Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1991, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991.
Spumingin
Stundar þú einhverja
líkamsþjálfun?
Ragnheiður Dagbjartsdóttir, er að
læra að verða þjónn: Nei, það geri ég
ekki.
Ólöf Jónsdóttir húsmóðir: Já, ég
syndi og geng. Svo hef ég líka verið
í vaxtarrækt.
Valdimar Sveinsson, gjaldkeri og
áhugaljósmyndari: Já, badminton,
racketball og sund.
Logi Amþórsson sendibilstjóri: Nei,
ég fæ næga þjálfun í vinnunni.
Þorsteinn Kristjánsson afgreiðslu-
maður: Já, ég skokka og svo var ég
í líkamsrækt.
Ása Haraldsdóttir meinatæknir: Já,
ég syndi og geng.
Lesendur
Því ekki leiguferð-
ir að vetrinum?
Björn Björnsson skrifar:
Nú hefur komið í ljós að hinar
ódýru ferðir, sem íslendingum buö-
ust í sumar til Bretlands og Dan-
merkur, hafa verið mjög eftirsóttar.
Sá aöili, sem hefur helst staðiö fyrir
þessu, Guðni Þórðarson, hatði, að
sögn, í hyggju að lengja ferðamanna-
tímabilið með því að bjóða ferðir til
London. Afstaða íslenskra stjóm-
valda er andsnúin þessari hugmynd
og neita þau slíkri starfsemi að vetri
til. - Hvaða munur skyldi vera á vetri
og sumri í þessum efnum? Af hveriu
má ekki bjóða leiguflug á föstum
gmnni allt árið frá íslandi eins og
öðrum löndum í grennd við okkur?
Þetta leiðir til þess að íslendingar
eiga ekki stöðugt kost á ódýmm ferð-
um til útlanda eins og áður. Ekki
verður þetta heldur til þess að hjálpa
íslenskum hótelum að bæta nýting-
una yfir vetrartímann, eins og þó
heföi verið hugsanlegt ef áætlanir
um leiguflug t.d. frá Bretlandi heföu
gengið eftir. - Það líða þvi sjö eða
átta mánuðir áður en aftur er hægt
að búast við sanngjömum fargjöld-
um fyrir okkur íslendinga til og frá
landinu.
íslensk stjómvöld verða að gera sér
grein fyrir þvi að héðan kemst fólk
ekki nema eins og fughnn fljúgandi.
Hér em ekki farþegaskip sem hafa
fastar áætlunarferðir milli landa.
Samgönguþættinum að þvi er varðar
utanferðir hefur því í raun hrakað
verulega frá því sem áður var þegar
tvö og þrjú farþegaskip höföu reglu-
lega áætlun frá íslandi til Evrópu. -
Veturinn á íslandi er langur og það
er óeðlilegt að við búum ekki við sama
skipulag og reglur í samgöngumálum
allt árið. Hver segir að fólk sæki ekki
í sólarlönd að vetrinum með því að
kaupa fyrst ódýr fargjöld til næstu
nágrannalanda?
Áskorun til Dagsbrúnarmanna
Jóhannes Guðnason, trúnaðarmað-
ur Dagsbrúnar, skrifar:
Nú em flestir kjarasamningar hér
á landi lausir. Krafa launafólks í
komandi samningum setur ríkis-
stjómina í mikinn vanda. Megin-
kröfurnar em stórhækkun lægstu
launa, kaupmáttartrygging og hækk-
un skattleysismarka. Þjóðarsáttar-
samningamir hafa ekki gefið góða
raun fyrir þá verst settu. Það góða
við þá samniiiga er þó að það tókst
að halda verðbólgu og vöxtum niðri
með aðhaldi verkalýðsfélaga og þá-
verandi ríkisstjómar.
Núverandi ríkisstjóm er því miöur
stjóm auðvalds og viðskipta og allt
er á uppleið nema lágu launin. Helstu
hugmyndimar era svo skattahækk-
anir. Fjármálaráðherra talar um að
ekki sé um skattahækkanir að ræða
heldur aö verið sé að „breikka skatt-
stofninn". Það þarf nú ekki neinar
ofurgáfur til að sjá og finna þá kaup-
máttarrýrnun sem hækkun þjón-
ustugjalda hefur í för með sér -
hvaða nafn sem þessu er gefið.
