Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1991, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Hagsmunir í hafi Óhjákvæmilegt er, að öryggishagsmunir Bandaríkj- anna og íslands stangist á í auknum mæli, því að Banda- ríkjastjórn hefur ákveðið að gera hafið að helzta gereyð- ingarvopnabúri sínu til þess að halda sérstöðu sinni sem sjóveldi heimsins, þegar öðrum vopnum fækkar. Gagnkvæmar tilkynningar Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna um einhliða samdrátt í viðbúnaði eru að mestu á sviðum, þar sem einhvers konar gagnkvæmni verður komið við, þótt allt séu þetta kallaðar einhliða aðgerðir. Þetta er afleitt fyrir þá, sem vilja hreinsa hafið. ísland hefur mikla hagsmuni af því, að höfin verði ekki helzta hættusvæðið, ef til átaka kemur. Það magn- ar líkur á, að eyja á siglingaleiðum herskipa og kafháta verði skotmark eða nálægt skotmarki í hugsanlegum átökum, sem geta jafnvel orðið fyrir misskilning. Við þessa hættu bætist svo mengunarhættan, sem fylgir kjarnorkuknúnum og kjarnorkubúnum herskip- um og kafbátum. Alvarlegt slys getur haft víðtæk og varanleg áhrif á lífríki hafsins og síðan hhðstæð áhrif á útflutningstekjur og efnahag þjóðarinnar. Mikilvægt er, að forsætisráðherrar hvers tíma og aðrir valdamenn þjóðarinnar leggi jafnan mikla áherzlu á þessa hagsmuni íslendinga, þegar þeir hitta Banda- ríkjaforseta eða aðra bandaríska valdamenn, en eyði ekki of miklum tíma í hliðarmál á borð við hvalinn. Þótt hafið hafi að mestu orðið útundan í yfirlýsingum síðustu daga um samdrátt geryðingarvopna og hefð- bundins herbúnaðar, hefur ísland eins og önnur lönd hag af minni spennu og minni viðbúnaði, sem dregur auðvitað úr líkum á, að atómstríð verði fyrir slysni. Enn meira máli skiptir fyrir ísland, að hjaðni hin hefðbundna spenna í gagnkvæmum viðbúnaði Banda: ríkjanna og Sovétríkjanna. Þótt annars konar hætta leysi af hólmi þá hættu, sem fylgir hinni hefðbundnu spennu, kemur hún ekki eins mikið við okkur. Svo virðist sem minni hætta sé á skipulögðu atóm- stríði heimsvelda, en meiri hætta á, að skjótráðir smá- kóngar beiti slíkum vopnum í hryðjuverkastíl. Nægir þar að minna á Saddam Hussein, einræðisherra íraks, sem hefur reynt af alefli að ná sér í slík vopn. Bandaríkjastjórn hefur hka áhyggjur af, að óhjá- kvæmileg sundrun Sovétríkjanna leiði til, að sovézk kjarnorkuvopn falli í hendur meira eða minna óútreikn- anlegra þjóðernissinna eða einræðisherra í einstökum ríkjum, sem myndast kunna úr rústum Sovétríkjanna. Ólíklegt er, að Saddamar Husseinar heimsins beini sjónum sínum að íslandi, ef þeir hafa hryðjuverk í huga. Þeir munu telja önnur skotmörk hafa meira auglýs- inga- eða ógnargildi. Þess vegna snertir hin nýja smá- kóngahætta okkur minna en sumar aðrar þjóðir. Þar sem yfirlýsing Bandaríkjaforseta dregur úr hættu á skipulögðu atómstríði, er hún gagnleg okkur eins og mannkyninu yfirleitt. Sama má segja um viðbrögð sovézka varnarmálaráðuneytisins um nærri helmings minnkun heraflans og um miðstýringu hans í Moskvu. Á aðeins einni viku hefur jörðin orðið mun öruggari dvalarstaður mannkyns. Frumkvæðið kom frá Banda- ríkjastjórn og var vel svarað af hálfu Sovétstjórnarinn- ar. Við getum fagnað frumkvæðinu, þótt hafið hafi orð- ið að mestu útundan í þessum áformum um samdrátt. Þetta þýðir líka, að við verðum að efla áherzlur okk- ar gegn stríðs- og mengunarhættu í hafinu, þótt hags- munir okkar séu þar aðrir en sjóveldis Bandaríkjanna. Jónas Kristjánsson Vorhret í Rhone-dal Jean Giono hefur lýst af mikilli tilíinningu hvemig noröanvindur- inn þýtur niður Rhone-dalinn og sveigir tré og fólk undir veldi sitt. Sólin má sín lítils gegn þessum kalda stormi sem á þessum slóðum suður undir Miðjaröarhafl kallast mistral og hrellir menn og dýr. Mistralinn kemur alla leið norðan úr Ölpunum þar sem Rhone á líka upptök sín og lýkur ekki för sinni fyrr en handan hafsins þar sem hann verður að lúta í lægra haldi fyrir sólheitum sandstormum Sa- hara. En í Provence og í Languedoc, syðstu héruðum Frakklands, er sólin í senn hin mikla móðir frjó- samra akra og vínviðar og hinn mikli kúgari