Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1991, Page 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991.
Iþróttir
• Bikarmeistarar KR-irtga i 3. flokki fagna, í Garðabæ, eftir 4-0 sigur
gegn FH i úrslitaleik bikarkeppni KSÍ. Þjálfari strákanna er Haraldur
Haraldsson. DV-mynd Hson
Bikarkeppni3. flokks, Suðvesturland:
Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum í Tc
Trésmiður
sló öllum'
- Martha Emstdóttir keppir í dag í undanrásuir
KR bikarmeistari
- Ásmundur með þrennu í 4-0 sigri KR gegn FH
KR-ingar urðu bikarmeistarar Suðvesturlands í 3. flokki, þegar þeir
unnu FH, 4-0 í úrslitaleik, sem fram fór í Garðabæ sl. laugardag. Leikur-
inn var bráðskemmtilegur á að horfa og voru tilþrif leikmanna beggja
liða með miklum ágætum. Sigur KR-inga var aldrei í hættu og úrslit sann-
gjörn. Staðan í hálfleik var 3-0.
„Ég er mjög ánægður með sigurinn í bikarkeppninni. KR-liðið er á
mikilli uppleið og því er þessi titill er mjög gott fararnesti í úrslitakeppni
íslandsmótsins," sagði Þorsteinn Bogason, fyrirliði KR-inga.
Það var strax á 10. mínútu leiks sem Ásmundur Haraldsson skoraði 1.
mark KR, eftir að hafa snúið laglega af sér varnarmenn FH. Hinn sókn-
harði bakvörður KR, Brynjar Gunnarsson bætti við 2. marki KR með
þrumuskoti utan teigs. Stuttu seinna var réttilega dæmd vítaspyrna á
FH, þegar Ásmundur braust í gegn, en var brugðið. Hann tók vítaspym-
una sjálfur og skoraði af öryggi. Staðan var nú orðin 3-0 fyrir KR og
úthtiö ekki gott hjá FH.
FH-strákarnir létu þó mótlætið ekkert lama sig og fengu góð tækifæri
til að laga stöðuna, en áttu í miklum erfiðleikum með að klára upphlaup-
in á viðeigandi hátt - atriði sem hgfur plagað svohtið þetta ágæta liö í
sumar. Aö vísu varði Atli Knútsson í marki KR eins og berserkur, sérstak-
lega í síðari hálfleik.
Síðari hálfleikur var mun jafnari en pá léku vesturbæingar gegn hliðar-
mótvindi. Það var samt KR sem skoraði eina mark hálfleiksins, og var
Ásmundur markahrókur þar á ferð, eftir góða sendingu frá Andra Sveins-
syni, afgreiddi með fostu skoti í bláhornið.
„Þetta var frekar slakurleikur hjá okkur og nýttum við illa marktæki-
færin. Leikurinn var mjög erfiður og það var eins og við kæmumst aldrei
í gang - Orri Þórðarson er að vísu meiddur og lék ekki með en mér er
alveg sama. Úrshtakeppni íslandsmótsins er framundan - og við ætlum
okkur að gera betur en þetta. Við sjáum hvað setur,“ sagði Guðmundur
Ingi Karlsson, fyrirliði FH.
Dómari var Kristinn Jakobsson og dæmdi ágætlega.
-Hson
ÆFINGATÍMAR
TIL ÚTLEIGU
Íþróttahús íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík við
Hátún 14, Reykjavík, verður tekið í fulla notkun
2. september nk.
Enn er nokkrum æfingatímum óráðstafað, aðal-
lega á morgnana, fyrrihluta dags og á kvöldin.
Þeir sem hefðu áhuga á að nýta sér þá hringi í
síma 68-82-26 milli kl. 19.00 og 21.00 frá 26.
ágúst til 1. september nk.
Sigurður Einarsson náði í
gær þeim frábæra árangri að
hafna í 6. sæti í spjótkasti á
heimsmeistaramótinu í
frjálsum íþróttum sem nú stendur yfir
í Tokyo, höfuðborg Japans. Sigurður
átti mjög góða kastseríu í úrshtakeppn-
inni, kastaði 82 metra slétta í 2. umferð
og síðan 83,46 metra í 3. umferð en það
var hans lengsta kast. í sjötta og síðasta
kasti flaug spjótið 82,60 metra hjá hon-
um.
Einar Vilhjálmsson varð að hætta
keppni vegna meiösla á hné en kastaði
þó áður 77,28 metra og sá árangur dugði
honum til níunda sáetis. Gömul meiðsli
hjá Einari tóku sig upp, hðbönd í hnénu
shtnuöu og hann átti að fara beint í
skurðaðgerð af þeim sökum.
Tvöfaldur sigur
hjá Finnunum
Finnar unnu glæsilegan, tvöfaldan sig-
ur í spjótkastinu og það var 23 ára gam-
all trésmiður, Kimmo Kinnunen, sem
hirti gulliö. Hann kastaði 90,82 metra í
fyrstu umferð og sigur hans var aldrei
í hættu. Landi hans, Seppo Ráty, heims-
methafinn í greininni, náði silfrinu með
góðu kasti í síðustu umferð, 88,12 metra.
„Ég ætlaði að fara varlega í fyrsta
kasti en mér leið svo vel að ég ákvað
að taka á öllu og það gekk upp. En eftir
það var tilfinningin horfm og ég gat
ekki leikið þetta eftir,“ sagði Kinnunen
sem er aðeins þriðji spjótkastarinn sem
kastar yfir 90 metra.
