Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1991, Síða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991.
Spumingin
Áttu einhvern uppáhalds-
ráðherra?
Helgi Hjálmarsson verslunarmaður:
Nei, ég á ekki neinn uppáhaldsráð-
herra, þeir eru allir svipaðir.
Tryggvi Haraldsson: Já, Davíð Odds-
son. Hann er maður sem þorir.
Eydís Dóra Einarsdóttir húsmóðir:
Nei, ég á ekki uppáhaldsráðherra.
Þórólfur Einarsson nemi: Nei, ég á
engan uppáhaldsráðherra.
Kristín B. Kristinsdóttir bókari: Já,
Þorstein Pálsson.
Eirikur Arnarsson verkamaður: Já,
Þorstein Pálsson.
Lesendur dv
Gamla kjötið i geymslu - eða á markað?
Kjötsöluraunir hins opinbera:
Dæmigerð kerfis-
hugmynd þingmanns
Þórður Jónsson skrifar:
Það er alltaf á haustin sem þessi
„sjömannanefnd", sem stjórnmála-
menn hengja sig gjarnan á þegar allt
um þrýtur í ákvörðun um landbún-
aðarmál, tekur til við að setja reglur
um sölu á kindakjöti. Svo og svo
mikið má selja af gömlu kjöti, svo
og svo mikið af nýslátruðu. Stundum
er ákveðið að selja gamalt kjöt sam-
hhða nýslátruðu og stundum skal
gamla kjötið selt upp áður en það
nýja er sett á markað. Þetta má
flokka undir kjötsöluraunir hins op-
inbera sem beitir svo fyrir sig „sjö-
mannanefnd" sem leggur línurnar
og lokar dæminu gagnvart almenn-
ingi. Eftir það eru öll sund lokuð fyr-
ir víxlverkanir á fijálsum kjötmark-
Kristinn Einarsson skrifar:
Eitt er það í umræðu um nafnbirt-
ingu sem ég vil minnast á, það er
þegar getið er nafns þess er verður
fyrir árás eða líkamsmeiðingum af
völdum illvirkja eða óbótamanna
sem nú um alllanga hríð hafa látið
til sín taka hér. í fréttum af slíkum
atburðum er aldrei minnst á nafn
þess er valdur er að ódæði. - Þetta
hljómar mjög óréttlátt í eyrum al-
mennings.
Það þykir sjálfsagt víðast hvar er-
lendis að birta nöfn allra viðkomandi
strax. Ég á þá við allra sem eiga hlut
að máli, bæði fórnarlamba og hinna
sem augljóslega eru valdir að meint-
um glæp gagnvart borgurunum. Hér
hefur skapast einhver óopinber heíð
um allt annað en eðlileg skynsemi
Gunnar Sigurðsson skrifar:
Hún er víðar en í Sovétríkjunum,
nómenklatúran. Hér á íslandi eru
menn sem með skipunarbréfi eða
fyrir þrásetu hjá opinberum stofnun-
um hafa fengið allt of sterka aðstöðu.
Slíku starfi fylgja gjarnan fleiri rétt-
indi en skyldur. Síöan bætast við
hlunnindin happadijúgu. - Fríir sím-
ar ókeypis aðgangur að einhverri
ríkisstofnuninni, risna vegna gesta
og gangandi, mest þó til handhafans
sjálfs. Þetta er munstrið fyrir ís-
lenska nómenklatúru. - Ráðherrar
hér á landi teljast ekki til slíkrar
aði. Línurnar eru lagðar á haustin
um hvernig fólk skal neyta lamba-
kjöts.
Nú er sem sagt komiö að sláturtíð.
Einn þingmaöur bænda, sem hefur
verið orðaður við þann flokk sem
helst hefur gengist fyrir breytingum
til frjálsari viðskiptahátta, Egill
Jónsson, leggur nú til að í þetta sinn
verði öllum gömlum kjötbirgðum
safnað saman og þær geymdar í
frysti til að tryggja að þær flækist
ekki fyrir á markaöinum á meðan
nýja brumið er yfir því nýslátraöa.
Vill þingmaðurinn nú fá staðfestingu
frá landbúnaðarráðherra á því að
hann gangi í máliö sem fyrst.
