Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Blaðsíða 46
LAlKiARDAGUH 31. ÁGÚST. 1991. íþróttakennarar, athugið iþróttakennara vantar nú þegar að Laugaskóla, Dala- sýslu. Nýtt íþróttahús á staðnum. Allar frekari upplýsingar gefur skólastjóri í símum 93-41269 og 93-41262. Menningarsjóður íslands og Finnlands Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finn- lands og íslands. ( því skyni mun sjóðurinn árlega veita ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir einstaklingum, stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstak- lega stendur á. Að þessu sinni verður lögð áhersla á að styrkja þýðingar á finnskum og íslenskum bók- menntum. Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir árið 1992 skulu sendar stjórn Menningarsjóðs (slands og Finnlands fyrir 30. september næstkomandi. Áritun á íslandi: Menntamálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, finn.sku eða norsku. Stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands 29. ágúst 1991 Störf á Veðurstofu íslands Rafeindafræðingur óskast í hálft starf (50%) við tækni- og veðurathuganadeild Veðurstofu íslands. Nánari upplýsingar gefa deildarstjóri og veðurfræð- ingar tækni- og veðurathuganadeildar Veðurstof- unnar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf og meðmælum, ef fyrir hendi eru, skulu hafa borist umhverfisráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, Reykjavík, eigi síðar en 10. september næstkomandi. Tækni- og veðurathuganadeild Veðurstofu Islands óskar að ráða fjölhæfan tæknimann (deildariðnfræð- ing) til að vinna við smíði, viðhald og uppsetningu mælitækja og fara með daglega verkstjórn á vinnu- stofu. Æskileg er iðnmenntun í einhverri grein málm- smíða og vélstjóramenntun eða sambærilegt fram- haldsnám. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Nán- ári upplýsingar gefa deildarstjóri og veðurfræðingar tækni- og veðurathuganadeildar Veðurstofunnar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf og meðmælum, ef fyrir hendi eru, skulu hafa borist umhverfisráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, Reykjavík, eigi síðar en 10. september næstkomandi. Frá grunnskólum Reykjavíkur Grunnskólar Reykjavíkur hefja starf í byrjun septemb- er. Kennarafundir hefjast í skólunum mánudaginn 2. september kl. 9 árdegis. Nemendur komi í skólana fimmtudaginn 5. septemb- er sem hér segir: 10. bekkur komi kl. 9 9. bekkur komi kl. 10 8. bekkur komi kl. 11 7. bekkur komi kl. 13 6. bekkur komi kl. 13.30 5. bekkur komi kl. 14 4. bekkur komi kl. 14.30 3. bekkur komi kl. 15 2. bekkur komi kl. 15.30 Nemendur 1. bekkjar (börn fædd 1985) hefja skóla- starf mánudaginn 9. september en verða áður boðað- ir til viðtals með foreldrum, hver í sinn skóla. Nemendur Fossvogsskóla komi í skólann mánudag inn 2. september skv. ofangreindri tímatöflu. Afmæli DV Vilborg Lárusdóttir Vilborg Lárusdóttir húsmóðir, nú til heimilis að Dvalarheimili aldr- aðra í Stykkishólmi, verður sjötíu og fimm ára á mánudaginn. Starfsferill Vilborg fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp en þar hefur hún búið alla tíð að undanskildum þremur árum er hún og maður hennar bjugguíReykjavík. Vilborg stundaði lengst af hús- móöurstörf