Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Blaðsíða 47
EATJGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991. 59 Afmæli Kristján Gíslason Kristján Gíslason, fyrrv. verö- lagsstjóri, til heimilis að Lambas- tekk 7, Reykjavík, verður sjötugur ámorgun. Starfsferill Kristján fæddist að Sellátrum í Tálknaíirði í Barðastrandarsýslu og ólst upp á Tálknafirði og á Patreks- firði. Hann stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni og lauk þaðan prófi 1941 og lauk samvinnu- skólaprófi 1944. Kristján stundaði landbúnaðar- verkamannastörf og sjómennsku á Tálknafirði og á Patreksfirði til 1942 en síðan skrifstofustörf í Reykjavík. Hann vann hjá Skömmtunarskrif- stofu ríkisins 1945-46, hjá Endur- skoðunarskrifstofu Árelíusar Ólafs- sonar 1946-47, hjá Umférðarmála- skrifstofu póststjórnarinnar 1947-50, hjá verðgæslustjóra 1950-53 oghjá Landssmiðjunni 1953-56. Hann var verðlagsstjóri frá ársbyrj- un 1957 til 1975. Fjölskylda Kristján kvæntist 26.10.1946 Sól- rúnu Elsu Stefánsdóttur, f. 7.3.1924, húsmóður en hún er dóttir Stefáns Bjarnasonar, b. á Illugastöðum í Engihlíðarhreppi, og konu hans, Æsgerðar Þorláksdóttur. Böm Kristjáns og Sólrúnar Elsu: Hilmir Stefán, f. 18.8.1948, d. 29.5. 1951; Gylfi Gísh, f. 18.8.1948, blaöa- maður á Akureyri, kvæntur Birnu Blöndal húsmóður og eiga þau þrjú börn, auk þess sem Gylfi átti son fyrir hjónaband; Gerður Jóna, f. 22.10.1952, húsmóðirí Reykjavík, gift Jens Magnússyni lækni og eiga þau tvö börn; Stefán, f. 24.6.1958, blaðamaður í Reykjavík, kvæntur Sólveigu Jónu Ögmundsdóttur hús- móður og eiga þau tvö börn en Stef- án átti son fyrir hjónaband. Systir Kristjáns er Þórey, f. 17.8. 1923, húsmóðir í Reykjavík, gift Stef- áni H. Eyfjörð Jónssyni sjómanni og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Kristjáns voru Gísli Guðbjartsson, f. 16.8.1893, d. 10.2. 1974, sjómaður og verkamaður á Patreksfirði og í Reykjavík, og Jón- ína Kristjánsdóttir, f. 12.7.1891, d. 27.12.1968, húsmóðir. Ætt Gísli var sonur Guðbjarts Sigurðs- sonar, sjómanns úr Otradalssókn í Arnarfiröi, og konu hans, Sólveigar Kristjánsdóttur frá Melgraseyri í Kirkjubólssókn við ísaijarðardjúp. Jónína var dóttir Kristjáns út- vegsb. Arngrímssonar, síðast prests að Brjánslæk, Bjarnasonar, prests að Melum í Borgarfirði, Arngríms- sonar, prests að Melum, Jónssonar, lrm. að Háafelli í Hvítársíðu, Vigfús- sonar af Akra-Finnsætt. Móðir Jónínu var Þórey Eiríks- dóttir Sveinssonar frá Hamarslandi á Reykjanesi. Móðir Þóreyjar var Kristján Gislason. Ingibjörg Friðriksdóttir, prófasts að Stað á Reykjanesi, Jónssonar, prests Þorvarðarsonar, síðast að Breiða- bólstað í Vesturhópi. Kristján verður að heiman á af- mæhsdaginn. Til hamingju með afmælið 31. ágúst 80 ára 50 ára Unnur Jóhannsdóttir, Hafdís H. Alfreðsdóttir, Engjabakka, Eskifirði. Jaðri, Dalvík. 