Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Blaðsíða 25
25 LAUGARDAGUR 31. Á&S'T 1991. niðri óánægju sem kraumaði undir og þjóðernisdeilum. Fyrri valdherrar spyrnaviðfótum Eftir fráfall Títós fyrir 10 árum og síðar hrun kommúnismans hafa deil- ur blossað upp á ný milli þjóða Júgó- slavíu. Síðastliðið ár hafa þessar deil- ur harðnað svo að forsætisráðið, sem skipað er fulltrúum allra ríkjanna og fer með hið eiginlega forsetavald, hefur ekki getað við neitt ráðið. í frjálsum þingkosningum á síðasta ári urðu kommúnistar að láta í minni pokann fyrir frjálslyndari mönnum í Króatíu og Slóveníu. Fljótlega varð síðan ljóst að ríkin stefndu að sjálf- stæði og fór það mjög fyrir brjóstið á fyrri valdhöfum sem enn halda um stjórnartaumana í Belgrad, höfuð- borg Serbíu. Þar er einnig að finna höfuðstöðvar ríkjasambandsins sem og sambandshersins. Að aflokinni þjóðaratkvæða- greiðslu í Króatíu og Slóveníu í vor, þar sem yfirgnæfandi meirihluti lýsti sig fylgjandi fullu sjálfstæði, tóku þjóðþing þessara ríkja síðan af skarið í lok júní síðastliðins; Slóvenía lýsti yfir sjálfstæði en Króatía fór aðeins hægar í sakirnar og lýsti því yfir að hún stefndi að sjálfstæði á næstunni. Frá þeim degi sem þessar ákvarðanir voru teknar hafa blóðug átök átt sér stað í Júgóslavíu. Þegar eftir sjálfstæðisyfirlýsingu Slóveníu hugðist Júgóslavneski sam- bandsherinn, sem er mjög vilhallur stjóm kommúnista í Serbíu, grípa í taumana. Til blóðugra átaka kom í kjölfarið en vegna öflugrar mót- spyrnu Slóvena varð herinn að láta í minni pokann. Ákvað sambands- herinn að einbeita sér að því að hindra Króata í að öðlast sjálfstæði. Stríðiö í Króatíu er um margt sér- kennilegt því víghnur eru þar lítt markaðar og oft óljóst hverjir óvin- irnir eru. Stjórnvöld í Serbiu ásamt yfirmönnum í júgóslavneska sam- bandshernum hafa fram til þessa haldið því fram aö um sé að ræða varnarstríð hins serbneska minni- hluta í Króatíu gegn yfirgangi stjórn- valda þar sem klippa vilji á tengshn við Serbíu. Hvorki stjórnvöld í Serb- íu né sambandsherinn styðji þessa sjálfsprottnu uppreisn. Því er haldiö fram að Serbar í Króatíu geti ekki hugsað sér að jarðir þeirra og þorp komi til með að tilheyra frjálsu og fuhvalda ríki Króata. Það er hins vegar athyghsvert að í Áustur-Króatiu, þar sem átökin milli Króata og Serba eru hvað hörðust, eru Serbar í minnihluta, einungis um 17 prósent íbúanna. Á fámennum svæðum í Mið- og Suður-Króatiu eru hins vegar nokkur þorp þar sem Serbar eru í örlitlum meirihluta. Alls er um hálf mihjón Serba búsett í Króatíu eða um 11 prósent íbúanna. Þrátt fyrir fullyrðingar Serba og yfirmanna sambandshersins um að um sjálfsprottna uppreisn sé að ræða er þó ljóst að stór hluti sambands- hersins styður uppreisnina og að stærsti hluti uppreisnarmanna eru vel þjálfaðir hermenn frá Serbíu, vopnaðir stríðstólum frá sambands- hernum. Illa vopnaðir ungliðar sendir á vígvöllinn Króatísk stjórnvöld eiga í miklum erfiðleikum með að veriast ásókn Serba, enda hafa þeir engan annan her sér til varnar en sambandsher- inn sem þeir á sama tíma eiga í stríði við. Af veikum mætti hafa þau reynt' að bregðast við vandanum með því að koma á fót sérstökum sveitum þjóðvarðhða innan lögreglunnar. Sjálfstæðisbarátta Króata hefur kostað miklar blóðfórnir. Daglega berast fréttir af mannfalii og tugir þúsunda hafa orðið að flýja heimili sín. Simamynd Reuter Við allar mikilvægar byggingar og víða á götum eru vopnaðir þjóð- varðliðar á verði. Þinghúsið í Zagreb er þar engin undantekning. DV-mynd KAA Þessar sveitir eru þó illa vopnum búnar og að stærstum hluta mannað- ar ungum og lítt þjálfuðum mönnum. Mega þær sín því lítils gegn ofurefl- inu. Þótt serbnesk stjórnvöld hafi enn sem komið er ekki viljaö taka á sig ábyrgð á stríði Serba í Króatíu hafa þau engu að síður lýst yfir þeim vhja að myndað verði nýtt og stærra ríki Serba sem nái yfir hluta af lands- svæðum Króatíu, ásamt þeim lands- svæðum sem nú tilheyra ríkjum Bos- níu og Hersegovínu, Makedoníu og Montenegro. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Serbíu takist þetta ætl- unarverk sitt en að sama skapi er ljóst að það mun kosta blóðuga borgarastyijöld, ekki bara í Króatíu heldur einnig í hinum ríkjunum, meðal annars í Makedoníu þar sem Albanir eru fjölmennir. í Króatíu ríkir mikh óvissa varð- andi framtíðina. Þrátt fyrir fjöl- breytni í atvinnulífi blasir efnahags- legt hrun við þjóöinni. Átökin við Serba hafa þegar valdið hruni í ferða- þjónustunm; þangað leggur enginn ferðamaður leið sína. Að sögn ferða- málafrömuða mun það taka minnst fimm ár aö byggja upp ferðamanna- þjónustuna á ný. Sömu sögu er að Stipe Mesic, forseti forsetaráðs Júgóslaviu, hefur nú hótað að segja af sér hætti Serbar ekki tafarlaust árásum á Króata. Á myndinni er Stipe að ráðgast við Petar Kriste, ráðherra í ríkisstjórn Króatiu. DV-mynd KAA Króatískir þjóðvarðliðar á tali við borgara fyrir utan þinghúsið í Zagreb. DV-mynd KAA segja um fjárfestingar erlendra aðila í iðnaðar- og þjónustugreinum. Eng- ina fæst til aö fjárfesta af ótta við framtíðina og fyrir vikið hefur stjórnvöldum ekki tekist að einka- væða ríkisfyrirtækin. Atburðir síðustu vikna hafa þjapp- aö króatísku þjóðinni saman. Þar ríkir nú einhugur um aö fullt sjálf- stæði sé eina færa leiðin í átt til lýð- ræðis. Þeir sem áður höfðu efasemd- ir og óttuðust leið þjóðernishyggj- unnar hafa einnig látið sannfærast að ekki komi aðrar leiðir til greina. Átökin við Serba hafa fært mönnum heim sanninn um að þessar þjóðir séu of menningarlega og póhtískt óhkar til að halda ríkjasamstarfinu áfram. Djöfullegar limlest- ingar og fjöldamorð Tiltrú Króata á friösamlegri lausn á landamæradeilunum við Serba fer minnkandi með hverjum degi. Þrátt fýrir að í stjómarskrá Júgóslavíu sé að finna ákvæði um að ekki megi breyta landamærum ríkjanna viröa Serbar það að vettugi. í þrígang hefur forsætisráð Júgóslavíu, með forset- ann Stipe Mesic í broddi fylkingar, lýst yfir vopnahléi milh stríðandi fylkinga án árangurs. í vikunni hót- aði síðan forsetinn að segja sig úr ráðinu ef vopnahléið yrði ekki virt. Frá því átökin hófust fyrir alvöru fyrr í sumar hafa hundruð Króata látið hfið, þar á meðal fjöldi óbreyttra borgara. í nokkrum þeirra þorpa, sem Serbar hafa ráðist á, hefur um grimmdarleg fjöldamorð verið að ræða. Líkin, sem flutt hafa verið til Zagreb, bera vott um djöfuhegar hm- lestingar. Kviðrist lík ungra manna með klofin höfuð og afhöggna úthmi hafa fyllt þjóðina óhug. Flóttamenn- irnir frá átakahéruðunum nema tug- um þúsunda. Þeir standa uppi alls- lausir eftir að hafa verið hraktir á brott frá heimilum sínum. í samtah við DV fyrr í mánuðinum kvaðst Mesic sannfærður um að frið- samlega lausn mætti finna á næstu vikum en augljóslega fer bjartsýni hans nú þverrandi. Sömu sögu er að segja af ráðamönnum í Króatíu. For- seti þjóðarinnar, Franjo Tudjman, ásamt forsætisráðherranum, Franjo Greguric, hafa ítrekað lýst þeirri skoðun að ekki komi til greina að gefa eftir svo mikið sem spildu af landsvæði Króatíu. Hins vegar segj- ast þeir tilbúnir að ræða myndun sjálfsstjórnarhéraða þar sem Serbar eru hvað fjölmennastir. Vonaraugum beinttilEvrópu Sú skoðun er ríkjandi í Króatíu að endi verði ekki bundinn á sókn Serba nema th komi viðurkenning erlendra ríkja á sjálfstæði þjóðarinnar. Nú þegar hafa Serbar náð undir sig allt að fimmtungi af landsvæðum Króata og sókn þeirra heldur áfram. Stuðn- ingur sambandshersins er jafnframt orðinn augljósari. Þá daga sem blaðamaður DV dvaldi í Króatíu voru miklar vonir bundnar við aðstoð EB-ríkjanna við að stööva átökin, enda eru bæði innri og ytri landamæri Júgóslavíu viðurkennd á