Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1991, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991. 25 Afmæli Magnús Geirsson Magnús Geirsson, formaður Raf- iðnaðarsambandsins, Viðjugerði 11, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Magnús fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann hóf nám í rafvirkjun 1947 hjá Segli hf. og lauk sveinsprófl 1952. Magnús starfaði við iðn sína í nokkur ár en hefur verið starfsmaður hjá Félagi íslenskra rafvirkja frá 1959 og síðan hjá Rafiðnaðarsambandi íslands. Á námsárunum var Magnús for- maður Félags rafvirkjanema og sat jafnframt í stjórn Iðnnemasam- bands íslands. Hann hefur starfað í miðstjóm ASÍ, sat í stjóm Félags íslenskra rafvirkja frá 1956-87 og formaður þess frá 1968-87. Hann hefur setið í stjóm Rafiðnaöarsam- bands íslands frá stofnun 1970 og var varaformaður þess frá 1970-73, en varð þá formaður sambandsins og hefur verið það síðan. Fjölskylda Kona Magnúsar er Unnur Bryndís Magnúsdóttir, f. 16.2.1936, húsmóð- ir, dóttir Magnúsar Sigurjónssonar, úrsmiðs í Reykjavík, sem nú er lát- inn, og Unnar Eggertsdóttur. Magnús og Bryndís eiga þrjú böm. Þau eru Sigrún, f. 29.1.1954, fulltrúi í Reykjavík, gift Guðlaugi Hilmars- synirafvirkja: Geir, f. 5.8.1960, umsj ónarmaður Textavarps, kvæntur Áslaugu Svavarsdóttur hjúkrunarfræðingi; Unnur, f. 30.11. 1968, skrifstofumaður, í sambúð með Daníel Helgasyni prentara. Magnús átti sex systkini og eru fimm þeirra á lífi. Systkini Magnús- ar: Steinunn Guðrún, f. 31.1.1930, húsmóðir í Reykjavík, gift Ingvari Þorsteinssyni húsgagnasmiö; Ág- úst, f. 18.3.1933, bæjarsímstöðvar- stjóri í Reykjavík, kvæntur Kristínu Zoéga; Valgeir, f. 29.11.1936, d. 15.10. 1962, stýrimaður í Reykjavík; Geir, f. 4.5.1939, löggiltur endurskoðandi, kvæntur Hugrúnu Einarsdóttur; Þorsteinn, f. 15.2,1941, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráöuneytinu, kvæntur Maríu Haraldsdóttur; Sig- urður, f. 10.4.1943, framkvæmda- stjóri Rafiðnaðarskólans, kvæntur Guðlaugu Jónu Aðalsteinsdóttur. Foreldrar Magnúsar vom Geir Magnússon, f. 30.10.1897, d. 2.8.1955, sjómaður í Reykjavík, ogkona hans, Rebekka Þorsteinsdóttir, f. 15.9. 1899, d. 3.4.1945, húsmóðir í Reykja- vík. Ætt Geir var sonur Magnúsar, b. á Ytri-Þurá í Ölfusi, Jónssonar, b. í Saurbæ, Guðnasonar, b. í Saurbæ, Gíslasonar. Móðir Jóns var Sigríð- ur, dóttir Snorra Magnússonar, tómthúsmanns í Þorlákshöfn. Móð- ir Magnúsar var Þorlaug, dóttir Snjólfs Þórðarsonar, b. í Nobba í Flóa. Móðir Geirs var Katrín, systir Valgerðar, móður Vals Gíslasonar leikara, foöur Vals bankastjóra. Katrín var dóttir Freysteins, b. á Hjalla í Ölfusi, Einarssonar, b. á Þurá, bróður Jóns, langafa Halldórs Laxness. Einar var sonur Þórðar „sterka", b. á Vötnum, Jónssonar og Ingveldar, systur Gísla, langafa Vilborgar, ömmu Vigdísar forseta. Ingveldur var dóttir Guðna, b. í Reykjakoti, ættfóður Reykjakots- ættarinnar, Jónssonar. Móðir Katr- ínar var Valgerður Þorbjömsdóttir, b. á Yxnalæk, Jónssonar. Móðir Valgerðar var Katrín Bjömsdóttir, b. á Þúfu, Oddssonar og konu hans, Guðrúnar Eyjólfsdóttur, b. á Krögg- ólfsstöðum, Jónssonar, ættfóður Kröggólfsstaðaættarinnar. Rebekka var dóttir Þorsteins, skipstjóra í Elhðaey á Breiðafirði, Lámssonar, b. á Saurum í Helga- fellssveit, bróður Gísla, afa Þórðar Kárasonar fræðimanns og Svavars Gests hljómhstarmanns. Lárus var sonur Sigurðar, b. á Saurum, Gísla- sonar og Elínar, systur Guðmundar, langafa Gunnars