7*1 áro Litladal, Lýtingsstaðalír. * ** Ólafur Emilssnn. Karl Bjarnason, Sævangi 49, Hafnarfirði. Hofsstaðaseli, Viðvíkurhreppi. Horður Liiasson, Dvergholö 21, Mosfellsbæ. _ _ , Héðinn Þorsteinsson, /O ara Áshlíð2, Akureyri. Ágúst Þorsteinsson, . Bergþórugötu 2, Reykjavík, ‘IU ala Óiaíur Jónsson, v Ránargötu 6, Reykjavík. Fnðnk Bnddc, Ingólfur Arnarson, Alakvisl 71, Reykjavik. Dalseli 15, Reykjavík. £6™ Bryndis Gísladóttir, Stafnesvegi 5, Sandgerði. , Elín Sjöfn Sverrisdóttir, bU ara Hátúni U, Reykjavík. Lára Erlinesdóttir, Ingveldur Gunnarsdóttir, Laugahek 3, Reykjavík. HpltagÖtU 12, Akureyri. Hanna Sigríður Garðarsdóttir; m í>ýffiíe“1,sf0n’ . Austurbergi 10, Reykjavik. Skarðshhð 2c, Akureyn. Til hamingju með afmælið 1. september 90 ára 60 ára Runólfur Jón Sigurðsson, Beta Guðrún Hannesdóttir, Fannborg 1, Kópavogi. Hamrabergi 7, Reykjavík. Hann tekur á raóti gestum á aftnæiis- Ólöf Guðlaug Sigurðardóttir, daginn klukkan 15-18 í matsal eldri Stillholti 10, Akranesi. borgara að Fannborg 1, Kópavogi. Hilmar H. Bendtsen, Sandi, Kjósarhreppi. 80 ára 50 ára sKssffi&* Aidis verðiij- peiman á afmaplisrtay. 70 ára inn • w « #]f,n Hákon Jonsson. Hulda Jónsdóttir, Bogahllð 11, Reykjavlk. Skaröshlíð 14a, AkureyrL r Svana Jónsdóttir, 40 dTð Sólheimum, ÓlafsfirðL Jón Pall Pétursson, Sigrún Sigurðardóttir, Njálsgötu 72, Reykjavík. Selkoti, Mosfellsbæ, Ragnheiður Arnórsdóttir, Sigurbjörg R. Þórhallsdóttir, Langholtsvegi 206, Reykjavík. Tjaidanesi 17, Garöabæ, Ingibjörg Pétursdóttir, Sigríður Viihjálmsdóttir, Mýrarbraut 2, Blönduósi. Laugalandi, Asahreppi. Pétur Sigmundsson, Óli Guðmarsson, Skarðshlíð 24c, Akureyri. Rimasíðu 23e, Akureyri. Þorbjörg Ingólfsdóttir Þorbjörg Ingólfsdóttir húsmóðir, Skagaseli 9, Reykjavík, er fimmtug á morgun. Starfsferill Þorbjörg er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún var í Melaskólanum og síöan í gagnfræðaskólanum við Öldugötu. Þorbjörg vann ýmis störf þar til hún gifti sig. Hún helgaði húsmóðurstörfunum krafta sína í tuttugu og fimm ár en árið 1986 hóf Þorbjörg störf hjá Vistheimilinu Seljahíö og vann við aöhlynningu aldraðra til ársins 1990. Fjölskylda Þorbjörg giftist 31.12.1961 Hilmari Bergsteinssyni, f. 5.7.1934, flug- stjóra hjá Flugleiðum. Foreldrar hans eru Fjóla Gísladóttir og Berg- steinn Guðjónsson. Hann er látinn. Böm Þorbjargar eru: Ásmundur Gunnlaugsson, f. 25.1.1959, flug- virki, maki Þórhildur Kristjánsdótt- ir, þau eiga eina dóttur, auk þess á Ásmundur einn son; Rögnvaldur Snorri Hilmarsson, f. 8.11.1963, flug- maður; Hólmfríður Hilmarsdóttir, f. 16.4.1968, meinatæknanemi og Sigrún E jóla Hilmarsdóttir, f. 17.3. 1971, nemi í Háskóla íslands. Systkini Þorbjargar eru Anna Ing- ólfsdóttir, f. 10.8.1939, sjúkraliði, gift Jörgen Sigurjónssyni bifreiöar- stjóra og eiga þau einn son; Guð- björg Ingólfsdóttir, f. 19.6.1945, hús- móðir, gift Braga Finnbogasyni bif- reiöarstjóra og eiga þau fiórar dæt- ur; Rögnvaldur Ingólfsson, f. 4.6. 