Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991. 41 Sérstæð sakamáJ Öþekkta konan á ströndinni Hjónabandið varð stöðugt erfið- ara og þar kom að það varð næstum óþolandi. Konan hans lét hann aldrei í friði. Hún var stöðugt aö kvarta og í raun var sem henni félli ekki neitt sem maður hennar gerði. Það tók auðvitað á taugar hans. Lík á ströndinni í lok maí 1973 fann lögreglan í Charleston í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum lík af konu á fáfar- inni strönd rétt utan við borgina. Ekki lék á því neinn vafi að um morð var að ræða því hún hafði fengið þung höfuðhögg og að auki voru á hálsi hennar áverkar sem sýndu aö reynt hafði verið að kyrkja hana. En hver var hún, þessi óþekkta kona, sem hafði hlot- ið þennan dauðdaga? Og hver var morðinginn? Það eina sem lögregtán gat með vissu sagt var að um væri að ræða konu á fimmtugsaldri. Á henni fannst hins vegar ekkert sem leitt gat í ljós nafn hennar. Engir skart- gripir fundust og öll merki á fatn- aði höfðu verið fjarlægð. Lögreglan í Charleston fór yfir skrá yfir horfið fólk en ekki kom þar fram nein lýsing sem átt gat viö látnu konuna. Og þar eð engin vísbending kom fram, þrátt fyrir ítarlega rannsókn í Charleston, var leitað til alríkislögreglunnar, FBI, en hún hefur hsta yfir aht það fólk sem saknað er í Bandaríkjunum. Þar fannst heldur engin lýsing sem átt gat við konuna. Er rannsóknin hafði staðið í tvö ár var máhð lagt á hihuna. Nýrborgarbúi Um svipað leyti og líkið af kon- unni fannst á ströndinni við Char- leston settist aðkomumaður að í bænum Norfolk í Virginíu. Hann hét Hal Brubeck og kom vel fyrir. Hann eignaðist því brátt vini og kunningja. Hal Brubeck sagðist vera ekkjumaður. Hann sagði konu sína hafa látist af krabbameini nokkrum mánuðum áður og hefði hann ákveðið að flytjast til Norfolk tíl að byija nýtt lif langt frá þeim stað þar sem hann hefði áður búið. Þannig eignaðist hann nýtt um- hverfi og nýja vini en hvort tveggja myndi hjálpa honum til að gleyma konumissinum. Nýju vinimir vorkenndu Hal og gættu þess að segja hvorki né gera neitt sem ýft gæti upp gömul sár. Hann fékk þvi ósk sína uppfyhta. Hann byijaði nýtt líf og smám sam- an gleymdist konan sem hann hafði misst. En hvorki nýju vinimir né lög- reglan í Charleston vissu að Hal, sem var fjömtíu og tveggja ára er hann kom th Norfolk, hafði ásamt konu sinni, Mary, kvatt vini sína í Seattle í Washingtonríki um miðj- an maí 1973 til að hefja mörg þús- und kfiómetra langt ferðalag tfi Norfolk en Hal hafði tekist að fá konu sína til aö samþykkja að flytj- ast þangað. Þau lofuðu vinum í Seattle að skrifa tfi þeirra en engin bréf bámst og vinafólkið í Seattle leit því svo á að Brubeckhjónin hefðu gleymt þeim. 10 árum síðar Þegar lögreglan í Charleston átti lausar stundir leit hún stundum í gömul skjöl ef vera kynni að það yröi til að leysa mál sem óupplýst voru. Þannig var stundum litið á mál óþekktu konunnar sem fundist hafði á ströndinni skammt frá borginni í maí 1973. En alltaf voru möppurnar lagðar aftur á sinn stað þvi ekkert nýtt kom fram. Snemma kvölds í febrúar 1983 kom maður á sextugsaldri inn á lögreglustöðina i Charleston. Hann sagði ekki til nafns en skýrði varð- stjórunum frá því að hann hefði á árum áður búið í borginni og væri nú kominn aftur tfi að reyna að hafa uppi á gömlum vini. Annar varðstjóranna gerði sitt besta tfi að hjálpa manninum en gat þó ekki orðið honum að hði. Gesturinn þakkaði þá fyrir hjálpina og gekk í áttina tfi dyra. En aht i einu sneri hann sér við og spurði: „Segðu mér annars, hafið þið nokkru sinni fundið þann sem myrti óþekktu konuna á ströndinni árið 1973?“ „Nei,“ sagði varðstjórinn. „Við komumst aldrei að því hver gerði það eða hver konan var.“ Gesturinn fór og varðstjóramir héldu áfram störfum sínum. En um tuttugu mínútum síðar kom leyni- lögreglumaðurinn Harry Lewis, sem hafði á sínum tíma fengið mál óþekktu konunnar tfi rannsóknar, inn á stöðina. Af tilviljun spurði þá annar varðstjóranna hvort það væri í rauninni rétt að morðingi konunnar, sem fannst á ströndinni árið 1973, hefði aldrei náðst. „Nei, við fundum hann aldrei," svaraði Lewis. „En af hveiju spyrðu?" Leithafln Þegar Lewis fékk að heyra um manninn sem komið haföi á lög- reglustöðina spurði hann: „Hvað hét hann, hvar býr hann og hvern- ig leit hann út?