auk ýmissa annarra starfa. Þástundaði hún ýmis félags- störf, söng með kirkjukórnum í mörg ár, var einn af stofnendum barnastúkunnar Bjarkar í Stykkis- hólmi og starfaði mikið með Kvenfé- laginu Hringnum en hún er heiðurs- félagi þess. Fjölskylda Vilborg kvæntist 27.5.1939 Pétri Jónssyni, f. 26.11.1913, d. 13.7.1980, sjómanni í Stykkishólmi, en hann var sonur Jóns Rósmanns Jónsson- ar og Magðalenu Svanhvítar Páls- dóttur er bj uggu í Þormóðsey. Börn Vilborgar og Péturs: Jósef- ína Guðrún, f. 21.3.1940, búsett í Reykjavík, gift Sverri S. Kristjáns- syni og eru böm þeirra Indiana, Vilborg og Guðlaug; Jón Svanur, f. 21.7.1942, búsettur í Stykkishólmi en dóttir hans er Friðný; Lárus, f. 30.11.1944, búsettur í Stykkishólmi, kvæntur Hafdísi Knudsen og eru böm þeirra Sigurður Þór og Knútur Lárus; Hreinn, f. 21.6.1946, d. 8.3. 1969, var kvæntur Sæbjörgu Guð- bjartsdóttur og eru þeirra synir Pét- ur Fannar og Helgi Sævar; Sigurð- ur, f. 1.4.1950, búsettur í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Kristínu Egg- ertsdóttur og eru þeirra börn Þor- geir Helgi og Magðalena; Þórey Jó- hanna, f. 31.5.1953, búsett í Reykja- vik, gift Guðmundi Péturssyni og era þeirra börn Hreinn Rósmann, Thelma, Eva Dögg og Pétur Gunnar; Rakel Hrönn, f. 12.12.1958, búsett í Gautaborg í Svíþjóð, gift Gísla Hjartarsyni og eru böm þeirra Þór- unn Kristín og Einar Torfi. Systkini Vilborgar: Jósefína Guð- rún, f. 27.1.1909, d. 1937, var gift Ingólfl Guðmundssyni; Hrefna, f. 2.10.1911, var gift Ingvald Espeseth semléstl964ogeruböm þeirra íj ög- ur; Jón, f. 2.9.1916, d. 1922; Bene- dikt, f. 18.3.1924, kvæntur Kristínu Bjömsdóttur og era börn þeirra sjö. Langömmuböm Vilborgar eru nú fimmtalsins. Vilborg Lárusdóttir. Foreldrar Vilborgar vora Lárus Guðmundur Kristjánsson, f. 2.8. 1883, d. 1966, smiður í Stykkishólmi, og Þórey Ólína Nikulásdóttir, f. 5.10. 1879, d. 1966, húsmóðir. Láras var sonur Kristjáns Björns- sonar, gullsmiðs í Straumi á Skógar- strönd, og Vilborgar Jósefsdóttur. Þórey var dóttir Nikulásar Árna- sonar og Ólafar Bjamadóttur frá Garðabrekku í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi. Vilborg verður stödd í Veitinga- húsinu Knudsen í Stykkishólmi, sunnudaginn 1. september milli klukkan 14 og 17. Karen Mellk Karen Mellk, sagnfræðingur og verslunarsljóri í Eden í Hveragerði, Þelamörk 46, Hveragerði, er fertug ídag. Starfsferill Karen er fædd í Elizabeth í New Jersey í Bandaríkjunum og ólst upp í Short Hills í sama ríki. Hún var við nám í Beaver College, Pennsyl- vania, 1969-1973 og lauk B A prófi í sagnfræði og kennaraprófi frá þess- um skóla. Haustið 1971 var hún við nám í City of London Polytechnic og vorið 1972 við nám í Austro- American Institute í Vínarborg. Lauk prófi sem aðstoðarmaður lög- fræðinga Paralegal Institute, New York City, 1973. Stundaði nám í sagnfræði viö Hunter College, New YorkCity 1975-1976. Karen vann við lagadeild G. A.F. Corporation, New York City, 1974- 1979. Haustið 1979 flutti hún til íslands. Hún vann sem fóstra í Laufásborg í Reykjavík, 1979-1981, sem einkarit- ari framkvæmdastjóra Samvinnu- trygginga 1982 en flutti það sama ár til Hveragerðis og vinnur nú sem verslunarstjóri í Eden. Fjölskylda Karen giftist 6.5.1988 