Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1991, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991.
Utlönd
Tveir vopnaðir menn réðust
inn á krána Bull and Finch í Bos-
ton í Bandaríkjunum og rændu
staðinn. Krá þessi er ein sú fræg-
asta í heimi enda er hún fyrir-
mynd að sjónvarpskránni
Staupasteini. Mikill fjöldi ferða-
manna kemur árlega aö skoða
krána enda hafa sjónvarpsþætt-
imir verið sýndir víða um heim.
Nú er svo komið að enginn stað-
ur í Boston dregur aö sér álíka
marga feröamenn og Bull and
Finch enda er innrétting á
Staupasteini nákvæm eftirlíking
af iimréttingunni þar.
Þjófamir höföu í það minnsta
50 þúsund dali upp úr krafsinu
en það jafngildir um 300 þúsund-
um íslenskra króna. Þeir börðu
einn þjóninn í höfuðiö með
flösku. Engar skemmdir voru þó
unnar og hefur kráin verið opin
gestum síðustu daga eins og áður.
Noriegavann
með smyglur-
um í Kólombíu
Einn þeirra sem borið hafa vitni
gegn Manuel Noriega, fyrrum
forseta Panama, segist hafa séö
nafn forsetans í bókhaldinu hjá
eiturlyijasmyglurum i Kólombíu.
Vitniö segist hafa séö nafnið i
bókum svokallaðs Medelin-
hrings en fyrir honum fór Pablo
Escobar, sem nú situr inni í
heimalandi sínum og dundar við
bleikjueldi.
Saksóknarar í máh Bandaríkja-
stjómar gegn Noriega hafa geng-
ið út frá því sem visu aö hann
hafi unnið með Medelin-hringn-
um og Escobar en vantaö sannan-
ir. Framburður vitnisins þykir
styrkja yflrvöld í málinu gegn
Noriega.
Mistökum
Gorbatsjvos
aðkenna
Robert Gates verður að öllum
likindum næsti torstjóri CIA.
Simamynd Reuter
Robert Gates, sem Georges
Bush Bandarikjaforseti vonast til
að verði næsti forstjóri CLA, sagöi
viö yflrheyrslur aö rekja mætti
fall kommúnismans í Sovétríkj-
unum til mistaka Míkhaíls Gorb-
atsjov við að koma á umbótum í
landinu.
Gates hefur undanfama daga
verið í yfirheyrslum hjá þing-
nefnd öldungadeildar Banda-
ríkjaþings. Samkvæmt banda-
rískum stjórnlögum verður hann
aö sýna fram á aö hann sé hæfur
til að gegna embætti forstjóra
leyniþjónustunnar áöur en hann
getur tekið við embætti. f
Gates sagði að menn CIA hefðu
ekki gert sér grein fyrir því sem
væri að gerast í Sovétríkjunum
dagana fyrir valdaránið í síðasta
mánuði vegna þess að þeir hafl
ofmetið tilraunir Gorbatsjovs til
að bæta úr í efnahagslífi landsins.
Reutcr
Serbneskir stríðsmenn hlaða stórskotaliðsbyssu i bardögunum í Króatíu i gær. Simamynd Reuter
Vopnahlé í Króatíu gengið í gildi:
Barist af grimmd
í Zagreb í morgun
Loftárásir voru gerðar á króatísku
höfuðborgina Zagreb í gær, aðeins
nokkram klukkustundum eftir að
vopnahléssamkomulag, sem gert var
aö undirlagi Evrópubandalagsins,
var undirritað. Þá urðu einnig
sprengingar í borginni og skotið var
af vélbyssum. Bardagarnir héldu
áfram í nótt og morgun.
Loftvamaflautur voru þeyttar um
alla Króatíu.
Skothríðin varð í suður- og suð-
austurhlutum Zagreb þar sem króat-
ískir stríðsmenn sitja um tvennar
búðir sambandshers Júgóslavíu.
Eldglæringar úr stórskotaliðsbyss-
um lýstu upp sjóndeildarhringinn og
íbúar hlupu sem fætur toguðu í
bráðabirgðaskýh í neðanjarðarbíla-
stæðum og kjöllurum.
Bardagarnir blossuðu upp eftir að
Franjo Tudjman, forseti Króatíu,
Slobodan Milosevic, forseti Serbíu,
og Veljko Kadijevic hershöfðingi,
vamarmálaráðherra Júgóslavíu,
féllust á vopnahléið á fundi með
Carrington lávarði, formanni friðar-
ráðstefnu Evrópubandalagsins.