Ekki er þó allt slæmt sem þingmað-
urinn leggur til, svo sem að verði á
segir manni ósjálfrátt. - Að ekki eigi
að draga birtingu nafns óbótamanns
sem handsamaður er við ódæðis-
verk.
Þegar aftur á móti er tilkynnt um
slys á fólki, þar sem dauðsföll koma
við sögu, eru fjölmiðlar nánast afsak-
andi þegar þeir segja að „ekki sé
unnt að birta nafn hins látna aö svo
stöddu“ eins og setningin hefur verið
stöðluö á fréttamáli. En stóra spurn-
ingin er bara hverjum sé veriö að
hlífa að birta ekki nöfn. Er það
meintur sakamaður, eru það ættingj-
ar hans - eða ættingjar þegar um
látna er að ræða?
Fyrir mitt leyti er ég þess fullviss
að það er mikil þörf á því að fjölmiðl-
ar setji sér sameiginlega og fasta
reglu um hvernig fara á með nafn-
klíku, þeir koma og fara og eru mjög
undir sterkri smásjá almennings.
íslensk nómenklatúra er sterkust
hjá hinu opinbera. Þeir sem hafa
fengið svo fasta ráðningu að hún
endist ævilangt í faðmi hins opin-
bera, geta hka leyft sér ýmislegt sem
aðrir láta sig ekki dreyma um. Smám
saman er nú verið að fletta einu og
einu lagi ofan af þessum þakkar-
gjörðum sem íslensk nómenklatúra
hefur notið í ríkum mæli. - Nokkrir
staðlaðir embættismenn, sem lengi
hafa verið friðaðir í starfi, voru líka
friðaðir i skógi. Þeir þágu lóöarút-
nýju kjöti og sláturafurðum verði nú
stillt ? hóf og sláturtíð verði lengd
þannig að ferskt kjöt verði á boðstól-
um lengur en verið hefur. - Hitt er
alrangt að þingmenn skuli vera að
ólmast með kjötsölumál fram og til
baka. Kjöt og aðrar landbúnaðarvör-
ur eiga ekkert erindi í ráðuneytisum-
fjöllun fremur en aðrar vörur. Látum
bara markaðinn um hvernig þessu
kjötsölumáli reiðir af. Ef gamalt kjöt
er enn til er sjálfsagt að gefa neytend-
um kost á að kaupa það kjöt við mjög
vægu verði á meðan nýtt kjöt er eitt-
hvað dýrara. Svona einfaldur er
markaðurinn, svona einfaldar eru
kröfur almennings.
birtingar í hverju tilviki fyrir sig. Ég
er líka nokkuð viss um að meirihluti
fólks er hlynntur því að með nafn-
birtingu verði ekki farið í fjölmiðlum
eins og „mannsmorð".
Þegar eiga sér stað atburðir sem
segja verður frá (og fréttir eru nú
sjaldnast sagðir af slysstað, þannig
að ávallt líður talsverður tími þar til
frétt er birt) er það ofur eðlilegt að
nöfn á þeim sem hlut eiga að máli
fylgi með strax. Við íslendingar þurf-
um að læra að umgangast hveijir
aðra samkvæmt viðtekinni venju í
siðuðum þjóðfélögum. Einn þáttur
þess er réttur, óbrenglaður og tæm-
andi fréttaflutningur. Nöfn eiga ekki
að vera þar innan sviga eða með-
höndluð eins og áður fyrr var raunin
gagnvart holdsveiku fólki.
hlutanir undir sumarbústaði í frið-
landi Skógræktar ríkisins.
Það má segja um þessa embættis-
menn, ekki síður en um þá sovésku,
að þeir eru árangursríkir kerfiskall-
ar, en gagnslitlir fyrir aðra en sjálfa
sig, þá sjaldan til embætta þeirra
þarf að leita. - Það er óþolandi að
íslenska ríkið skuli vera niöurlægt æ
ofan í æ vegna skorts á almennri
dómgreind og siðferði háttsettra
embættismanna. Þeir tímar eru liðn-
ir að ríkiö þuríi að burðast með svo-
leiðis fólk á bakinu.