Braga Einars- syni, f. 19.8.1929, forstjóra Garð- yrkjustöðvarinnar Eden. Karen og Bragi höfðu veriö i sambýh frá ár- inu 1982. Foreldrar hans era Einar Kr. Þorbergsson, sjómaður og verkamaður, og Sigríður Valdi- marsdóttir húsmóðir. Karen og Bragi eiga einn son André Berg, f. 4.11.1986. Bragi á tvö böm frá fyrra hjónabandi, Einar Bjöm, f. 21.1.1960, og Olgu Björk, f. 13.8.1963. Bragi á einnig eina dótt- ur sem hann ættleiddi, Ólafíu MargrétiKarlsdóttur, f. 10.1.1956. Systkini Karenar: Róbert Mellk, f. 25.8.1949, framkvæmdastjóri út- gáfuþjónustunnar Víkverja. Hann á tvö böm og er búsettur í Reykja- vík. Marilyn Herdís Mellk, f. 4.2.1961, gráfíklistamaður, gift Kristjáni Ósk- arssyni hljómhstarmanni. Þau eiga tvöböm. Foreldrar Karenar eru George Mellk, f. 12.2.1915, d. 1973, aðstoðar- forstjóri Glemby Co, New York City, og Kristjana Bjargmundsdóttir Mellk, f. 29.12.1925, húsmóðir. Þau bjuggu lengst af í New Jersey í Karen Mellk. Bandaríkjunum en Kristjana býr nú íReykjavík. Ætt Foreldrar Georges vora Morris og Golde Mehk en þau fluttu frá Minsk, Byelorassia í Rússlandi th Banda- ríkjanna á fyrsta áratug aldarinna. Foreldrar Kristjönu voru Bjarg- mundur Sveinsson frá Efriey í Meðhandi, albróðir Jóhannessar Sveinssonar Kjarvals hstmálara og Herdís Kristjánsdóttir. Ami Amason Ámi Ámason, framkvæmdastjóri Austurbakka, til heimihs að Seilu- granda 17, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Ámi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá VI1972 og hefur setið fjölda stjómunamámskeiða á vegum JC- hreyfingarinnar hér heima og er- lendis. Árni var verslunarmaður 1972-82 og hefur verið framkvaémdastjóri frá 1983. Hann var jafnframt skó- kaupmaður 1974-79 og hefur setið í stjóm Kringlusports og sljóm Omega Karma frá 1990. Árni sat í stjórn Heimdahar 1973-74, stjóm Byggung í Reykjavík 1973-89, var formaöur félagsins 1987-89, í stjórn JC Reykjavik 1976-80 og forseti 1979-80, í lands- stjóm JC Island 1980-81, landsfor- seti JC á íslandi 1982-83, sat í heims- stjóm JC intemational og alþjóðleg- ur varaforseti 1987. Ámi situr í varastjóm ÍSÍ frá 1988, sat í badmintondeild Víkings 1983-87 og var formaður hennar 1985-87, er formaöur fimleikadehd- ar KR frá 1990, formaður Badmin- tonráðs Reykjavíkur frá 1985, sat í varastjórn Verslunarráðs 1988-90 og hefur stundað ýmis nefndarstörf fyrir Félag íslenskra stórkaup- mannafrál987. Fjölskylda Ámi kvæntist 20.10.1976 Guð- björgu Jónsdóttur, f. 9.10.1951, íþróttakennara, en hún er dóttir Jóns Jóhannessonar, vélsfjóra í Keflavík, og Jónu Sigurgísladóttur matráðskonu. Böm Áma og Guðbjargar era Sandra Dögg Ámadóttir, f. 19.9. 1976; Árni Amason, f. 29.10.1978; Agnes Þóra Ámadóttir, f. 22.2.1988. Systkini Árna era Þórhildur Ámadóttir, f. 6.6.1954, húsmóðir, og Guðjón Ingi Ámason, f. 6.6.1958, Árni Árnason. framkvæmdastj óri. Foreldrar Áma eru Árni Árnason, f. 12.2.1929, forstjóri í Reykjavík, og kona hans, Guðrún Pálsdóttir, f. 5.9. 1929, húsmóðir. Árni er sonur Árna Jóhanns Árnasonar, skrifstofustjóra hjá Gasstöð Reykjavíkur, og konu hans, Helgu Guðmundsdóttur. Guðrún er dóttir Páls Einarssonar, rafveitustjóra í Reykjavík, og konu hans, Ingunnar Guðjónsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.