Þeir lýstu því yfir að aöeins væri
dagaspursmál hvenær bardagarnir
yrðu að allsherjarborgarastríði og
sögðu að bardögum ætti að hætta nú
klukkan tíu í morgun að íslenskum
tíma.
„Viö heitum því að allir sem lúta
okkar stjóm og við höfum póhtísk
og hernaðarleg áhrif yfir stöðvi bar-
dagana umsvifalaust," sögðu þeir í
vopnahléssamkomulaginu sem var
gert í ferðamannabænum Igalo við
Adríahafið.
En Tudjman lét uppi efasemdir um
samkomulagið og sagði að Króatar
mundu ekki yfirgefa herstöðvarnar
sem þeir heíðu gripið frá því á föstu-
dag. Þær aðgeröir urðu kveikjan að
nýju oíbeldishrinunni.
„Króatar munu ekki hverfa burt
frá eigin landsvæði," sagði hann á
fundi með fréttamönnum í Zagreb.
„Herinn er farinn að kikna undan
skellunum sem við höfum veitt hon-
um á undanfomum dögum svo þaö
er ein ástæðan fyrir því að hann vill
semja,“ sagði Tudjman.
Samið hefur verið um vopnahlé í
Króatíu nokkrum sinnum áður en
það hefur alltaf farið út um þúfur.
Samkvæmt samkomulaginu í gær
ber deiluaðilum að draga sveitir sín-
ar frá átakasvæðunum og leysa upp
og afvopna allar sérsveitir sínar. Þá
á sambandsherinn að hverfa aftur til
búða sinna.
Ekki er vitað um mannfall í bar-
dögunum í Zagreb en tuttugu manns
voru drepnir víðs vegar um Króatiu
íbardögunumígær. Reuter
Carl Bildt reynir nú að mynda minni-
hlutastjórn (jögurra flokka í Sviþjóð.
Takist þaö ekki er líklegt að tveir
flokkar myndi stjórnina. Meirihluta-
stjórn kemur ekki til greina enn um
stund.
Carl Bildt leitar möguleika á stjómarmyndun í Svíþjóð:
Ræðir sljórn tveggja
eða fjögurra flokka
Tilraunir Carls Bildt, formanns
Hófsama sameiningarflokksins í Sví-
þjóð, beinast nú að möguleikum á að
koma á minnihlutastjórn tveggja eða
fjögurra flokka.
Verði niöurstaðan sú að Bildt
myndi tveggja flokka stjórn er líkleg-
ast að Miðflokkurinn veröi með og
stjórnin þá í miklum minnihluta á
þingi. Hinn möguleikinn er að Kristi-
legir demókratar og Frjálslyndir slá-
ist í hópinn og vantar stjórnina þá
aðeins fimm þingsæti til að hafa
meirihluta.
í gærkvöldi átti Bildt fund með
Bengt Westerberg, formanni Fijáls-
lynda flokksins. Ekkert hefur verið
látið uppi um hvað þeim fór á milli
en að fundinum loknum sagði Bildt
aö hann sæi þessa möguleika helsta
í stöðunni en útilokaði þó ekki aö
þrír flokkar yrðu í stjóminni. Þá sit-
ur einn af borgaraflokkunum vænt-
anlega hjá en ekki er vitað hver það
yröi.
Bæði Miðflokkurinn og frjálslyndir
töpuðu í kosningunum þannig aö
draumur Bildts um að mynda fjög-
urra flokka meirihlutastjóm borg-
araflokkanna varö að engu. Báðir
þessir flokkar eru tregir til að taka
sæti í ríkisstjóm eftir fylgistapið í
kosningunum. Westerberg sagði þó
eftir fundinn með Bildt í gær að hann
útilokaði ekki fjögurra flokka minni-
hlutastjórn.
Bildt gæti myndað meirihluta-
stjóm með stuðningi Nýs lýðræðis
ef ekki kæmi til að formenn annarra
borgaraflokka neita með öllu að setj-
ast í stjórn sem ætti líf sitt undir
duttlungum manna í Nýju lýðræði.
Westerberg er manna fremstur í and-
stöðunni við Nýtt lýðræöi.
í Svíþjóð hallast nú flestir að því
að minnihlutastjórn fjögurra flokka
verði mynduð. Þar en nú talað um
að Svíar fái á næsta kjörtímabili að
kynnast „danska kerfinu" í stjórn-
málunum en þar hefur ekki setið
meirihlutastj órn um árabil. tt