Fiskafurðir íslendinga:
Verðmætin mest
ÍIISA
Þórður Guðmundsson hringdi:
Það er nú staðfest einu sinni enn
opinberlega, að sá markaður sem
við íslendingar höfum í Banda-
ríkjunum er hinn verðmætasi iyr-
ir okkur. Hins vegar höfum viö
íreistast til þess að senda obbann
af sjávaraflanum óunninn á
markaði vitt og breitt á markaði
Evrópulanda. Þetta hlýtur að
verða að skoða vandlega.
Ég held t.d. að Bandaríkja-
markaðurinn hafi alls ekki verið
rannsakaður til fulls utan þessa
fasta markaðar sem við seljum
þorskblokkína tO neytenda-
pakkninga. Með þeirri endur-
skoðun sem við hljótum að fara
í gegnum með viðræðunum viö
EES svæðið verðum við líka að
kanna hvar annars staðar við
getum náð fóstum og verðmætum
mörkuðum, Bandaríkin og Japan
eru á meðal æskilegra markaða.
Trúfrelsiánrík-
isafskipta
Margrét Guðmundsdóttir skrifar:
Hér á landi á að heita trúfrelsi.
Ég er ekki að segja að það sé ekki
í raun en mér flnnst samt ríkisaf-
skiptin vera dragbítur á trúfrelsi
manna með því að ríkið og kirkj-
an sé í svo nánum tengslum sem
hér á landi. Það ætti að vera al-
gjör aðskilnaöur ríkis og kirkju
hér á landi. Þá fyrst er hægt að
tala um frelsi í þessum efnum.
Þar sem frelsið er hvað mest
og trúarlif hvað öflugast, í Banda-
ríkjum Norður-Ameríku, er eng-
in ríkiskirkja. Þar eru ótal söíh-
uðir með sinn skatt - fyrir þá sem
vilja taka þátt í safnaðarlífmu.
Það er ekki verjandi að halda úti
sérstöku batteríi á kostnað skatt-
greiöenda til þess eins að reyna
að halda trúarlifi í sérstökum far-
vegi. Aðskilnaöur ríkis og kirkju
er það sem koma skal. Trúfrelsi
án ríkisafskipta.
Kommúnisminn
ogkrónan
J.P. skrifar:
Það var hreint ótrúlegt þetta
með afnám kommúnismans í
Sovétríkjunum. Og þetta virðist
hafa gerst á svo sem einni viku.
Er þetta ekki dæmigert um þann
hraöa og afgreiðslu sem mál fá á
þessum allra síðustu timum víða
um lönd?
Hér heima er rætt um kvóta og
peningamál en ekkert gerist.
Engar ákvarðanir. Lengi hefur
verið rætt um að tengja íslensku
krónuna viö sterkari mynt. Nú
síðast við Evrópumyntina ECU.
Þetta er sífellt til athugunar. Síð-
ast sett i ákvæði stefnuyíiriýs-
ingu ríkisstjórnarinnar. Ég sé
ekki að neinnar ákvörðunar sé
að vænta í þeim eftium i bráð.
Tekur það virkilega lengri tíma
að aftengja krónuna en kommún-
ismann?
Frábærthjá Plastos
Hjalti hringdi:
Fyrir nokkru var ég að reka
erindi fyrir vinnuveitanda minn
hjá fyrirtækinu Plastos hf. Þann-
ig atvikaðist það er ég var að
drekka kaffi sem þeir í fyrirtæk-
inu bjóða gestum og viðskiptavin-
um meðan beðið er aö kaffið
helltist niður og á fötin mín. Það
stóö ekki á afsökunum í bak og
fyrir. Leit ég á málið sem úr sög-
unni væri.
Það var þó aldeilis ekki. Nokkru
seinna fékk ég bréf frá fyrirtæk-
inu þar sem enn var ítrekuð af-
sökun á atvikinu og með því
fylgdi forláta penni, eins konar
stimpilpenni með nafninu mínu
áletruðu og kveðju. Mér finnst
vert að geta þessa, rétt eins og
þegar miöur fer, þvi oftast stend-
ur ekki á kvörtunum í álíka til-
vikum. Mér fannst þetta alveg
frábært hjá fyrirtækinu Plastos.
Naf nbirtingar í f réttum
Friðaðir í starfi, friðaðir í skógi