1947, dýralæknir í Búðardal, kvænt- ur Kristjönu E. Kristjánsdóttur og eiga þau þrjú böm; Gísli Jónas Ing- ólfsson, f. 8.121951, rafeindavirkja- meistari. Foreldrar Þorbjargar eru Ingólfur Rögnvaldsson, f. 29.1.1917, vann lengst af sem verkstjóri hjá Vél- smiðjunni Hamri hf„ og Hólmfríður Jónasdóttir, f. 24.10.1917. Hólmfríð- ur og Ingólfur hafa allan sinn bú- skap búið í vesturbænum í Reykja- vík. Ætt Foreldrar Ingólfs voru Rögnvald- ur Snorrason, kaupmaður á Akur- eyri, og kona hans, Sigríður Sveins- dóttir, dóttir Sveins Sigfússonar, kaupmanns á Norðfirði, og konu hans, Þorbjargar Runólfsdóttur. Foreldrar Rögnvalds voru Snorri Þorbjörg Ingólfsdóttir. Jónsson frá Hólárkoti í Svarfaðar- dal, kaupmaður á Akureyri, og Lov- ísa Loftsdóttir frá Sauðanesi í Svarf- aðardal. Foreldrar Hólmfríðar voru Jónas Páll Magnússon bókbindari og Guð- björg Gísladóttir. Foreldrar Jónasar vora Magnús Stefánsson og Sigríð- ur Rósa Pálsdóttir. Foreldrar Guð- bjargar voru Gísh Sigurðsson, bóndi að Viðborði á Mýrum í Austur- Skaftafehssýslu, og kona hans, Hólmfríður Jónsdóttir. Hans Markús Hafsteinsson Hans Markús Hafsteinsson, Espi- gerði 18, Reykjavík, verður fertugur ámorgun. Starfsferill Hans Markús fæddist í Reykjavík en flutti fimm ára í Ytri-Njarðvík þar sem hann ólst upp. Hann stund- aði nám í rafvirkjun frá 1968 og lauk sveinsprófi i greininni 1971. Hans starfaði við rafvirkjun til ársins 1973 en hóf þá störf sem lögreglumaður hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík. Hann lauk námi við Lög- regluskóla ríkisins árið 1976 og hef- ur starfað sem lögreglumaður ósht- ið síðan. Hans Markús lauk meistaraprófi í rafvirkjun 1986. Hann hefur stund- að nám við öldungadeild MH1989-91 ogmun hefia nám í guðfræðideild HÍnúíhaust. Fjölskylda Hans Markús kvæntist 5.9.1981 Jónínu Sigurðardóttur, f. 11.12.1954, lögregluþjóni, en hún er dóttir Sig- urðar Sigurðssonar frá Akrakoti á Akranesi, sem nú er látinn, og Láru Sigurðardóttur sem búsett er á Húsavík. Sonur Hans Markúsar og Jónínu er Hafsteinn ísaksen, f. 7.7.1981. Fóstursonur Hans Markúsar er Heiðar Már Hlöðversson, f. 2.3.1974, auk þess sem Hans Markús á tvö börn frá fyrra hjónabandi, Oddgeir, f. 28.8.1973, og Aðalheiði Gígju, f. 18.4.1977. Systkini Hans Markúsar eru Sig- urður Pétur, f. 16.8.1953, búsettur á eynni Jersey á Ermarsundi, eftir- Utsmaður með djúpköfurum í Norð- ursjó, kvæntur Avril sem er af skoskum ættum og eiga þau saman eina dóttur; Hafsteinn, f. 12.11.1959, öryggiseftirlitsmaður, kvæntur Ragnhildi Margeirsdóttur úr Kefla- vík og eiga þau tvö börn; Guðríður, f. 18.9.1955, húsmóðir, gift Krist- manni Hjálmarssyni og eiga þau saman eitt barn. Hálíbróöir Hans Markúsar er Ómar Hafsteinsson, f. 2.8.1953, rafvirki í Reykjavík. Foreldrar Hans Markúsar eru Hafsteinn Ármann ísaksen, f. 14.7. Hans Markús Hafsteinsson. 1930, vélvirki í Keflavík, og kona hans, Hanna Kristín Hansdóttir, f. 28.7.1927, húsmóðir. Hafsteinn var sonur hjónanna Hagerup Isaksen, frá Tromsö í Norður-Noregi, og Margrétar Mark- úsdóttur frá Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð en þau bjuggu lengst af við Ásvallagötuna í Reykjavík. Hanna Kristín var dóttir hjónanna Hans B. Sigurðssonar og Guðríðar Jónsdóttur sem búseít voru í Reykjavík. Andrés Pétursson Andrés Pétursson rennismiður, Njörvasundi 29, Reykjavík, er átt- ræðurídag. Hann tekur á móti gestum að Afla- granda 40, Reykjavík, á afmæUsdag- inn klukkan 15.00. LAMPA- MIKIL VERÐLÆKKUN OPIÐ LAUGARDAG, 10-16 RAFBÚÐ DOMUS MEDICA, EGILSGÖTU 3 UTSALA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.