Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1991, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991. Fréttir Formaður læknaráðs Borgarspítalans: Sjúklingar á biðíistum borgi sjálf ir fyrir þjónustuna - gæti ýtt undir einkarekstur lækna „Þaö er náttúrlega ljóst aö þegar sjúkrahúsin geta ekki lengur sinnt þeim verkefnum sem hingað til hafa verið talin nauðsynleg verður sýni- lega til afgangsstærð sem sjúklingar myndu líklega sjálfir leita einhverra leiða til að fá úrlausn á,“ sagði Jó- hannes Gunnarsson, formaður læknaráðs Borgarspítalans, að- spuröur hvort til greinakæmi að láta sjúklinga taka virkari þátt í kostnaði sjúkrahúsanna. „Ein leiðin væri sú að þeir sjúkhng- ar, sem vísað hefur verið frá, eða settir á langa, vonlausa biðlista, myndu leita til einhverra annarra en opinberra aðila, t.d. lækna sem starfa á eigin vegurn," sagði Jóhannes og taldi það jafnframt geta ýtt undir einkarekstur lækna. Jóhannes tók fram að hér væri ekki um formlega tillögu að ræða heldur væri þetta ein af þeim leiðum sem yrði að athuga ef framlög nægja ekki til reksturs spítalanna en eins og kunnugt er hefur heilbrigðisráð- herra boðaö 500 milljóna króna nið- urskurð á rekstrarfé Borgarspítal- ans og Landakots á næsta ári. „Nú þegar þurfa sjúklingar, sem eru t.d. með kviðslit, æðahnúta eða gallsteina, að bíða óheyrilega lengi eftir því að komast inn á sjúkrahús. Þessi hópur kemur þá væntanlega, með meiri niðurskurði til með að bíða enn lengur. Svo lengi að það teldist vera óþolandi," sagði Jóhann- es. Jóhannes sagðist ekki treysta sér til þess að verðleggja hversu dýrt það yrði fyrir viðkomandi sjúkhnga aö leita til einkaaðila en viðurkenndi að kostnaðurinn yrði umtalsverður. „Öll þessi starfsemi er mjög dýr og það er þar sem hnifurinn stendur í kúnni. Ég er ekki tilbúinn til þess að verðleggja hversu mikill kostnað- urinn yrði í raun því menn hafa mjög óljósar hugmyndir um það hvaða sjúkhngar myndu lenda í þessu.“ Jóhannes sagði ennfremur að læknar væru ekki tilbúnir aö sætta sig við svo mikinn niðurskurð í heil- brigðisgeiranum. „Það bendir náttúrlega alltaf hver á annan, sóun í þjóðfélaginu er mjög víða, en ég held að það sé nú áht flestra aö það sé í raun ekki heil- brigðiskerfið sem er að shga þjóðfé- lagið heldur rangar tjárfestingar og ævintýri á atvinnumarkaðinum. Við vhjum gjarnan halda þeim fjár- munum sem hingað th hafa verið ætlaðir th hehbrigðisþjónustunnar og finnst það lúalegt af ráðherra að gefa það í skyn að heilbrigðisstéttirn- ar séu aö standa vörð um eigin hag, allt snýst þetta um sjúka og sjúkl- inga,“ sagði Jóhannes. Hann bætti því viö að læknar héldu enn í þá von að þær aðgerðir sem boðaöar hafa verið verði umtalsvert minni og ekki eins bráðar og talað hefur verið um. -ingo Ákveðið var aö ná „bryggjupollanum" upp í heilu lagi til þess að skoða hann betur. DV-mynd S Bryggjupollinn reyndist vera fallbyssuhlaup „Það er veriö að endurbyggja bryggjuna við Faxagarð og því þurfti að taka upp nokkra bryggjupolla. Einn þeirra reyndist vera gamalt fallbyssuhlaup sem notað var í dönskum hernaði," sagði Vignir Al- bertsson, byggingarfræðingur hjá Reykjavíkurhöfn. Vignir sagði að líklega hefðu menn hirt þetta á brotajámshaugum og steypt niður í stað bryggjupolla þegar garðurinn var byggður í kringum 1930. „Tahö er að byssan hah verið steypt í Svíþjóð en síðar notuö í ein- hveiju dönsku stríði. Á herrni er áletrun með danska konungsmerk- inu og ártal sem við höldum að sé 1832.“ Aðspurður hvað gera æth við byssuhlaupið sagöi Vignir að hug- myndin væri að hreinsa það upp og velja því stað í Faxagarði eða í ná- grennihans. -ingo Allir bankar beinlínutengdir - nú sést strax hvort ávísanir eru góðar eða ekki „Flestalhr bankar, nema einstaka útibú á landsbyggðinni, eru nú bein- hnutengdir við Reiknistofu bank- anna. Sú breyting hefur það í för með sér að nú þurfa starfsmenn bankanna ekki lengur aö hringja á milli th þess að að fá upplýsingar um hvort inn- stæða sé fyrir hendi heldur nægir að ýta á einn takka. Það hefur fyrir löngu legið fyrir sá möguleiki að bóka tékkana beint um leið og þeir eru keyptir en því hefur veriö slegið á frest að taka það í notk- un þar th nú,“ sagði