alþjóðavettvangi. Vonin um aðstoð EB dvinaði þó eftir heimsókn þriggja ráðherra th Júgóslavíu fyrr í mánuð- inum. Þeir sneru heim með þær yfir- lýsingar að ekkert væri hægt að gera. í Serbíu fognuðu menn yfirlýsingu EB-ráðherranna, enda ráðamenn þar alfarið á móh erlendum afskiptum af málefnum Júgóslavíu. Hinn herskái herforingi Serba í Króatíu, kapteinn Dragon, eins og hann er nefndur, lét þá hafa eftir sér að ekk- ert gæh lengur komið í veg fyrir myndun stórríkis Serba. í Króahu urðu menn hins vegar harmi slegnir. Sú spuming brann á vörum þjóðar- innar hvort Evrópa æhaði sér að af- neita og fórna þessum hluta Evrópu. Flaggað til sigurs í augum flestra Króata er baráttan fyrir sjálfstæði einungis fyrsta skref- ið í áh th náinnar samvinnu við önn- ur riki Evrópu. Það fer heldur ekki á mhh mála að króahska þjóðin álít- ur sig eiga heima í samfélagi Evrópu- þjóða, bæði í menningarlegu og efna- hagslegu tihih. Allt yhrbragð þjóðfé- lagsins ber með sér að þar býr fólk sem í engu sker sig úr frá nágrönnum sínum í norðri og vestri. Það er tákn- rænt í þessu sambandi að víðast hvar þar sem hinn nýi þjóðfáni Króahu blakti við hún máth sjá th hhðar fána EB. Til samans mynduðu fánastang- irnar V fyrir sigur. En Króatar eru trúuð þjóð. Hún biður fyrir réhlæh og er sannfærð um að verða bænheyrð. Atburðir síð- ustu daga hafa einnig aukið líkurnar á að svo verði. Fyrir atbeina Hans- Dietrichs Genscher, utanríkiráð- herra Þýskalands, er nú um það ræh innan EB að viðurkenna sjálfstæði Slóveníu og Króahu hæth Serbar ekki þegar árásum sínum á króahsk landsvæði. Þessari skoðun vex nú fylgi með hverjum deginum innan bandalagsins. í Austurríki hafa ráða- menn vhjað ganga lengra og viður- kenna þegar í stað sjálfstæði.þessara þjóða, réh eins.og verið sé að gera gagnvart Eystrasaltslýðveldunum. Ljóst er þó að nokkur bið kann að verða á viðurkenningu Evrópu- bandalagsins á sjálfstæði þessara þjóða. Og sú bið kann að kosta mikl- ar blóðfómir. Að undanförnu hafa átökin verið harðari en nokkru sinni fyrr. Svo kann jafnvel að fara að Serbar nái að knýja fram fullnaðar- sigur á næstunni. Þróist mál á þennan veg mun Kró- atía þurfa að sjá á efhr stórum land- svæðum, einkum í austri við landa- mærin að Serbíu en einnig í Mið- og Suður-Króatíu. Líkur eru á að hluti strandarinnar verði einnig innlimað- ur í lúð nýja stórríki Serba. Innan þeirra landamæra yrði efhr stór minnihlutahópur Króata og annarra þjóðarbrcfta. Þróist mál á þann veg er ljóst að ólga og ófriður halda áfram á Balkanskaganum um ókomin ár. Kristján Ari Arason INNKAUPAPARADÍS FRÁ ÞÝSKALANDI MADELEINE ICH MAG'S ICH TRAG'S TOP-SHOP QUELLE Tískulisti með óvenjulega glæsi- legum fatnaði fyrir konur. Ótrúlega fal- leg hönnun sem uppfyllir óskir um það allra besta. Ef þú þarft fallegan kvenfatnað í stórum númerum þá er þetta listinn. Fallegur fatn- aður í númerum til 54 fyrir kvenfólk á öllum aldri. Nýtisku fatnaður í númerum sem passa. Listinn fyrir unga fólkið. Skemmtilegur og frisklegur fatnað- ur. Klæðnaður fyrir öll möguleg tæki- færi. Þetta er listinn fyrir táninga sem vilja sérstakan fatn- að. Fjölskyldulistinn, 50.000 vörunúmer á 1300 bls. Ótrúlegt vöruúrval: fatnaður, heimilisvara, leik- föng, raftæki o.fl. o.fl. Inneignarseðill, ísl. þýðingarlisti og falleg gjöf fylgir list- anum. Gæði og gott verð einkenna þenn- aneinstaka vörulista. Pöntunarlína 91-50200 Gæðavörur frá Þýskalandi Allar vörurnar frá Quelle standast hina ströngu, þýsku gæðastaðla um efni og framleiðslu eða gera jafnvel betur. inn kaup án allrar (Huelle pýskt «knar STÆRSTA P0STVERSLUN EVR0PU VERSLUN OG AFGREIÐSLA, HJALLAHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI. SÍMI 91-50200 Pöntunarlína 91-50200 Hægstætt verð. Quelle-verðið er mælikvarði á hagstæð innkaup.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.