Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Blaðsíða 23
IJAU'ÖARbXGÖR':3'l.'Á'G'ÚST;1991. 23 Madonna hefur áhrif: Á brjóstahaldaranum á ball - ný undirfatatíska hefur haldid innreið sína hér á landi „Undirfatatískan hefur veriö að breytast á undanförnu einu og hálfu ári. Tískan viröist djörf en er þaö ekki. Þaö sem einhvern tíma þótti að minnsta kosti djarft þykir sjálf- sagt í dag,“ segir Jóna Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Módel 79 og verslunareigandi, er helgarblaðið forvitnaðist um nýja undirfatatísku sgm virðist breiðast hratt út héí á landi. Sennilega hafa allir tekið eftir hversu miklar breytingar hafa orðið á undirfatatísku kvenna undanfarið. Blúndur, pífur, sokkabönd og beltí eru allsráðandi, að ekki sé talað um brjóstahaldara, annaðhvort upp- stoppaöa eða meö spöngum. Tískan er kvenleg. Meira að segja sextíu og átta kynslóðin, sem henti brjósthald- aranum út í hom á uppreisnartíma- bilinu, kemur nú inn í glæsilegar undirfataverslanir borgarinnar og kaupir sér eitt slíkt lífstykki. Sumar í fyrsta skipti á ævinni. I sumar hefur einnig borið nokkuð á tískusýningum þar sem eingöngu eru sýnd undirföt. Þessar sýningar hafa verið vel sóttar, jafnt af konum sem körlum. Jóna segir að það sé ekki erfitt að fá stúlkur tíl að sýna undirfötin en sumar myndu þó aldrei vilja taka þátt í þeim sýningum. Enginn myndi voga sér að bera saman undirfatasýningar í dag og þær sem voru fyrir nokkrum árum á vegum PAN-hópsins svonefnda. Mörgum finnst þó ekki mikill munur á. Hins vegar er nú um að ræða há- tísku og þá breytist hugsunarháttur fólks. Bómullarnærfötin niður í skúffu „Verslunum, sem selja undirföt, hefur fjölgað mjög mikið undanfarið. Þær voru reyndar alltaf mjög fáar,“ segir Jóna. Þá hafa margar tísku- verslanir tekið undirföt í sölu. „ís- lenskar konur gengu allar í þessum venjulegu bómullarnærfötum en nú vilja þær blúndubuxur. Pifuundir- fötin er mörg úr bómull en oft úr gerviefnum. Silkinærföt fást líka en eru mjög dýr. Samfellur eru vinsælar og úrvahð mikið,“ segir Jóna. „Ungar stúlkur fara á ball í galia- buxum og á brjósthaldaranum. Þær eru kannski í jakka utan yfir eða gegnsæjum skyrtum. Oftast eru bijóstahaldarar þeirra bólstraðir, jafnvel með skrautsaumi eða lykkj- um. Það þykir mjög fínt að fara þann- ig klædd á ball,“ segir Jóna ennfrem- ur. Sokkabönd um lærin, sem flestír kannast við úr vestramyndum þar sem vændishús eru oftar en ekki við- komustaður kúrekanna, eru nú brúkuð af ungum stúlkum sem skraut. Sokkabandabelti eða maga- beltí, eins og þau hétu áður fyrr, eru einnig vinsæl og þá að sjálfsögðu með sokkum. Sokkabuxumar, sem kven- þjóðin fagnaöi ákaft á sínum tíma, em því að úreldast - að minnsta kosti tímabundið. Stórbrjóstítísku Jóna telur þó að sokkabuxurnar séu ennþá vinsælli en sokkabanda- beltin og sokkarnir. „Konur fá sér falleg undirföt en þessi sokkabönd þurfa ekki endilega að fylgja. Mörg- um ungum stúlkum þykja beltín flott en kaupa þau samt ekki. Ég held að konur á öllum aldri hugsi miklu meira en áður hverju þær klæðast undir ytri föturn," segir Jóna. „Þessi tíska er ekki eingöngu á íslandi held- ur um allan heim. Það er í tísku að vera kvenlegur með stór brjóst. Er- lendar umboðsskrifstofur fyrirsæta vilja t.d. ekkert núna nema grannar stúlkur sem eru yfir 175 og með stór brjóst," segir Jóna Lárusdóttir. „Það er farið að aukast að konur, sem aldrei hafa gengið með brjósta- haldara, komi hingað tíl að máta og oftast kaupa þær sér einn slíkan því að þær frnna hve það er miklu þægi- legra,“ segir Melkorka Gunnarsdótt- ir hjá undirfataversluninni Klöru í samtali við helgarblaðið. „Nú kaupa þær sér spangarbrjóstahaldara enda eru gæði þeirra miklu betri en var áður fyrr er-spangirnar stungu og særðu. Yngri konur kaupa sér heila brjóstahaldara og ganga síðan í gegnsæjum skyrtum yfir. Það er tísk- an í dag og kemur frá söngkonunni Madonnu. Brjóstahaldarinn er núna hluti af heildarmynd tískunnar." - En koma karlar og kaupa á konur sínar? „Já, það er talsvert mikið um það og hefur aukist. Ef þeir vilja gefa konunum eitthvað fallegt kaupa þeir nærföt. Fyrst voru karlmenn mjög feimnir að koma hér inn en þeir eru það ekki lengur.