Guðbjartssonar, formanns Framleiðsluráös land- búnaðarins. Elín var dóttir Þórðar Jónssonar, b. á Hjarðarfehi og ætt- föður Hjarðarfellsættarinnar. Móðir Þorsteins var Guðrún Magnús Geirsson. Andrésdóttir, b. á Sehátri við Stykk- ishólm, Hannessonar, b. á Knarrar- höfn í Hvammssveit, Andréssonar. Móðir Rebekku var Steinunn Pét- ursdóttir frá Helhssandi. Rafiðnaðarsamband íslands verð- ur með móttöku fyrir Magnús í Raf- iðnaðarskólanum, Skeifunni 11B, IB. hæð, klukkan 17.00-19.00 á af- mælisdaginn. Jónína Þórunn Jónsdóttir Jónína Þórunn Jónsdóttir, fyrrv. húsfreyja í Vorsabæ í Austur-Land- eyjum, nú til heimilis að Brú í Aust- ur-Landeyjum, er áttræð í dag. Fjölskylda Jónína fæddist í Vorsabæ í Aust- ur-Landeyjum og ólst þar upp. Hún var síðan húsfreyja þar á ámnum 1938-80 en Jónínagiftist28.1.1939 Guðmundi Júlíusi Jónssyni, f. 6.1. 1904, d. 16.1.1989, bónda, en hann var sonur Jóns Ingvarssonar, b. að Borgareyrum undir Vestur-Eyja- fjöllum, og Bóelar Erlendsdóttur húsfreyju. Böm Jónínu og Guðmundar Júl- íusar eru Jón Þórir, f. 6.4.1939, b. að Berjanesi í Vestur-Landeyjum, en sambýliskona hans er Erna Ár- fehs og eiga þau þijú böm; Guðrún Ingibjörg, f. 4.8.1940, húsmóðir á Hehu, gift Ólafi Guðmundssyni og eiga þau þrjú börn og sex bama- börn; Bóel Jónheiður, f. 20.11.1942, húsfreyja að Raufarfelh undir Aust- ur-Eyjafjöllum, gift Ólafi Tryggva- syni og eiga þau átta böm og fimm barnaböm; Ásgerður Sjöfn, f. 30.7. 1948, húsfreyja að Lambhaga á Rangárvöhum, gift Helga Jónssyni og eiga þau sex börn; Erlendur Sva- var, f. 14.7.1949, b. að Arnarhóli í Vestur-Landeyjum, kvæntur Ástu Guðmundsdóttur og eiga þau einn son; Björgvin, f. 31.7.1951, d. 19.3. 1955; Jarþrúður Kolbrún, f. 12.2. 1953, húsfreyja að Brú í Austur- Landeyjum, en sambýlismaður hennar er Helgi Gunnarsson og eiga þau eina fósturdóttur; Björgvin Helgi, f. 27.6.1959, b. að Vorsabæ í Landeyjum, en sambýliskona hans er Kristjana M. Óskarsdóttir og eiga þautvosyni. Jónína átti fjórtán systkini og eru þrjú þeirra á lífi: Guðbjörg Magnea, húsmóðir í Reykjavík; Kristinn, í Túni í Borgarhreppi í Mýrasýslu, og Sigríður, húsmóðir í Grindavík. Foreldrar Jónínu voru Jón Erlends- son, f. 7.5.1870, d. 1941, b. í Vorsabæ í Austur-Landeyjum, og kona hans, Þómnn Sigurðardóttir, f. 16.9.1880, d. 1921, húsfreyja. Ætt Jón var sonur Erlends, b. á Skíð- bakka, Erlendssonar, b. í Voðmúla- staðahjáleigu, Guðlaugssonar. Móð- ir Erlends Erlendssonar var Gróa Jónsdóttir, b. í Götum í Mýrdal, Magnússonar. Móðir Jóns var Oddný Ámadóttir, b. á Suður- Móeiðarhvolshjáleigu, Bjömssonar, b. í Kumla á Rangárvöhum, Áma- sonar. Móðir Oddnýjar var Jórunn, systir Tómasar, langafa Þórðar Tómassonar, safnvarðar í Skógum. Annar bróðir Jórunnar var ívar, langafi Oddgeirs Kristjánssonar tónskálds og afi Nikulásar Þórðar- sonar, kennara á Kirkjulæk, afa Nikulásar Sigfússonar læknis. Jór- unn var dóttir Þórðar, b. á Mold- núpi undir Eyjafjöllum, Pálssonar, b. í Langagerði, Þórðarsonar, prests í Skarði í Meðahandi, Gíslasonar. Móðurbróðir Jónínu var Sigurþór afi Ragnheiðar Helgu Þórarinsdótt- ur, fyrrv. borgarminjavarðar. Þór- unn var dóttir Sigurðar, b. í Snotm í Landeyjum, Ólafssonar, b. í Múla- koti í Fljótshlíð, Ámasonar. Móðir Sigurðar var Þórunn ljósmóðir Þor- steinsdóttir, b. og smiðs á Vatns- skarðshólum í Mýrdal, Eyjólfssonar og konu hans, Karítasar Jónsdóttur, klausturhaldara á Reynistaö, Vig- fússonar, stúdents á Hofi á Skaga- strönd, Gíslasonar, rektors