Lægsti kauptaxti hjá Dagsbrún er
nú kr. 42.395, og þaö væri fróðlegt
að kanna hvort t.d. þingmenn vildu
láta bjóða sér þessi laun. Þetta fólk
verður að vinna tvö- eða þrefalda
vinnu til að lifa. Könnun á meðaltali
launa hjá Dagsbrún sýndi að það er
með um 60-70 þúsund kr. á mánuöi
þegar allt er tahö, þ.e. bónus, og mjög
mikil aukavinna. - Við viljum hækka
dagvinnulaun í 80 þúsund krónur,
svo að fólk svelti ekki í hel eins og
vísitöluíjölskyldan sáluga.
Framfærslukostnaður 'hækkaði
um 0,6% frá ágúst til sept. Næstu 12
mánuðina á undan var hækkunin
7,7%. Ef við lítum aðeins á síðustu 3
mánuöi, þá var hækkunin 2,1%, sem
jafngildir 8,5% á heilu ári.
Starfsmannafélag ríkisstofnana
hefur nú kynnt meginatriðin í sinni
kröfugerð. Byrjunarlaun verði ekki
undir 70 þús. kr. Línan sem formaður
samninganefndar ríkisins boðar er
sú, að kaupmáttur verði óbreyttur í
upphafi samningstímabils, hann fari
niður á við með samdrætti í efna-
hagslífinu á næsta ári en fari svo upp
aftur og aukist í lok þriggja ára
samningstímabils. - Þarna ber mikið
á milh.
Ég skora á aha Dagsbrúnarmenn
að standa saman í komandi samning-
um og bið A- og B-hstamenn að shðra
sverðin og sameinast á meðan á
samningum stendur því sigur vinnst
með samstarfi en sundraðir náum
við ekki árangri. En ljóst er að and-
stæðingar okkar munu reyna að reka
flein í raðir Dagsbrúnarmanna. - Ef
núverandi samninganefnd nær ekki
góðum samningum í haust verður
auðvelt val að kjósa hina sterku og
áhugasömu menn í mótframboðinu
í janúar nk.
Landeigendur, Heiðarfjalli:
Nú skal leigja mengunina
Ólafur Jónsson skrifar:
Hafi maður nokkum tíma lesið ís-
lenskt nútímaævintýri þá er það um
þá landeigendur Heiðarfjalls. En svo
em þeir nefndir sem krefjast skaða-
bóta vegna meintrar mengunar á
fjallinu. Þeir telja mengun vera það
mikla á þessu fjalh sínu að hún sé
orðin uppspretta fjárhagslegra verð-
mæta í formi skaðabótagreiðslna af
hendi bandaríska hersins. - Til vara
segja þeir að til greina komi að „taka
leigu" fyrir mengunina - að viöbætt-
um skaðabótiun að sjálfsögðu.
En umhverfismálaráöuneyti telur
margt brýnna en að skoða mengun
á einhveiju fjalh og þykir engum
mikiö. Engin ástæða er tíl að hlaupa
upp til handa og fóta vegna kröfu-
gerða landeigenda. En hvaða árátta
er þetta líka orðin hjá okkur íslend-
ingum, að vilja fá fé úr hveiju sem á
fjörur okkar rekur, jafnvel þótt það
sé okkur ekkert viðkomandi? - Þess-
ar kröfugerðir landeigenda að Heið-
arfjalh minna ekki á neitt annað en
Á Heiöarfjalli. - Uppspretta fjárhagslegra verðmæta?
heimtufreka krakka sem standa uppi ef til vih ný tegund fjáraflamanna
í hárinu á foreldrunum. - Þetta er hér?
