Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1991, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991. Útlönd bónda sínunt Erjum hjóna í Lundúnum lauk meö því aö konan kleip eista af bónda sínum. Máliö var reifað fyrir rétti nú á dögunum en hjón- in hafa sótt um skilnað. Þau búa þó enn saman. Atvik voru þau aö maðurinn kom seint heim og lentu þau hjónin í rifrildi vegna þess. Þegar þau ætluðu loks að ganga til sængur læsti konan dyrum svefnherbergisins og skildi mann sinn eftir úti. Hann braut upp hurðína en konan brásttil varnar með því aö klípa með beittum nöglum í klofið á honum. Fyrir réttinumm sagði konan að hún hefði ekki vitað fyrr en hun hélt á öðru eistanu. Maður- innféllþegaríyfirlið. Reuter Dæmdurfyrir tvömorðog limlestingar Norðmaðurinn Arve Einar Hansen hefur verið fundinn sek- ur um að hafa skotið til bana tvo landa sína í byrjun desember á síðasta ári. Rétturinn taldi einnig sannað að hann hefði sagað lik mannanna í sundur með vélsög og hent á ruslahauga. Þeir sem þarna lótu lífið hétu Magne Hansen. og Bjöm Sverre Tveiten. Arve Einar fékk aðstoð hjá manni að nafni Finn Smedsrud til að flytja líkin af morðstaðnum og koma þeim fyr- ir. Finn var einnig ákærður en rétturinn sýknaöi hann og lét dómarinn áminningu duga. NTB Páfinntrúirá vemdarengla Jóhannes Páll páfi segir að vemdarenglar séu til og að þeir séu stöðugt að störfum. Því er að hans mati óþarfi að setja traust sitt á verndargripi og annað heið- ið dót. „Verndarenglarinr em sendir okkur af forsjóninni í þeim tíl- gangi aö hjálpa okkur í lífinu," sagði páfi i gær þegar hann veitti almenningi áheyrn. Eftir kenningum kaþólskra manna eru verndarenglarnir andlegar verar með greind og frjálsan vilja. Hlutverk þeirra er að vernda trúaða frá hættum i lifinu og beina þeim af hinum breiöa vegi syndarinnar. Reuter LATTU EKKI VERDMATIN FJÚKA llf Í VEHII06 VIHD ENDURBÆTT EINANGRUN EYKUR VERÐGILDI steinutt Gerum tiibob [HHÚSA EINANGRUN Símar: 91 - 22866 oq 91 - 622326 Forseti Króatíu hittir páfa 1 dag: Herinn sprengir kirkjur í Dubrovnik Króatiskur varðliði stendur yfir liki hermanns úr sambandshernum. Við hlið líksins er mynd af Tító, fyrrum leiótoga Júgóslavíu. Haröir bardagar geisuðu um alla Króatíu í gær. Simamynd Reuter Hermenn úr júgóslavneska sam- bandshernum sóttu að ferðamanna- bænum Dubrovnik við Adríahafið í gær og hersveitir lögðu til atlögu um alla Króatíu og gerðu árásir á borgir af landi, úr lofti og af sjó. Króatískir embættismenn sögðu að þeir óttuðust að harðlínumenn í hernum, sem lýtur stjórn Serba, hefðu öll ráð í hendi sér og eygðu litla von um að viðræður færu fram til að stöðva blóðbaðið. Landher og sjóher réðust á Dubrovnik og svæðið þar í kring með sprengjuvörpum og stórskotaliði, annan daginn í röð. Þeir lokuðu fyrir vatn og rafmagn, sprengdu íjar- skiptamiðstöðvar og lokuðu vegum til borgarinnar. Talsmaður eftirlitsnefndar Evr- ópubandalagsins í Króatíu staðfesti að komið hefði til bardaga í miðbæ Dubrovnik sem er frá miðöldum. Fallbyssubátar sjóhersins skutu á höfnina og fréttir bárust af hörðum sprengjuvörpuárásum norður af borginni. Útvarpið í Belgrad skýrði frá því að tíu hermenn og hundruð króat- ískra varðliða hefðu látið lífið í bar- dögunum. Útvarpið í Króatíu sagði hins vegar að áttatíu hermenn, fjórir króatískir varðliðar og tveir óbreytt- ir borgarar hefðu verið drepnir og þrjátíu aðrir hefðu særst. Franjo Tudjman, forseti Króatíu, hefur sent bréf til Bush Bandaríkja- forseta og farið fram á hjálp til að bjarga lýðveldinu. í dag hittir Tudj- man Jóhannes Pál páfa í Páfagarði þar sem hann mun skýra honum frá eyðileggingu á kirkjum og trúarleg- um minnisvörðum í lýðveldinu. Breskur háskólakennari, sem staddur er í Dubrovnik, sagði í gær að herinn hefði sprengt þar upp kirkjur og önnur menningarverð- mæti. Menningarmálastofnun SÞ hefur lýst Dubrovnik sem hluta af arfleifð alls mannkyns. Bardagar geisuðu víða annars stað- ar í Króatíu i gær og létu tugir manna lífið eða særðUSt. Reuter Baker hótar valdaráns- mönnum á Haítí innrás „Þessi herforingjastjórn er ólögleg og meðan hún er við völd á Haíti enga samleið með lýðræðisríkjum. Hún er og verður án alls stuðnings, án allra vina og á sér enga í'ramtíð," sagði James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, eftir