi aöilinn alla starfsmannajakk-
Reykjavíkurmaraþonið ana á hlaupadegi en Áfengisvarn-
eraðili að AIMS arráð og tóbaksvarnarnefnd em
Reykjavíkurmaraþon er aöiii að styrktaaðilar að boium sem seldir
alþjóðasamtökum maraþonhlaup- verða sérstaklega í tilefni hlaups-
ara, AIMS. Það var stofnað 1982 í ins.
þeim tilgangi aö vinna að fram- -tlt/-SK
Iþróttir
Sport-
stúfar
íslenska unglingalandsliðið í
körfubolta hafnaði í 4. sæti í sín-
um riðli á Evrópumótinu í Lissa-
bon og Portúgal. íslenska liðið
sigraði Wales í síðasta leik móts-
ins, 95-54, en hafði áður tapað
fjórum leikjum, fyrir Portúgal,
Englandi, Hollandi og Svíþjóð.
Torfi Magnússon, þjálfari liðsins,
sagðist nokkuð ánægöur með ár-
angurinn þar sem strákarnir'
hefðu ekki haft mikla reynslu
fyrir mótið.
Opna hjóna- og
parakeppnin
Opna hjóna- og parakeppnin í
golfi fór fram á Strandarvelli á
vegum Golfklúbbs Hellu um síð-
ustu helgi. Leiknar voru 28 holur
með forgjöf og veitt voru verð-
laun fyrir 6 efstu sætin. 26 pör
tóku þátt í mótinu og í fyrsta
sæti uröu Haukur Gíslason og
Kristín Pétursdóttir, GOS, á 65
höggum. í ööru sæti lentu Kristj-
án Ágústsson og Anna Sigur-
bergsdóttir, GKJ og GK, á 69*-
höggum og Siguröur Skarphéð-
insson og Lóa Sigurbjörnsdóttir
luku einnig keppni á 69 höggum
og höfnuöu í 3. sæti.
Tveirleikirí
1. deild í kvöld
Tveir leikir eru á dagkrá 1. deild-
ar í kvöld. Topplið Fram mætir
neðsta liöinu, Víði, á Laugardals-
velli. Framarar eru á góðu skriöi
og með 3 stiga forystu í deildinni:
en Víðismenn virðast heillum
horfnir og eru komnir með annan
fótinn í 2. deild. Þess má þó geta
að Víðir sigraði Fram fyrrj sum-
ar í*bikarkeppninni.
í Garðabæ leika Stjarnan og FH
og má búast við hörkuleik ná-
grannaliðanna. Stjarnan er í
þriðja neðsta sæti en getur náð
FH að stigum með sigri í kvöld.
Stjarnan hefur aldrei náð að
vinna FH í deildarleik og mun
eflaust gera allt til að ná sigri í
kvöld og sama má segja um FH
sem hefur aðeins tapað einum af
síðustu 8 leikjum.
• í kvöld eru undanúrslitin í
bikarkeppni kvenna. Keflavík og
Þór mætast í Keflavík og Skaga-
stúlkur fá stöllur sínar úr Val í
heimsókn á Skipaskaga. Þá leika
Breiöablik og Týr í 1. deild
kvenna. Loks verða tveir leikir í
3. deild í kvöld og sex í 4. deild.
Allir leikir kvöldsins hefjast
klukkan 19.
A I R
JUSTD0IT.
REYKJAVÍKUR
MARAÞON
4
DAGAR
TIL STEFNU "