Þórður B. Sig- urðsson, forstjóri Reiknistofu bank- anna, við DV. -ÍS 1 dag mælir Dagfari_________________ Varúð, lífshætta Alvarleg frétt birtist í DV í síðustu viku. Þar er sagt frá því að lögregl- an á Akranesi rannsaki nú atvik sem átt hafi sér stað á veginum við Akrafjall, þegar hjón sem þar voru á gangi, sáu hvar riffilkúla hafnaöi í vegkantinum skammt frá þeim. Engir skotmenn sáust í nágrenninu og er lögreglan nú að rannsaka hvaöan þessi nfhlkúla kom. Jafnramt er sagt frá því aö veg- farendum við Akrafjall stafi hætta af nautum sem þar gangi laus. Hafi fólk átt fótum sínum fjör að launa undan þessum nautpeningi. Ekki er þó nautunum kennt um þessa lífshættu, vegna þess að þau séu innan girðingar á beit með samþykki hreppsnefndarinnar. Hins vegar er htið og heldur torlæshegt skhti á þessum slóðum sem varar fólk við nautunum en „ákaflega auðvelt er aö fara á mis viö það. Það er ekki á færi nema útvalinna að lesa það sem á skhhnu stendur, svo máö er það oröið," segir í þessu merka fréttaskeyti frá Akranesi. Um riffikúluna er það að segja aö Akumesingar eru glöggir menn og vel sjáandi ef þeir taka eftir byssukúlum sem fljúga um í ná- grenni við þá og engan mann hefur Dagfari heyrt getið um sem áöur hafi séð byssukúlur á lofti. Akur- nesingar hafa greinhega góða sjón og þessi hjón sem þama vom í gönguferð við Akrafjalhð tóku meira að segja eftir því hvar kúlan lenti. Svona fólk æth samstundis að ráða sig í herþjónustu, th að fylgjast með byssukúlunum sem berast um lofhn blá, th að leiöbeina bandamönnum sínum um hvenær þeir eigi að beygja höfuðiö eða víkja sér undan skotárásunum. Annars er kannski þörf á því að hafa þau hjónin áfram á Akranesi ef byssumenn hggja þar í leyni og skjóta saklaust fólk í gönguferðum. Nema byssukúlur á Akranesi komi annars staöar frá þvi ekki sást th skotmanna eða mannferða á þess- um slóðum. Lögreglan er nú að rannsaka hvaðan byssukúlan kom. Lögreglan veit hvar byssukúlan hafnaði en hún veit ekki hvaðan henni var skohð og er að rekja slóð þessarar byssukúlu samkvæmt sjónminni þeirra hjóna sem sáu byssukúluna. Með hhðsjón af hinni óvenjulegu góðu sjón hjónanna, sem sáu hvar byssukúlan lenh, skýtur það nokk- uð skökku við að Akumesingar sjái ekki stór og mikh naut, þegar slík- ar skepnur verða á vegi þeirra. Eins er það meö óhkindum aö Skagamenn geh ekki lesið á skhh sem eru seh upp th varúðar, þegar Ijóst er að sjón manna á Akranesi er slík að þar getur fólk séð byssu- kúlur á lofti og fylgst með þeim hvar þær lenda. 1 fréttaskeytinu frá Akranesi segir að það sé ekki á færi nema útvalinna aö lesa á skht- ið, svo máð sé letrið, En þeim er vorkunn sem setja upp þetta skhh, þegar þeir hafa af því spumir aö Akurnesingar eru haukfránir menn og sjónglöggir með afbrigð- um og sjái byssukúlur í loftinu. Hih er annað mál aö fólk getur haft góða sjón án þess að geta lesið og stundum hefur það einmitt afar góða sjón af því aö það hefur ekki þurft að nota augun th lestrar. Akurnesingar era ekki beinhnis frægir fyrir bóklestur og kannski er skýringin einfaldlega sú að fólk- ið sem flækhst inn í nautagirðing- una á Skaganum kann barasta ekki að lesa! Ekki vita nautin á Skaganum um það hvort Skagamenn eru læsir eða ekki og það er heldur ekkert undr- unarefni þótt nautpeningurinn á Skaganum sé mannýgur. Hver verður ekki mannýgur í þessu sam- býh? Akumesingar era ekki þeirr- ar geröar að þeir hæni að sér aðrar skepnur, hvað þá þegar þeir abbast upp á naut sem ganga laus um í girðingum samkvæmt leyfi frá hreppsnefnd. Það er ekki sök naut- anna ef Akurnesingar era ekki læsir og þaö er ekki nautunum að kenna ef Akumesingar halda að þeir eigi að vera í girðingum sem æhuð eru nautum. Spurningin er jafnvel sú, hvort það séu nautin sem eigi að hræðast Akumesinga frekar en að Akur- nesingar hræðist naut? Er ekki girðingin seh upp th að verja naut- in frá ásókn Skagamanna? Ekki era naut svo vihaus að þau prhi yfir girðingar sem settar era upp í varúðarskyni. Og ekki var skhhð seh upp th að vara nauhn við að fara út úr girðingunni, heldur öfugt vegna þess að hreppsnefndin veit að það er mannfólkið sem þarf að varast. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.