sem fólk stynur und- an. Giono, sem alla ævi dvaldist í smábæ í Provence, segir að ekkert hafl þar um slóðir verið svo hatað sem sólarbreyskjan sem lamaði allt um hádegið að sumrinu og skildi eftir skrælnaða jörð og máttlaust bændafólk ef ekki rigndi annað veifið. Og svo kom allt í einu mistr- alinn, norðanstrekkingurinn, ískaldur í björtu sólskini, og blés burtu öllum raka og eftir stóðu lamdir runnar og skjálfandi tré. Vinalegt og frjósamt Þessar andstæður setja svip á þetta land sem við fyrstu sýn er svo vinalegt og frjósamt. En þó eru merki andstæðnanna alls staðar. Það er til dæmis gífurlegur munur á bylgjandi fijósemi Perigord og nöktum hæðum Languedoc, enda- lausum ökrum Beaune og hrjóstr- um Roussillon. Samt eru syðstu héruð Frakklands góð héruð og veörátta þar talin einhver hin besta í heiminum, ef undan eru skilin sVæðin kringum Höfðaborg í Suð- ur-Afríku, Perth í Ástralíu og hluti af Kalifomíu sem eru víst ennþá heilnæmari. En sólin er hörð þegar hún hellir geislum sínum af fullkomnu mis- kunnarleysi yfir þurra jörð. Giono segir að það sé engin tilviljun að hús í Provence eru þannig byggð að gluggar er eins hthr og komist verður af með og vita oftast inn í húsagarð. Hann segir að það hafi ekki verið óalgengt að konur kæmu nánast aldrei út fyrir hússins dyr. Færu þær út vöfðu þær hverri flík- inni utan yfir aðra svo brennandi sólin næði ekki að sphla. hörundi þeirra. Dæmi nefnir hann um kon- Kjallarinn Haraldur Ólafsson dósent ur sem stjórnuðu stóru búi og stóðu í miklum viðskiptum án þess að koma nokkurn tímann undir bert loft. Draugaborgin Baux Sá er þetta ritar dvaldist um nokkurra mánaða skeið í Suður- Frakklandi fyrr á þessu ári. Með landafræði grunnskólans í farar- nesti mátti búast við miklum hlý- indum og í huganum var reikað um i stuttbuxum og „ermalausum bol“ eins og segir í ljóðinu. Raunin varð að vísu ekki sú enda landa- fræðin breytt frá því að Ríkisútgáfa námsbóka opnaði sveitakrökkum töfra þeirra landa þar sem „gullald- in glóa í grænu laufi“. Háttvirtur höfundur þessa ritverks lenti sem sagt í vorharðindum og snjóaði á Korsíku um sumarmál. Það var ekki samkvæmt bókinni. Og meira að segja var vínviðurinn í Gironde sýlaöur af frosti um Valborgar- messu. Það var harla fróðlegt að kynnast af eigin raun mistralvindinum þar sem hann æddi yfir draugaborgina Baux og bældi þyrkingslegan gróð- urinn á sléttunum kringum þetta forna borgarvirki. Sem betur fer hafði ég lesið Giono og vissi þar af leiöandi að þetta var ekki nema eðhlegur hluti af lífi og reynslu þúsund kynslóða sem búið hafa í Rhone-dalnum og sunnan hans við ósa hinnar miklu elfar sem verður til þar sem drýpur af jöklum Alp- anna einhvers staðar langt inni í Sviss. Sumarmálahret Skilningurinn á Provence og Languedoc dýpkaði ef til vill örlítið þegar staðið var við Rhone þar sem hún rennur framhjá Arles, djúp, breið, fumlaus og norðanstrekk- ingurinn lemur vatnsflötinn án þess að áin láti það hafa minnstu áhrif á endalausa og óhjákvæmi- lega fór sína til „hafs hafanna". Runnarnir á fljótsbakkanum sveigjast til suðurs og húsin loka sér gegn norðri eins og hestur sem stendur í höm. Þegar til þess er hugsað að ein- mitt á þessum slóðum hefur mað- urinn, Homo sapiens, hafst við undanfarin þrjú hundruð þúsund ár og þraukað af ísaldir og ofsa- hita, laminn af norðanbálviðri og sólheitum siroccio, sunnanstorm- inum sem litar trén rauð af sandi Sahara, þá skilst manni að þrátt fyrir allt er þetta gott land og gjöf- ult. Sumarmálahret koma þar eins og annars staðar til að minna okk- ur á að hvergi verður búið nema maðurinn lagi sig að aðstæðum og vinni með náttúrunni en gefist hvorki upp gagnvárt henni né berj- ist gegn henni svo bæði hún og hann farist. Eins og konurnar hans Giono getur verið nauðsynlegt að grípa til ráða gegn erfiðum aðstæð- um en jafnframt að finna ráð til að þrauka og notfæra sér hið góða sem lífið og náttúran hafa upp á að bjóða. Haraldur Ólafsson . einmitt á þessum slóöum hefur maðurinn, Homo sapiens, hafst viö undanfarin þrjú hundruö þúsund A-r* “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.