“ - Má ekki segja að þessi undirfata- tíska sé djörf? „Nei, það finnst okkur ekki. Þetta er fallegt og á að gera sitt gagn. Við fmn- um að viðhorfið er farið að breytast. Undirfatnaður er ekkert sem er gróft." - Eru einhverjir litir sérstaklega í físku í undirfötum? „Svart og hvítt er alltaf vinsælast. Náttúrulitir eru einnig vinsælir og dumbrautt hefur verið að sækja á.“ Bjarma Didriksen í Misty tekur í sama streng. Þangað koma konur á öllum aldri og vilja kaupa tískuund- irfót og eiginmennir ekki síður. „Þaö hafa verið auknar áherslur á undir- föt almennt og þykir tilhlýðilegt að þau sjáist á opinberum vettvangi. Þess vegna eru kröfurnar meiri um að undirfótin séu falleg," sagði Bjarma. Hún er á þeirri skoðun að margt hafi hjálpast að við að búa tíl þessa undirfatatísku og ekki síst söngkonan Madonna. „Það er alltaf verið að gera betur og vandaðra og ungt fólk er mjög meðvitað um tísk- una og hinir eldri fylgir á eftir.“ Sokkaböndin spari í sumar á undirfötum. Hér sýna ung- ar stúlkur hluta af öllu því framboði sem er á boðstólum í verslunum i undirklæðum. aðrir viðmælendur DV að þessi nýja tíska væri djörf því t.d. sokkabönd væru einungis sjálfsögð viðbót við önnur undirfót. „Konur nota sokka- böndin spari, t.d. ef þær ætla að gera eitthvað sérstakt fyrir sig eða mak- ann. Þær ganga ekki með sokkabönd hversdags, þó allur gangur sé á því. Það er mikið atriði að undirfötin séu fyrir augað, litir, blúnda og þess hátt- Sokkaböndin þóttueinu sinni djörf. Nú eru þau sett upp spari. DV-myndir Anna ar. Þeir litir sem eru í tísku hverju sinni á fatnaði koma einnig í nær- fætnaði. Pastelhtir eru vinsælir á sumrin en dökkir á veturna." Bjarma telur að heilsuræktar- stöðvarnar og aukin áhersla á lík- amsrækt hafi vakið athygli eldri kvenna á fallegum nærfatnaði. „Ungar stúlkur eru fljótar tíl og þar sem konur hátta saman, t.d. í líkams- Þessi unga stúlka var ekkert feimin að taka á móti gestum á Hótel ís- landi á nærklæðunum einum fata enda er þetta hátíska og alls ekkert djörf. ræktarstöðvum eða sundstöðum, verða hinar eldri fyrir áhrifum er þær sjá ungu stúlkurnar í fallegum undirfötum," sagði Bjarma. „í fyrsta skiptí um síðustu jól voru nærföt frekar tekin til gjafa heldur en náttföt. Eiginmennirnir áttu ekki síst þátt í því. Vinkonur slá líka oft saman í falleg undirfót handa vin- konuítækifærisgjöf." -ELA Bjarma vildi ekki segja frekar en Áttu barn á skólaaldri? Þá geturðu hugsanlega haft áhuga á Dans-Nýjung Barnabæ sem kynnir nýtt á ís- landi: 9 mánaða námskeið fyrir börn á aldrinum 5-7 ára. Kennt verður frá kl. 8-12 og síðan 13-17. Hvað vilt þú gera fyrir barn þitt??? .. .vandaðu valið! Hjá okkur læra börnin dans, söng, leiklist, slökun, framsögn, fram- komu, kurteisi, borðsiði, að vinna með liti, við bökun, lestur, teikn- un. Þegar námskeiðinu lýkur halda börnin sýningu á því sem þau hafa lært og veita viðurkenningum skólans viðtöku. Þau verða í alvöru- leikbúningum sem skólinn lætur í té. Unnið verður úr hinum frábæru barnabókum sem Vaka-Helgafell gefur út og Gáski segir frá. Öll kennda miðast við að vera barni þínu til gagns og gleði. Ath., takmarkaður fjöldi nem- enda. Skólinn tekur til starfa mánudag- inn 9. sept. Skírteinaafhending verður laugardaginn 7. sept. kl. 14.00-18.00. Upplýsingar í síma 677270 alla daga þessa viku frá 13-18 <nyi—Ud4!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.