á Hól- um, Vigfússonar. Móðir Jóns var Guðný Friðriks- dóttir Guðný Friðriksdóttir frá Borgar- firði eystri, thheimihs að Voga- tungu 77, Kópavogi, er áttræð í dag. Eiginmaður hennar var Haraldur Guðjónsson, bifreiðarstjóri á Hreyfh, og eiga þau fiögur börn. Guðný verður að heiman á afmæl- isdaginn. Guöný Friðriksdóttir. Jónína Þórunn Jónsdóttir. Helga Jónsdóttir, biskups á Hólum, Vigfússonar, bróður Gísla. Móðir Karítasar var Þórunn Hannesdóttir Schevings, sýslumanns á Munka- þverá, Lámssonar Schevings, sýslu- manns á Möðmvöllum. Móðir Þór- unnar var Jómnn Steinsdóttir, biskups á Hólum, Jónssonar. Móðir Þómnnar Sigurðardóttur var Guðrún Þorsteinsdóttir, b. á Hhðarendakoti í Fljótshlíö, Einars- sonar og konu hans, Helgu, ömmu Þorsteins Erhngssonar skálds. Helga var dóttir Erhngs, b. í Braut- arholti, Guðmundssonar, b. í Fljótsdal í Fljótshhð, Nikulássonar, sýslumanns á Barkarstöðum, Magnússonar, b. á Hólum í Eyja- firði, Benediktssonar, klausturhald- ara á Möðruvöhum, Pálssonar, sýslumanns á Munkaþverá, Guð- brandssonar, biskups á Hólum, Þor- lákssonar. Móðir Helgu var Anna María Jónsdóttir, systir Páls skálda, langafa Ásgeirs Ásgeirssonar for- seta. Jónína tekur á móti gestum síðar. 18. september Tiarnargötu 10 B, Reykjavík. 95 ára Þórður Runólfsson, Haga, Skorradalshreppi. 60 ára ara Sigríðiu- Jónasdóttir, Njálsgötu 71, Reykjavik. Hrönn Amheiður Björnsdóttir, Eyrarlandsvegi 20, Akureyri. Sigríður Jónsdóttir, Raftahhð 21, Sauðárkróki. Haukur Hannibalsson, Hlaðbrekku 10, Kópavogi. 40 ára 50ára ara Jón K. Saemundsson, Ey gló Bjarnadóttir, Hofsvahagötu 19, Reykjavík. HelgaGísladóttir, Hqfðavegi 40, Vestmannaeyjum. Kristbjörg Áslaugsdóttir, Langholtsvegi 163 B, Reykjavík. Sigrún ólaöa Jónsdóttir, Hólavegi 17, Siglufiröi. Þór Bragason, Urðarstí g 8, Hafnarfiröi. INNRITUN I ALMENNA FLOKKA (tómstundanám): Verklegar greinar: Fatasaumur. Skrautskrift. Postulínsmál- un. Leðursmíði. Bókband. Myndbandagerð (video). Hluta- teikning. Teikning og málun. Umhverfisteikning (m.a. unnið utandyra). Grafík (mónóþrykk). Bridge. Vélritun. Bóklegar greinar: Islenska (stafsetning og málfræði). ís- lenska fyrir útlendinga (byrjenda- og framhaldsnámskeið). Danska. Norska. Sænska. Enska. Þýska. Hollenska. Franska. italska. italskar bókmenntir. Spænska. Spænskar bókmennt- ir. Latína. Gríska. Portúgalska. Hebreska. Tékkneska. Rúss- neska. Kínverska. Byrjenda- og framhaldsnámskeið. Danska, norska, sænska fyrir börn 7-10 ára, til að viðhalda kunnáttu þeirra barna sem kunna eitthvað fyrir í málunum. Stærðfræði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi, aðstoð við skólafólk. Stafsetning, ítarnámskeið, ætlaðframhaldsskólanemendum. Ný námskeið: Málun, frarhhaldsnámskeið - litafræði og málun (vatnslitir, akrýllitir. Teikning og málun, umhverfis- teikning (m.a. unnið úti í náttúrunni) - dag og kvöldnám- skeið. Grafík (mónóþrykk). Islenska f. útlendinga, íslenskt þjóðfélag, bókmenntir og menning, undirstöðukunnátta í íslensku nauðsynleg. Búlgarska. i almennum flokkum er kennt einu sinni eða tvisvar í viku, ýmist 2, 3 eða 4 kennslustundir í senn í 11 vikur. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla, Gerðubergi og Árbæjar- skóla. Kennslugjald fer eftir stundafjölda og greiðist við innritun. Kennsla hefst 30. september. Innritun fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, dagana 18. og 19. sept. kl. 17-20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.