að Sam- tök Ameríkuríkja höfðu boðað til sérstaks neyðarfundar vegna ástandins á Haítí. Ætlun samtakanna er að senda nefnd manna á fund hinna nýju vald- hafa á Haítí í þeim tilgangi að fá þá til að leggja niður völd og viðurkenna Jean-Bretrand Artistide forseta sem réttkjörinn valdhafa. Aristide er nú landfótta í Venesúela. í máli sínu gaf Baker í skyn að Samtök Ameríkuríkja gætu beitt hervaldi til að koma forsetanum aft- ur á valdastól. Litið er á þetta sem mjög alvarlega hótun enda var henni fylgt eftir með því að Bandaríkja- stjórn sendi 400 landgönguliða til ílotastöðvarinnar í Guantanamo á Kúbu. Sagt er að landgönguliðarnir séu þar til að tryggja öruggan brottflutn- ing bandarískra borgara frá Haíti komi til frekari átaka þar. Örskammt er frá Guantanamo yfir til Haítí. Aristide forseti er á móti því að hervaidi verið beitt fyrst um sinn. Hann vill að fyrst verði allra leiða leitað til að koma valdaræningjunum frá með friðsamlegum hætti. Hann hefur þó látið þung orð falla um valdaræningjana og kallað þá glæpa- menn. Aristide er fyrsti lýðræðislega kjömi forsetinn á Haítí. Sögur eru á kreiki um að forsetinn hafi látið myrða Roger Lafontant, fyrrum inn- anríkisráðherra, þar sem hann var í fangelsi á Haítí. Reuter Roger Lafontant var innanríkisráðherra á Haítí í tíð Duvalier-feðga og al- ræmdur fyrir að stjórna Tonton Macute, dauðasveitum lögreglunnar. Hann er nú allur en jafnvel talið að Aristide forseti hafi látið myrða hann. Símamynd Reuter DV Löggurkyrktu óðanhund Tveir breskir lögregluþjónar slógust við óðan hund sem hafði ráðist á hóp skólabarna og kyrktu hann til að koma í veg fyrir fleiri árásir. „Hann barðist um eins og krókódíll. Hann var alveg snar- brjálaður. Hausinn á honum var á stærð við fótbolta og kjafturinn á honum var risastór. Þetta var skelfilegt dýr,“ sagði lögreglu- þjónninn John Newey sem tók þátt í aðförinni að hundinum, 25 kílóa rottuhundi, á þriðjudag. Breska stjórninhefur lýst þessa hundategund stórhættulega og lagt bann við innilutnmgi henn- ar. Rokkararfá merkta smokka írskt fyrirtæki hefur fundið góða leið til aö græða fé með því að selja rokkhljómsveitum sér- merkta smokka sem þær geta síð- an gefið aðdáendum sínum á tón- leikum. „Þeir koma að meira gagni en skyrtubolir,“ sagði fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann sagði að símar hefðu ver- ið rauðglóandi eftir að auglýsing um smokkana birtist í breskum tónlistartímaritum. Kaninn rekinn heim Corazon Aquino, forseti Filíppseyja, veítti Bandaríkjun- um þriggja ára frest í gær til að kalla hersveitir sínar frá landinu. Þar með verður bundinn endí á næstum aldarlanga dvöl banda- rískra hersveita í þessari fyrrum amerísku nýlendu. Öldungadeild þingsins á Filippseyjum hafnaði fyrir skömmu nýjum herstöðva- samningi ríkjanna tveggja. Hörðustu andstæðingar banda- riska hcrsíns vildu að hann færi innan árs en aðrir vildu veita Bandaríkjastjórn sjö ára frest. Bandaríkjastjórn hefur sagt að hún muniekki opna aðra herstöð í Asíu ef floti hennar yrði að fara frá Subicflóa, stærstu bandarísku herstöðinni í þessum heimshluta, Hundarhlekkj- aðirvið ráðuneytið Hundaunnendur hlekkjuðu níu eskimóahunda við girðingar breska utanríkisráðuneytisins í gær og var það liður í baráttu fyrir að bjarga tegundinni á Suð- urskautslandinu. Þeír vilja að bresk stjórnvöld herði andstöðu sína gegn þeim hluta nýs samnings um Suður- skautslandið sem á að undirrita í Madrid í vikunni sem kveður á um að eskimóahundar verði bannaðir af svæðinu. Hætta er á að þeim eitt hundraö sem þegar eru þar verði fargað. Breskir embættismenn sögðu að Bretland, Argentína og Ástral- ía væru andvíg því að banna eskí- móahundana samkvæmt klásúlu samningsins sem bannar allar dýrategundir sem eiga ekki upp- runaieg heimkynni sín á Suður- skautslandinu. Kastalitilsölu Einkavæðingarstofnun Þýska- lands, sem venjulega selur ryðg- aðar verksmiðjur í austurhluta landsins, bauö dálítið nýtt í gær, nefnilega 12. aldar kastala með lyftu og keilubraut sem var áður í eigu austur-þýska ríkisins. Stofnunin vildi ekki skýra frá því hvaö sett væri á kastalann sem heitir því faliega nal'ni Boitz- enborgarhöll og er í um 90 kíló- metra fjarlægð frá Berlín. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.