Fleiriviljakjöt
kaupa
Ásgeir skrifar:
Nú er komið í ljós að aðrir en
Mexíkanar eru tilbúnir til að
kaupa kjöt héðan. - Fyrirspum-
um nánast rignir yfir landbúnað-
arráðuneytið. Það er engin furða
þótt margir setji upp spumar-
svip. Er hugsanlegt að einhverjir
aðilar hér á landi hafi staðið í
vegi fyrir þvi að selja kjötið?
Einhvem tíma heyrði ég að
búnaðarsamtökin eða Samband-
ið heföu algjört neitunarvald í
sölumálum íslensks kindakjöts
til útlanda. Það skyldi þó aldrei
vera aö losnaö heföi um hömlur
einhvers staöar! - Eða að
geymslugjaldið margfræga heföi
verið þröskuldur? Maöur trúði
því aldrei að ekki væri hægt að
finna kaupendur að íslensku
lambakjöti, svo mjög sem það
hefur verið kynnt á erlendri
grund.
Enginn ábyrgur
íÁlafossi?
Guðmundur Gunnarsson skrifar:
Það var mikið rætt um að þeir
sem stjórnuðu byggingu Perl-
unnar yrðu að svara fyrir um-
frameyðslu viö hönnun og fram-
kvæmdir. Það er nú búið að upp-
lýsa það mál og gera skýrslu um
hvað fór úrskeiöis. - En víðar er
pottur brotinn.
Tugmilljóna samningar em nú
i hættu vegna óvissu í uhariðn-
aði. Óstjórn sú sem leiddi til
gjaldþrots Álafoss hefur þó ekki
enn verið gerð lýðum Ijós svo
neinu nemi. Hefur veriö beðið um
skýrslu frá stjórn Álafoss hf.?
Voru þarna e.t.v. eintómir aular
í forsvari sem geta ekki staðið
fyrir máh sínu? Mörgum finnst
þeir sleppa nokkuð bhlega frá
öllu saman - landsþekktir menn
úr stjórnmála- og fjármálalífi ís-
lendinga.
Niðurskurðurá
Tryggingastofnun
Helgi skrifar:
Heilbrigðisráöherra hefur verið
á fullu í niðurskurði á ýmsum
þáttum heilbrigöisþjónustunnar.
Hvemig væri nú að sefja hnífinn
á Tryggingastofnunina sjálfa, þar
sem hámenntað fólk er m.a. að
setja bætur í umslög til bótaþega?
Hversu margir skyldu nú bóta-
þegar vera, sem em t.d. meö
heimatilbúna bakveiki og sjúk-
*dóma? Þegar kemur að endur-
mati er svo oftar en ekki stimplaö
„óvinnufær vegna veikinda“.
Er nú ekki nóg koroð af þessu?
Eiga ekki læknar í endurmati
Tryggingastofnunar ríkisins ein-
hveija sök á ef þeir era plataðir
af fólki sem ekki á rétt á örorku-
lífeyri? - Er ekki kominn tími til
að taka til hjá Tryggingastofhun,
hr. heilbrigðisráöherra?
Burtmeðgrind-
verkið
Þórarinn Björnsson skrifan
Ég las ummæh Sigurðar Skarp-
héöinssonar aöstoðargatnamála-
stjóra um gríndverkið sem sett
hefur verið upp á Laugarne-
stanga. - Hann segir tilgang girö-
ingarinnar vera þann aö fækka
slysum. Hvílíkt rugl er þetta.
Grindverkið minnkar ekki slysa-
hættu eða aftanákeyrslur.
Oft era tugir bifreiða í einu í
heimsókn á listamannaheimili
Sigurjóns Ólafssonar og mikih
erill viö staöinn. Þama er einnig
bifreiðaverkstæöi. Þetta veit
kannski Sigurður ekki. Grind-
verkið (fræga aö endemum) er 74
sm hátt og ekkert gönguhhð!
Þetta eiga konur og böm að klof-
ast yfir. Þetta er nú verkhönnun
í lagi! Ég eyði ekki fleiri orðum í
bUi en skora á heUbrigöa aðUa
sem máhö varðar og eru ábyrgir
að taka þetía grind verk tafarlaust
niður.