“ Varðstjóramir urðu nú að viður- kenna að þeir hefðu ekki spurt manninn til nafns. Þeir gátu hins vegar skýrt frá því að hann væri sterklega vaxinn, með grátt hár, grátt skegg og gengi með gleraugu. Lewis hófst þegar handa. Lýsing á manninum var send um fjar- skiptakerfi lögreglunnar og lög- regluþjónar í eftirlitsferðum um borgina beönir að hafa auga með honum. Næðist hann ætti að koma með hann á lögreglustöðina. Einn lögreglubílanna var við bensínstöð skammt fyrir utan Charleston er að henni ók bíll og út úr honum steig maður sem svar- aði tfi lýsingarinnar. Hann var þeg- ar handtekinn. Á lögreglustöðinni í Charleston sagðist maðurinn heita Hal Brubeck en hann neitaði því að vita nokkuð um myrta konu á ströndinni. En þegar Lewis spurði hann hvort hann væri kvæntur svaraði hann óstyrkri röddu: „Ég var það en konan mín lést fyrir mörgum árum.“ Ljósmyndin Lewis vék nú frá Hal Brubeck um stund og hringdi til lögreglunnar í Norfolk og bað hana um að gera leit á heimili Hals. Einkum skyldi leitað að myndum af konu hans. Húsleitin fór fram og við hana fannst mynd sem talið var að gæti verið af frú Brubeck sem sögð var látin fyrir mörgum árum. Myndin var síðan send símleiðis tfi Char- leston. Ekki leið því á löngu þar til Hal Brubeck fékk að sjá tvær myndir. Mary Brubeck. Hal Brubeck. Var önnur þeirra sú sem fundist haföi á heimili hans í Norfolk en hin var af óþekktu konunni á ströndinni en hún haföi verið tekin er líkið fannst. Enginn vafi lék á því að um sömu konuna var að ræða. Hal Brubeck átti nú þann kost einn að játa morðið á konu sinni, Mary. Hann skýrði lögreglunni frá því að hann hefði á sínum tíma verið mjög ástfanginn af henni. Þau heföu svo gifst en ekki heföi liðið á löngu þar til hann fór að sjá nýja hlið á konunni sem honum hafði fundist svo falleg og indæl. Nú hefði hún sífellt verið að kvarta og aldrei látið mann sinn í friði. Var sem hann gæti ekki gert henni til geðs nema einstöku sinnum. Og ástandið fór versnandi. Það varð svo tfi þess að þau eignuðust ekki barn, enda var svo komið að orðið ást átti ekki lengur við á heimilinu, að hans sögn. Loks sagðist Hal Brubeck hafa orðið svo þreyttur á ástandinu að hann hefði aðeins séð eina leið, að myrða konu sína. Engin eftirsjá Hal sagði að sér hefði þótt Ijóst að hann gæti ekki myrt konu sína í Seattle. Þar hefði fólk fljótlega farið að spyija um hana og því hefði hann fengið sér nýtt starf í Norfolk og talið Mary á að flytjast þangað með sér. Hins vegar hefði hann tekið sér viku í ferðalagið, enda leiðin yfir þver Bandaríkin löng. Hefði hann haft á orði við konu sína að í raun væri þetta nokkurs konar sumarleyfisferð fyrir þau. Þegar hann myrti hana svo á miðri mannlausri ströndinni þótt- ist hann hafa tryggt að hann hefði gert lögreglunni eins erfitt aö leysa máhö og hann gæti. Konan myndi ekki þekkjast og því væri hvorki hægt að finna neina ástæðu til morðsins né neinn tengdan henni. „Allt gekk eins og þú bjóst við,“ sagði Lewis leynfiögreglumaður. Við gátum ekki fundið þig. En hvers vegna tókstu þá áhættu að koma hingað til Charleston til að spyrjast fyrir um hvort morðing- inn heföi fundist?" „Mary var eigingjörn kona,“ svaraði Hal, „og ég hef aldrei séð eftir því að hafa ráðið hana af dög- um. En árin liðu og að mér fór að sækja sú hugsun að ef til vill sæti saklaus maður í fangelsi fyrir það sem ég hafði gert. Ég vildi bara ganga úr skugga um að svo væri ekki. Ábakvið lás og slá Hal Brubeck var fljótlega ákærð- ur fyrir morðið á konu sinni, Mary. Hann fékk langan fangelsisdóm og nú situr hann í klefa sínum og get- ur íhugað að þótt hann hafi í raun- inni framið „hinn fullkomna glæp“ var það samviska hans, hugsunin um að einhver annar kynni að hafa fengið dóm fyrir morðið, sem varð honum að falh. Og ýmsum þykir einkennfiegt hvernig fór því Hal Brubeck þurfti alls ekki að leita á lögreglustöðina í Charleston tfi að fá svarið sem hann vfidi fá því hann heföi getað fengið það annars staðar og á mun áhættuminni hátt. Þannig heföi hann tfi dæmis getað leitaö í gagna- safn dagblaðs í Norfolk eða annars staðar. <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.