„Ég vissi aö Kimmo gæti þetta. Hann
átti góð köst þegar við vorum í æfinga-
búðum. Hvað á ég að segja? Lith skrið-
drekinn vann stóra skriðdrekann!"
sagði Seppo Ráty.
Lokaúrshtin í spjótkastinu urðu
þessi:
1. Kimmo Kinnunen, Finnlandi ....90,82
2. Seppo Ráty, Finnlandi.......88,12
3. Vladimir Sasimovitsj, Sovét.87,08
4. Gavin Lovegrove, N-Sjálandi.84,24
5. Mick Hill, Bretlandi........84,12
6. SIGURÐUR EINARSSON........83,46
7. Dag Wennlund, Svíþjóð.....81,14
8. Patrik Boden, Svíþjóð.....78,58
9. EINAR VILHJÁLMSSON..........77,28
. 10. Vadim Bavikin, ísrael...77,18
11. Peter Blank, Þýskalandi..72,62
12. Raymond Hecht, Þýskalandi.70,58
• Lilia Nurutdinova frá Sovétríkjun-
um sigraði í 800 metra hlaupi kvenna
þegar hún skaust fram fyrir Ana Quirot
frá Kúbu á markhnunni. Quirot missh
þar með enn af efsta sætinu á stórmóti,
þeim árangri hefur hún ekki náð þrátt
fyrir að hafa verið tahn sú besta í heim-
inum undanfarin ár. Nurutdinova fékk
tímann 1:57,50 mínútur en Quirot
1:57,55 og Eha Kovacs frá Rúmeníu varð
þriðja á 1:57,58. Hin 19 ára gamla Maria
Mutola frá Mósambík varð fjórða á
1:57,63 sem er heimsmet unghnga.
• Kenny Harrison frá Bandaríkjun-
um sigraði í þrístökki eftir geysiharða
keppni við Leonid Voloshin frá Sovét-
ríkjunum. Harrison stökk 17,78 metra
en Voloshin náði sínum besta árangri,
stökk 17,75 metra. Mike Conley frá
Bandaríkjunum varö þriðji með 17,62
metra og var í nokkrum sérflokki.
• Tatjana Dorovskikh, 30 ára íþrótta-
kennari frá Sovétríkjunum, sigraði í
3000 metra hlaupi kvenna á góðum
endaspretti og fékk tímann 8:35,82 mín-
útur. Hún var bæði heims- og ólympíu-
meistari í greininni en vann þá sigra
undir nafninu Tatjana Samolenko. Nú
er hún gift og að auki fyrir stuttu kom-
in úr barneignarfríi. Elena Romanova,
frá Sovétríkjunum, varð önnur á 8:36,06
• Sigurður Einarsson kastaði fjór-
um sinnum yfir 80 metra i Tokyo.
„Gæti jaf nvel i
landsmetinu í I
- besta kastsería sem ég hef náð, segir Sign
„Ég er mjög ánægður meö árangurinn, þó ég hefði köstuðum fjórum sin
viljaö kasta aöeins lengra og ná Hill og Lovegrove sem vel þó raér hafi hðið
voru rétt á undan mér. Þessi kastsería er sú besta sem áður. Ég fékk tak í bí
ég hef náð, hún bendir til þess að ég eigi inni lengra en það háöi mér þó 1
kast og ég vona að það komi í haust. Ég finn að það hgg- Hann sagði að mei
ur í loftinu og þá gæti ég jafiivel náð íslandsmetinu," ekki fullkönnuð en lj
sagði Sigurður Einarsson spjótkastari í samtali viö DV í hnénu. „Hann fer í
í morgun. fær hann sig alveg g(
„Þaö má segja að Kinnunen hafi tekið keppnina meö Einar var ekki ána
trompi, eftir að hann haföi kastað svona langt stífnuðu að taka virkilega á þ\
allir upp og reyndu að talu á, sem þýddi að kastseríum- sagði Siguröur Einar
ar voru yfirleitt lélegar. Við Ráty vorum þeir einu sem
ISLANDSMOTIÐ - KNATTSPYRNA
4. DEILD
ÚRSLITAKEPPNI
MIÐVIKUDAGINN 28. ÁGÚST
KL. 18 Á EIÐAVELLI
Danirnir sterkir
- sem mæta íslendingum 4. september
Danski landshðsþjálfarinn í knattspymu, Richard Möher Nielsen, tilkynnti í gær ]
manna landsliöshóp fyrir vináttulandsleikinn gegn íslendingum á Laugardalsvelhnui
4. september. í hópnum eru sex leikmenn sem leika með félgasliðum utan Danmerku
Nokkrir leikmenn á borð við Peter Schmeichel, Manchester United, Aston Villa, c
Flemming Povlsen, Köln, gefa ekki kost á sér vegna anna hjá sínum félagsliðum. A
öðru leyti er danski hópurinn sterkur á pappírnum.
16 manna hópurinn lítur annars þannig út:
Troels Rasmussen, AGF, Mogens Krogh, Bröndby, Lars Olsen, Trabzonspor, Marc Rii
per, AGF, John Sivebæk, Monaco, Kent Nielsen, Aston Viha, Johnny Hansen, Aja
Brian Jensen, Bröndby, John Jensen, Bröndby, Kim Christofte, Bröndby, Henrik Lar
en, Lyngby, Johnny Mölby, Vejle, Bent Christensen, Schalke, Per Pedersen, Lyngb
Claus Nielsen, Bröndby, Per Frandsen, LUle.
• Bræðurnir Michael Laudrup, Barcelona, og Brian Laudrup, Bayern Munchen, ge:
ekki kost á sér í landsliðið meðan Richard Möller Nielsen er landshðsþjálfari.
-JK